Ísafold - 27.04.1875, Blaðsíða 1
Kemur út 2—3 á múnubi,
32 blöb alls um árið.
þriðjudag 27. april.
II, 8.
Kostar 3 krónur árg. (erlendis
4kr.), stök nr. 20aura.
1875.
(] m þ i 1 s k i p
Framhald, (eptir Egilsson).
j>á kemur nú Pjóðólfur ( 11. blaði sínu með rilgjörð (
sömu átt, og er hún hinni fyrri samdóma um flest, en höf-
undur hennar fer fleiri orðum um hvað eina, og færir fleiri
dæmi fyrir röksemdum sínum. Ilann er samdóma Ísl. f nanð-
syninni á þilskipum, samdóma um að ómögulegt sje að fá
skip erlendis nema gölluð, og ekki með hentugu lagi handa
oss; að ekki sje gott að koma þeim hingað, og þar tekur hann
svo djúpt í árinni, að það geli opt orðið heilt sumar sem gangi
í það; sje svo, þá er það víst slæmt siglingaskip eða snmar-
löng logn, sem hamla, en jeg hef ekki heyrt þeirra getið hing-
að til í höfum vorum; hann vill ekki senda mann hjeðan til
að læra skipasmíði, því hjer sje nóg af liagleiksmönnum, held-
ur eins og ísl. fá hann fullnuma útlendan, hann er einnig sam-
dóma ísl. í þvf, að fá efnivið hingað sendan til þiljubáta. Um
allt þelta hefl jeg sagt álit mitt hjer að framan og orðlengi
það ekki frekara; en I’jóðólfsgreinin fer nú sumstaðar lengra,
og kemur víðar við en ísl., og að því ætla jeg nú að snúa
mjer. Hann segir, að vandfengnir sjeu staðir erlendis, þar
sem vjer gætum fengið smíðuð hentug skip handa oss, en tel-
ur hægt að fá það í Noregi. Jeg get ekki verið honum sam-
dóma í þv(, enda stendur nú á sama um það, þegar vjer allir
þeir sem vitum um þelta, erum orðnir ásáttir um, að bezt sje
og enda sjálfsagt, að þiljnbátar vorir væri smíðaðir hjer hjá
oss. í Danmörkn og hvað þá heldnr á Skotlandi eru slík skip
smíðuð mikið hentugri, betur og sterkari en í Noregi, og get
jeg sýnt höfundi í’jóðólfsgreinarinnar sýnishorn af þilbátasmíð-
um Norðmanna; það liggur í ósnum hjá Flensborg í Hafnar-
firði; og heitiír Auður, og vona jeg, að hann lofi hvorki smíði
nje lag Norðmanna á þiljuskipum handa oss, þegar hann er
búinn að sjá þann bát; en á sama stað liggur danskur
þilbátur, Napoleon, og þar má sjá hið rjetta góða lag, en bát-
ur þessi er orðinn mjög gamall, svo smíði á honum er ekki
gott um að dæma; þrír menn komu með þann bát frá Kaup-
mannahöfn fyrir 2 árum, og voru að mig minnir tæpar 3 vik-
ur á leiðinni, það var nú allur kostnaðurinn við flutning hans
og tímalengdin var þó ekki heilt sumar. Jeg hefi sjálfur sjeð
mergð af norskum þilbátum, og eru þeir allir stnttir og breið-
ir, sigla dável, en rúma fáa fiskimenn á þorskveiðum, en munu
ófærir að liggja fyrir streing til hákarlaveiða. Þó nú það kunni
að vera satt. sem jeg heldur ekki efa, að norskir bændur hafi
smátt og smátt farið að 6tækka báta sina sjálfir þangað til þil-
bátar voru orðnir úr þeim, þá er það engin sönnun fyrir, að
slíkt geti orðið hjá oss, þvi hinir norsku bændur standa þeim
mun betur að vígi í því efni en bátasmiðir vorir, að þeir geta
hve nær sem þeir vilja brugðið sjer skamman veg tii þess, að
sjá allar aðfarir og verkfæri við smíðar á stærri skipum, en
það geta vorir smiðir ekki, enda mundi ekki þurfa að vera að
skrifa um þetta nú, ef vorir smiðir hefðu haft það fyrir aug-
unum, sem norskir bændur liafa, því víst gela þeir roælt sig
við þá í hagleik á hvað sem er. jþar, sem höfundurinn lal-
ar um hagleik smiða vorra, þá er jeg honum því fyllilega sam-
dóma, og tel jeg hann þar ekki hafa farið of langt, heldur má
ske of skamt, en hvað um það, þá höfum við fáa og að mínu
áliti engan, sem kennir að smíða þilbát sem sje vel lagaður
og sterkur. Höfundurinn segir að hjer hafi þó mörg þilskip
verið smíðuð, og veit jeg að það er satt, en jeg veit líka, að
þau skip flest hefðu verið betur ósmíðuð, því af því þau voru
illa smíðuð, veik og völt, drápu þau af sjer fjölda manna, sem
eptir sig Ijetn ómegð mikla, svo að enn kennir sveitarþyngsla
síðan í sumum hreppum. Öll þau skip sem hjer voru og ertt
smíðuð, eru endingarlaus, og hræddur er eg um, að sýnis-
