Ísafold - 18.03.1875, Síða 1
Kemur út 2—3 á mánuði,
32 blöð alls um árið.
Fimmtiidag 18. marz.
II, 4.
Kostar 3 krónur árg. (erlendis
4 kr.), stök nr. 20 aura.
1875.
Leitið og munu þjer finna!
(Aðsent). Opt og tíðum heyrist hjer talað um ýmsar námur í landi
voru, svo sem: brennisteinsnámur, kolanámur, postulínsnámur
og kalknámur, og hýrnar þá snöggvast yflr tlestum þeim
löndum vorum, sem bera nokkuð skyn á, hversu ómælanleg
auðsuppspretta slíkt er fyrir hvert land, þar sem slíkar námur
Gnnast, og eru hagnýttar. Aptur á móti er það auðsætt, að
enginn kostur er það fyrir nokkurt land, þó slikt finnist í
skahti þessi, ef landsbúar reyna ekki að færa sjer það í nyt;
það er þvert á móti sannur óhagnaður, þvi, ef kunntigt er orð-
ið, að slíkir tekjustofnar sjeti til í einu landi, en sjeu þar van-
hirtir, þá er það hin gildasta röksemd þess, að landsbúar eru
dugminni en annarstaðar gjörist með siðuðum þjóðum; en það
þykjast íslendingar vissulega ekki vera. I þessu efni má þó
færa oss nokkuð til afbötunar, sem er, að ekki er nóg, að
slíkar námur finnist í landinu, ef þær eru á óaðgengilegum
stöðum, svo að ekki verði, nema með ókleyfum kostnaði
ílutt frá þeim það er þær láta í tje; enn þetta á sjer því mið-
ur stað víðast hvar hjá oss, þar sem námur hafa fundizt til
þessa.
Eg vil nú minnast lítið eitt á námur þær, er fundizt hafa
iijer á landi, og fara fáeinum orðum um hverja þeirra fyrir sig:
B r e n n i s t e i n s n ám u r eru bjer viða, og eru þær
fyrir löngu fundnar; þær eru viðast mjög langt frá sjó, og
mundi því kostnaðar vegna lítt fært að leggja nægilega góða
vegi frá þeim til hafna, svo að brennisteininn mætti flytja utan;
en væru til við námur þessar nægilegar tilfæringar til að hreinsa
brennisteininn, svo ekki þyrfti að flytja nema hreinsuðu vör-
una þaðan, þá væri öðru máli að gegna; svo er einnig tak-
andi til greina, að væru slíkir vegir gjörðir, þá yrðu þetta eigi
einu notin sem af þeim mætti hafa. Af þessum torfærum með
flutning brennisteinsius frá námum okkar hefir engum íslending
fundizt sjer fært að byrja á slíku fyrirtæki, því mikla peninga
þarf til þess fyrirfram út að leggja, en þeir eru nú ekki hóp-
um saman í hundruðum hjá einstökum mönnum, en samtök
eru stopul hjá oss, og má það telja aðalgalla á fjelagslífi landa
vorra; því ef fleiri vildu leggjast á eitt, bæði með þetta og
annað, þá væri fleiru framkomið, en nú á sjer stað. þannig
bafa þá þessar brennisteinsnámur verið leigðar og seldar út-
lendingum sem voru ókunnir landslagi hjer, óknnnugir veg-
leysum vorum, enda hafa þeir líka fengið þær fyrir lítið sem
gkki neitt. J>að lítur út fyrir að þessum útlendu herrum vaxi
í augum undirbúningskostnaðurinn við þetta fyrirtækf, J)ví eng-
inn þeirra er enn farinn að nota námur þessar að neinu ráði
Á meðan svona stendur, að þessar námur eru í höndum út-
iendinga, þá befir reyudin sýnt að lítilla framfara von er af
þeim, og væri óskandi að þeir afsöluðu sjer þeim sem fyrst til
landsmanna aptur, því jeg er viss um, að ekki mundi þá á
löngu líða, eins og nú stendur á, þangað til einhver risi upp
og reyndi að hafa atvinnu af að nota þær, þó það, í fyrstu,
ekki yrði svo stórkostlega. Jeg hefi heyrt, að hjerna snður í
Henglinum muni fnndinn brennisteinn, og jeg hefi líka heyrt,
að gagnvitur maðnr hafi leigt eða kevpt þann blett, og sje svo
þá er jeg viss um að sá hinn sami muni ekki hætta við svo
búið, hcldur byrja hægt og hægt og með því sýna og kenna
öðrum löndurn sínum, hvernig slíku skuli haga; hann hefir
kennt íslendingum fleira gott, maðurinn sá.
Eins og jeg hefi áður sagt, hefi jeg litla von um, að hin-
ar miklu brennisteinsnámur vorar verði oss til mikils arðs um
langan tímu; en þessi litla náma í Uenglinum, til hennar ber
jeg mest traust og fasta von, að hún, eða rjettara sagt sá
maður, sem ætlar að gangast fyrir að vinna hana, leiði oss í
allan sannleika um meðferð á slíkum námum; verði það að á-
hrínsorðum.
