Ísafold - 26.07.1875, Blaðsíða 3
109
110
Bandaríkja. Fólin verstu, er þeim misþyrmdu, munu þegar
hafa verið sendir í varðhald óbótamanna til Florida.
Viðbjóðsleg syndasaga hefir í fyrra mánuði allt ( einu
komið upp úr kafinu um Mormóna í Utah (júta), þótt hún sje
ekki allsendis ný. En hjer á við málshátturinn : «Upp koma
svik nm síðir». Árið 1857 ferðaðist flokkur manna, sem hafði
um tíma stundað gullgröpt í Kalíforníu og safnað auð fjár, það-
an að vestan og austur í Arkansas til þess að sækja þangað
konur sinar og börn og annað skuldalið, því í því ríki höfðu
þeir átt heima áður en þeir gjörðust gullnemar í Kalífornín.
þeir komnst klakklanst austur og hjeldu í einum hóp til baka.
Leið þeirra lá til og frá um Utah. Vegurinn er feiknatangur
og yfir hin mestu fjöll og flrrnindi að sækja, enda var þá eng-
in ruddur vegur neinstaðar um öll þau undralönd, sem nú á
síðustu árum eru hvort öðru samtengd af Kyrrahafsjárnbraut-
inni mikltt og aukabrautum út úr henni, sem allt af eru að
fjölga. hað var seint um haust, er hópur þessi, sem i voru
alls 146 tnenn, kom til bæjarins að Salta-Vatni (Salllake Cily),
sem er aðalstöð Mormóna i Utah og höfuðborg í því iandi.
Var þeim þar ráðlagt, að fara ekki hinn venjulega vesturfara-
fjallvegyfir Sjerra Nevada, mikinn fjailgarð, er liggur fyrir aust-
an byggðir í Kalíforníu, eptir þvi landi endilöngu frá norðri til
suðurs, þvi' hann mttndi líttfær svo síðla á ári, og nú væri úr
þessu allra veðra von. Væri bezti fyrir þá að halda nú til
suðursveitanna í Utah og þaðan svo vestur affjöllunttm. Þessu
ráði fylgdu vesturfarar og hjeldu þvi suður Utah. 10. dag sept-
embermán. höfðu þeir tekið sjer áfangastað þar sem nefnt er
Fjallengi (Mountain Meadow). Þar rjeðust villtir Indíanar allt í
einu á hópinn, drápu 7 manns og særðu hálfu fleiri, en ttrðu
svo að hrökkva undan, því gullnemar veittu þeim snarpa mót-
vörn. þessi fregn barst skjótt til bæjar þess þar i grenndinni,
er Cedar city nefnist. {>ar bjó Indíana-agent Mormona, sá er
Jón Lee (lí) nefndist. Undir því yfirskyni, að Indíanar þeir, er
gullnemar ráku á flótta og af höndum sjer, hefði verið banda-
menn Mormóna og því að ölltt friðhelgir í orðum sfnum og
gjörðttm, lagði hann á stað með allmikinn herskara og gaf þá
skipun, að drepa skyldi vestnrfara þangað til enginn stæði uppi.
Vesturfarar vörðust þó drengilega, með því þeim gafst timi til
að búa um sig í eins konar virki, og gáfust ekki tipp fyr en
matvæli þeirra voru þrotin eptir rúma viku, en því þrutu þau
svo skjótt, að áður en þeir komust í ófriðinn við Indíana,
höfðu Mormónar bannað þeim að afla sjer matforða í bæjiin-
um á leið þeirra, þvert á móti því sem ella ávallt hafði verið
vandi, þá er vesturfarar áttu leið um sveitir þeirra. Loksins
fjekk Lee tælt þá út úr virki þeirra undir því yfirskyni að
semja við þá vopnahlje. Voru karlmenn þar drepnir vopn-
lausir eptir því sem Lee mælti fyrir, konur svívirtar og síðan
líflátnar ásamt ölium þeim börnum, sem voru svo gömul, að
líkindi voru til að þau myndi eptir þessttm atburði, er þau elt-
ust. Unnu Mormónar og Indíanar á fólki þessu í mesta bróð-
erni á hinn svívirðilegasta hátt. Að eins 13 ungum börnum
var gefið líf. Þessum börnum var dreift út meðal Mormona,
að þau gæti fengið æskilegt uppeldi. Allt fjemætt, er fólk
þetta hafði haft með sjer, var flutt norður til bæjarins að Salta-
vatni og þar selt við opinbert uppboð. Andvirðið rann í sjóð
kirkjunnar. Likin voru látin liggja óheygð á vígvellinum.
