Ísafold - 18.03.1875, Side 3
og pukra með hver í sinn sveit eða sínn hjeraði, að þau kom-
ist aldrei lengra en á pappírinn, eða þjóti upp eins og vind-
bóla, sem hjaðnar bráðum aptur. tljer vantar það sem mest
ríður á, sem er að lífga og glæða þennan litla fjelagsanda-
neista, sem virðist hafa kviknað hjá þjóðinni við þetta tækifæri,
og beina bugmyndum manna i rjetta stefnu. Menn mega ekki
vera að pukra hver í sinu horni með þessar fjelagslegu bolla-
leggingar. Látum oss sameina þær yíir Iand allt, og koma
einni samhljóðun á þær. Vjer erum fátækir og kraptlitiir,
það er satt, en því skyldum vjer þá vera að sundra vorum
veiku kröptum, einmitt þegar vjer eigum að sýna sem mesta
samheldni í hverju sem er. Tökum nú rögg á oss, bændur
góðir, og höfum eindregin samtök að því um land allt að koma
fjelaginu á fót, þó seint sje. Er jeg viss um, að ef allir beztu
menn landsins vildu styrkja þetta fyrirtæki, þá má það verða
oss og niðjum vorum til gagns og heilla, og halda uppi minn-
ingu þúsund-ára-afmælisins, meðan land vort byggir.
Jeg skal svo ekki fjölyrða meira um þetta mál að sinni,
en ef jeg lifi til, skal jeg síðar láta álit mitt í ljósi um fyrir-
komulag og verkahring fjelagsins, einkum ef jeg heyri að það
fær betri undirtektir meðal almennings, en það fjekk á fingv.f.
Jeg treysti því, að þeir fáu menn, sem tóku þessu máli þar svo
vel — nöfn þeirra sjást á skrá þeirri sem hjer fer á eptir
— muni allan hug á leggja að fram iylgja því, hver í sínu
hjeraði. En sjerstaklega skora jeg hjer með á tilvonandi al-
þingismenn vora, að þeir með áhuga og fylgi flytji þetta mál
hver í sinu kjördæmi, og að þeir laði menn til að ganga í fje-
lagið. Ætti svo hver þingmaður að taka málið fyrir til um-
ræðu á fundum þeim, sem haldnir munu verða í vor, til undir-
búnings undir alþingi, til þess almenningi gefist kostur á að
átta sig á tilgangi og ætlunarverki fjelagsins. þegar svo J*ing-
menn koma saman í Reykjavík í sumar komandi (eða á þing-
vallaf., ef hann yrði baldinn) skýra þeir frá þeim árangri, sem
orðið hefir af þessum tilraunum þeirra, og verði hann svo
mikill og góður, að tiltækilegt þyki að halda fjelagsstofnuninni
áfram, er fyrst kominn tími til að semja lög fyrir fjelagið gefa
þvi nafn, og ákveða annað það, er með þarf um stjórn þess
og fyrirkomulag. Gautlöndum, i desemberm. 1874.
Jón Sigurðsson.
Nafnaskrá
yfir þá menn, er ápingvallaf. 1874 lofuðu árstillögum til fjelags þess, cr
stofna átti í minningu þúsund-ára-afmælis Islands.
Arstillög.
Haraldur Briem, hreppstjóri, Rannveigarst. Suðurmúlasýslu . . 3rd.
