Ísafold - 12.11.1875, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.11.1875, Blaðsíða 3
1G5 ÍGG t*ar sem höfundurinn telur þá herra bæjarfulltrúa, yfir- rjettardómara Magnús Stephensen, verzlunarstjóra Jón Steffen- sen og Einar prentara Þórðarson háseta mína, ‘eða með öðr- um orðum, að þeir hlaupi hugsunarlaust beint eptir mínum vilja, þá er það hreint oflof á mig, sem jeg alls eigi á skilið. Jeg vildi óska, að jeg væri sá maður, að þessir heiðruðu full- trúar, sem víst enginn bregður um að sjeu óskynsamir menn, gætu borið það traust til mín, að þeir þættust mega kasta allri sinni áhyggju upp á mig í bæjarmálefnum. En þeir eru of skynsamir menn til þess, og það fer íjarri, að jeg óski þess; enda fæ jeg eigi betur sjeð, en að þessi ord sjeu bein- línis stýluð til að rýra virðingu þeirra, eigi að eins sem bæj- arfulltrúa, heldur í hverri stöðu sem þeir eru. Að höfundurinn vilji eigi hrinda oss í neina vök, verð- skuldar eigi stórt lof; enda er eigi víst, að hann geti vakað fyrir oss, hve nær sem hann vill; en það er þó gott, að vjer vitum það fyrir, að hann muni eigi hjálpa oss upp úr vökioni, ef vjer dettum í hana, þvi að með því móti getum vjer leitað hjálpar annara i tíma, svo að vjer verðum eigi of dasaðir, er vjer verðum dregnir npp úr. En vjer munum reyna til að fleytast áfram á sannfæringu vorri um það, hvað rjett sje og gagnlegt fyrir bæinn, meðan vjer eigum sæti í bæjarstjórn- inni, og það þótt hver vor fyrir sig verði einn á báti. En enda þótt höfundurinn sje næsta hreykinn yfir því, að þeir hafi nóga háseta meðal bæjarbúa, þá vil jeg þó biðja hann, að vera eigi of hreykinn; því að þrátt fyrir það, að gengið væri með brjefið til bæjarstjórnarinnar um lækkun kennslu- eyrisins svo að segja fyrir hvers manns dyr, og eigi ugglaust, að segja mætti á bónbjörgum, til að fá undirskriptir, þá urðu þó eigi nema rúmir 60 undirskrifendur af hjer um bil 500 gjaldendum bæjarins, og eigi víst, að ailir þessir 60 hafi vand- lega lesið brjefið, áður þeir skrifuðu undir, og þykist jeg vita víst af tali manna, að vjer gætum fengið fleiri undirskriptir um að lækka eigi gjaldið, úr því sem það nú er, ef vjer vildum hafa oss til_ slíkra bónbjarga, og mundum eigi fara bónleiðari heim aptur, en hinir fóru. Að svo mæltu kveð jeg höfundinn eða höfundana að sinni, og bið þá vel lifa, þangað lil vjer hittumst næst. H. Kr. Friðriksson. Misprentað i fáeinum exemplörum af síðasta blaði 154. dálki 3. línu að neðan: 4,000 kr. fyrir 8,000 kr. varla, þótt þeir horft á þau, hvað þá heldur ef þeir heyra að eins sagt frá þeim. Saga titlanna er næsta lík sögunni af krossunum. Nimrod konungur fyrsti var maður greindur vel, og því var hann fús á að hlýða á holl ráð. í*eirru leitaði hann til hinna vitrustu meðal manna sinna, og voru þeir, er hann var vanur að ráðgast um við í öllum merkilegum málum, kallaðir ráðgjafar hans eða ráð hans. Með því rtú skoðanir þeirra höfðu mikil áhrif á ráðagjörðir konungsins, en í þá daga voru ekki til aðrar stjórnarskrár en vilji konungs, leiddi það afsjálfu sjer, að þessir ráðgjafar eða þessi ráð nutu mikillar virðingar meðal lýðsins. En Nimrod átti marga frændur, þar á meðal æruverða öldunga, og konur hans áttu líka ættingja, unga og friða, sem náttúran haíði eigi miðlað meiri gáfum en minnst mátt komast af með til þess að vera af göftigum ættum — og það var f ekki ýkjamikið ( þá daga. Til þeirra leitaði konungur aldrei ráða. Af því ímynduðu þegnarnir sjer, að ekki mundi mikið varið í ráð þeirra, og fyrir því hirti engin um að heyra þau. I'etta sárnaði vesalingunum svo mjög, að þeir urðu veikir út af því; þeir lögðust í rúmið af titlasótt. í’egar þessi sótt kom upp, flýttu þeir, sem á fótum voru, sjer á fund Nimrods og báðu hann í hamingju nafni að hjálpa sjer og lofa sjer eptirleiðis að sitja á meðal ráðgjafanna, og sömu bæn Isáru konur Nimrods upp fyrir hönd frænda sinna, þeirra er sjúkir voru. Nimrod var vænsti maður og liinn eptirlátasti konnm síunm; honum flaug í hug málshátturinn frakkneski: “Guð vill það sem konan vill», og sagði: »Verði guðs vilji». Allir frændur hans og þeirra frændur, og allir frændur kvenna hans og frændur þeirra frænda urðu ráðgjafar eða ráð, hvor um Eeykjavik, 12. nóvember 1875. Weðrátta. Sííustu