Ísafold - 26.07.1875, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.07.1875, Blaðsíða 2
107 108 af aðgjörðnm elclgosanna, því ekki er nokkurstaðar að sjá öskti, er komið hafi úr þesstim gostim, sem betur fer. H verð jeg nú loksins að reyna að lýsa eldgosi, og hef jeg að vfsu ekki sjeð nóg til þess, til að gela það ná- kvæmlegá, (og váriá köstur á bétra en í Nf. nr. 13, 16 —17 og 20). Margir hafa farið til þess langar leiðir að horfa á þessa sjón, óg þótt hún jáfnfögur og skemmtileg sem undra- verð og ógnarleg, og má það kalla Guðs varðveizlu, að enginn hefir beðið tjón af, svo sem menn hafa farið djarft, og einatt hefir að litltim tíma liðnum brostið sundttrjörð og fallið niður, gosið upp eldur eða fallið hraunfióð yfir, þar sem menn stað- næmdust og uggðu ekki að sjer. Eldgosin byrja, eplir því sem þau hafa nú komið oss hjer fyrir sjónir, stundum með aðdraganda, en slundum í snöggri svipan. Kemtir þá fyrst ttpp svartur reykjarkúfur, stundum með öskulit. Reykurinn fer ákaflega hátt í lopt upp (líklega 2000— 3000 fet) og gjörir þar ótrúlega mikla þokubólstra. Neðan til er reykurinn fyrst svo þjettur, að ekki sjest á dagtíma til elds- ins í fjarlægð, en þegar lengra líður þynnist reykurinn og verð- ur eins og gufa, jafnvel gagnsæ, en sem þó safnast saman uppi og sýnist svo miklu meiri í fjarlægð, en hún er í raun og veru. Þá er að sjá til eldsins álengdar á dagtíma nndir sól, sem svartir stólpar sjeu á einlægu iði, en þegar sólin skín þeim megin á eldinn, sem maður er staddnr, fær hann sinn rauða lit, og þegar dimmt er af nótt, þá er ekki einungis eld- urinn sjálfur sem logi á að líta, heldur líka gufan, sem upp- af leggttr, einkanlega 1 fjarska. Jarðeldurinn er ekki logi, held- ur bráðið, glóandi grjót, sem spýtist tneð undra-afli beint í lopt upp, jeg ætla 100—200 fet, og máske nokkru meira stund- um. þessu fylgir drynjandi mikill, líkastur fossnið, en með meiri urganda, og svo brestum meðfram, sem líkjast fallbyssu- skotum. Nokkuð af þessu þerst út í loptið og dreifist víða sem áður er sagt (vikurmulið). En mestur hlutinn dettur nið- ur aptur með miklu minni hraða, en það fer upp, og hieður þannig hólana eða borgirnar. þetta gengur að kalla jafnt og stöðugt; þó lækkar gosið annað veifið í sttmum gígunum, en espast þá í öðrum um leið. Jafnframt rennur glóandi hraun- flóðið frá, en kemst mjög skammt áður skorpan kemur á það. En það heldtir eigi að síður áfram í ýmsar áttir ttndir niðri, og spyrnir skorpunni af sjer jafnóðum og hún kemur. Úr skorpttnni verða þá hellur, sem reisast á rönd og stífla eld- flóðið að nokkru leyti. Við þá tálmun vex flóðmegnið og sprengir þá aptur af sjer skorpuna, sem myndast hefir á ný, og svona gengur koll af kolli, með sífelldum skrnðningum og smábrestum. Meðan á þessn stendur, er hraunið h'kast á að sjá og þegar nýlega er dottinn niður logi á steinkolaglóð fyrir smiðjuaíli. Þá er hvítblá gtifa yfir hranninu, með svo miklum hristingi, að ekki verður neitt, sem gagnvart er, glöggvað í gegnum hana, þó það sjáist. Gufa þessi er svo þunn, að mað- nr sjer hana ekki nærri sjer; þaraðauki leggur á ýmsum stöð- um sterkari gufu upp í loptið, og einkum úr gígum, sem hætl- ir eru að