Ísafold


Ísafold - 11.03.1875, Qupperneq 1

Ísafold - 11.03.1875, Qupperneq 1
3Kemur út 2—3 á mánuði, • 32 bluð alls um árið. Forngripasafnið. , Askorun. Eins og Ðestum íslendingum er kunnugt, var fyrir 12árum stofnað íslenzkt forngripasafn lijer í Reykjavík fyrir gjafir ein- stakra rnanna. Enila þótt efni safns þessa hafi að kalla engin verið og það lítinn styrk fengið, uns stjórnin uú hin síðustu árin hefir veitt því nokkurn styrk1, þá hefir það þó allt um það aukizt vonum fremur, svo að það á nú alls 1028 hloti. Safn þetta hefir hingað til verið geymt á dómkirkjnlopt- inu, en nú er það orðið svo mikið, að þar er eigi rúm lengur lianda því, auk þess sem geymslustaður þar hvorki er góður nje hentugur, þar sem ryð sækir þar mjög á hluti, sem af járni eru, svo að ef safninu bætist eitthvað hjer eptir, er eigi auðið að korna því öðruvísi fyrir, en raða því niður í kassa. Nú er það auðsætt, að ef safnið á að geta orðið að tilætluðum notum og geymast vel, þá verður að hafa rúmgóðan og hent- ugan stað handa því, en hann er enginn til, sem stendur. Þetta er mönnum þegar ljóst orðið, og því hafa 5 heiðurs- menn á Norðurlandi ritað áskorun til íslendinga, sem prentuð er í 13. ári Norðanfara, 45.—46. blaði, að skjóta fje saman til þess að reist verði hæfilegt hús handa safninu, og eptir á- skorun til eins af oss, sem hjer ritum nöfn vor undir, höfum vjer gengið í nefnd, til að taka á móti gjöfum þeim, sem gefnar kunna að verða til þessa fyrirtækis, og ávaxta þær eptir ástæð- um, uns svo mikið er safnað, að hæfilegt hús verði reist handa safninu. Vjer itrekum því hjer með áskorun hinna áðnrnefndu 5 manna í Norðanfara, að skjóta fje sarnan í þessu skyni, og senda einhverjum af oss undirskrifuðum, og munum vjer gjöra grein fyrir því fje, sem til vor kemur, og ávaxta það, uns á því þarf að halda. Reykjavik, 6. dag marzmánaðar 1875. H. Kr. Friðriksíon. Magnús Stephensen. Jón Arnason. 1) 1870 veitti stjórnin safninu 500 rd. styrk, 1873 200 rd. og 1874 100 rd„ sjá Stjórnartíðindi 6. blað, 37. bls. neðanmáls. Járnbrautin og kirlijugarðurinn. Eptir Björnstjerne Björnson. (Niðurl.) Hún kom þangað sem hann var og settist eða rjettara sagthnje niður rjett fyrir framan hann: «Guð náði mig! nú held jeg að við höfum fengið nóg af járnbrautinni þeirri arna!» — «Járnbrautinni?» spurði þórður, en óðara en hann sleppti orðinu skildi hann allt í einu, hvernig á öllu stæði; það var auðskilið: það voru neistarnir úr gufuvagninum, sem höfðu hrokkið í trje- spænina við nvja þilið. Hann sat hljóður og höggdofa, konan þorði eigi að yrða á hann, en var að reyna til að hlúa að honum. Hann skipti sjer ekkert afþví; en þegar hún lá þarna á hnjánum fyrir framan hann og var að breiða ofan á fæturn- ar á honum, lagði hann hendina á höfuð henni. Ilún fieygði sjer undir eins í fangið á honum liágrátandi. þórður fann, hvað henni bjó innanbrjósts og mælti: «þú ert eini vinurinn, sem jeg á». þessi orð þótti henni svo vænt um, að hún hefði viljað vinna til að missa bæinn með öllu saman fyrir þau. Hún herti upp hugann, og sagði nm leið og hún stóð upp: «Afþví að enginn nema jeg skilur, hvernig þjer er varið». þá bráðn- aði bart hjarta, tárin hrundu niður eptir kinnunuin á honum, þar sem liann sat og hjelt um hendina á konu sinni. Nú varð þeim ekki mikið fyrir að tala hvoru við annað, og mátti svo að orði kveða, að hvort segði öðru allan huga. Eoks mlnntust þau á, hvernig allt hefði atvikast þarna um nótt- ina, eða rjettara sagt: hann þngði, en hún sagði frá. Akra- 17 Kostar 3krónur árg. (erlendis J 4kr.), stök nr. 20aura. AO í O. Til Islendings. —Hið nýja blað «fslendingur», af- sprengi Tímans eða Tíminn apturgenginn, sem bróðir vor __ þjóðólfur kallar haiin á