horn það, sem höfundurinn bendir oss á, bjerna á stakkstæð-
nnum, murti ekki endast of lengi; þeir einslöku hagleiksmenn
57
og sannkölluðu þjóðhagar, sem vinna að þeim þilbát, eru ekki
þvl vaxnir að smíða slík skip, ekki af öðru en því, að þeir
ekki hafa lært að gjöra uppdrált af skipum, sem ætíð á að
gjöra áður skipið er reist; þeir hafa ekki heldur sjeð, hvernig
reisa á grind í skip, og hafa því, eins og vandi er hjer, byrj-
að á súðinni, og verður því öll þesskonar skipalögun eintómt
handahóf, því, af því þetta umfar varð svona, verður að koma
annað svona máske allt öðruvísi en smiðirnir ætluðust til i
fyrstu; þannig geta þá slík skip annaðhvort orðið mikið minni
eða mikið stærri en til var ætlast, og er eg hræddur um að
það sem hjer er um talað, verði stærra en til var ætlast; það
sýna innviðirnir sem í það er haft; því að þá vona jeg, að
slíkir útsjónarmenn, sem hjer er um að gjöra, ekki hefðu vilj-
að brúka nema í talsvert minna skip. Jeg hefi sjeð eitthvað þessu
líkt áður norður á Ströndum. Þar varð þilbátur ( smlðunum
stærri en til var ætlast, og endir þess báts var sá, að þegar
hann var settur af stokkunum, liðaðist hann svo mjög, að
hann var dreginn i sundur áður hann vöknaði. Á austurlandi
segir höfundurinn, að 17 skip hafi flotið fyrir landi árið 1847,
sem öll voru smíðuð hjer á landi, en jeg vil, til viðvörunar,
bæta því við, að Vestfirðingar misstu á 14 árnm, frá 1832—
1846, 22 skip, þar af fóru 11 með mönnum öllum saman, og
er það ekki árenníleg afdrif hinnar innlendu hafskipasmfða. —
Nei! umfram allt verður að vanda allt til slíks útvegs, allt
verður að vera samsvarandi, sterkleiki, stærðinni o. s. frv. —
Jeg vildi ráða til að leika sjer ekki að búa til slíkar Kkkistur,
eins og þessi vestfirzku skip voru mörg, sum þeirra sigldu
eintt sinni úr höfnum og sáust eigi síðar, sum slimruðust af
1 og 2 ár. Ihlbátar þeir, sem nú er verið að smíða smátt
og smátt, einkum á Suðurnesjum, eru ekki annað en stórir
teinæringar með þilfari, og eru þeir háskalegir að sjá á svip-
inn, enda þorir enginn á þeim út úr flóanum, sem ekki er
von, og óskandi að enginn gjörði það. tað er þv( einstök
nauðsyn á að fá þetta ( betra horf, ekkí einungis að fá þil-
báta smíðaða, heldur nmfram alit, að þeir verði vel smíðaðir;
á því ríður mest að mjer finnst.
Höf. er ekki enn kominn með neitt ráð til að koma á
þilskipasmíðum hjer á landi, nema að bezt sje að fá útlendan
skipasmið, en nú síðast í grein hans kemur hann með gott
ráð, að minni hyggju, til að fá efnivið f bátana; er jeg hon-
um alveg samdóma um það, að bezt er hreinlega að leigjaskip
til þess að flytja oss heilan farm af efnivið, en hvar helzt ætti
að kaupa hann, talar hann ekki um, sem þó hefði verið mjög
fróðlegt að heyra hjá honum, úr því hann er svo gagnkunnug-
ur erlendis. Það eína líkar mjer ekki við þessa hans síðustu
uppástungu, að hann vill láta skipta farminum imp á marga
staði, því þar með sýnist mjer hann hugsa sjer að skipasmfð-
ar geti fram farið hvar sera er, en á.því máli er jeg ekki, og
mun jeg skýra það betur í mínum atbugasemdum um þetta
mál.
Eg hefi nú smátt og smátt látið í Ijósi skoðun mína um
ýmisiegt er snertir fiskiveiðar vorar, og sjer í lagi um hið ó-
missandi fyrirtæki, sem hjer um ræðir, nfl. að koma upp þilju-
bátum hjá oss, sem helzt ætti að smiða í landinu sjálfu. Um
nytsemi fyrirtækis þessa hefi eg nóg talað og læt þar við sitja,
um hitt er nú epkir að skýra frá, hvernig mjer hefir hug-
kvæmst að bezt mundi að koma þessn á fót, og svo til fram-
búðar að ekki væri strax hætt við.
Aðalskilyrðið fyrir því, að þetta lánist, og verði til góðrar
frambúðar er, að þiljubátar þeir, sem hjer yrðu smíðaðir, á-
ynnu sjer traust sjómanna þeirra sem með þá færu, en það
er með því að byggja þá með kunnáttu og forsjá, og velja
gott efni I þá. En til þess að þelta gæti orðið, þyrfti að hafa
reglulega þilskipasmiðju (verksmiðju fyrir skipabyggingar) fá
öll tól og áhöld er til slíkra smíða þurfa, bæði við trje ogjárn,
53