Ísafold - 12.01.1876, Blaðsíða 2
243
244
úlbýtingu tíðindanna og fyrir fjárbeimtu og reikningsstörf, og
að auki loOrd. fyrir að semja landsbagsskýrslur; og í
frumvarpi til fjárhagslaga um næstu tvö árin, er lagt var fyrir
þingið í sumar, var ætlast á sömu þóknun fyrir störf þessi;
en alþingi lækkaði borgunina fyrir ritstjórnina og innheimtu
andvirðisins um 100 kr., svo að ritstjórinn skyldi að eins fá
300 kr. bæði fyrir ritstjórn, útbýtingu og innbeimtu, (sbr. alþ.-
tíð. 1875, bls. 70).
J>að munu víst allir samdóma um, að nauðsyn hafi á ver-
ið að gefa út stjórnartlðindi þessi, og að það hafi verið vel og
skynsamlega hugsað af stjórninni, því að áður fjekk almenn-
ingur ekkert að vita um ráðstafanir og úrskprði stjórnarinnar,
nema sá einn, er ráðstöfunin eða úrskurðurinn náði lil, nje um
lagaboð þau, sem út komu, fyr en heilu ári síðar, er þetta var
prentað ( stjórnartíðindum þeim, sem hið íslenzka bókmennta-
fjelag gaf út hin síðustu 20 árin.
Ritstjórn þessara stjórnartíðinda, að svo miklu leyti sem
þau koma út hjer á íslandi, eða deildarinnar B, fal landshöfð-
ingi landsritara sínum Jóni Jónssyni, enda skuium vjer fús-
lega játa, að oss virðist hann standa næstur lil að verða til
þess kjörinn, bæði vegna þess, að honum hlýtur að vera kunn-
ugt um öll brjef landshöfðingjans, og því heldur um allarráð-
stafanir og úrskurði stjórnarinnar. Eigi skulum vjer heldur
neitt öfunda hann af borguninni, þessum 300 krónum, er hann
fær fyrir ritsljórn og útbýtingu tíðindanna, en vjer erum þó
alþingi alveg samdóma um, að það sje næg og jafnvel
rífleg borgun fyrir allt að 15 örkum, þótt frágangur allur væri
hinn vandaðasti, þar sem starfið við útgjörð tíðindindanna er
lítið annað en að velja úr þau stjórnarbrjef, er prenta þarf, og
snara fáeinum brjefum á íslenzku. En þegar vjer lítum á og
lesum þessi stjórnartíðindi, sem landshöfðingjaritari Jón Jóns-
son er ritstjóri fyrir, þá fer fjarri, að vjer getum gjört oss á-
nægða með fráganginn, því að vjer ætlum það eigi of sögum
sagt, að hann sje næsta óvandaður. Allt er svo lúsalegt, að
naumast má heila greining gjör brjefanna, heldur hvert limt og
neglt niður í annað, og varla nein leturbreyting á fyrirsögnun-
um frá brjefunum sjálfum, eða rjettara sagt letrið á fyrirsögn-
unum, er jafnvel litilmótlegra en letrið á brjefunum sjálfum.
Virðist þó hægt að hafa þetta skýrara og ljósara, þrátt fyrir
alla leturfátækt prentsmiðjunnar; enda er vonandi, að þetta
verði lagfært með byrjun þessa ársins. Annar gallinn er þó
enn verri, og sem sýnir, að landshöfðingjaritari Jón Jónsson
er lítthæfur ritstjóri stjórnartíðindanna, ef eigi með öllu ó-
hæfur, og það er orðfærið á brjefunum, einkum útleggingunum
á brjefum stjórnarherrans. Vjer heimtum eigi aðra eins snilld
á útleggingum eins og á útleggingnm Sveinbjarnar Egilssonar
eða annara eins orðsnillinga; en oss virðist að vjer íslending-
ar höfum fulla heimlingu á, að það sje íslenzka á þessum út-
otað er bezt að láta ráðgjafann minn gamla fara», hugs-
aði keisarinn; «hann er ekki annað en ráðvendnin; hann er
færastur um að skoða vefnaðinn; ekki vantar bann vitið, og
enginn er betur fallinn en hann til að gegna þvt embætti er
hann hefim.
Ráðgjafinn fer og kemur þar sem þorpararnir sátu og
ófn í vefstólunum tómum. «IIamingjan hjálpi mjer», hugsaði
ráðgjafinn, og glennti sundur skjáina eins og hann gat, «jeg
sje ekkert». En hann talaði það ekki.
Vefararnir báðu hann koma nær og spurðu, hvort honum
þætti ekki falleg gerðin og litirnir Ijómandi, og bentu um leið
á tómann vefstaðinn. Veslings ráðgjafmn horfði úr sjer aug-
un, en gat ekkert sjeð, sem ekki var von, því vefurinn var
enginn. «Guð náði mig!« hugsaði hann, skyldi jeg vera
heimskur! Það hefi jeg aldrei ímyndað mjer, og það má eng-
inn maður vita. Og ætli jeg sje þá ónýtur embættismaður?
Nei, jeg má fyrir hvem mun ekki láta á því bera, að jeg sjái
ekki vefnaðinn».
«Nú, nú, þjer gefið ekkert út á þetta!» sagði annar vef-
arinn.
«Ó! það er ljómandi, það er indælt!■> sagði ráðgjaRnn
gamli og horfði gegnum gleraugun, «en þeir litir, en sú gerð!
