Ísafold - 06.09.1875, Blaðsíða 2
131
132
bandi, og þaðan munu þeir seint hraktir eða aldrei. — Ekki
he&r enn tekizt að koma þinginu ianga á Frakklandi í gröfina,
þótt allur þorri þjóðarinnar haíi á því allan hug, sem von er.
í stað þess að segja nú af sjer tigninni og efna til nýrra kosn-
inga, hefir það nú frestað fundum sínum þangað til eptir vet-
urnælur (í nóv.), og búast menn við að það ætli sjer að lifa
þetta árið út að minnsta kosti. t'að reynir á þolinmæði Gam-
betta og hans Iiða, sem allt af eru að fjölga. — Óskar Svía-
konungur sigldi fyrir skömmu austur í Garðaríki, í orlof til
Rússakeisara. Hann kom við land í Riga, og hjelt þaðan suð-
ur í Moskwa. Síðan ætlaði hann til Pjetursborgar og þaðan
heim aptur.
— í Danmörku andaðist 4. f. mán. hið heimsfræga æfin-
týraskáld Hans Christian Andersen, rúmlega sjötugur að aldri.
Var útför hans gjör raeð mestu dýrð og viðhöfn, sem maklegt
var.— Konungur vor var á ferðalagi vestur um Jótland. Vinstri-
menn búa nú lið sitt af miklu kappi undir næstu þing í haust,
og verður að sögn vel ágengt. — 5,000 manns hafa týnzt í
jarðskjálftum í sumar í Suður-Ameriku (sjá síðasta bl.) og 10
stórbæir hrunið í grunn. Jarðskjálftarnir tóku yfir 6 mælistig
jarðar, frá Carthagena suður í Bogota. — Andrew Johnson,
forseti Bandamanna l Vesturheimi eptir Lincoln veginn, næst
á undan Grant, hefir andazt í sumar. —• Uppskera í kornlönd-
unum víðast í betra lagi, sumstaðar afbragðsgóð, t. d. áþýzka-
landi norðan til.
— Samskot Englendinga handa Austfirð-
i n g u m, sem áður er getið, voru, þegar síðast frjettist, orð-
in liðugar 20,000 kr. Vjer höfum sjeð Times frá 11. f. m.,
og er þar sagt frá fundi, er samskotanefndin hafi haldið (
Lundúnum daginn áður. Á fundi þessum var af ráðið að verja
samskotafjenu, eða nokkru af því, tii þess að kaupa fyrir korn
og senda Austfirðingum í haust, með því að búast megi við
bjargarskorti þar í vetur. Nefndin fól síðan herra Eiríki Magn-
ússyni að skrifast á við íslandsráðgjafann í Khöfn um þetta
mál, ogannar nefndarmaður skyldi rita erindsreka Bretadrottn-
ingar þar, í sama skyni. Forseti (samskotanefndinni er borg-
arstjórinn í Lundúnum. Af öðrum nefndarmönnum nefnum
vjer, auk herra Eiríks, skáldið W. Morris, sem oss íslend-
ingum er áður góðkunnugur. Enn fremur eru f nefndinni
nokkrir þingmenn, og margt annað göfugmenni. Eptir því
sem vjer höfum frjett, er von um að samskotin aukist enn að
miklum mun. Times mælir fram með þeim af mesta kappi,
og munar ekki lítið um liðveizlu jafn-ágæts blaðs. Það hefir
veitt fúslega viðtöku greinum frá herra Eiríki, málinu til stuðn-
ings, og í þessu sama númeri, og áður nefndum vjer, hefir
ritstjórnin sett í sjálfs sín nafni ýtarlega lýsingu á tjóninu af
öskufallinu, og lætur henni fylgja gagnorða áskorun um að
hlaupa undir bagga með oss til að bæta úr neyð þeirra, er
fyrir því hafa orðið.
— Brennisteinsnámarnir við Mývatn. A.
G. Lock í Lundúnum, sá er stjórnin í Khöfn leigði náma þessa
hjerna um árið að fornspurðu alþingi, sendi í sumar son sinn
við 12. mann til að skoða námana belur, og rannsaka, hvort
tiltækilegt mundi að leggja járnbraut þaðan til sjávar (ofan á
Húsavík), eða hvort það mundi yfir höfuð að tala svara kostn-
aði, að vinna námana. Kváðu þeir hafa látið heldur líklega
um, að nú mundi verða farið að eiga eitthvað við námana, en
eigi vita menn enn hvað af því verður. — í bæklingi, sem ný-
lega er út kominn í Lundúnum, er borið saman brennisteins-
nám á íslandi og annarsstaðar, þar sem brennisteinn fæst, á
Spáni og Sikiiey, og gjört ráð fyrir að kostnaðurinn til þess
mundi verða nál. helmingi minni hjer en þar. Ber það helzt
til þess, að hjer er brennisteinninn mestaliur ofan jarðar, en
þar verður að grafa djúpt eptir honum og búa til jarðhvelf-
ingar geysimiklar með ærnum kostnaði.
— T í ð a r f a r hefir verið í lakara lagi í sumar um land
allt, það er vjer höfum lil spurt. Grasvöxtur rýr, einkum á út-
engi. Nýting á töðu ekki góð. Fyrir vestan og norðan sum-
staðar tún einnig mjög snögg. Hafís fyrir Hornströndum, er
síðast frjettist.