Postulinsnáma er fundin á lleykjanesi hjer syðra
og er þar talið bæði nóg og mikið af jarðtegund þessari. Sá,
sem fann, hefir álitið sjer ókljúfandi, fyrir sakir sömu örðug-
leika og jeg hjer að framan hefi tilfært um brennisteins-
námurnar, að hagnýta sjer hana, og hefir hann því, að sögn,
selt hana enskum manni, sem nú þegar á annað ár hefir látið
i veðri vaka að hann mnndi á hverri stundu byrja að vinna
námu þessa, en ekki er farið að bóla á hans ensku
atorkusemi, og er þó sagt að ekki skorti hann skotpeninginn.
f>að má nú hvorki segja um þessa námu, eða Krísivíkur-brenni-
steinsnámuna, að þær liggi langt frá sjó, en þá er annað sem
ekki er betra, nefnilega: að þó arður námanna væri kominn
ofan að sjó þar sem næst er, þá er þar ólendandi með báta
og ekki óhætt fyrir skip að liggja þar fyrir framan, svo að frá
báðum námunum yrði að öllum líkindum að flytja jarðarteg-
undir þessar til Hafnarfjarðar, og er það æðilangt, að leggja
svo góðan veg að flytja mætti viðstöðulaust á hestum, hvað þá
á vögnum; en fyr en vagnvegir komast á, gæti valla borgað
sig að flytja þetta, svo ódýra vöru sem hvorutveggja þetta er,
einkum óhreinsað. J>essi náma er því, eins og hinar fyrri,
vonarpeningur fyrir oss, en hvað sem því líður, álít jeg rangt,
að finnandinn skyldi selja þessa námu útlendingum, og þann-
ig binda hendurnar bæði á sjálfum sjer og öðrum, sem vel
hefði mátt vera að hefði gengið í fjelag með honum að nota
hana.
Kolanáma er fundin í Hreðavatnslandeign í Norður-
árdal; er það mjög hörmulegt að vita, að slík náma skuli vera
svo afskekkt, þar sem hún hefur inni að halda einhverja þörf-
ustu vöru handa oss. Nú hefir þessi náma verið öllum kunn
í rúm tvö ár, en til þessa dags er engin gangskör gjörð að
kanna hana til hlítar, eður gjöra áætlun nm, hvort ekki væri
kostur á að færa oss hana í nyt.
Kolaverðið hefir verið gífurlega hátt nú hin síðustu ár, og
vetrar kaldir, nema í vetur, en samt hefir enginn haft mena-
ingu í sjer að gangast fyrir þessu. Yfirvöldin þegja, efnamenn-
irnir þegja, og hvers er þá að vænta af þeim, sem ekkert hafa
að segja og ekkert hafa 11 að framkvæma neitt með. En verst
er þó af öllu ástand vort i þá átt, að þó einhver framtaks-
maðtir vildi láta í tje fje sitt, vinnu og vitsmuni, til að ráðast
í slík fyrirtæki, sem í augum er uppi, að eru öllum almenn-
ingi til ómetanlegs gagns og sem auk þess geti orðið land-
inu fremur öllu öðru til ómetanlegra framfara. J>á eru einn-
ig sjóðir landsins lokaðir fyrir þeim, ef þeir þyrftu styrks og
fje þeirra sjálfra ekki hrykki til, og það jafnvel þeir sjóðir, sem
til slíks eru beinlínis ætlaðir; en aptur á mót eru þeir opn-
aðir til að peðra skilding og skilding til hinna og þessa, sem
t. d. á eigin eign sinni hafa skorið nokkra skurði fram, hlað-
ið nokkra faðma af hlykkjóttum, ónýtum garði, sljeltað þúfna-
reit, sem að tveim árum liðnum er orðinn hólóttari en áður;
eða lánaðir út hinum og þessum, til ómerkilegra stundarþarfa,
sem enginn árangur sjest af. — Forstöðumenn sjóða þessa
sjá, sem von er til, að sjóðirnir eða rentur þeirra skerðast við
þetta, en árangur til hins betra i landbúnaði eða af öðrum ó-
umflýandi þarflegum framkvæmdum sjá þeir varla afþessari að-
ferð með útlán eður styrk af sjóðum landsins.
J>að getur engum heilvita inanni vaxið í augum, að leggja
vagnveg frá Hreðavatni þar ofan að Norðurá, sem hún er skip-
geng fyrir smáfleytur (Pramma), þó það kostaði fram undir 100
þúsundir króna, þar sem um annað eins er að gjöra sem að
ná i kol, því hvað væri það móti því óútreiknanlega gagni, sem
af því fyrirtæki yrði. Hversu mundu ekki sveitirnar beggja
vegna við slíkan veg blómgast, flutningur að og frá úr þeim
góðu hjeruðum, sem þar að liggja, Ijettast þúsundfalt, nýbýli
yrðu byggð alslaðar meðfram veginum ; allir fengju nóg að
gjöra; Borgarljörður tengdist við Reykjavik með gufubátum,
26
25