— jeg segi keisaranum, að mjer lítist dæmalaust vel á vefn-
aðiun».
leggingum, og það skiljanleg íslenzka. En opt fer fjærri að
svo sje. J>að yrði oflangt, að tína mörg dæmi til, og skulum
vjer því láta oss nægja brjeflð stjórnarherra íslands til lands-
höfðingjans, dags. 8. nóv. 1875, um embæltismannalaunin, enda
er það nýast af nálinni. Brjefið byrjar svona:
«Um leið og vísað er til fjárlaga þeirra handa íslandi 1876
«og 1877, er staðfest eru af konungi 15. f. m., og prentuð eru
«í stjórnartíðindunum A 13, skal með tilliti til áhrifa peirra,
«sem lög þau um laun íslenzkra embættismanna 0; fl., og um
«aðra skipun læknahjeraða á íslandi o. fl., er staðfest voru
«sama dag, munu samkvæmt 18. gr. fjárlaganna hafa á upp-
«hæðir þær, er tilgreindar eru í 4. og 10.—13. grcin fjárlag-
«anna, pjónustusamlega athugað það, er nú segir».
f>að er eigi ólaglega hyrjað aðtarna!! Er hún ekki snot-
ur og (slenzkuleg byrjunin sú arna? Eða er það ofhart til
orða lekið, að þetta sje svo stirt, klúsað og óíslenzkulegt, sem
frekast má verða?
Þá er önnur greinin síðar í brjefinu, svona : «Áður en
«mí leyst er úr þessari spurningu fyrir fullt og allt, hefir ráð-
«gjafinn eigi viljað leiða hjá sjer tjáð póknanleg ummœli yðar
«um ástæðurnar fyrir þessu áliti yðar».
Hver skilur nú? J»að eru víst fáir, sem geti skilið þessi
orð svo, að ráðherrann vilji eigi leggja úrskurð á þetta mál
fyr en landshöfðinginn skýri honum frá ástæðunum fyrir þeirri
skoðun sinni, sem hann bafi áður látið i ljósi. í þessum hin-
um islenzku orðum er engin hugsun.
Þetta tvennt er að eins sýnishorn, en finna má nóg sh'kt,
bæði í þessu brjefi og öðrum, sem snúið er, en vjer ímynd-
um oss, að lesendurnir hirði eigi um fleira, enda geta þeir
sjálfir fundið nóg dæmi; því að tíðindin eru í margra höndum,
en óski ritstjórinn fleira til tínt, erum vjer fúsir til að verða við
ósk hans svona við hentugleika1. En landshöfðinginn er að
vorri hyggju eigi með öllu saklaus, þegar ræða er um frágang
tíðindanna; eigi að því leyti, að oss detti í hug, að hann leggi
fyrir ritstjórann, að hafa þennan fráganginn; það teljum vjer
víst að hann gjöri eigi; heldur að því leyti, að tíðindin eiga
þó að koma út undir umsjón hans, og ef ritari hans er eigi
fær um að ganga betur frá líðindunum en hann gjörir, þá er
það bein skylda hans, að taka ritstjórnina af ritaranum, og fá
hana einhverjum öðrum í hendur, sem fær sje um það; því
að það verðum vjer að telja víst, að hann vilji eigi stuðla að
1) Vjer getum f>ó eigi stillt oss um, að minna á, hversu laglega rit-
stjóranum fórst að skýra frá alþingiskosningunum í fyrra á bls. 34.
stjórnartíðindanna 1875, þar sem t. a. m. segir:
4. síra ísleifur Gíslason á Vestri-Kirkjubæ og hreppstjóri.
9. dr. phil., ridd, af dbrg. Grímur Thomsen á Bessastöðum og prófastur.
15. ridd. af dbrg. Jón Sigurðsson í Kaupmannahöfn og prófastur.
21. dnbrgsm. Jón Sigurðsson á Gautlöndum og prófastur.
«Jæa, það þykir okkur vænt um», sögðu vefararnir, og
lýstu nú dúknum út í æsar fyrir ráðgjafanum, en hann setti
vel á sig allt sem þeir sögðu, til þess að geta lýst honum fyr-
ir keisaranum, er þeir fyndust, og það gjörði hann.
Nú heimtuðu vefararnir meiri peninga, og meira silki og
meira gull til að vefa úr. Þeim var fengið eptir því sem þeir
þóttust þurfa, en þeir stungu því öllu í sinn vasa, og hjeldu
áfram vefnaðinum eins og áður, í tómum vefstaðnum.
Skömmu síðar sendi keisarinn annan embættismann, ráð-
vendnistetur, eins og ráðgjafann, til þess að vita, hvað vefnum
liði, og hvort dúkurinn væribráðum búinn. En allt fórásömu
ieið; hann blíndi og blíndi, en gat ekkert sjeð, nema tóman
vefstaðinn.
»Er það ekki fallegur vefnaður að tarna», sögðu vefar-
arnir, og ljetust vera að sýna dúkinn, og lýstu honum í krók
og kring.
»Heimskur er jeg ekki!» liugsaði maðurinn, «það er þá
embættið mitt, sem jeg er óhæfur í? það var skrýtið! En jeg
má ekki láta á því beraN og svo hældi hann vefnaðinum sem
bezt hann kunni og kvaðst ekki mega orðum að því koma,
hvað sjer þætti hann fallegur. «Hann er inndæli!» sagði hann
við keisarann.
Var nú eigi um annað rætt í borginni en hið Ijómandi
fallega fataefni keisarans.