Ísafold - 26.07.1875, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.07.1875, Blaðsíða 1
ÍKemur út2—3 ámánuði. Kostar prjár krónur um) , , iSkrifstofa Isafoldar erí húsinu nr. 1 á HlíÖarhúsalandi) * 14. árið (32 blöð), stök nr. 20 aura. Ársverðið greiðist í> 26. jllll. j(Doktorshúsi). Auglýsingar eru teknar í blaðiðí lO/O. ’ (kauptíð, eða f>á hálft á sumarmálum. hálft áhaustlestum.) (fyrxr 10 aura smáleturslínan eða jafnmikið riim. I E 1 (1; o n i u. Jafnvel þótt blöð vor hafi þegar fært lesendum sínnm all- greinilegar sögur af eldganginum nyrðra í vetur, vonum vjer að inönnum þyki ekki of aukið aðalskýrslu þeirri, er hjer fer á eptir, frá skilríkum greindar- og fróðleiks-manni, sem á heima nálægt eldstöðvunum og veitt hefir eldganginum nákvæma ept- irtekt: «Hinir sífelldu jarðskjálflar, sem gengu hjer f Norðurlundi, frá því fyrir jól og til þess í ofanverðum marzmánuði, hafa eflaust verið undanfari þeirra fádæma, setn síðar eru fram kom- in, og þó einkanlega staðið í sambandi við Dyngjufjallagosið, sem jeg hlýt að leiða hjá mjer að skýra nokktið frá, vegna þess að enginn maðtir hefur komið nálægt því síðan þeir 4, sem gengu suðttr í velur, og skýrt er frá í blöðunum Norð- anf. og ísafold. í’ar rýkur að kalla má í sífellu og síðan vor- sði stendur reykurinn langtum hærra og nokkru vestar en í (Vetur, en ekki hef jeg hevrt þess getið, að nokkur haft sjeð iþar eld. Eigi að síður stendur mönnum ótti af þeim, er það er haft fyrir salt, að þau (Dyngjufjöll) hafl sent hina skelfilegu plágu yfir Múlasýslurnar, sem alkunnugt er orðið. Er það mik- il Guðs mildi, að hjá oss, sern búom langtum nær, skuli enn ekki hafa fallið nein aska svo teljandi sje. Þar er þá til að taka, að hinn 18. febr. voru menn á ferð austur yflr svokölluð Mývatnsöræfl, sem er að meiri hluta grasi og víði vaxið flatlendi, er liggur milli Mývatnssveitar að vestan, og Jökulsár í Axarflrði að austan, fulla þingmannaleið úr sveitinni austur að ánni. — t'essir menn vissu ekki fyrri til, en þeir sáu á vinslri hönd við sig, svo sem % mílu frá sjer, gjósa upp á svipslundu ákaflega mikinn reykjarmökk, og svo þar á eptir eld. Jafnvel þó mönnum yrði hjer nokkuð hverft við, er þessi frjett kom, mun þó lítið hafa kveðið að þessu gosi, í samanbtirði við hin síðari undrin, því varla sást nje heyrðist til þess hjeðan úr sveit; 6 dögum síðar fóru menn að skoða það nývirki, er gosið hafði eptirskilið, og skýrt er frá í Nf. nr. 13. Nú leið og beið og bar ekki neitt á rteinu, til þess að kveldi hins 10. marz; þá levndi sjer ekki að mikið meira var á ferðum en fyrri, og er skýrt nákvæmlega frá því í Nf. nr. 16—17, nema hvað þar er meinleg prentvilla (á 33. bls. 2. dálki 4. línti að neðan er 20, á að vera 200). Svo mun að vísu naumast hafa alveg dottið niður gos, þó ekki bæri mikið á því, hingað að sjá eða heyra, fyrri en þann 18. s. m. t*á um kveldið í heiðskíru veðri, litlu fyrir sólsetur, þutu upp á svipstundu 4—5 reykjarstólpar með litlu millibili, nokkru sunnar en fyr, nefnilega framan við allt haglendi, suður undir Ódáðahrauni, en í rjettri slefnu frá hinu á Dyngjufjöllum, og þá heyrðust nú fyrst hingað undra miklar dunttr og dynkir. fegar kvöldaði gjörði reykurinn þoku- eða ský-band fyrir ofan fjallabrúnir, sem náði yfir l/4 hluta sjóndeildarhrings, en uppkomu-kúfarnir urðu glóandi rauðir stólpar; var það all- merkileg sjón. Næsta dag fóru 2 menn að skoða þetta gos, og ætla jeg að þeir hafi sjeð mest allra slíkra skoðenda; þeir komu þar ( rökkri, í (eptir, sem þeir gizkuðu á) 150 faðma fjarlægð, því þeir þorðu ekki að ganga nær fyrir óhljóðtim, hita og birtu. Nú hjeldust gosin til og frá, með litlu eða engu millibili, en ekki feikileg, þangað til 23. marz, að fram úr keyrði. l’elta gos var norðar og þá nær, sem sje rjett um þjóðveginn, sem liggur yflr öræfin hjeðan austur í Múlasýslu, og eru taldar nær 4 mílur vegar af frá Reykjahlíð, þegar þarna kemur, en varla 2 þaöan að Grimsstöðum á Fjöllum, og þó heldur skemmra til sumra bæja á þeim svo nefndu Hólsfjöll- tim, enda miinu þessi þrálátu undur, ásamt jarðskjálptunum, sem líka kvað mest að þar, hafa gjört fólkintt veturinn heldur leiðinlegan. Þennan