Ísafold - 27.04.1875, Blaðsíða 3
61
62
dæmi til slíks. Um nýárið var hðfðað mái gegn Offenheim
nokkrnm, er staðið hafði af hendi stjórnarinnar fyrir járfi-
brautargjörð, og var hann sakaður um að hafa stungið í vasa
sinn og vina sinna 7 mill. gyllina, af fje því, er ætlað var til
brautargerðarinnar. Málinu lauk að vísu svo, að Offenheim
var dæmdur sýkn, en margt kom fram ófagurt í málinu, jafnvel
um þá menn, er fyrir skömmu höfðu og hafa haft mest traust
hjá þjóðinni. Á Ungverjalandi lauk þinginu með því, að ráð-
gjafarnir hafa beðið um lausn; á meðal þeirra eru þeir Bitto
ráðgjafaforseti og Ghyczy fjárhagsráðgjafi kunnastir; Ghyczy
var áður en hann varð ráðgjafi ástsæll mjög af þjóðinni; en
er hann til að bjarga fjárhaginum sá þann kost einan fyrir
hendi að leggja á nýja skatta, þótti hann eigi hafa reynzt svo
vel sem skyldi.
Það er knnnugt, að Czechar hafa lengi barizt fyrir þjóðerni
sínu og rjettindum, og hefir sú barátta í mörgu líkst þeirri,
er vjer ísl. höfum átt í víð hina dönsku stjórn. í nóv.mán.
tókst Franz Josef keisari á hendur ferð til Böhinen, og var þá
líkt nm þá Bðhmverja og oss f snmar, að þeir ljetu eigi kon-
ung sinu gjalda þess, að þeim þótti stjórnin hafa haldið við
sig rjettindum sínum; var mikið um dýrðir, enda var Jósepp-
ur hinn alúðlegasti og svaraði þeim á tungu sjálfra þeirra
(hann hefir lært 4 aðaltungur þegna sinna svo, að hann getur
talað þær).
Það er sorglegt að sjá eins gott land, og Tyrkland
er, f höndum jafnónýtrar stjórnar; sem dæmi þess, hvernig
umboðsstjórnin er þar, vil jeg að eins nefna það, að fyrir
Krímstríðið voru Tyrkir minnst skuldugir allra þjóða f Evropu,
en nú nema skuldir þeirra 150 mill. punda sterling. Tyrkja-
soldán hefir alla ókosti Salomons, en engan af kostum hans;
lönd þau, er lúta eiga Soldáni, en hafa innlenda stjórnendur
(Serbia, Rumenia og Montenegro) reyna að verða svo óháð,
sem unnt er, og í vetur lá við styrjöld f austurhluta norður-
álfu sökum víga, er unnin höfðu verið af tyrkneskum mönnum
í Montenegro, og þó að styrjöld þessari yrði afstýrt, e.r hag-
ur Tyrkja eigi fagur að heldur.
það er eigi langt síðan að Dr. Jörg sagði í þinginn þýzka
að R ú s s a r gætu ráðið því, hvort styrjöld eða friður væri í
norðurálfu ; þó að flestir aðrir munu nú segja, að slíkt sje
mest komið undir f’jóðverjum sjálfum, þá er þó hitt víst, að
allir hatursmenn Þjóðverja líta þangað vonaraugum er Rússar
eru, enda gera þeir og allt til að búa herlið sitt svo, að það
sje fært í allan sjó. »Jeg hefi getað gert mjer grein fyrir
mörgum óviturleik stjórnenda f Evrópu, en þann vísdóm hefi
jeg aldrei skilið, að leyfa hinu þrælslegasta einveldisriki í norð-
urálfunni við hvert fet að gleypa við hvert fótmál lönd og kon-
ungsríki, sem stærri eru en Frakkland, að kyrkja Asíu í greip
sinni, og búa Evrópu gröf með «panslavismo», sagði F'uad
heitinn pascha, og mun sagan sýna hvort eigi hafi hann haft
satt að mæla.
í Bandaríkjunumí Yesturheimi hefir það
þótt eigi litlum tíðinum sæla, að fylgismenn stjórnarinnar urðu
undir / kosningum til þingsins í haust, og er þannig útsjeð um
að Grant verði kosinn forseti í þriðja sinn, enda hefir slíkt
aldrei við borið. f*að er kunnugt, að síðan suðurfylkin gáfust
upp 1865 hafa hinir svo nefndu þjóðveldismenn haft völdin í
höndum, en lýðveldismenn orðið að lúta f lægra haldi; hvern-
ig þeir hafa neytt veldis síns, vil jeg eigi leggja dóm á; jeg
vil að eins minnast þess er stóð í »New-York Herald» eigi
alls fyrir löngu: oss hefir farist óviturlega og framhleypnislega
við suðurfylkin, eigi ólíkt og Attla eða Gengischan mundi farist
hafa ; vjer höfum sogið merginn úr þeim, eytt verzlan þeirra
og iðnaði, og því er oss skylt að rjetta það við aptur.
í Louisiana urðu róstur eigi alllitlar í vetur, og þótti það
eigi gera stjórninni sóma, að hún hjelt taum þeirra, er látið
höfðu h e r v a 1 d skcra úr p ó 1 i t i s k u m deilum í svo frjálsu
ríki, sem Bandafylkin eru.
í suðurhluta Vesturheims vil jeg að eins geta uppreistar
þeirrar er hófst 24. sept. i hinu argintiska pjóðveldi gegn
Avellanada ríkisforseta; sá hjet Mitre, er fyrir uppreistinni rjeð;
hann varð að gefast upp 15. nóv., og nú er uppreistin algjör-
lega sefuð.
