Ísafold - 06.09.1875, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.09.1875, Blaðsíða 3
133 134 verki sínu aldrei af, og þegar það loksins kemur, er það lítið betra en ógjört. Þingið verður þá að gjöra það sem nefndin átti að vinna. Nefndarkosningar eru því eitthvert mestavanda- verk þingmanna, og mjög mikill ábyrgðarhluti að flana að þeirn. fetta kannast beztu og reyndustu þingmenn við, og láta sig miklu skipta. Af þessum 80 málum er þingið hafði til meðferðar, voru 53 lagafrumvörp, 16 frá stjórninni, en 37 frá þingmönnum. Af þessum 53 frumvörpum urðu 26 (11 stjórnarfrumv. og 15 af hinum) fullrædd á þingi og afgreidd þaðan sem lög; 24 voru felld, en 3 ekki fullrædd, þegar þingi var slitið. Lögin sem hið fyrsta lðggjafarþing vort á þessari öld hefir sett, eru þá þessi: 1. Fjárlög fyrir árin 1876 og 1877 ; 2. Lög um þing- sköp alþingis. 3. Um laun islenzkra embættismanna; 4. Um aðra skipun á læknahjeruðum á íslandi o. fl.; 5. Yfirsetu- kvennalög; 6. Lög um stofnun læknaskóla í Reykjavík ; 7. Lög um mótvarnir gegn þvi, að bólusólt og hin austurlenzka kólerusótt og aðrar næmar sóltir flytjist til íslands; 8. Lög um tilsjón með flutningum á þeim mönnum, sem flytja sig úr landi í aðrar heimsálfur; 9. Lög um vegina á íslandi; 10. Viðaukaiög við Jónsbókar landsleigubálks 56. kap., um friðun á laxi; II. Lög um þorskanetalagnir í Faxaflóa; 12. Lög um breytingu á tilskipun um fiskiveiðar útlendra við ísland o. fl. 12. febrúar 1872. 13. Lög um skipströnd; 14. Lög um lög- gilding verzlunarstaðar á Vestdalseyri; 15. Lög um löggild- ing verzlunarstaðar við Blönduós; 16. Lög um útrýmingu hins sunnlenzka fjárkláða; 17. Lög um breyting á tilskipun 24. júlí 1789, um eiguir kirkna og prestakalla; 18. Lög um póst- gjöld; 19. Lög um gjald á brennivíni og öðrum áfengum drykkjum; 20. Lög um aðflutningsgjald á tóbaki; 21. Lög um sölu á prentsmiðju íslands í Reykjavík; 22. Lög um að afnema alþingistollinn; 23. Lög um heiðurslaun handa Jóni Sigurðssyni, alþingismanni ísfirðinga; 24. Lög um brunamál í Reykjavik; 25. Lög um stofnun barnaskóla á ísafirði; 26. Lög um að leggja skatt á útmældar lóðir á ísafirði. Menn mega ekki furða sig á, þótt margt í þessari löngu lagarollu sje fremur smávægilegt, eða miður merkilegt. Pað var ekki að búast við, að hið fyrsta löggjafarþing gæti búið til miklar rjettarbætur, eða lokið við mörg stórmál. Til slíks þarf mikinn umhugsunartíma og langan undirbúning. t*að er lika synd að segja að stjórnin hafi slitið sjer út á að búa oss i hendurnar eða ljetta fyrir þinginu. Breyting á umboðsstjórn Iandsins, endurbót á samgöngum til lands og sjávar, skólamál, skattamái — öll þessi umfangsmestu nauðsynjamál vor eru öldungis óundirbúin af stjórnarinnar hendi. Það á nú fyrst að fara að bvrja á þessu öllu saman, eptir áskorun alþingis. Alþingi hefir ályktað, að setja skyldi nefnd til að undirbúa skólamálið undir næsta þing, og aðra til að fhuga skattamálið og semja frumvarp til skattlaga. Lengra treystist það eigi til að fara út í þau mál að svo stöddu, að þvi undanteknu, að þingið rjeðst í að reyna til nú þegar að auka dálítið tekjur landsins, með því að leggja gjald á hin skaðlegustu og út- dráttarsömustu munaðarvöru-kaup vor; og, að því skóiamálið snertir, rjeði það af að stofna læknaskóla í Reykjavfk og gagn- iA. fræðisskóla á Möðruvöllnm nyrðra (veitti fje til þess i fjárlög- unum). Vjer verðum að leiða hjá oss að þessu sinni að skýra ýtarlega frá hinu merkasta i áminnstri löggjöf þingsins, en látum þess hjer aðeins getið, að þingið sendi auk þess kon- ungi ávörp (ekki bænarskrár) um nokkur mál, er því þótti á- ríðandi að stjórnin beittist fyrir og kæmi í viðunanlegt horf. Nefnum vjer þar fyrst og fremst gufuskipsferðirnar kringum landið. |>að fer í líka átt og nefndin í gufuskipsferðamálinu stakk upp á (sjá ísaf. R, 15), og á ráðgjafinn fyrir ísland að seinja við póstsljórnina dönsku um að taka þátt í kostnaðin- um til gufuskipsferða kringum landið, er alþingi veitir til 15,000 kr. á ári að sínu leyti, en gjört er ráð fyrir að muni kosta rúmar 20,000. í öðru ávarpi er farið fram á, að konungur útvegi fje úr ríkissjóði til vitabyggingar á Reykjanesi við Faxaflóa, þar eð slíkt mætti teljast með almennum þörfum rfkisins, er ísland ætti ekki að leggja neitt til eptir «stöðulög- unumi. |>riðja ávarpið var um kláðamálið, og