Ísafold - 06.09.1875, Blaðsíða 1
II, 17.
(Kemurút2—3ámánuði. Kostar f»rjár krónur uml iSkrifstofa ísafoldar erí húsinu nr. 1 á HlíBarhúsalandi
áriS (32 blöS), stök nr. 20 aura. Arsverðið greiðist í 6. SCpt. (Doktorshúsi). Auglýsmgar eru teknar í blaðið
(kauptíð, eða f»á hálft á sumarmálum, hálft áhaustlestum.) ffynr 10 aura smáleturslinan eða jafnmikið rúm.
1875.
— Veitt brauð. H. f. m. veitti konungur sira Bryn-
júlfi Jónssyni á Vestmannaeyjum, er fengið hafði Stokkseyrar-
brauð 25. ma( þ. á., leyfi lil að sitja kyrr í Vestmannaeyjum,
en veilti aptur Stolchseyri sira Jóni Björnssyni i Hítar-
nesi. Auk bans sólti nú með síðustu póstferð sira Stefán
Thorarensen á Kálfatjörn (auk þeirra, er áður sóttu, sjá ísaf.
II, 11). — 30. s. m. veitti landsh. Stœrra-Árskóg í Eyjaf.
cand. theol. T ó m a s i II a 11 g r í ms s y n i, Kálfafell á
Síðu cand. theol. Sveini Eiríkssyni, og 3. þ. m.
Lund i Borgarf. cand. theol. Oddi V. Gíslasyni. Aðrir
sóttu eigi um þessi brauð.
11. f. m. hefir konungur skipað svo fyrir, að Staðar-
hraun í Mýras. skuli sameinað Hítardal í sömu sýslu, og að
presturinn í embætti þessu, sem nú er í Hítardal, skuli flytja
sig að Staðarhrauni; a ð Ilítardals-kirkjujarðirnar Brúarhraun
(8 hdr. að dýrl., með 4 kúg.) og Hraunsmúli (8 hdr., 3 kúg.)
skuli í fardögnm 1876 lagðar til Ingjaldshóls f Snæfellsnessýslu,
og a ð Hítardals- og Staðarhrauns-prestakall skuli metið 2471
kr. 95 a., og Ingjaldshóls- og Fróðárprestakall 966 kr. 12 a.
— Óveitt brauð. Hítarnesþing í Mýras., metið 1062.10
kr., augl. 1. þ. m.
— Bókafregn. Andvari, tímarit hins fslenzka þjóð-
vinafjelags, II. ár, kom nú aiprentaður frá Khöfn með póst-
skipinu. Efni: Fjárhagur og reikningar íslands, bls. 1 — 113
(einnig prentað sjer í lagi, sjá ísaf. II, 14); hvalafar í Baffíns-
flóa 114 — 125; kvæði 126—134 ; brjef Eggerts Ólafssonar
135—142; spekifuglinn (gamalt kvæði) 143 —146; hæstarjettar-
dómar 147—161. Með þessari ferð kom og það sem eptir
var af Bókmenntafjelagsbókunum þetta ár: Landshagsskýrslur,
5. (síðasta) hepti fimmta bindis, Stjórnartíðindi, 5. (síðasta)
liepti þriðja bindis, með formálaog registri, og Bókmenntafjelags-
shjrslan 1874—75. Enn fremur: Manfreð (sorgarleikur) og
nokkur kvæði, eptir Byron lávarð. Matthías Jochúmsson þýddi.
— Vatnajökulsferð Watts hins enska og
hans fjelaga. Þessi fræga för var hafin 24. júrn' þ. á. frá
Núpstað, og voru í henni auk foringjans, herra Walts, þeir Páll
J’átsson úr Vestmannaeyjum (sá hinn sami og var með hra Watts
í Vatnajökulsferð hans í fyrra og hann kenndi Pálsfell við), Kristó-
fer Porvaldsson frá Fossi á Síðu, Olgeir Porsteinsson frá Króki
í Meðallandi, Eyólfur Bjarnason frá Hörgsdal á Siðu og Sig-
urfinnur Ketilsson frá Bólstað í Mýrdal, ungir menn og vaskir.
J>eir lögðu upp á jökulinn f landnorður frá Kálfafellsstað. Far-
angur sinn (nesti, tjald, hvílupoka, verktól og ft.) drógu þeir á
2 sleðum. J»eir hrepptu illviðri og ófærð undir eins og upp
kom á jökulinn. Einusinni urðu þeir að liggja 3 sólarhringa
um kyrt í gríðarbyl, er Watts segist eigi muna annan eins,
nema ef til vill mannskaðahríðina miklu ( Minnesota veturinn
1872. jþað var á ás einum á jöklinum, 6,150 fet yfir sjávar-
mál. |>að ætlar Watts jökulinn hæstan. far var nál. 30° frost
á R. J>eir fjelagar gjörðu gróf í snjóinn, og lágu þar allir 6
í einum hvílupoka miklum, en slógu tjaldi yfir. 7. júlí komust
þeir norður af jöklinum, og hjeldu síðan norður Ódáðahraun
og komu að Grímsstöðum á Fjöllum 10. júlí. Höfðu þá verið
matarlausir í nál. 2 sólahringa.
Herra Watts hælir mjög förunautum sínum hinum íslenzku (í
skýrslu í Þjóðólfi 2. þ. m.) og eignar þeim engu síður en sjálfum
sjer að ferðin tókst svona vel. Aptur höfum vjer heyrt þá
orðleggja vaskleik hans og hugrekki, enda er vitaskuld, að mest
er undir foringjanum komið.