Álormónar gjörðu allt sitt til að láta stórskömm þessa hvergi
frjettast, en það tókst ekki lil enda. þeir höfðu afskipt Indí-
ana, þá er deilt var herfangi hinna dauðu; af því urðu Indí-
anar óánægðir og ljóstuðu upp sögunni, og sum af börnum
þeim, er gefið hafði verið líf, mundu, hvað gjörzt halði. Fyrst
í haust fór kvittur að koma upp um þessa Ijótu sögu, sera altt
af hefir legið ( þagnargildi þangað til, og i fyrra mánuði sat
herra Lee og annar höfuðpauri í varðhaldi þar vestra, og rann-
sóknir i málum þessnm fóru fram í óða önn. Saga þessi ætti
ásamt öðrum slíkum að lesast með athygli af þeim íslending-
um, sem hafa orðið svo frægir að heyra orð af munni útsendra
erindsreka frá Mormónum f Utah. Það er almennt viðurkennt,
að enginn trúarflokkur í þessu landi — og eru þeir þó næsta
margir — sje háskalegri í öilu tilliti en Mormónar, og því er
það, að stjórn Bandaríkja, sem öllum öðrum trúardeildum
gjörir jafnhátt undir höfði, telur þá hafa brotið af sjer almenn
borgaraleg rjettindi. Margkvæni þeirra, sem þeir hafa í helgi
sem aðra kirkjukreddu, er eitt meðal annars, sem í siðferðis-
legu tilliti gjörir þá að endemi álfu þessarar.
(Framhald síðar).
Reykjavílt, 26. júlí 1875
I* ó s t s k i p i ð kom hingað 18. (ekki 17.) þ. m., seint um kvöld-
ið. Með því komu frá Khöfn: fröken Anna Melsted, fröken Þóra
Pjetursson (biskups) og bróðir hennar cand. med. & chir Bogi
Pjetursson, cand. juris Kristján Jónsson (frá Gantiöndum),
exam. juris Guðm. Pálsson, cand. phil. Hallgrímur Melsted,
Proppé bakarasveinn, Didriksen tengdafaðir Jörgensens sál.
veitingamanns og I Englendingur frá Noregi. Frá Skotlandi:
4 Englendingar. Frá Vestmanneyum: Þorsteinn Jónsson læknir,
Jónína Brynjólfsd. (prests) og Guðrún Mattíasd. úr Rvík. Eng-
lendingarnir ætla til Geysis og Heklu.
— Frjettir frá útlöndum eru litlar með þessari
póstferð. Snmrin eru helzt hvlldartfmi höfðingja og stjórnenda
og þá er víðast þinghlje, nema á voru landi íslandi. Það
þykir nú fnllsannað, að ófriðarspárnar í vor með Frökkum og
þjóðverjum hafi verið sfður en ekki ástæðulausar. þjóðverjum
var farið að ofbjóða herbúnaður Frakka og var hæst í þeim
að verða nú fyrri að bragði og bíða eigi átekta. Aptur ljetu
Frakkar svo sem þetta geip í Þjóðverja urn herbúnað þeirra
væri ekki annað en yfirvarp, er þeir ætluðu að hafa til að
hlatipa nú til og níðast á sjeraptur. Það var einkum að þakka
Bretum (Derby jarli, utanríkisráðherra), að misskilningur þessi
eyddist. Þvkja þeir hafa vaxið af því máli. — Um Jónsmessu-
leytið gengu rigningar miklar víða nm suðurbluta álfu vorrar
og gerði vatnagang mikinn, einkum í jökulánum úr Alpafjöll-
um og Pyreneafjöllum. Urðti af þvi stórskemmdir og jafnvel
manntjón mikið, bæði í Austurríki og á Ungverjalandi, en þó
mest á Frakklandi sunnan og vestan. Hljóp svo mikill vöxtur
í Karlsá (Garonne), af leysingum í Pyreneafjöllum, að elztu menn
muna eigi annað eins. Flóði hún langt yfir alla bakka og sóp-
aði burtu öllu, sem fyrir varð, jafnvel heilttm þorpum og bæj-
um, þar á meðal eigi all-litlum skika af borginni Toulouse. Er
mælt, að í flóði þessn mttni hafa týnzt nál. 3000 manna, en
fjárskaðinn talinn framundir 100 miljónir króna. — Frá Spáni
eru engin ný tíðindi, er teljandi sje, enda er sízt að henda reið-
ur á sögur, er þaðan koma. Keppast hvorirtveggju, sljórnar-
menn og Karlungar, á við aðra að skrökva til um hagi sína
og framgöngu.
