Ísafold - 31.05.1875, Page 4

Ísafold - 31.05.1875, Page 4
79 80 manna yfir höfuð gott. Allt af mesta veðurblíða; farið að vinna á tún- um, og fje víðast látið liggja úti. — !§ki])at'reg;u. De tre Venner (62.67,01sen) kom 22. þ. m. frá Khöfn með ýmsar vörur til Sím. Johnsens. S. d. Maria (90.78, Bidstrup) frá Ivhöfn til Knudtzons verzlunar, með ýmsar vörur. 24. þ. m. Anna Cathrine (46.82, A. Nielsen) frá Iíhöfn með ýmsar vörur til Havsteensverzlunar.— 26. þ. m. Jeune Delphine (43.32, Skou) frá Khöfn með ýmsar vörur til Thomsens. — 27. þ. m. Triad (149.46, Taylor) frá Skotlandi með steinkol til Smiths. — Fjárkíá()inu. Jón ritari Jónsson er kominn aptur úr kláðaskoðunarferð þeirra dýralæknisins um suðursveitir Gull- bringusýslu. Eins og mönnum var áður kunnugt, fundu þeir megnan kláða hingað og þangað, einkum á 2 bæjum í Griuda- vík (Stóra-Nýjabæ og Litla-Nýjabæ), og allvíða um Rosmhvala- neshrepp, og á nokkrum bæjum í Vatnsleysustrandarhreppi; þar á móti engan í Hafuahrepp, og hefur þar verið kláðalaust all- an síðari part vetrarins, nema hvað hirtar höfðu verið þar á einum bæ (í Kotvogi) 2 óskilakindur kláðugar, er siðan reynd- usl eign Páls bónda á Býjaskerjum, sem líklega er einn í tölu þessara trassa, sem jafnan er eitthvað af í hverri sveit, til þess að brjóta niður og ónýta beztu viðleitni og drengilegustu sam- tök annara til að yfirstíga hinn illa fjanda. f Innri-Njarðvík var líka hirt kind frá Páli þessum, útsteypt í kláða, og var hún tekin og skorin og skrokkurinn grafinn í jörð niður. Hinn skip- aði lögreglustjóri átti þing við fjáreigendur í öllum hreppunum (áJárngerðarstöðum, í Iíotvogi, í Keflavik og á Kálfatjörn), og setti þeim með ráði dýralæknis, og samkvæmt tillögum beztu manna í hverjum hrepp, strangar reglur um hirðingu og með- ferð fjárins í þessum sjúku sveitum. Baðanir eiga að fram fara þegar í stað á öllu fje fullorðnu, sem komið er úr ullu (geldfje), sjúku sem ósjúku, og síðan, þegar ær eru komnar úr ullu, önnur böðun á öllu fje, lömbum með. Bæjunum í hverj- um hrepp er skipt í svo og svo margar baðsveitir, með um- sjónarmanni yfir hverri. Hafa skal stranga heimahirðingu á öllu fje þangað til böðunum er lokið. En er kemur til með- ferðar fjárins í sumar, þá kváðu Grindvíkingar hafa undirgengizt að hafa allt sitt fje saman í sterkri geymslu upp á Selvöllum svo nefndum. Rosmhvalanesmenn kváðu ætla að hafa vörð í sum- ar (4 manna) frá Fitjakoti í Njarðvík yfir að Djúpavogi í Ósa- botnum. Strandarmenn þar á móti töldu slíka smáverði inn- an um kláðasvæðið tilgangslausa, þar sem telja mætti allt fje milli Ilvítánna að kalla jafngrunað, og heimahirðingu sögðu þeir eigi takandi í mál. En skyldi samt sem áður sú verða niður- staðan, að girða skyldi af með verði í einhvern part af kláða- svæðinu, ætti helzt að hafa hann úr Hafnarf. suður í Herdísarvík. Á fundi að Erriðahóli 20. f. m. hafa Árnesingar og Rang- vellingar ritað áskorun til alþingismanna, um að þingið í sum- ar hlutist til um, að almennur niðurskurður fari fram á næsta hausti á öllu hinu sjúka og grunaða kláðasvæði, sem þá verður. Segjast þeir þó í sjálfu sjer ekki ætla að metast um lækningar og niðurskurð, heldur heimta, að kláðanum sje útrýmt með þeirri aðferð, sem möguleg er í framkvæmdinni. Sem ástæðu fyrir áskorun sinni nefna þeir, að aðskilnaður sá á sjúku og grunuðu fje innsveitis, sem lækningalögin skipa, lánist aldrei; skipunum yfirvaldanna þar að lútandi hafi aldrei verið hlýtt, og það að ósekju; hin gildandi lækningalög gjöri eigi annað en taki fje úr vasa heilbrigðu hjeraðanna (jafnaðarsjóðsgjaldið lendir mest á þeim), til þess að launa kláðasveitunum hið árangurs- lausa kák sitt, en styrkur til varða fáist sjaidnast, þótt reynslan hafi sýnt, að verðirnir einir hafi stemmt stigu kláðans; slík lög geti eigi af sjer annað en óstjórn, þvermóðsku og tortryggni. (Áskorunin er prentuð í þjóð. 18. bl.). — 8. þ. m. hafa Vest- firðingar haldið kláðafund í Stykkishólmi, og komið sjer saman um áþekka áskorun. — Vöruverð í Reykjavik. Rúgur 20 kr., bankabygg 28—32 kr., baunir 28 kr., hálfgrjón 28—32 kr., rúgmjöl 22 kr. Iíaffi I kr., sykur 45 — 50 anra. Brennivín 70 aura. Viður: 6 álna