Óveðrið bannaði herra Watls að kanna jökulinn sem hann
vildi. Ilann kveðst eigi geta annað um hann sagt, að það sje
einn jökulfláki, en eldfjöli undir, og mæni þau sumstaðar upp
úr snjónum. Hann heldur eldinn, sem uppi var vorið 1872,
hafa verið í líverkfjöllum. Milli Kverkfjalla og Ivistufells hefir
sigið ofan jökultunga mikil, »yfir slóð þá, er herra Björn Gunn-
129
lögsson fór um forðum daga». |>ar eru nú aðalupptök Jökulsár
á Fjöllum, en ekki undir Iiistufelll.
— N ý 11 e 1 d g o s. 15. f. m. kvað eldur hafa komið upp
á nýjum stöðvum á Mývatnsöræfum : nokkuð sunnar en áður
og austar, upp frá Sveinagjá. Er látið mikið af því, en nána
lýsingu á því höfum vjer eigi fengið enn.
— Úr brjefi úr Mývatnssveit 5. ágúst 1875.
Engin stórtíðindi er nú að segja hjeðan sem einu gildir. Eld-
gosa hefir lítið orðið vart. fó munu þau hafa skotizt upp
snöggvast stöku sinnum í sumar, helzt 1. júlí. En Dyngju-
fjallamökkurinn hverfur ekki nema stund og stund í senn.
Nú hafa ýmsir skoðað sig þar um, og munu þeir sjálfir gefa
skýrslu um það, einkum herra Watts hinn enski og förunaut-
ar hans, er þegar hafa aflað sjer frægðar með jökulför sinni,
svo erfið og hættusöm sem hún hefir verið.
J>að er illa farið, að sumt af því, sem sagt hefir verið frá
eldgosunum hjer á Austurfjöllum er ýkt, og ranghermt, og
verst, að hvert blað tekur þetta eptir öðru. í ísafold II, 9 er
haft eptir Norðanfara, að nýja hraunið nái að «IIraunhálsi».
Hann er þar hvergi til, en «Grjótháls» er til. Hann tak-
markar Austurfjöll að norðan, og þangað er hálf dagleið frá
þessu nýja hrauni. J>að er ýkt eða ekki rjett orðað, að þeirra
sögn er sjeð hafa, að eitt eldgos væri 300 faðmar á lengd,
heldur voru gosgígirnir svo margir og þjettir á svona löngu
bili, að allt var einn eldur að sjá, svipað því sem sagt er frá
í annari skýrslu, að 16 gígir voru á 200 faðma löngum spöl.
í sama blaði 68. dálki, 13. línu, stendur «þorðum» fyrir «þold-
um». Fleiri villur hefi jeg ekki orðið var við. Jeg hefi bent
á þessar villur í því skyni, að þær kæmust ekki inn í rit þau,
sem ætluð eru ókomnum kynslóðum til fróðleiks, svo sem
«Frjeltir frá fslandi», er ritaðar hafa verið um hin síðustu ár-
in og það svo einkarljóst og rjett, að mjer virðist höfundur
þeirra eiga mikið lof skilið fyrir það sjer í lagi.
I’ó vetur væri hjer blíður og vorið framanaf eitt hið bezta,
sem eg man, er ekki árferði nú svo gott að öllu hjer um
sveitir. Grasbrestur er á harðvelli og hálfdeigu engi í meira
lagi, en vatna- og flæði-engjar sprottnar og tún víða allgóð.
Málnyta kvikfjenaðar þar sem jeg veittil sú rýrasta, sem menn
muna og var þó fje víðast ( bezta standi.
— Frá útlöndum. Ilelztu frjettir með póstskipinu, sem
hafnaði sig lijer að kvöldi hins 28. f. m., eru þessar. Ófriður
í Tyrkjalöndum. llpptökin áttu kristnir bændur f fylki því, er
Ilerzegowina heitir, í útnorðnrhluta ríkisins, milli Dalmatiu,
Serviu og Montenegro. J>eim þótti tollheimtumenn soldáns
ganga æði hart að sjer, sem ekki mun nú að vísu nein ný-
lunda þar í landi, og embættismenn stjórnarinnar, sem eru
Múhameðstrúar, gjöra sjer flest til meins, en fátt til þægðar.
Tóku þeir sig saman og rændu tollheimtumennina og gjörðu
ýmsan óskunda. Sendi soldán þá her manns inn í landið til
að kúga bændur til hlýðni, og hafa orðið bardagar við upp-
reistarmenn, en ekkert á unnizt. Uppreistarmenn hafa beztu
vígi í fjöllum og fylgsnum. Síðustu fregnir (( enskum blöðum
frá 20. f. mán.) segja uppreist þessa vera að færast út um öll
grenndarfylkin, er slafneskar þjóðir byggja, og telja Tyrkjann
kominn í verstn kröggur, og ef til vill hreint ( andlátið. Svo
sem kunnugt er vilja stórveldin treina sem iengst lífiðíTyrkj-
anum, ekki reyndar af kristilegum kærleika, heldur af því að
ekkert þeirra ann hinum reitnanna eptir hann. Búast menn
nú hálfvegis við að þau þykist tilneydd að hlntast í með Tyrkja-
stjórn, og kváðu þau hafa verið farin að bera saman ráð sín
um það. Er því sfzt að fortaka, að hjer dragi til mikilla tíð-
inda. — Af ófriðnum á Spáni er það að segja, að stjórnar-
hernum kvað hafa tekizt i sumar að kreppa að Karlungnm bet-
ur en áðnr ; en í slíkt er nú ekki mikið varið. I’eir hafa allt
af traustar stöðvar í Navarra. j>ar er landslýður alluráþeirra
130