gjósa. Úr þessari gufu verða stundum svo miklir reykjarbólstrar, að menn halda þar eld uppi, sem enginn eld- ur er. Gufan dreifist svo um landið, (hún hefir roðablæ), og er hún það, sem kallað er brunamóða (mistur). Hún var hjer mest dagana frá 12. til 18. apríl, og svo dimm, að ekki sá til hóla nje hæða meira en mílu frásjer. En ósaknæma ætlajeg hana vera, þvi ekki virtist neitt falla úr henni. Optast eru eld- gosin áköfust fyrstu dægrin, en síðan smá dregur af þeim; stundum detta þau furðu fljótt niður. Mun það vera af því, að hólakambarnir við gígana springa fram og falla ofan í þá og kæfa gosið í bráðina. Til þessa má sjá merki á stöku stöðum Ritað í öndverðttm júnímán. 1875. Mývetningur. ITtlendar t'rjettir. 6. Frá Vesturheimi. Velurinn kvaddi oss hjer um páskana, og hefir verið vor síðan, ekki sumar í eiginlegum skilningi, eptir því sem þó er vandi í þessum löndum Bandaríkja. Rigningar hafa eigi verið að mun og að minnsta kosti á þessum stað alls ekki enn með vínlenzkum ákafa. Annars er þrnmnveðttr all-tíð hjer um þetta leyti, og svo var í fyrra. fað er stórkostleg náttúrnsýn, þá er allt himinhvolfið eða meiri hluti þess er sem eitt lelptrandi eldhaf heilum nóttum saman. Svo miklir lopteldar hafa eigi birzt í vor, því nærri því allan tíman frá páskum til hvitasunnu hefir veðrátta verið i svalara lagi, og jafnvel eigi sjaldan næturfrost. Aldrei hefir þó á þessum tíma verið óvor- legra veður en I. þ. m. (maí); þá var allhart frost og norðan- rok. t*ó eru nú akrar sánir hvervetna, og flestir lifa í góðri von um bezta arð af þeim, þvi komandi mun sumarhitinn koma eptir vanda. Friður er nú syðra, í Louisíana og öðrum óeirðarstöðvum hvitra og svartra manna; en vel er líklegt, að rósturnar brjót- ist út á ný, þá er minnst varir. Austur í Pennsylvaníu hefir fyrir nokkru hatizt annarskonar ófriður. í því landi eru feikna- miklar kolanámur, sem sífellt eru itnnar af dugnaði niiklum og ákefð. Hefir mergð verkmanna þar haft sjálfsagða atvinnu. t'að er þessi verkmannalýður, sem gjört hefir friðarspell. Hófst það með því að fólk þetta hópum saman hætti vinnu sinni og kvaðst eigi myndi taka til verka aptur fyr en vinnulaunin væri talsvert ankin. Húsbændum þeirra þólti kröfur þeirra ó- sanngjarnar, enda virðist svo, sem námumenn hafi eigi sætt sjerlegum ókjörum. En er verkmenn fengn eigi óðar og fljólt kröfum síntim fuilnægt, hófu þeir spillvirki og vígaferli og hirtn alls ekki, þótt fólska þeirra og heipt gengi út yfir að öllu leyti saklaust fólk. Segir margt ófagurt af tiltektum þessa upphlaups skrtls, og þótt rikisherinn hafi þar eitthvað skorizt ( leikinn lífi og eignum saklauss l'ólk til varnar, þá kvað ólátum kolapilta þessara enn eigi lokið. Eitt sinn stóð í blöðunum að hundrað þúsundir verkmanna gengju þar nú iðjulausir. í fyrra mánuði var í blöðunum mikið mál gjört út af ó- friði af völdum Mexíkómanna í þeim sveitum Randaríkja, er liggja norðan að löndtim þeirra, allra helzt í Texas. Milli þess ríkis og Mexíkó rennur sem kunnugt er fljót það, er Rio Grande nefnist. Heilir hópar ræningja, er heimili eiga fyrir sunnan fljót þetta (í Mexíkó), kváðu hafa lagt það í vanda sinn í vor, að halda f leiðangur norðttr fyrir