Jón Jónsson, umboðsrnaður, Vík, Skaptafellssýslu................2 —
Ólafur Pálsson, bóndi, Höfðabrekku, Skaptafellssýslu .... 1 —
Jón Arnason, bóndi, Víðimýri, Skagafjarðarsýslu.................2 —
Arni Einarsson, bóndi, Vestmanneyum.............................2 —
Einar þórðarson, yfirprentari, Reykjavík........................3 —
Eggert Gunnarsson. umboðsmaður, pingeyjarsýslu..................3 —
Hallgrímur Tómásson bóndi Litlahóli Eyjafjarðarsýslu .... 3 —
Jón Ifavíðsson, bóndi, Eyjafjarðarsýslu.........................2 —
Jón Bjömsson, prestur Hítaresi..................................2 —
»Sigurður Magnússon, bóndi, Skúmstöðum, Rangárvallasýslu . . 1 —
Jón Jónsson, landskrifari, Reykjavík............................3 —
Jakob Hálfdánsson, bóndi, Grímsstöðum, þingeyjarsýslu ... 3 —
Jón Sigurðsson, hreppstjóri, Gautlöndum, pingeyjarsýslu ... 3 —
Hallgrímur Jónsson, bóndi, Guðrúnarkoti, Borgafjarrðarsýslu . 3 —
þórður þórðarson, bóndi, Rauðkollsstöðum, Mýrasýslu .... 3 —
Tryggvi Gunnarssson, kaupstjóri, pingeyjarsýslu j...............3 —
Hafliði Eyjúlfsson, bóndi á Svefnoyjum, Barðastrandarsýslu . . 3 —
Torfi Einarsson, bóndi Kleifum, Strandasýslu....................3 —
porstoinn Jónsson. bóndi, Vestmanneyjum.........................2 —
þórður þorsteinsson, bóndi, Leirá, Borgfjarðarsýslu.............3 —
Jón Hallsson, bóndi, Leirulæk...................................1 _
Sigurður Bergþórsson, bóndi, Langafossi.........................1_____
Teitur Pjetursson, bóndi, Smiðjuhóli............................1 _
P. Gíslason.....................................................1 _
Jónatan porsteinsson............................................1 _
Rjett ritað eptir lista þeim, sem barst milli fundarmanna á ping-
völlum vottar
Jón Sigurðsson.
* *
Vjer vonum, að almenningur gjöri góðan róm að máli
þessa valiukunna þingskörungs vors. Aðalkosturinn á samtök-
um þeim, sem bjer er stungið upp á, er sá, að þau eru rjett
við vort hæfi, og mun engin geta kallað það að reisa sje hurðarás
um öxl að ráðast í slíka fjelagsskap. þörfinn á honum liggur
hverjum manni i augum nppi. Vjer viljum einungis geta þess,
að vjer hefðum heldur kosið, að hinn mikilsvirti höfundur hefði
þegar komið með og látið fylgja greininni uppástungu um
helztu atriðin í fyrirkomulaginu á þessum fjelagskap. Undir-
tektir manna hljóla að fara talsvert eptir því, hvort þeim geðjast
að fyrirkomulaginu eða ekki. þess vegna er nauðsynlegt að
taka það til fyrir fram, þótt ekki sje uema lauslega, og það
hyggjum vjer, að máli þessu mundi hafa verið gefinn miklu
meiri gaumur á þingvöllum í sumar, ef uppástungumaður hefði
gjört mönnum glögga hugmynd um fyrirkomulag það, er hann
hugsaði sjer á fjelagi þessu, sýnt fram á, á hvern hátt það
ætti helzt að vinna til að koma fram tilgangi sínum o. s. frv.
Hitt er annað mál, þótt ekki sje farið að búa til lög fyrir fje-
lagið, þ. e. nákvœmar reglur um stjórn þess og fyrirkomulag
allt, fyr en það er stofnað. þess gjörist engin þörf, og er
ekki heldur hægt. Ttitst.
