Ísafold - 27.04.1875, Blaðsíða 2
59
60
búa til svitakistur til að beygja í viðuna o. s. frv., bafa undir-
stokka fasta til að smíða skipið á, og haga öllu strax eins
og á að vera. Svo þarf eins og áður er sagt, að fá góðan
stórskipasmið erlendis, og láta hann smíða og kenna innlend-
um eltt ár; það mundi vel nægja hjá oss, þar sem svo mikið
og gott val er á smiðum og hugvitsmönnum. En ef allt er
ekki þannig í garðinn búið áður, er til lítils að fá smið frá
öðrum löndum. Hitt er mesta heimska að ætlast til að ein-
stakur maður fari að kosta öll þau tæki, er til þilskipa smíða
þurfa, til þess að koma upp einum þilbát; hve mikið mætti
hann ekki kosta til þessa og hvað yrði honum úr því. Það
er ólíkt að geta haft sömu áhöldin hvað eptir annað, og við
mörg skip í einu, ef til vill. Með því mótigetur kostnaðurinn
af þeim orðið lítill eða enginD; þau ættu með tímanum að geta
gefið arð af sjer, því sjálfsagt er að leigu verður að taka fyrir
áhöldin hjá þeim, sem notar þau, og ætti þeirri leigu að hag-
tæra til viðhalds og viðbóta áhöldum verksmiðjunnar.
Eg efast ekki um, að efnilegur maður fengist strax til að
læra hjá útlenda smiðnum, eða máské líka að þessum útlenda
smið líkaði hjer að vera, og gjörðist forsmiður og um leið verk-
stjóri í skipasmiðjunni, en hvort sem nú væri þá yrði for-
stöðumenn smiðjunnar að sjá um, að á þessum stað gætu þeir
sem læra vildu, og þeir sem hefðu þar vinnu, fengið húsnæði
og viðurværi, og ætti það ekki að standa fyrirtækinu fyrir þrif-
um. Á þessum sama stað ætti að búa tM skipakví, þar sem
öll þilskip, er til næðu, gætu haft vetrarlægi, til þess bæði að
vera á óhultum stað, og svo þau gætu fengið viðhald það og
aðgjörð, sem nauðsynlegt væri, Ef vel væri, ætti þar einnig
að vera sjómannaskóli, því æskilegt er, að formenn sjeu sem
kunnugastir því, hvernig skipin eru smíðuð, og hefðu þeir á
þessum stað bezta færi á að kynna sjer þetta til hlítar, jafn-
hliða bóknáminu.
En nú kemur þá hin vandasamasta spurning: hvernig ætti
að fá fje til þess sem hjer er til búið á pappírnum? Það má
nú margvíslega fara að því, enn hvaða ráð yrði heppilegast,
það er vandi að segja. Bezt væri að minni hyggju, að ein-
hver framtaksmaður, er ætti ráð einhvers fjár og hefði gott
lánstraust, vildi annaðhvort einn, eða í fjelagi við aðra ráðast
i þetta, og til þess velja sjer hentugan stað, þar sem væri
gott húsastæði, nægilegt rúm til að smíða stór skip, sljettur
aðlíðandi brattar nokkuð ofan að sjónum, og brimluust. íJá
ætti og að baga svo að búa mætti til þar eða þar í nánd skipa-
kví, er stækka mætti eptir þörfum, ef skipin fjölguðu. Slíkur
staður er vandvalinn, og hvergi hjer í nánd, þekki eg slikan
stað, nema í Flensborg við Hafnarfjörð, þarnæst á Gufunesi
og svo upp í Kollafirði. — Heyrst hefir, að Flensborgarhúsin
yrðu seld á næstkomandi sumri, og væri þá næst og bezt að
reyna að komast yfir þau hús; þar er allt sem við þarf: næg
hús bæði handa forstöðumanni slíkrar verksmiðju, er um leið
gæti haft á kosti og hýst þá sem í vinnu eða kennslu væri;
þar eru nóg húsakynni til að geyma í efnivið, og þar mætti
vel hafa sjómannaskóla húsakynnanna vegna; þar er eyri góð
og hentug lil að hafa á skip í smíðum; þar er ós, sem hreinsa
mætti og dýpka, og gjöra úr ágæta skipakví, og hægt væri að
hlaða góðan steinvegg fyrir framan, til að girða fyrir þann lilla
sjógang, sem þar er eða getur komið. þessi sami maður ætti
einnig að koma sjer í viðskipti við einhverja góða skipasmiðju
helzt í Sviþjóð eða Skotlandi, og panta þaðan nægilegt og
hentugt efni; mundi það varla verða neinum afarkostum bundið,
því það, sem á slíkum stórskipasmiðjum er kallað úrgangur,
t. d. af innviðum, er flest nægilega stórt í þá þilbáta sem
vjer hugsum oss, og mnn fást með mjög sanngjarnlegu verði.
— Fje til slíks fyrirtækis verð eg að telja víst, að áreiðanleg-
ur og dugandi maður fengi að láni úr opinberum sjóðum, eins
og líka að margur einstakur efnamaður mundi rjetta slíkum
manni hjálparhönd.
þessi verksmiðjustofnun, sem er ráð fyrir gjört, virðist nú
ætluð Sunnlendingum, einum; en það er hún ekki, úr öllu
landinu mætti panta þilbáta smíðaða þar, því svo ætti enginn
þilbátur þar að smíðast, að ekki mætti sigla bonum hvert sem
vildi.
