Ísafold - 22.09.1875, Page 2

Ísafold - 22.09.1875, Page 2
139 140 manníjöldi til Vesturheims á hverju ári; úr sumum aptur fátt eða ekkert. Til þessa mismunar geta nú að vísu legið mörg rök. En ætli ein orsökin sje ekki sú, að Ameríka eigi mis- jafnlega vel við þessar þjóðir, þeim láti misjafnlega lífið þar? Vjer leyfum oss að eins að benda lauslega á þetta atriði, en þykir eigi þörf á að skýra það ítarlegar. Vjer treystum oss eigi til að leiða rök að því, að íslendingar sjeu í tölu þeirra þjóða, sem Ameríka sje ekki hentug, en skulum einungis leyfa oss að vekja athygli manna á, að reynslan virðist benda í þá áttina, og — raunin er ólygnust. Fyrir rúmu ári síðan ritaði einn Vesturfari kunningja sínura hjer, að ef satt skyldi segja ættu allir íslendingar í Vesturheimi fremur bágt, að því er hann þekkti frekast, nema 2, sem hann nafngreindi, og — þeir voru voru báðir dauðir! tað væri nú að vísu mikil hlutdrægni, að taka vitnisburð þessa eina manns trúanlegri en allra hinna, sem fyllt hafa blöðin lijer með frásögum um sæluna ( hinum nýa heimi, en lesi menn þessar frásögur með athygli, munu þeir fljótt reka augun í ýmislegt, sem styrkir þennan vitnis- burð. Og að minnsta kosti hefir þess eigi heyrzt getið enn, að nokkur íslendingur af þeim, er til Vesturhejms hafa farið, hafl »siglt sig þar upp«, sem menn segja. Mundi þó eigi látið liggja í láginni, ef svo væri. Þeir sem aptur hafa horflð, hafa komið tómhentir, að því er vjer vitum frekast Flestir láta þeir vel yfir vistinni þar vestra, og þykjast gjarna vilja fara aptur, en — fara bvergi. Lofsöngurinn um vistina um Ame- ríku, sem blöðin hafa verið full af, en mestmegnis úr fákæn- um og lítt reyndum unglingum, nýskroppnum í land í hinum nýja heimi. teir tala svo kunnuglega um lífið og landið þar, eins og þeir hefðu alið þar allan sinn aldur, eða stjórnað Vesturheimi í 20 ár. þeir sjá svo margt nýstárlegt og þykir allt merkilegt, sem þeir hafa ekki sjeð áður, en það er margt. Segja svo eins og Hornfirðingurinn : »það er munur eða h. Hornafjarðarmáninno. Mjólkin, sem þeir bragða, er betri en islenzka mjólkin, hvað þá heldur annað. Svo þegar frá liður, kemurupp úrkafinu, að staðurinn, sem valinn hefur verið til ból- festu, sje ekki alls kostar hentugur, þótt mjög hafi nú átt að vanda valið ; halda þá að annarstaðar sje betra og hentugra. Þá fá menn að heyra gallana. |>egar Alaska kom til orða, urðu allt í einu ótal agnúar á vistinni í Wisconsin. Áður var þar mesta Eden. Svo uppgötvar annar annan stað, sem hon- um lízt betur á, og er þá alstaðar óverandi nema þar. Svona gengur koll af kolli. Hver lofar sína hýru. þegar Jón Ólafs- son er búinn að takast á hendur að útvega stjórninni í Was- hington íslendinga til að byggja fyrir hana Alaska, þá fyrst fær maður að heyra hjá honum, að »brjef þau er hjeðan (úr Ameríku) hafa verið rituð heim, hafi verið rituð af lítilli hyggju, og útbreytt óbeinlínis rangar hugmyndir heimao; að í brjefum þessum hafi verið sagt óbeinlínis ósatt t. d. með því að skoða hlutina frá einni hlið einungis og skýra frá öllu, sem þeim er til gildis, en leggja hitt í lágina (þjóðólfur 12. maí 1875). Svona eru nú lagaðar frásöguruar, sem almenningur á að byggja á, þegar skera skal úr, hvort ráðlegt sje að flytja sig í hinn nýja heim eða ekki. það eru þessar frásögur, sem menn fara mest eptir, eins og eðlilegt er, og sem þvi eiga mestan þátt i Vesturheimsferðunum. Tilgangur manna með þeim er að leita sjer hagsbóta, og ríður því á, að von þeirra í þessu efni sje á sönnum rökum byggð, að undir henni sje einhver áreið- anlegur grundvöllur. En það er þá svona lagað. Getur þá nokkur með góðri samvizku eggjað menn á að flytja sig til Vesturheims? Er ekki full vorkunn þótt einhverjum yrði á að trúa því, að sumum þeirra sem gangast fyrir Vesturheimsflutn- ingum, gangi eigi annað til en að vinna sjer inn skildinga þá, er sumir stjórnendur þar vestra heita þeim fyrir hverja sál, er þeir veiði þangað til þess að rækta hjá sjer óbyggðirnar? Herra Jón Ólafsson segist í áminnstu brjefi í þjóðólfi »ekki segja, að neinn hafi ritað ósannindi heim af ásetningi; miklti fremtir befir það verið af barnaskap og skorti á íhugun». Eins segjum vjer, að o<s kemur eigi til hugar að imynda oss, að það hafi verið ásetningur hans að rita nein ósannindií Alaska- bækling sinn, sem er undirrótin til þessara hugleiðinga. Og þó er nóg af ósannindum í honum; það er þreifanlegt. tað finnur hver, sem les hann, og það mun vera rjett hvert manns- barn á landinu, því