I íslendingi nr. 17. —18. stendur grein frá sira G. Einarssyni
sem svar upp á grein mína í ísafold II, 11. —12. Þareð höf.
hefir ekki svarað mjer ( blaði þvf, er eg setti grein mína í og
ekki heldur hrakið svar mitt með neinum rökum, ætla eg ekki
að svara orðum hans í nefndu blaði. Eg vil einungis geta
þess, að eg dreg ekki þann dul að mjer, að eg beri á borð
fyrir nokkurn mann mína eigin eða nokkurs eins manns reynslu,
en jeg hefi fyrir mjer orð þeirra manna, sem jeg verð að halda
að hafi eins gott vit á þessu, sem jeg segi, og höf., sem jeg
annars enganveginn gjöri litið úr. Vegur sannleikans verður
ekki svo vel ruddur af nokkrum einstökum manni, að þeir, sem
um hann fara síðar, ekki verði að bæta um og velta steini
undan fæti hjer og hvar. Hvað er theori eða orðalærdómur-
inn? Erþaðekki einmitt reynsla margra manna, sem kostað hefir
mikla fyrirhöfn, eða kannske það sje villuljós og tómur heila-
spuni? Hvað snertir kappið, sjervizkuna og hin meiðandi orð,
sem höf. vill bera mjer ábrýn, vil jeg minna hann á hið forn-
kveðna: «drag þú fyrst bjálkann o. s. frv.»
Sveinn Sveinsson
(búfræðingur).
Alþingi, V.
— Alþingi var slitið 26. f. m., eins og til stóð eptir brjefi
konungs um lengingu á þingtímanum. Hafði þingið staðið
i rjettar 8 vikur, og átti ráðgjafarþing vort stundum miklu
lengri setu, sem knnnugt er. Sem von er, þykir gjald-
þegnum stutt þingseta heldur kostur en ókostur, ekki sífct nú,
er alþingiskostnaðurinn er meir en áður vegna þess að þing-
menn eru fleiri. En hinu skyldi þó eigi gleyma, að sje þing-
tíminn hafður svo stuttur, að eigi verði lokið við áríðandi mál,
eða það verði að hroða þeim af, getur landinu orðið það langt
um tilfinnanlegra en þótt það eigi kosta dálilið meiru til al-
þingis. I’að væri sök sjer, ef alþingi væri haldið á hverju ári.
En nú er það ekki nema annaðhvort ár, og verða því mál þau,
er þingið getur eigi lokið við í hvert skipti, að bíða í 2 ár,
og hitt þó lakast, að verði eitthvert mál eigi fullrætt á einu
þingi, er tíma þeim, er gengið hefir lil að ræða það, varið til
ónýtis að kalla má; næstu þing verður að taka málið upp apt-
ur frá rótum, og verja ef til vill eins löngum tíma til þess og
þótt ekki hefði verið við því hreift áður. Með þessu móti fer
svo að lokum, að kostnaðurinn verður margfalt meiri en þótt
þingtíminn hefði verið lengdnr lítið eitt til þess að ljúka við
málið á sama þingi og það var upp borið. Mestum skaða
getur þó það valdið, ef einhverju máli er hroðað af sökum
tímaleysis. Það má líka óhætt ætlaá, að þótt almenningi, sem
von er, komi vel, að stjórn landsins sje látin verða sem kostn-
aðarminnst, þá telur þjóðin aldrei eptir sjer, þótt hún þurfi að
leggja viðlíka mikið fje til lagasetninga landsins og laun tveggja
embættismanna. það er ekki meira nú sem stendur.
I’að voru ekki færri en 80 mál, sem alþingi átti að ljúka
við á þessum 8 vikum. í öðrum löndum eru þing opt megn-
ið af beilu ári með ekki fleiri mál eða vandasamari. Getur því
varla hjá því farið, að flýtisverk sje á sumu, sem það gjörði,
en þó mun óhætt að fullyrða, að miklu minni brögð sjeu að
því en við hefði mátti búast. Tíminn var notaður svo vel sem
framast var auðið; það munu allir, sem kunnugir vorn störf-
um þingsins, kannast við. Allur þorri þingmanna vann af frá-
bæru kappi, og í annan stað flýtti það fyrir, að í fáum málum
var mikill ágreiningur milli þingdeildanna, enda sýndu þing-
menn lofsverða viðleitni til aðjafna slikan ágreining utanþings.
Verði því haldið áfram eptirleiðis, er mikil von urn, að þing
vort verði fullt eins drjúgvirkt og sams konar þing eru í öðr-
um löndum. þar sem svo hagar til sem hjá oss, að mikið er
til að gjöra, af þvi svo mikið hefir lengi verið látið ógjört af
því sem gjöra þurfli, en þing ekki haldið nema annaðhvort ár
og þá sluttan tíma, ríður mjög mikið á, að sem mest sje greitt
fyrir störfum þingsins, bæði á þingi og utanþings, á milli þinga.
Á milli þinga virðist oss einkurn mætti greiða fyrir þinginu með
þvi, að þeir, sem til þess eru færastir, rituðu um málin í
blöðum vorum og tímaritum, og að þingmenn fengi að sjá
helztu frumvörp, er þinginu væru ætluð, góðum tíma á undan
hverju þingi, eins og stungið var upp á nú á þessu þingi, að
því er snertir frumvörp frá stjórnarinnar hendi (afJóni á Gautl.)
Á þingi ríður í þessu tilliti einkum og sjer í lagi á að vanda
nefndarkosningar. Sje heppilega kosið í nefndir, komast málin
optast viðstöðulaust gegnum þingið, eins og þau koma frá nefnd-
inni. Sjeu nefndarmenn þar á móti ósamhentir, koma þeír