Ísafold - 20.10.1875, Blaðsíða 4

Ísafold - 20.10.1875, Blaðsíða 4
\ 159 160 lausu sveitir. Kýr gátu menn leyst út 8 vikur af sumri og fyr, þar sen? qiinni var askan. Fyrir hestn kom eigi góður bithagi fyr en á lestum, því að þótt grasið yæri nokknð hátt, þá var það svo gisið, að þeim notaðist það eigi (áttu óhægt að klípa það). Fram eptir vorinu var allgott út|it á töðuvexti, en sakir steikingshita framan af sumrinu, sem haldizt hafa til skamms tíma, brunnu tún óttalega, þ^r sem eigi varð veitt vatni á þau; þvi að auk þess að hitarnir voru, þá dregur vik- urinn svo til sín hita, að brunahættara er en ella. Hefur því víða eigi fengizt meir en helmingur gf löðu við það sem vanalegt er í meðalári, og útheyskapur næstum engipn í mestu öskusveit- unum; eykur það mjög bágindin, að grasbrestpr er í pærsveit- unum (hinum ösku|ausi}), svo að hvergi erneina verulega björg að fá. Skepnuhöld mega teljast þoianleg enn. Fyrir hjálpsemi og velvild nærsveitanna komu menn skepnum sínum nokkurn veginn vel fram í yor, en þó að eins með miklum kos.tnaði, eins og nærri má geta. Menn hafa getað haft búsmala heima og hefur hanp gjört gagn í ineðallagi; sömuleiðis er gjeldfje allvænt á afrjettum. (iEn ekki er sopið kálið, þótt í aus- una sje komið», því að mjög er hætt við, að mönnum verði almennt litið úr sauðfjepu í haust, enda þótt það sje vænt. Mjög er nefnilega hætt við, að yerð á sláturfje verði mjög lágt í haust og að kaupmenn noti sjer þannig npyð manna, enda eru fullar líkqr til að svo mikið berizt að kaupmönnum af slátursfje, að þeir geti eigi tekið á móti því öllu. Menn hljóta að lóga fjenu hrönnum spman sakir fóðurskorts. Mun því hver sá þykjast góður, er haldið getur laglegum fjárstofni ti| seinni timanna, enda þótt lí.till sje. Eigi hefir sauðfje nje stórgripir sýkzt enn, syo á hafi borið, að öðru en því að ný- farið er að bera á tanngalla á fje, enda má búast við að að hon- iim verði mikil brögð, þegar líður fram á vetar. Einnig hafa klaufir á sauðfje unnizt mjög af vikrinum og búsmali nærri kvikugengizt. Hlýtur þetta hvorttveggja að valda þvi, að það hið fáa, er menn geta sett á vetnr, verður óvenjulega þnngt á fóðrinu, enda er óhætt að fullyrða, að útbeit i vetur verður stopul, og það þótt góður verði veturino. Margir mundu vilja hafa korn til fóðurs, en kornbyrgðir eru hjer vanalega svo litlar i kaupstöðum, að eigi er við að búast, að nokkur veru- leg björg geti orðið að því fyrir almenning. Er sá ósiður stöðugt að færast í vöxt hjer eystra, að hinn mesti skortur er á korni til manneldis; þó hafa aldrei eins mikil brögð verið að þvi eins og í sumar; því að á mörgum höfnum var orðið kornlaust fyrir miðja kauptíð, og hafa margir fátæklingar orðið að líða skort í sumar sakir þess. Eykur þetta eigi alllitið bág- indi manna á meðal, ofan á allt annað. Þegar um er að ræða afleiðingar öskufallsíns yfir höfuð, þá verður eigi annað sagt, en að úr mörgu hafi rætzt betur en áhorfðist f vor, Samt sem áður horfir til stórra vandræða eptirleiðis; afleiðingarnar eru litið komnar fram enn þá, og koma eigi fyrir alvöru fram l'yrr en að ári. l’á byrjar fyrst sultupinn. í ár hafa flestir oóg til uppeldis handa sjer. En þeir sem lítið eiga, jela allt sitt upp í ár og standa því bú- lausir eptir. Efnabændur þar á mót hljóta að færa bú sín stór- um saroan (margir til helminga og meira), en þurfa þó að kosta miklu meira til en áður, því bjargræðið er að öllu leyti erfið- ara. fetta eru hinar bersýnilegu afleiðingar. Nú er eptir að vita, hvort jarðirnar koma til svo að ári, að menn geti farið að fjölga gripum aptur, en það er ólíklegt; það er eptir að vita hvort þær hinar fáu skepnur er menn setja á vetur ( haust, drepast ekki úr beinasjúkdómum eða öðrum kvillum. Að minnsta kosti er mjög iíklegt að fóður það, er menn hafa aflað sjer í sumar, verði mjög óheilvænt, þar sem það er fullt af vikur- móstu. — En hvernig sem allt veltist og hve bágar sem kring- umstæður manna verða eptir öskufallið hjer eystra, þá styður þó mikið forsjónin og bróðurleg hjálparhónd. J>ó báglega á- borfist á Austurlandi nú, þá er vonandi að vjer sjáum einhvern- tíma betri daga, að skin komi eptir skúr. — Samskotin handa Austfirðingum eruhjá Reykjavíkurnefndinni orðin 2,705 kr. 52 a. Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu hefir nýlega sent 867 kr., er hann hefir safn- að í slnu umdæmi á skömmum tíma, og er það drengilega af sjer vikið. Vjer munum síðar auglýsa nöfn gefendanna, að minnsta kosti hinna stórtækari. — Embættaskipa»ir. [jion 3. f, mán. setli landsh. cand. med. & chir, Porvnrð Andrjesson Kjerulf til að gegna hjeraðslæknisembættinu í Húnavatnssýslii, Hinn 28. júlí þ. á. lengdi landsh. til næstu fardaga (1876) embættistíma fyrrum yfirdómara Benid. Sveinasonar sem getts sýslumanns í fing- eyjarsýslu. — Embættispróf á prestaskólanum tók seint f fyrra mán. stúdent Stefán Jónssan (frá Mælifelli) og hlaut 3. einkunn (19 tr.), Spurningar í skriflega prófinn voru: í bifliuþýðing Efesus 2, 11 —18. í trúarfræði: að útlista hina pantheistisku skoðun á guðs veru, og meta hana frá sjónarmiði kristilegrar trúarfræði? í siðafræði: á hverju er sú skoðun byggð, að dyggðir heiðingjanna sjeu djómandi |estir«? og hvernig ber nm hana að dæma? Ræðutexti: Rómv. 12, I—2. Skógarströnd 1. okt. Síðan eg ritaði síðast hjeðan eru liðnir prír mánuðir,júlí, ágúst og september og vil eg nú rita stutt yfir pá: j.—6.júligengu sunnan útsynningar með skúrum; 7.—13. vornaust- norðan stórviðri með kalsa ; 14.—31. 'indar af ymsum áttum áttum, ýmist bregg eða perristundir. Meðaltal bitans varð 10° R. og loptþungans 28"3. í ágástmánuði hjelzt áþekk veðrátta og verið bafði í júlí fram til hins 14. pá kom 4 daga samstæður perrir af norðri, síðan brá til sunn- an áttar nokkra daga og úr j>yí austnorðan átt til mánaðarins enda. Hinn 3. gjörði aftakaveður af landssuðri; fauk þá víða hey. Meðaltal hitans 9°?, loptþunga 28",. Allan septembermánuð befir verið hin bagstæðasta haustveðrátta: austan landsynningar eða vestan útnyrðingar með eipstaka upppotum helzt af suðri. Meðaltal hitans -(_ 6° R. og loptþunga 28". Grasvöxtur varð í lakara lasi á túnum, með lakasta móti á vet- lendis mýrum og fióum, en á »alllendi allgóður*. Sumir veittu pví eptir- tekt, að töðufall varð minna enn útleit fyrir, og kenndu pví um, að allt smágresið hefði kulpað út í kuldunum framan af sumrinu. Málnyta var með rýrara móti, en út lítur fyrir að geldfje verði gott til frálags. Heilsu- far hefir verið með bezta móti. Fyrir skömmu er fundið vestur á Reykja- nesi lík Ebenezers sál. Magnúsens frá SkarÖi á Skarðsströnd, sero drukknaði í síðastliðnum júnímán., og var líkið jarðsett að Skarði. Sagan sngir, aðfrú Ingibjörg hafi, sem optar, sýnt rausn mikla við pað tækiæri. pann 22. f. mán. kom gufuskip norskt í Hólminn og færði Danieli kaupmanni Thorlacius talsvert af vörum; það var áður búið að láta nokkuð af farmi sínum á Flatey, Borðeyri og Grafarósi. pegar pað sigldi fyrir Homstrandir komst pað í ís og brotnaði stykki úr stefni pess. Sagt er að það fari frá norðurlandinu með fje og hesta til Eng- iands og komi síðan aptur til að sækja slátur. Óskandi væri að petta tækist vel, því pað játa jeg, að fjör og framför er að pess konar fyrir- tækjum; en ef pau misheppnast eða ef menn verzla óheppilega og láta hinn helzta matvælakjarna ganga út úr landinu að mei. u loyti fyrir munaðarvöru eða glisvarning: þá er illa spilað. ]>að lítur út íyrir að sláturstaka verði mikil í Stykkishólmi í haust. Fiskiaflalaust sunnan fram Breiðafjarðar. — pað má telja með frjettum, sem að framförum lúta, að 4 kirkjur, sem áður voru 2 af torfi, en hinar 2 af tiiabri, en með gömlu lagi og önnur peirra mjög lítilfjörleg, eru eða verða á pessu ári byggðar til fulls af timbri, með nýjn lagi og vel frá peim gengið. Kirkjur pessar eru að Staðarhóli, Sauðafelli, Snóksdal (hún er í smíð- um) og Breiðabólstað. Hin síðast nefnda var vígð næstl. sunnudag og fórst hlutaðeigandi prófasti það ágætlega. Svona færist smátt og smátt ýmislegt í lag hjá oss, en vjer verðum, eins og hyggnir fátæklingar, að fara hægt og gætilega og forðast gönuhlaupin, pví ef vjer dett- um í þeim kollhnýs, pá er ekki sagt hve nær eða hvort vjer getum reist oss við aptur. Hornströndum 7■ sept. 1875. Veðrátta er hjer umhleypingasöm og mjög köld, enda var hafíshroði töluverður að flækjast fyrir Hom- ströndum allann ágústmánuð sem leið. Hjer er og heftr verið í sumar óvenjulegur grasbrestur, og pað svo, að gamlir menn muna eigi slíkt grasleysi á engjum. Fiskiafli hefir verið hjer afbragðsgóður í sumar, pegar róið hefir verið, og pökkum við pað pví, að mjög fáar frakknesk- ar fiskiskútur hafa sjezt hjer á Húnaflóa í sumar, og fiskurinn hefir pví getað gengið upp á grunnmið tálmunarlaust._______________________ *) (Nýting varð hin bezta, Útgeíandi og ábyrgðarmaður: Björn Jónsson, cand. phil. Landsprentsmiðjan í Reykjavík. Einar þórðarson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.