þess efnis, að mjög áríðandi sje að kláðalög þau, er þingið hefir samið, ööl- ist sem fljótast gildi, helzt öndverðan næstkomandi vetur. öll þessi ávörp voru rædd og samþykkt á sameinuðu þingi (báðum deildunum í einni málstofu). J»eir, sem gjörðu sjer von um, að þetta alþingi mundi verða spaklátt og «friðsamt», er þeir kalla svo, þ. e. ekkert minnast á stjórnarbótarmál vort, eins og vjer værum harðá- nægðir með sljórnarskrána, stöðulögin og annað þar að lút- andi, þeim hefir eflaust brugðið heldur en ekki í brún við fyrirspurnir þær til landshöfðingja, er ræddar voru ( neðri deild þingsins daginn áður en því var slitið. fær voru tvær, önnur frá þingmanni Reykvíkinga (H. Iír. Friðrikssyni), svo látandi: «Hvað hefir stjórnin gjört til að fullnœgja peirri beiðni alpingis 1871, að hans hátign allramildilegast vildi shipa nefnd manna til að rannsaha rcikningaviðshipti Dana og íslendinga?» Hin frá 1. þingmanni Árnesinga(Ben. Sveins- syni), svo látandi: «Er pað samhvœmt stjórnarshrá íslands, að ráðgjafi pess sem slíhur sitji í ríhisráði (Statsraad) Dana Út af báðum þessum fyrirspurnum spunnust miklar og fjörug- ar umræður, er lauk svo, að þingið samþykkti með öllum þorra atkvæða vítadagshrá, er svo er kölluð, eða ályktun með ástæð- um um, að taka fyrir næsta mál á dagskránni (motivered Dags- orden). Slíkar ályktanir eða yfirlýsingar á þingum eru nokkurs konar umvandanir við stjórnina og áminning um að bæta úr því, sem vangjórt þykir af hennar hendi. Vjer munum síðar minn- ast betur á þetta merka atriði í sögu fyrsta löggjafarþings vors. Leibrjettinö. í síSasta blaði er skrifstofufje biskups (í launalög- unum) talið 1200 kr., í stað 1000 kr. Einnig er pað ranghermt, að rekt- or hins lærða skóla sje ætlaður ókeypis eldiviður, enda hefir það eigi verið síðan í tíð Bjama rektors. par á móti hefir umsjónarmaðurinn haft eldi- við ókeypis í skólanum. ÁSKORUN. „það hefir opt og einatt verið tekið fram, að oss vanti alpýðuskóla hjer á landi, og verið talið með hinum fyrstu velferðarmálum vorum að stofnaðir yrðu sveita- skólar eður búnaðarskólar. Eins og kunnugt er hafa slíkir skólar fyrir löngu verið settir annarstaðar á Norð- urlöndum. Menn hafa ekki að eins vísindalega Lúnað- arskóla, par sem húnaðarfræðin í hinum ýmsu greinum sínum er kend á vísindalegan hátt, en menn hafa einn- ig bændaháskóla, sem svo eru kallaðir (Folkehöjskoler), og sem eigi að eins hafa pað fyrir mark og mið, að kenna hina eiginlegu búnaðarfræði, en einnig vilja veita ung- um alpýðumönnum tilsögn í öðrum vísindum, sem geta orðið peim og stjettarbræðum peirra að góðu. pað er líklegt, að oss Islendingum mundu koma slíkir al- pýðuskólar í góðar parfir eigi síður en hinir eiginlegu búnaðarskólar, og pessi jiugsun hefur komið nokkrum bændum á Seltjarnarnesi til að ganga í nefnd með undir- skrifuðum til að styrkja ungan efnilegan vinnumann Guðmund Hjaltason ættaðan frá pvcrárhlíð í Uorgar- firði, en nú um nokkur ár vistfastan á Seltjarnarnesi, til að sigla til Noregs, og vera par að minnsta kosti einn vetur á bændaháskóla, og er pegar búið að útvega hon- um vist í skólanum í Gausdal, en kennendur par höfðu skotið saman litlum styrktarsjóði handa hinum fyrsta Is- lendingi, er kæmi í skúla peirra“. Eptir a5 eg fyrir hönd bændanna Ingjalds hreppstjóra á Lambastöð- um, Olafs í Mýrarhúsum og Brynjólfs á Nýabæ hafðií byrjun næstliðins mánaðar látið bera framanritaða áskorun meðal alfingismanna hjer í bænum, komu inn svo ríflegar gjafir, að vjer nefndarmenn, í von um, að oss síðan mundi bætast pað, sem á vatnar, gátum látið Guðmund sigla með skipi til Björgvinar. Jeg leyfi mjer nú fyrir hönd samskotanefnd- arinnar að snúa mjer til hinna heiðruðu ibúa höfuðstaðarins og annara góðra manna með áskorun um að styrkja þetta fyrirtæki. Fyrir gjöfum fteim, tem nefndin hefir fengið og síðar veitir viðtöku, mun verða gjörð nákvæm grein i blöðunum. Skyldi nokkuð verða ai- gangs, mun það látið í sparisjóðinn, sem vísir til styrktarsjóðs handa nám- fúsum unglingum af bændastjett, er síðar mundu vilja leita sjer mennt- unar í Noregi. Reykjavík 4. september 1875. Jón Jóimon landsritari. — Farþegjar með póstskipinu hingað núna voru 5 enskir ferðamenn að sjá Geysi, og skozkur hestakaupmaður. Enn fremur danskur póstumsjónarmaður, Petersen að nafni.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.