í A u s t u r á 1 f u er það helzt er nefnandi sje, að svo
leit út f vetur, sem styrjöld yrði milli China og Japant sök-
um þess að Japansmenn höfðu tekið sjálfdæmi fyrir vfg, er
unnin höfðu verið á Formosa, en sú eyja lýtur Iíínverjakeis-
ara. Þetta varð þó allt jafnað, þannig að Kínverjar urðu fyrir
tjárútlátum. 12. jan andaðist keisari Kínverja, um tvítugt.
UrSvíþjóð og Noregi kann jeg fáar frjettir að
lelja; vor íslendinga hefir verið getið þar vinsamlega í ýmsum
blöðum, og þeir Dr. Storm og Kr. Janson hafa gefið út bæk-
ur um ferð sína heima, en með því að jeg hvorki vil Dje hefi
ætlað mjer f þessu brjefi að segja neitt um bækur, er komið
hafa út í velur, leiði jeg minn hest frá að leggja dóm á þessa
ferðasögu. _________
Síðnstu frjettlr. Með «Fyllu» hafa borizt dönsk
blöð fram í öndverðan þennan mánuð; en ekki hafa þau nein
merkileg tíðindi að færa. Á Spáni allt við sama enn. Ilinn
gamli hershöfðingi Cabrera, sem er frægur síðan í Iíarlunga-
ófriðnum fyrri (1833—40), og nú hefir aptur fyllt sama flokk-
inn: Karlunga, en þó eigi gengið í bardaga nú upp á síðkast-
ið, heldur haldið sig norður f Parfs, hefir nýlega sent fjelög-
um sínum, Karlsliðum, kveðju sína og beðið þá að hætta ó-
friðnum. Nú væri kominn konnngur á Spáni, trúrækinn og
páfahollur, og það mættu þeir láta sjer lynda. «Á merki voru
stendur» segir hann: «guð, fósturjörð, konungur. Guð eigum
vjer mest að meta, þá fósturjörð vora, en minnst konunginn.
Vjer eigum ekki að hrinda fósturjörð vorri f heljargreipar með
rifrildi um konunginn». Hann segir aldrei muni til skaraf
skríða með stjórnarhernum og Karlungura, ef vopnum einum
skal beita; Karlungar komist aldrei suður yfir Ebro, og hinir
nái aldrei vígstöðvum Karlunga. Ávarp þetta hafði að sögn
lítinn árangnr eða engan; þó frjeltist síðast, að sumt af liðinu
væri farið að strjúka frá Don Carlos. Serrano hefir sótt fund
Alfons konungs og tjáð honum hollustu sína. Hann sjerjafn-
an um sig.
— Með Frökkum tíðindalaust, síðan þjóðvaidsstjórnin var
lögum bundin (25. febr.), og hið nýja ráðaneyti tók við, svo
sem fyrr er frá sagt. Nýdáinn var þar Edgar Quinet, gam-
all frelsisgarpur nafnkenndur, einn af þeim sem Napoleon 111.
keyrði í útlegð 1851. — Bismarck var að berja fröm á þingi
enn ein kúgunarlögin gegn páfamönnum : nm að svipta þá
klerka og kenuimenn, er eigi vildu kannast við kirkjulög hans
frá í hitt eð fyrra (maílögin), öllum launum úr ríkissjóði. Keis-
arinn ætlar í sumar í kynnisferð suður á Italíu, og Bismarck
með. — í Danmörku var fólksþingið nýlega búið með fjár-
hagslögin (tim tímabilið frá 1. apr. 1875 til 31. marz 1876),
og höfðu Vinstrimenn, er þar ráða lögum og lofum, synjað að
vanda sljórninni um flest, er henni þótti mestu varða, svo sem
fje til að smíða fyrir stórt brynskip o. s. frv. Landsþingið
hefir verið vant að samþykkja fjárlögin eins og þau hafa komið
frá fólksþinginu, meðfram vegna þess, að tíminn hefir jafnan
verið orðinn of naumur til þess að gera neitt við þau (þau eiga
að vera búin áður hið nýja fjárhagsár byrjar, 1. apríl). En
nú hefir það mannað sig upp og sett nefnd í fjárhagslögin,
eins og þau komu frá fólksþinginu. Á nú að tæta þau öll í
sundur og koma aptur í þau öllu, sem sljórnin vill hafa. Hyggst
landsþingið með fylgi stjórnarinnar á þann hátt munu fá unnið
hinn hvumleiða óvin, Vinstrimenn, hvort sem því verður nú
kápan úr þvi klæðinu eða ekki. Ríkisþingið hefir sett bráða-
birgðarfjárhagslög, er standa meðan verið er að rífast um hin.
Tveir merkismenn danskir voru nýdánir: Chrr. Flor, etazráð
og professor, nafnkenndur forvígismaður danskrar tungu og
þjóðernis í Sljesvík, á undan þýzku stríðunum, á níræðisaldri,
og Chr. J. Hansen, kammermusicus, nafnkenndur söngmaður
og sönglagaskáld. — Stórþingi Norðmanna hefir samþykkt lög
um að taka upp hina nýju krónumynt Svía og Dana. Gengur
þá ein mynt um öll Norðurlönd, svo sem til var ætlast upp-
haflega, en Norðmenn vildu þá eigi vera með.
I.EIÐRJETTINO. í frjettakaílanum í II, 6, 47. dálki, 6. línu a8
ofan stendur: skandinavien fyrir s can d in a vi an, og 22. 1. Audiffret.
Pasquier fyrir A u d i f f r e t-P a s q u i e r; í 46. d.,25. 1. að neðan Harl-
ington fyrir Hartington.í II, 7, 54.d.,34.1. Canpos fyrir Campos.