— í 92. blaði þjóðólfs þ. á. er afarlöng grein, undirskrifuð
• Sjávarbændur við Faxaflóa», sem mjer ekki getur geðjast eins
vel að og útgefanda þjóðólfs. I byrjun greinar þessarar er
höfundurinn að tala um «pappirslegar hugmyndir»o g «loptjlug»
sem ekki dugi, og svo seinna talar hann utanað því, að alþing
hafi komið á læknaskipan og betrunarhúsi, og er það auðskilið
að þessar tvær þingsframkvæmdir eiga að benda almenningi á
einhver afglöp þingsins. Jeg þykist vita, að höfundurinn hafi
meðþessu ætlaðaðsýnaalmenningi,hversu viðkvæmur föðurlands-
vinur hann sje, og er það víst hans vani, vilji hann koma sjer
í mjúkinn við einhvern, að gera það með því, að lasta aðra;
en þar sem aðaltílgangur greinar hans kemur fram í enda
hennar, sem er sá, að fá þjóðina i heild sinni til að skjóta saman
stór-fje, til að kaupa fyrir stór og smá skip, til þess að flytja
Jöklurum vörur frá útlöndum, og fiska fyrir þá hjer í fjörðun-
um, þá álít eg þessa áminnstu upptalningu á afglöpum
alþingis ekki næga til að telja löndum mínum svo hughvarf,
að þeir skjóti saman ærnu fje til að stofna slíkt fjelag, og
sem eigi að stjórnast af einhverjum, sem vill fá fiskiverkun
sunnan undir Jöklinum, þar sem ekki er nema flugsandur.
þessi höfundur talar ekki um nein vandræði með hús fyrir
vörur af öllum þessum skipum, og má af því ráða, að liaun
finnur sig færan að útvega þau, hvernig sem á því stendur.
J>að væri varlegra fyrir landa mína að spyrja sig betur fyrir
um fyrirkomulag á þessu loptflugi höfundarins, áður en pen-
ingahrúgan væri afhent.
Ritstjóri þlóðólfs tengir sínnm papírslegu hugsunum við
þetta loptflug höfundarins, með einstakri viðkvæmni fyrir þess-
ari ágætu grein, og telur það einstaka knrteisi, að hann ekki
kærir sig um nema 80000 krónur til skipakaupa handa Jöklur-
um, og álítur það því sjálfsagt, að landsmenn láti ekki lengi
standa á þessu lítilræði; hann er svo fjörugur, sem von er, í
loptflugi þessu, að hann ræður til að heimta saman hlutina
(Actiurnar) áður en vissa er fengin fyrir því, að fjeð fáist; svo
setur hann hvern fjelagsfundinn á eptir öðrum, og vantar á
endanum ekkert nema valinlcunnan erlendan kaupmann, en
bonum verður víst engin vandræði úr að fá hann.
Jeg ætla ekki að þessu sinni að fara fleirum orðum um
grein þessa og viðbæti hennar, því eg vona að enginn sinni henni
eins og hún er; en jeg vildi óska Jöklurum allrar blessunar og
viðgangs, og að einhver grundaðri maður, en höfundur á-
minnstrar greinar, vildi sem fyrst og bezt reyna að greiða
götu þeirra. Þrándr.
— Dœmisaga. Kona nokkur átti arf innistandandi hjá ráðamanni,
arf sem ekki var metinn til peninga; fór hún me5 bónda sínum a5 heimta
aríinn. Ráðamaður vildi ekki láta af hendi nema nokkuð af arfinum.
Sáttafundir voru haldnir; mætti konan par ásamt bónda, og talaði máli
sínu miklu einarðlegar en hann. í fyrstu kraiðist hún samt ekki meira
en að fá arf sinn fire~6-t a 11 a n. Bóndi yar hræddur um, að ef meira væri
heimtað en ráðamaður vilili fúslega greiða, yrði það til þess að hann
greiddi ekkert, og því sagðist hann mundi þiggja boð hans, þótt það
væri lágt; það vildi konan ekki, en ráðamaður harðnaði við og lækkaði
boð sitt, en minnti konuna á, að hún væri ómyndug. Bóndi tók undir
það með honum, og hætti þvi, við að hún ætti raunar ekki rjett á að
krefjast neins, en mætti þiggja með þökkum það sem ráðamaður vildi
gefa henni, enda gæti það ekki verið alvara hennar að heimta meira.