— Mannalát og s 1 y s f a r i r. 24. f. m. (Jónsmessu-
nótt) andaðist eptir langa legu fyrrum amtmaður Jörgen
Pjetur 11 a v s t e i n, hinn þjóðfrægi skörungur meðal valds-
manna vorra, og 30. s. m. misstu Norðlendingar annan mesta
höfðingja sinn, hjeraðslækni Jósef Skaptason á Ilnaus-
um, eptir 5 daga legu í lungnabólgu. Daginn eptir að póst-
skipið kom til Hafnar síðast vildi það hörmulega slys til þar,
að Niels Jörgensen veitingamaður hjer úr bænum varð undir
sporvagni, og dó að sólarhring liðnum, eptir miklar kvalir.
Hann var atorkumaður, lipur og vel látinn í sinni stöðu.
Sunnudaginn 30. maí var mesta illviðri fyrir norðan: af-
takaveður með myrkviðrisfjúki, tneira en nokkurn tfma kom í
allan vetur. Hákarlaskip Eyfirðinga og Siglfirðinga voru flest
úti og fengu hin verstu hrakföll. Þegar síðast frjettist voru þau þó
öll heimt, nema 3, er sjálfsagt hafa farizt, enda kvað eitt þeirra
hafa fundizt á hvolfi mannlaust fram undan Trjekillisvfk á Strönd-
am. Það hjet «Hreggviður», og var eign Snorra Pálssonar al-
þingismanns, verzlunarstjóra á Siglufirði. Þar hafa týnzt 11
manns. Formaðurinn hjet SófoníasJónsson, frá Grund
i Svarfaðardal. «Draupnir» hjet annað skipið, form. Ste in n
Jónsson, frá Vik í Hjeðinsfirði, afbragðs-sjómaður gamaJJ,
með 10 hásetum, einvalaliði. J>að skip átli Snorri líka, og hefir
ekkert til þess spurzt. Þriðja skipið hjet «Hafrenningur», frá
Ilellu á Árskógaströnd, formaður tíunnlaugur Vigfússon, skip-
verjar lOalls. Enn fremur missti Snorri alþingismaður 3 menn
af 3. skipi sínu, «Skildi», í sama veðrinu. Loks var bróðir
Snorra, Jón Pálsson, einn af þeim, sem týnzt hafa á Ilafrenu-
ingi, mesti efnismaður. Allt voru þetta þilskip, nema «Hregg-
viður». Margir þessara 25 sjómanna, er þannig hafa látizt í
einu á bezta skeiði, láta eptir sig mikla ómegð.
20. f. m. varð enn eitt börmulegt slys vestur á Breiða-
firði. Týndist þar við selalagnir bátur með 4 mönnum frá
Skarði á Skarðsströnd, þar á meðai Ebenezer Magnússon, elzti
sonur Kristjáns sál. kammerráðs. Stóð hann fyrirbúi á Skarði
með móður sinni, frú Ingibjörgu, og var talinn dugnaðarmaður
og drengur góður.
Loks týndist 5. þ. m. fram undan Álptanesi skip með 6
mönnum á, 4 karlmönnum og 2 kvennmönnum. Fólk þetta
var sunnan úr Leiru, og ætlaði upp í Borgarfjörð í kaupa-
vinnu.
— Eldur enn uppi. Norðanpóstur segir eld enn
uppi á Mývatnsöræfum. Hefir hann brotizt þar út á nýjum