kverinu hefir verið útbýtt ókeypis, til þess að hver smælinginn skyldi verða aðnjótandi fagnaðarboðskap- arins, snúa sjer og trúa á Jón Ólafsson og Kadíak. Saga hans af landinu er svo glæsileg, að varla getur hjá því farið, að þar sje einmitt allt til tínt, sem landinu er til gildis, en hitt látið liggja í láginni eða gjört lítið úr því. I þessu eru ósannindin fólgin; það eru óbeinlínis ósannindi, eins og herra J. Ó. ber öðrum löndum á brýn, er ritað hafi um Ameriku. það er satt: ritstjóri þessa blaðs er ekki viðlesinn í ritum um Alaska. Herra Jón Ólafsson hefir þar á móti, að þvi er hann segir sjálfur, lesið eigi færri en 100 rit um þetta land og þar að auki sjeð það sjálfur. Hann er því hjer einn til frásagnar af landinu, og könnumst vjer fyllilega við þá yfirburði hans. Eu það er einmitt þessi hans eigin frásögn, sem gefur hverjum manni vopn í hendur á móti honum. Uvernig stendur á því, að nálega allir, sem um Alaska hafa ferðast og um það hafa ritað, hafa, að því er J. Ó. sjálfur segir, sagt heldur illt en gott af landinu, nema Dall einn? Hann hælirþví, eins og Jón. Jón segir að saga hans sje sönnust og rjettust. Á hverju er nú þessi dómur byggður? Á fárra tíma göngu Jóns Ólafssonar í kringum hafnirnar, sem Portsmouth (skipið, er þeir fjelagar voru á) kom við á í haust. það var á 2—3 stöðum á þessu geysimikla landflæmi, sem Alaska er. Að fiskurinn í Alaskasje svo feitur, að ekki þurfi annað en kveikja á sporðinum, og brenni hann þá eins og kerti; að villidýr taki nægju sína til átu af honum þannig, að þau slæmi hramminum í vatnið og ausi honum svo upp á jörðina; að innlendir menn veiði síld- ina með aflöngu skapli úr trje með þrem oddhvössum nöglum í gegnum, er þeir slái niður í sjóinn, og sje fágætt, ef eigi standi síld á hverjum nagla; að meðalvikt laxins sje 50—60 pund, — öllu þessu hljótum vjer að trúa, meðan vjer eigi heyr- um annan segja öðruvísi frá; en að Dall einn segi satt frá landinu, þótt hann hæli þvf, en hinir allir ósatt, sem ekki hæla því, — fyrir því verðum vjer að hafa gildari rök en að tarna, áður en vjer trúum því. Amerískir menn, er þar bjuggu fyrir er J. Ó. kom við, báru landinu fremur illa söguna. Hvað hefir hann nú fyrir sjer, er hann rengir þessa sögu? Reynslu sjálfs sín, náttúrlega. Jú, reynslu fárra daga; hann var þar færri daga en þeir árin. J>etta er nú sök sjer. Hitt er iskyggilegra, að þar sem ókostanna er getið, er auðsjáanlega reynt til að gjöra sem minnst úr þeim. Eins og herra Jón A. Hjaltalín benti á (ísaf. II, II), nefnir J. Ó. samgönguleysið við Itanda- ríkin, en segir jafnframt að það þýði lítið, því að 30. hvern dag gangi gufuskip frá San Fransisco til Sitka. En í svari sínu (fsaf. II, 13) kannast hann þö við, að milli S.tka og Kadiak sje mörg hundruð mílur. Ekki höfum vjer hjer út á íslandi sjerlega mikið gagn af því, þótt gufuskip gangi tvisvar f viku frá Hamborg eða Iiaupmannahöfn til Skotiands t. a. m. Hvern- ig verzlun muni á Kadiak, getur hver heilvila maður sjeð, er hann heyrir, að þar eru ekki nema 3 sölubúðir, og þó lætur J. Ó. vel yfir því. Það er auðsjeð á Alaskafararfrásögu þeirri, er hjer ræðir um, að höf. hefir strengt þess heit, áður en hann lagði af stað, að koma eigi svo aptur, að hann hefði eigi fundið Eden það handa löndum sínum, er hann fórað leita að. Hann leitar og leitar og finnur ekki. Loks, rjett þegar hann ætlar að snúa aptur, rekst hann á stað (land), sem ber langt afþví, sem hann hefir áður sjeð i ferðinni. |>arna er fyrirheitna landið, hugsar hann. Vegna þessarar ímyndunar bregður sólskinsljóma yfir allt sem fyrir augun ber, og þvi er frásagan svona glæsileg, með svoddan sólskinsblæ. Ilöf. ber oss á brýn, að vjer höf- um tekið upp í blað vort skrípasögu úr einhverju dönsku blaði (í augum höf. er »danskur» = «auðvirðilegur») um Alaskaför þeirra fjelaga. Ónei, blaðið var ekki danskt, heldur amerískt. Höf. kannast víst við það; oss minnir eigi belur en að vjer höfum heyrt, að hann hefði miklar mætur á því áður en þetta kom til, gott ef hann ritaði þá eigi í það að staðaldri. það heitir «Fædrelandet og Emigranten». En það stendur nú ekki á miklu, hvaðan greinin var tekin (ísaf. II, 7). Hitt skiptir meiru hvort það er rjettnefni, að kalla greinina skrípasögu. Nú stend- ur ekkert í henni annað en finna má í frásögu höfundarins sjálfs. |>að er ekki nema ofurlítið hrafl af stórmerkjunum, sem þar er getið, rjett til smekks og ekki annað. Sje það því skrípa-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.