Eg er nú hræddur um að mörgum kunni að þykja eg hafi
sagt heldur mikið en lítið urn þetla mál að svo slöddu, mun
eg því láta hjer staðar numið að sinni og bíða þess, að aðrir
taki í sama strenginn og útlisti þetta mál betur, eða komi
með nýar og betri uppástungur.
Útlendar frjcttir.
3. Frá frjettaritara vorum í Khöfn, herra cand. phil. Hallgr. Melsteð.
(Framhald). Á gamlársdag andaðist í París, hinn alkunni
stjórnbyltingamaður Ledru-Rollin. Hann var fæddur 2. febr.
1808, og varð málsfærslumaður; varð hann skjótt frægur fvrir
mælsku sína. 1841 var hann fyrst kosinn þingmaður, og þótti
harður í horn að taka fyrir stjórnina. Hann átti mikinn þátt
( uppreisninni 1848 og varð þá ráðgjnfi. 1849 vildi hann láta
höfða mál gegn ríkisforsetanum (síðar Nap. 8.) og ráðgjöfun-
um, og þegar það ekki tókst, ætlaði hann að vekja uppreisn;
varð hann því að fiýja af landi burt. Siðan var hann í Eng-
landi til 1870; þá var hann kosinn á þing. Var honum þá
farið mjög aptur, og kvað eigi mikið að honum á þingi; þrátt
fyrir það var hann átrúnaðargoð lægstu sljettanna. Menn voru
hræddir tim, að óspektir mundu verða við greptran hans, en
það varð eigi, og fylgdtt honum þó 50,000 manns til jarðar.
Hollendingar hafa nú lengi átt í ófriði á Sumatra við
þarlenda menn. Hershöfðingi þeirra hjet von Swieten, og tók
hann höfuðborg óvinanna, en síðan var hann boðaður heim,
og er langt frá þvf, að styrjöldin sje á enda enn. Háskólinn
í Leyden hjelt um daginn afmælí sitt; voru við þá hátíð gestir
frá fiestum háskólum ( Norðurálfu. Iljeðan fóru þeir Madvig
gamli og Nellemann Garðsprófasttir, sem er háskólarektor
þetla árið.
Máls þess, er höfðað var í haust gegn Arnim greifa á
Þýzltalandi, er áður getið í ísafold. Óvinir Bismarcks voru eigi
seinir á sjer að bera honum á brýn eigingirni, hefndargirni, o.
s. frv.; þeir hófu Arnim til skýjanna, sögðu að hann hefði full-
komlega gert sína skyldu, en B. hefði verið hræddur við, að
hann mundi steypa sjer úr tigninni; nú hefir síðan sjezt í mál-
inu, að ekkert er fjarstæðara en að jafna þeim saman B. og
A. I Times stóð áður en dómurinn var upp kveðinn: nú gildir
einu, hvernig dómurinn verðtir eptir þýzkum lögum ; hinn po-
litiski dómur er þegar upp kveðinn; mótsagnir þær, er
A. hefir komizt í, í málinu og hin óvarkára og óáreiðanlega að-
ferð hans, sem erindsreka I‘jóðverja í París, hafa sýnt, að mað-
urinn er ekki stjórnvitringur (Statsmand), og að full ástæða
var til að höfða mál gegn honum. Og þetta er víst rjettur
dómur. A. var dæmdtir í 3 mánaða fangelsi. Mál þetta hefir
annars verið merkilegast vegna þess, að mörg brjef, er fóru
milli B. og A. voru lesin upp, og þannig gerð heyrum kunn;
þess konar skjöl eru leyndarmál, og er það alloptast, að við-
komandi sljórn kemur eigi vel, að þau sjeu látin koma fyrir
almenningssjónir; hjer var eigi því máli að gegna; alla menn
furðaði á því, hve Bismarck hefir hreint fyrir sinum dyrum.
Og víst er um það, að virðing Bismarcks og þjóðhollusta óx
mikið af þessu máli.
Um sama leyti sem Árnimsmálið stóð yfir, frjettist að Bis-
marck hefði beðið um lausn frá kanslarastörfunum; kom það
af þvi, að honum hafði þótt atkvæðagreiðsla ein í þýzka ríkis-
þinginu vera sjer andstæð, og sjer þannig sýnt vantraust; en
daginn eptir lýsti allur þingheimur yfir því, að hann bæri hið
öruggasta traust til Bismarcks, og hætti hann þá við áform sitt.
Nti, sem stendur, er það almæli að Bismarck vilji fá lausn,
sakir heilsubrests, en eigi er ólíklegt, að hann verði fenginn
til að hverfa frá því áformi.
Meðal þeirra, er látizt hafa á Þýzkalandi, er Vilhjálmur,
er var kjörfursti í Hessen-Cassel þangað til Prússar lögðu landið
undir sig 1866; meðan hann sat að ríkjum var harðstjórn hans
viðbrugðið; siðan Prússar tóku landið, hafa þeir boðið honum
ýmsa kosti til þess, að hann játaði þá rjelta eigendur lands-
ins, en nærri því var eigi komandi, jafnvel þótt Prússastjórn
gjörði eigur hans upptækar; nú hefir eptirmaður hans játað
eignarrjett Prússa til landsins, og er því kODungur Hannovers
nú sem stendur hinn eini af stjórnendum þeim, er Prússar
ráku frá ríkjum, er eigi hefir viijað játa þeim slíkan rjett í
sfnum löndum.
Af A u s t u r r í k i og U n g v e r j a 1 a n d i er lítið að
segja; fjárhagur beggja ríkjanna er svo bágborinn, að vart eru