Ísafold - 16.08.1875, Side 1
U. „ |Kemurút2—3ámánubi. Koatar [irjár krónur umi r ,
lo. (áris (32 blö5), stök nr. 20 aura. Arsverðið greiSist ÍV 16. ag'list.
5 (kauptíð, eða pá hálft á sumarmálum, hálft á haustlestum.i
iSkrifstofa (saíolilar er í húsinu nr. 1 á Hlíðarhúsalandi)
j(Doktorshúsi). Auglýsingar eru teknar í blaðiðí
(fyrir 10 aura smáletúrslínan eða jafnmikið rúm. )
1875.
Utlendar frjettir.
7. Frá Vesturheimi.
Síðan eg reit síðast (um hvítasunnu), hefir líðarfar hjer verið
fremur kalt, eptir því sem vant er að vera um þetta leyti í
þessum hlnta Vesturhcims. Frá því í byrjun júnímánaðar hefir
hjer og verið allmikið um rigningar, enda var mönnum orðið
mál á vætu, eptir hina þrásætu þurka í allt vor. Veðrátta þessi
þykir hin æskilegasta fyrir hveiti-akra bænda, en miður fyrir
mais-akrana. Búast rnenn yfir höfuð við góðri uppskeru, þar
sem engispreltur og annað illgresi eigi veldur tjóni. Svo virð-
ist sem landplága sú, er engisprettur valda, sje ár eptir ár að
aukast og útbreiðast hjer i Vesturríkjum. í rikinn Missouri
hefir mjög verið kvartað yfir þeim óf'ögnuði á þessu vori; en
það lítur þó út fyrir, að vætutiðin ( þessum mánuði hafi tals-
vert hamlað útbreiðslu þeirra, bæði þar og annarstaðar. Allt
um það kváðu þó heilir herskarar af kvikindum þessum hafa
komið fram í norðurhluta Wisconsfns eptir síðustu mánaðamót,
og sumir spá þar álíka tjóni af þeirra völdum, eins og i fyrra
i ýmsum hjeruðum ríkjanna Minnesota, Nebraska og Kansas.
fó er vonanda, að sá spádómur riái eigi að rætast. í Minnesota
og ef lil vill víðara, hefir stjórnin reynt til að fá engisprettun-
um eytt með því móti, að leggja fje til höfuðs þeim, það er
að segja: heita verðlaunum allháum fyrir að veiða þær. 1*6113
hefir prýðilega gefizt. Kváðu sumar sveitir, þar sem fyrir
skömmu allt úði og grúði af engisprettum, nú þegar alhreins-
aðar, enda hafa erindsrekar stjórnarinnar veitt mörgum þús-
undum mælikera (bushel) af danðum engisprettum, viðtöku, og
jafnframt greitt fram fje það, er þeim var til höfuðs lagið.
þótt þessi aðferð kosti allmikið fje, er það ekkert á móti því
tjóni, er afstýrt er með þessu móti. — Iívartað er og um í
Wisconsin undan öðru illyrmi, er leggst á jarðargróðann, helzt
hveili og bygg ; hafa sumir bændur af þeirri orsök endursáð
akra sína með öðrum korntegundum.
Af almennum stjórnmálum í Bandaríkjum er sem stendnr
ekkert nýtt að frjetla, að minnsta kosti ekkert mikilvægt. Út
af rámim þeim á suðurlandamærum Texas af völdum Mexikó-
manna liefir nokkurt þref orðið milli yfirstjórnar Bandaríkja og
Mexíkósljórnar. Virðist svo, sem Mexíkómenn verði neyddir
til að greiða allháar skaðabætur fyrir tiltektir sínar; hins vegar
þykir efasamt, hvort þeir eru því umkomnir, að gjaida sektar-
tje sitt í peningum Er þess því getið til, að í stað fjár kunni
Bandaríki að fá annað frá Mexikómönnum, sem kemur sjereins
vel, það er að segja ýms allvíðlend hjeruð af landeign þeirra,
sem næst liggja landamærum. Kvað fólk í þeim sveitum fúst
á að losast við óstjórn Mexíkómanna og ganga undir merki
Bandamanna.
Ófriðurinn ( námusveitum Fennsylvaniu út af verkföllum
vinnumanna mun að mikln leyti á enda kljáður, því þótt þeir,
er ófriðnum ollu og neituðu að vinna, hafi eigi ennþá kiknað
s\o, að þeir hafi aptur tekið til starfa, þá hefir námueigend-
Sfia^ara.
Kvæði eptir Jón Ólafsson.
„The thoughts are strange that crowd into
my brain
While I look upward to thee ...“
Bkainard.
„But onward — onward •— onward — thy
march still holds its way!“
J. S. Buckingham.
1. Hratt mig ber nm grænar grundir,
glymja hjól á teinum hátt;
dynur, titrar, drynur undir
drungahljóð í vesturátt —
því líkt ei sem þrumur æði
þrunginn himinlofts um geim,
eða stynji brims við bræði
bjargföst kiöpp í tryldum heim.