seinast nefnda dag kvað eldgangur hafa skarað fram úr, og 40 eldar sjezt uppi, stærri og smærri — IJm páskaleylið og næstu viku á eptir láu gosin niðri að mestu 105 eða öllu, einmitt þegar Dyngjufjöllin ljelu verst, og skirptu austtir. þá var hann hjer á útsunnan (páskadagana), og heyrð- ust miklir dynkir í suðri. Hinn 4. apríl kom aptur upp eldur á öræfunum, sem mikið heyrðist til, nál. því sem eldttrinn var 18. marz. Hinn 5. fjell hjer ofurlítið öskuryk, sem ekki er að vita hvaðan var. — Nokkrir fóru austur þann 6. til að skoða það gos, og skýrir einn þeirra frá því f Nf. nr. 20. — Að kveldi liins 8. (afmælisd. konungs) og fyrri part nætur, var hið skrautlegasta útsýni til austurs, eldruuður bjarmi upp á hálopt en þó mislitt eplir skýjalögum, og allt frá landnorðri til land- suðurs ; birta var hjer í húsum sem af tunglsljósi, en ekki ætla jeg að eldur væri þá f mesta lagi uppi, heldur mun þetta hafa orsakast af þvf, að loptið var hlaðið þíðuskýjum, sem voru svo hátt og fjarri, að Ijóshliðin vissi hingað, eða skiljan- legra: þau voru hinumegin við eldinn. Hinn 10. aprll kom enn eldur nálægt eða í sama stað og 10. marz; sá eldur datt snögglega niður næsta dag, en kom aptnr 20. s. m. og var þá einna stórkosllegast að heyra eldganginn, því glöggt heyrðu menn hann hjer í húsum inni. Það gos var ttppi til þess 24. Síðan hefur verið kyrrt. Hjer að framan er þá drepið á hið minnisstæðasta af þvf er fratn hefir farið á Mývatnsöræfum, og skal eg þá í stuttu máli geta þeirra stórgjörðu vegsummerkja, sem eptir standa. Er þá fyrst hið nýja hraun, sem enginn hefur enn skoðað svo, að nákvæmlega sje kunnug stærð þess, en álitið er, að það sje hátt á 3. mílu á lengd, sumstaðar nokkuð á annað 1000 faðma hreitt, og á öðrum stöðum eða að minnsta kosti f einunt stað ekki nema 5—600, en þar hjá liggja úr því miklir tangar í ýmsar áttir. Syðri hluti þess (nálægt helm- ingi) liggur yfir hagleysum, en nyrðri hlutinn yfir góðu af- rjettarlandi, sem til heyrir Reykjahlfð, og er að vísu ekki stórt svæði í samanburði við það, sem eptir er af þessum víðlendu Austurfjöllum, sem tíðast eru nefnd svo hjer, jafnvel þó þar sje sljettlendi að mestu. — Hraunið er fjarska- þykkt, stór- kömhótt, hröngulslegt og laust í sjer, svo mjög illt er að ganga yfir það, þó það annars væri fært fyrir hita, sem varla er sumstaðar enn þá, og varla mun nokkur skepna, sauðfje eða hestar, fara sjálfráð á það. Hraunið er hvítflekkótt yfir að líta, sem virðist vera af gttfu, sem fest hefur sig á þvf, og sumstaðar er brennisteinslitur á þvf. — þá er í öðru lagi að minnast á eldborgir þær, er standa upp úr þessu hrauni, eins og dálítil fell, í miklum þyrpingum, en þó hjer um bil í beinni línu frá suður-útsuðri til norður-landnorðurs, einmitt eins og allar gjár hjer í sýslu stefna, og eins sunnanlands (Al- mannagjá). Eldborgir eru annars alkunnar hjer; það er fullt af gömlum eldborgum hjer í Mývatnssveit. l'ær eru, eins og kunnugt er, kringlóttir hólar eða fell með djúpri kvos í miðj- unni (gígnum). En eldborgirnar nýu á Mývatnsöræfum eru nokkuð öðruvísi. þær eru svipaðar skeifu f lögun. liraunið, sem vall út úr gfgnum, hefir myndað sljettan farveg út frá honum á einn veg, og heflr flóð það borið með sjer burtu það, sem í því lenti af því, sem spýzt hefir beint í lopt upp og jafnan kemur hálfstorkið niður aptur og hrúgast upp f kringttm gýginn. — Þá er hið þriðja, vikrið, sem liggur yfir hraunintt langar leiðir frá og spillir haganum. Það mun vera sumstaðar hálf míla eða fullt það frá gígunurn. Sprungur og jarðföll er það, sem ekki gjörir minnst óhagræði, því hættur fyrir fjenað eru meiri en áður, einkum í snjó, og þjóðvegur- inn yfir öræfin liggur nú undir hrauninu, þarsent það er breið- ast, svo það er farið kippkorn norður fyrir endann á þvf. Þar eru sprungur mjög varasamar fyrir hesta. Sumstaðar eru þessar sprungur 3 álna breiðar, sumstaðar er jörð fallin niður öðrutnegin við sprungurnar, svo gjáveggir hafa myndast fullar 2 mannhæðir. Þetta mátti einkum sjámilli gosanna; hvarf það optast allt aptur undir hraunið. Og er þá hinu merkasta lýst 106

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.