fljótið og inn í Texas, og hefir þá enginn friður verið fyrir bændur og ný- lendumenti, sem þar eiga aðsetu. Ræningjar hafa sópað um greipar þeim og stundiim ekki hlíft Iffi þeirra. Texas-menn kærðu þetta fyrir sambandsstjórninni í Washinglon, er svaraði málintt vel, og kvaðst mundi láta hart mæta hörðu, ef stjórn Mexíkó-manna hefði eigi hemil á þegnuni síntim. Eigi varð þetta þó að styrjaldarefni, því Mexíkómenn lofuðu góðu, en gátu þó þess um leið, að óvíst væri, hvorir veitti öðrtim þyngri búsifjar: þeir, sem búa sunnan eða norðan fljótsins. Um gullfundinn í Svörtu-fjöllum (Black Hills) hefir mikið verið rætt og ritað í allt vor. Sá hluti fjalla þessara, þar sem gnllið hefir fundizt, liggur á landamærum landanna Wyoming og Suður-Dakotah, norður af sesturlakmörkum Nebraska, og er þvi ærið langt í burtu frá reglulegum mannabyggðum. Allt um það hafa stórmiklar lestir gullsjúkra manna lagt þang- að leið sína. Indíanar kváðu samkvæmt samningum, sem stjórn Bandarikja hefir við þá gjört áður fyrri, eiga gull- sveitir þessar að miklu eða öllu leyti. t*ví heflr hún sent her manns þangað vestur til að verja þegnum sínum aðgöngu í þessi hjeruð, sem hún eigi kveðst muni sleppa við almenning, nema Indíanar leyfi. Svo stendur á, að Bandaríkjastjórn helir veitt Indíönum þá þokkabót fyrir hinn mikla landgeim, sem frá þeim heíir í raun rjettri verið tekinn fyrir afl hins yfisterkara jafnóðum og riki þessi hafa byggzt, að þeir skuli hafa vissar at'- markaðar landspildur víðsvegar um vesturhluta Bandaríkja, sem þeir einir megi yfir ráða, allt þar til er þeir geta fen^ið at sjer að lifa að háttnm annara manna við akuryrkju eður ónn- friðsamleg störf1. Gullhjeruð þessi kváðu vera ein af þessum ítökum Indíana, og hafa þó ýmsir lagasnápar viljað vefengja þessa heimild. Stjórnarherinn helir tekið marga fasta af þeim, er leitað hafa inn á gullsvæðið, og sent þá lil byggða tómhenta og grama í geði, og þykir þar rjettlæti framfylgt. Annars hefir stjórnin sent náttúrufræðinga til þessara hjeraða til að rann- saka, hvort gullfregnin væri ekki vindur einn og ýkjur, en þeim hefir sagzt svo frá, að í engu muni hafa verið orðum aukið það sem sagt var um auðlegð gulllandsins. Hefir stjórnin að sögn átt í einhverjum samningum við Indíana þá, er landið eiga, um að fá því skipt fyrir annað land eða á einhvern hátt lög- legan koma því svo fyrir, að þegnar Bandríkja, sem til þess hafa hug, fái leyíi til að ná þeim auði úr landi þessu, er þar liggur falinn. Sagt er, að stúlkum þeim hinum þýzku, er mestar hörm- ungar liðu frá þvi í hnust og þar til í vor af völdum Indíana, skuli epirleiðis veröa veitt sómasamlegt viðurværi af stjórn 1) pess má hjer geta, að svo telst mönnum til, að 400000 Inchana eigi heima innan landamæra Bandaríkja; af peim búa meira en 17000 fyrir austan Missisippi og hafa fasta bú8taði innan um annað fólk. 8 púsundir kvúðu heimili eiga í landi pvínorður afTexas, er Indian Terri- tory nefnist, som stjóm Bandamanna einkum hefir ánafnað peim affrum- hyggjum lands þessa, er aðsetur hafa átt í suðurríkjunum. Hinir allir eru dreifðir víðsvegar um öll hin vestlægu lönd Bandankja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.