dagana af f. m. og J>ab sem af erþessum hefir stabiS hjer norbangarbur allsnarpur, meb talsverbu frosti (4—5° R.), en lítib sem ekkert snjóab nema á fjöll. •— Slysför. Ab kvöldi hins 15. f. m. lagöi skip, sem átti heima suö- ur í Leiru og var hjer í beitufjöru, af staö hjeðan subur pangab í góðu veðri, en um nóttina hvessti mjög á noröan, og kom skipið hvergi fram. Er haldið að pað hafi fyllzt á siglingu og sokkið með öllum mönnunum skammt undan Hólmsbergi, er svo er nefnt. Skipverjar voru 5: for- maðurinn þorgeir Jónsson frá Litla-Hólmi, ungur maður og hinn röskvasti, Gunnlaugur pórðarson, frá sama bæ, roskinn maður, Sveinn Olafsson, vinnura. á s. b., ISjarni Bjarnason frá Gili í Skagafirbi, og Brpndur Asbjarnarson, vinnum. frá Gerðakoti. Hefir hvorki rekið upp skipið nje lík peirra, sem drukknuðu. — T/>orva/dsens-myndin er nú komin upp á Austurvelli og á að afhjúpa hana 19. f>. m, afmælisdag Thorvaldsens. — Sjómannakhlbbur. Svo nefnist fjelag eitt, er stofnað var hjer í bænum 3. J>. m. fyrir forgöngu þeirra Arna landfógeta Thorsteinsons, Egils Egilsons, Matt. Jochuntssonar og porláks Ó. Johnsons. pað á að veita sjómönnum og verkamönnum bæjarins sameiginlegt, þægilegt hæli, til að eyða í tómstundum sínum meb saklausri skemmtun og til að leita sjer menntunar. Hefir fyrirtæki þetta fengið góðar undirtektir, og er óskandi og vonandi, að það verði að góðum notum. ■— BrauSaveitingar. Hinn 19. f. m. veitti landsh. Hítarnes- þ i n g síra S n o r r a Norðfjörð Reynisþingaprosti. óveitt brauð: Re ynisþing í Yesturskaptafellssýslu (647.7» kr., auglýst 21. f. mán.). Við ísafjarðardjúp 28. sept. 1875. „Árferöið er frernur gott, en þó dýrt að lifa og verzlun óarðsöm og óhæg. Grasvöxtur var í lak- ara lagi vegna hinna langvarandi kulda í vor, og sjaldan góðir þurkdag- ar í sumar. pó eru hey, með fyrningum, að jeg held, orðin í betra meðallagi, og nýting á þeim sæmileg. Fje af afrjettum er fremur fallegt, og haldið að það reynist allvel. Kjöt borgaö mcð 10—12 sk. á ísaflrði. Fiskiafli hefir lítið verið stundaður um sláttinn hjer sunnandjúps og er lítill hjá þeim, sem reyna. Nú hefir engan smokk rekið, en mikið af síld fjekkst til beitu, einkum á Ísaíirði lengi fram eptir sumri, en hún er seld eins og allt, sem gagn á að vera í, óhæfu dýrt, 8—12 rd. tunn- an. Veikindi liafa ekki gengið; þó er eitthvað sótthætt á ísafirði og rjett nýlega eru 4 böm dáin þar hjá einum manni. Ilákarlaveiðar sækja annan þveran. Nirarod sá, að hann þurfti eigi að fara að ráð- um þeirra frekara en honum sýndist, og ímyndaði sjer að þeir mundu skjótt trjenast upp á ráðleggingum, er þeir sæju, að þeim væri engin gaumur gefinn. En í þessu skjállaðist hans hátign Nimrod konungi. þeir Ijetu aldrei aptur munninn, og bttlluðu með þeirri áfergju, að konungur gat ekki heyrt til þeirra, sem ráðlögðu eitthvað sem vit var í; og allir vildu þeir ráða í öllum málum. Sá Nimrod því eigi annað fært en að skipta ráðaneyti sínu í deildir, eptir málum þeim, er hann vildi þiggja ráð í. þá, sem ráðlagt gátu í verzlunarmálum, kallaði hann kommerseráð eða verzlun- arráð; þá, sem gátu ráðlagt í hernaðarmálum, kallaði hann striðsráð; þeir, sem hann gat leitað ráða til í svefnkammers- og mat-kammers-málum, voru gjörðir að kammerráðum; lög- fræðingarnar urðu jústizráð; þeir, er ráða skyldi til leitað, er rikið allt var í veði, urðu ríkisráð eða etazráð; og þeir, sem öllum var hulinn leyndardómur að hefðu vit á nokkrtnn sköptiðum hlut, urðu leyndarráð. Af því að allt starfþessara leyndarráða var með nokkurs konar hulinshjtip, voru þeir haldn- ir langmestir allra ráðanna. En þetta varð skammgóður vermir. Hver flokkur ráðanna fylltist af titlasóttar-ráðum, og þyrfti konungur að heyra skyn- samlega ráðleggingu, mátti hann til að stefna þeim, sem vit höfðu, á aukalund, og láta hina sitja kyrra heima. Á þann hátt skiptist hver flokkur »ráðanna» í 2 dcildir: þá, sem eitthvað ráðlögðu og því voru kallaðir »virkileg ráð« (virkileg kamme- ráð, virkileg jústitsráð, o. s. frv.), og hina, sem ekki lögðu nein ráð, og nefndust »hin ráðin«. fó var þetta ekki nóg til að sefa titlasóttina. I’eir, sem þyngst voru haldnir, vörpuðu sjer á næsta afmælisdag kongsins

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.