2. Dvpri. þyngri, dróma háður
dynur berst að eyrum mjer;
því likt heyrði’ eg aldrei áður —
ógnin felur ró f sjer!
Ógnin ber svo ofurliði,
121
unum boðizt nóg af öðru vinnufólki, án þess þeir hafi neyðzt
til að hækka vinnulannin. Sitja hinir þannig með sárt ennið
og fá ekki að gjört. En eigi þykir enn annað óhætt, en að
hafa her manns til laks á þessum stöðvum, til að hamlaóróa-
seggjunum gömlu frá óspektum. Að eins í einni sýslu (county)
þar i námusveitunum telst svo til, að verkfall þetta hafi kost-
að þá, er tóku þátt í því, 5 miljónir dollara, og þótt námu-
eigendurnir, sem engin likindi eru til, neyddust nú til að hækka
Við þá daglaunin eins mikið og verkmenn þessir heimtuðu,
yrði tjón það, er vinnumenn hafa bakað sjer með verkfalli þessu,
eigi nnnið upp á 4 árum.
í seinni hluta maímánaðar tóknst nokkrir höfðingjar hinna
svo nefndu Sioux-fsjúJIndiana, er búa á strjálingi ( vesturhluta
Dakota, víðsvegar um Wyoming og veslursveilir Nebraska,
sendiför á hendur fyrir þegna sina og bræður til Grants for-
seta og Bandaríkjasljórnar í Washington. Dvöldu þeir þar um
hrið og framfylgdu málum sinum frammi fyrir feðrum lands
þessa. Alilli Indíana þessara og stjórnar Bandaríkja, höfðu
ýmsir samningar verið gjörðir árið 1868, sem þeim finnst eigi
hafi verið haldnir svo sem skyldi. Beiddust þeir nú í ýmsu
leiðrjettingar mála sinna. I*eim var allvel svarað og sýnt fram
á fúsan vilja stjórnarinnar til að breyta við þá vel og drengi-
lega. Mællist stjórnin til að þeir slepptu tilkalli sínu tilveiði-
rjettar í vesturhliila Nebraska rnót 2ó þúsundum dollara í pen-
ingum. Heimtuðu þeir borgun fyrirfram, ef til þess kæmi, en
að því var eigi gengið. þykir líklegt, að Indíanar í þessu efni
gjöri sig ánægða með það, sem Bandaríkjastjórn vill vera láta.
Sveilirnar í Svörtu-Fjöllum, þar sem gullið hefir fundizt og svo
mikið verið talað um í vor og vetur, kváðust þeir að svo stöddu
ófúsir að láta af hendi, enda hefir stjórnin strengilega bannað
hvítum mönnuin að leita inn á lönd þessi meðan svona stend-
ur. þykir mörgum gullfíknum mönnum það hart lögmál, en
mótmæli tjá eigi, því her manns, er stjórnin hefir gjört út,
ver þessi lönd Indíana með oddi og egg, og sendir hvern þann
í varðhald, er dirfist að brjótastinn fyrir hin bönnuðu takmörk.
Annars draga ýmsir mjög í efa, hvort gullauður þessara hjer-
aða sje eins mikill og fyrst var frá sagt. Böfðingjar þessara
Sioux-Indíana, er í voru sendiförinni, brcyttu í engu búningi
sínum, þótt þeir kæmu fram fyrir stórmennin í Washington,
heldur höfðu sumir þeirra jafnvel upphert höfuðskinn af her-
teknum fornum fjundmönnum sjer við belti, svo sem þeirra er
vandi heima fyrir. — Geta má þess, að hinn 10. þ. m. gjörði
flokkur einn af Sioux-Indíönum og ýmsnm fieiri hálfviltum
frændum þeirra, óskunda í Wyoming og ræntu þar frá bænd-
um 400 hestum. — I sambnndi við gullfnndinn í Svörtu-Fjöll-
um iná þess geta, að fyrir skömmu íiefir fundizl silfur- og eir-
náma nokkur í ríkinu New Hampshire, er gefur von um mikla
eptirtekju.
Fyrir nokkru komust enn að nýju upp allmikil og almenn
tollsvik víðsvegar um Bandaríki. þau eru í því fólgin, að af
eyrað verður skjótt svo preytt,
að annað heyrist allt í friði
eins og [jetta væri’ ei neitt.
3. Ferðin stillist, lijólið hægist!
Hvað skal vera’ á seyði nú?
Sje jeg, er um glugga’ eg gægist,
gljúfra millum hengi-brú.
Ekki’ á heimur allur víður,
undra-smíði, líka þín!
Hægt hjer yfir lestin líður,
lognrór hylur undir gín.
4. Sterka brúin strengi treysti
stáli varða’ á hvora hlið;
lest til Clifton þjóðbraut þeysti,
þar skal nokkuð standa við:
„Hjer er hvíld fyrir einn og alla
eyktartíma!“ sagt er oss. —
Fyrsta’ og bezta kúsk jeg kalla
að keyra með mig upp að foss.
5. Legðu’ í klárinn! láttu’ hann skeiða
122