málsborð 14 kr., hjá norsknm lausakaupmönnum sum- um nokkrum aurum mirina. — Á íslenzkum vörum er ekkert verð upp kveðið enn. — I amtsráðfð í Suðuramtinu eru nú kosnir með at- kvæðafjölda sýslunefndanna þeir Dr. Grímur Thomsen og Jón prófastur Jónsson á Mosfelli; ( Vesturamtinu GuSmundur prófastur Einarsson á Breiðabólstað og Sigurður sýslumaður Sverrisson. Fyrsti amtsráðsfundur í Vesturamtinu verður hald- inn að Hjarðarholti 7. næsta mán. Ijúní); í Suðuramtinu 14. s. mán. (í Reykjavík). ’Í Jón Giiðmimilsson yfirrjellarmálaflutningsmaður dó ( dag kl. II. — Veðrátta enn hin sama, í nótt snjóað ofan í sjó. — Hitamælirinn (C.) ( Reykjavík 25.—30. maí. 25. + 7,1. 26. + 8,2. 27.+ 9,6. 28. + 10,2. 29. + 8,9. 30. + 4,5 Hitt og þetta. •— P a p p í r hefir að trú lærðra manna fyrst verið tilbúinn á Egiptalandi. 600 árum eptir Kristsburð var farið að búa hann til úr baðmull, og á 13. öld úr klútum. Fyrsta pappírs- mylna var gjörð ( Dartford á Englandi árið 1580. 1690 setti Vilhjálmur 3. lög um að búa til skrifpappír og prentpappír á Englandi; áður hölðu Englendingar keypt pappír af Frökkum og Hollendingnm fyrir nál. 2 milljónir króna. Árið 1807 fann Foudrinier upp vjel til að búa til «endalausan pappír». 1830 var búin til 13,800 feta löng og 2 álna breið pappírslengja í Whitehals-mylnu í Derbyskiri á Englandi; 1860 önnur 27,000 feta löng og 3 álna breið á öðrum stað á Englandi. 1857 fóru Englendingar að búa til pappír úr grastegund einni, er lieitir esparto, og vex á Spáni, og er það nú víða haft í pappír. Árið 1866 var farið að hafa við í pappír í Fíladelfíu, og var á- gætt sýnishorn af slíkum pappír á svningunni í París 1867. Árið 1694 fóru Englendingar að leggja toll á pappír, en hættu við það 1861. Höfðu þeir 24 millj. kr. upp úr þeim tolli um árið upp á síðkastið. Árið 1873 voru til 350 pappírsmylnur á Englandi, og höfðu 30,000 manna þar atvinnu. — Prússar og Frakkar. í Elsass, landskikanum sem þjóðverjar tóku af Frökkum í ófriðnum mikla 1870—71, kom kvennmaður eigi alls fyrir löngu á prestsfund til þess að játa syndir sínar. »Faðir», stundi hún upp, «jeg hefi drýgt mikla synd». «Nú, nú, hvað er það» segir prestur. «Æ, hún er svo mikil, að jeg þori varla að segja frá henni». «TaIa þú ó- hrædd, barnið mitt». «Jeg hefi gengið að eiga prússneskan mann». «þú skalt sitja uppi með hann, barnið mitt — það er þjer hæfilegt syndagjald». þennan dóm fór konan með. — Auglýsingarí blöðum. Svo sem mörgum mun kunnugt, er það trú kaupmanna í Vesturheimi, að bezta ráðið til að ella verzlun sína sje að bjóða varning sinn í blöðunum. í borginni New-York kosta kaupmenn 40 mílljónum kr. um árið til auglýsinga í blöðum. þar af fær blaðið New-York Herald 10 millj., eða 30,000 kr. á dag. Einn kaupmaður, Stewart að nafni, ver 2 V2 millj. kr. um árið f auglýsingar. Barnum, hinn víðfrægi «konungur allra humbugista», 2 milljónum. Auglýsingar. — þar eð eg hefi nú komizt að dálítið betri samningum um smíð á mínum nýju Ijáum, en jeg bjóst við í haust, þá sje jeg mjer fært að selja þá án brýnis fyrir 7 mörk 8 sk., og góð stálsvarfsbrýni fyrir 20 sk. þannig ætlazt jeg til að Ijárinn með brýninu verði á 8 mörk 12 sk. bjá öllum útsölu- og umboðs- mönnum mínum í sumar og hjá sjálfum mjer. þeir sem vilja reyna þessa ljái, verða að snúa sjer strax til mín eða einhvers af þeim mönnnum, sem jeg nefndi í auglýsingu minni í blöð- unum í haust, en það voru þeir Magnús Jónsson dbrmaður í Bráðræði, P. Fr. Eggerz á Borðeyri og Tr. Gunnarss. kaupst. Reykjavík, 19. maí 1875. Torfi Bjarnason. Liax nýr og saltaður verðnr keyptur í norsku verzlaninni. (féjf* Kaupendur Isafoldar úr nœrsveitunum hjer við Reyhjavík geta vitjað hennar í apótekinu, hjá herra Brynj- úlfi Jóhannssyni, aðstoðarmanni apótekara. — Afgreiðslustofa ísafoldar er á Hlíðarhúsál. nr. 1 (Doktorshús), og er ritstjórann að hitta þar kl. 3—4 e. m. hvern rúmh. dag. — Inn- og útborgun sparisjóðsins verður fyrst um sinn á skrifstofu landfógetans á hverjum laugardegi frá kl. 4—5 e.m. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Björn Jón.sson, cand. phil. Landsprentsmiðjan í Reykjavík. Einar pórðarson.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.