skáldamáli sínu, er þegar tekinn til að / ho starfa að hinu stórkostlega ætlunarverki sínu: að gefa út aptur «smásögurnar» í Nýju Sumargjöfinni, og fræða heiminn um, hvernig ísafold gengur út. Af smásögunum er þegar komin út sú um Guð í brísskóginum (sjá Sumargjöf 1859, bls. 67), og af sögunni um hitt er búið að fara yfir eina sveit, sem ekki er að vísu nafngreind, en skyldi nokkrum verða vandræði úr að grafa upp nafnið, þarf ekki annað en spyrja þá, sem hafa vísindalega vissu fyrir uppruna allra skapaðra hluta, þar á meðal fyrir upptökum nýnefndrar apturgöngu; þeirra er ekki langt að leita, svo sem mörgum mun kunnugt. Og eins og ætlun- arverkið er mikilfenglegt, að því skapi er tilgangurinn háleitur og veglegur. þetta er nauðsynlegt að taka fram með berum orðum, vegna þess að ekki er trútt um, að sumum hafi orðið á að misskilja frásöguna um viðtökurnar á ísafoid á þá leið, að þeir hafa haldið, að þetta væri ekkí annað en algengur prangarahnykkur, likt og þegar einn kaupmaðurinn segir, að enginn vilji sjá klútana, sem hinn hefir á boðstólum, en bætir við, að allir sækist eptir sínum. Til þess að ganga úr skugga um, að þetta sje misskilningur, þarf ekki lengra að fara en að taka eptir því, að þessa viðbót vantar einmitt hjá ísiending, og hefði þó verið hægt að hafa hana, þvi að svo kvað eptirsóknin eptir honum vera mikil í nefndri sveit, að eptir sögn hafa t. d. landsetar prestsins sótt um, að blað þetta yrði látið fylgja ábýlum þeirra eins og innstæðukúgildi, og munu þeir hafa fengið ádrátt um það. Söguritarinn í íslendingi er, eins og nærri má geta, ekki andalaus annálaritari, sem romsar upp blábera viðburðina hugs- unarlaust, í eilífum þurraþembingi, heldur hefir hann öll ein- kenni mikilla sagnaspekinga, sem rekja með frábærri snilld og skarpleik undirrót, aðdraganda og afleiðíngar viðburðanna, sem þeir segja frá. Hann lætur sjer eigi nægja að herma blátt á- fram þau tíðindi, að fáir kaupi ísafold þar í sveit, heldur leiðir hann rök að, hvernig á því standi. það kemur fyrst ogfremst af því, að hún fæst við kukl og særingar; kvað henni einkum Iínútur hafði sjeð eldinn fyrstur, vakið upp allt heimilisfólk sitt, sent stúlkurnar á bæina í kring, en farið sjálfur með piltunum og með hesta yfir að Ilaugi, þar sem eldurinn var. þar voru allir í fasta svefni. Iínútur hafði síðan sagt fyria hvernig slökkva skyldi og bjarga fólkinu, og borið þórð sjálfur úr eldinum, og farið með hann í skjól, — út á kirkjugarðinn. Og meðan þau voru að tala um þetta, kom maður á vagni upp göturnar, og heim á kirkjugarðinn. það var Knútur. Hann hafði sótt heim sparivagninn sinn, þann sama og þeir þórður höfðu svo opt ekið í saman á hreppsnefndarfund. Nú átti þórður að fara upp í til hans og aka heim með honum. þeir rjettu hvor öðrum hendina, annar sitjandi, hinn standandi; »nú máttu til að koma með mjer», mælti Knútur. Fórður svaraði engu, en stóð upp, þeir fylgdust að vagninum, Ivnútur hjálp- aði þórði upp í og settist síðan hjá honum. Hvað þeir tölnð- ust við á leiðinni heim að Ökrum eða í litlu stofunni þarjþeir sátu þar fram á morgun daginn eptir), veit enginn. En upp frá þeim degi voru þeir allt af saman, eins og forðum, og máttu varia livor af öðrum sjá. það sjest bezt hvað í manninn er varið, þegar ólánið sæk- ir hann heim. þess vegna tóku sveitarmenn þórðar að sjer að byggja upp bæ hans, og það svo mannlega, að jafngóð húsakynni og skrautleg voru eigi til í öllum dalnum. Hann varð hreppsnefndaroddviti aptur, en hafði nú Akra-Knút hið næsta sjer. Hann Ijet hann njóta þess sem hann átti, gáfn- anna og brjóstgæðanna, og upp frá því bar þeirn aldrei á milli. Fimmtudag 11. marz. 18

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.