Ísafold - 08.03.1876, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.03.1876, Blaðsíða 1
III 4 Miðvilcudaginn 8. marzmánaðar. 1§?6 Eptirmæli ársins 1875. n.1 Annað áfellið, raunar æði-mun voða- legra en fjárkláðinn, þótt vonandi sje, að menn finni ekki eins lengi til þess, var öskufallið í Múlasýslum, sem áður er nefnt. það tók að vlsu til allrar hamingju ekki yfir meira en rúman ’/ao af landinu, en megnið af þessum lult- ugasta parti var albyggt, og eitthvert blómlegasla hjerað á öllu landinu, með á að gizka fram undir 5 þúsundum manna, eða ’/ia landsbúa. Ösku- fall þetta varð mest í þessum sveilum: Jökuldal, Fellum, Fljótsdal, Skógum Skriðdal, Yöllutn og Eyðaþinghá. Enn fremur tók öskurokið yfir þessa firði, en var töluvert minna þar til jafnaðar: Norðfjörð, Reyðarfjörð, Mjóafjörð, Seyðisfjörð og Loðmundaríjörð. í meira hluta þessa byggðarlags tók fyrir alla útigangsbjörg handa fjenaði: milli 30 og 40,000 sauðpenings, eða l/io af öllu sauðfje á landinu, og að því skapi af hrossum. Vorið allt gekk til að berjast við að moka burt öskunni, og þrátt fyrir mestu erfiðismuni varð hey- aflinn, með fram sakir óvenjumikilla þurrka, óvíða meiri en rúmur helming- ur á við meðalár af töðu, en af útheyi langt um minna, eða að eins */* til '3 á við meðalár. Fyrir forlölur viturra manna hjeld- ust flestir búendur við ábýli sín; að öðrum kosti mundu vandræðin hafa orðið ókleyf. Með drengilegri aðstoð góðra manna, utan lands og innan, heíir tekizt að lina þau svo, að menn eru vongóðir um, að öskusveitirnar rjetti nokkurn veginn við á eigi mörg- um árum, ef þeim vill ekki nýtt slvs til- útlendum þjóðum, er sýndu hinum bágstöddu iöndum vorum göfug- mannlega líkn og aðstoð, skal sjer f lagi getið Englendinga. Aðalhvatamað- ur þeirrar liðsemdar var landi vor Ei- ríkur Magnússon, bókavörður ( Cam- brigde, er sýndi þá framtakssemi, at- orku og ósjerplægni, að hans nafns mun jafnan getið með mikilli virðingu og þakklæti, er minnst er á þennan hryggilega atburð. Fyrir fortölur hans tóku hinir veglyndu gefendur á Eng- landi það hyggilega ráð, að verja gjöf- 1) Sjá ísafold III l. unum til þess að útvega fóður til að halda lífi i sem mestu af bjargræðis- stofni hinna bágstöddu manna, einkum sauðfjenaðinum, með því engin eign er jafn-ávaxtarsöm. Aflabrögð voru í ójafnara lagi árið sem leið, bæði að stað og tíma. Við Faxafióa sunnanverðan var afbragðs- góður fiskiafli síðara hlut vetrar, en með rýrara móti vorvertíðina, og nýt- ing á fiski ekki góð sakir votviðra; sumarið, hauslið og veturinn fram til nýárs mátti heita þar fiskilaust. Undir Jökli var meðalafii fyrri part ársins, en í rýrara lagi haustvertiðina. Við ísa- fjarðardjúp tæplega meðalár að afla- brögðum. Aptur var óvenjulega afla- sælt um allt norðurland, einkum síðara hlut ársins, og sjer í lagi við Húnaflóa. Á Austfjörðum aflaðist með betra móti, einkum framan af sumrinu. Hákarls- afli með betra móti, þar sem hann var stundaður á þilskipum, einkum norð- anlands. Á Vestmannaeyjum var stakt fiskileysi allt árið, svo að til mestu vandræða horfði þar með bjargræði manna, og lá við hallæri. Verzlun var miður hagstæð árið sem leið, eins og næstu ár undanfarin. tó var jafnvægara verð á útlendri matvöru en árið áður, en innlend vara aptur f töluvert lægra verði, einkum fiskur; ull nokkuð betur borguð. Vörubirgðir kaupmanna víðast of litlar í saman- burði við þarfir landsmanna, og gengu þó siglingar hingað með bezta móti, með því að hvergi tálmaði hafís að neinum mun. Hrossaverzlunin við Englendinga varð aptur allmikil þetta ár; mun óhætl að fullyrða, að töluvert á annað hundrað þúsund kr. hafi komið inn í landið fyrir hesta; frá Reykjavík flutt út fyrir nálægt 80,000 kr. í hross- um. Hin íslenzku verzltinarfjelög voru með fremur litlu fjöri sunnanlands, en nyrðra í uppgangi, einkum Gránufje- lagið, sem nú nær einnig yfir austur- land. Verzlunarfjelagið við Húnaflóa skiptist 1 2 deildir, Borðeyrarfjelag og Grafarósfjelag. Sje nokkurt framfara- mark á verzlunarframkvæmdum hjá oss, kemur það helzt fram í alburðum þess- ara fjelaga. Má þar til nefna gufu- skipsflutning þann, er verzlunarfjelög Breiðfirðinga, Húnvetninga og Skagörð- inga voru sjer úti um í haust með lif- 13 andi pening til Englands, þar sem hann selst bezt, og síðan með slátur til Noregs. Heilsufar manna var með bezta móti árið sem leið. Barnaveiki stakk sjer niður á stöku stað, einkum við ísafjörð. Slysfarir með minnsta móti á landi, en talsverðar á sjó. Vesturheimsflutning- ar engir að kalla. Valdskurðurinn i Krísuvik. J>eir, sem lesið hafa attglýsingablað það, er fylgdi 8. bl. t'jóðólfs, 9. f. m , hafa sjálfsagt rekið sig þar á klausu frá herraborgara Egilsson í Reykjavfk, þar sem þessi ótrauði formælandi hinna tveggja bænda í Krísuvík, sem reyndu til að ónýta niðurskurðarsamþykktina Suðurnesjamanna, fyrst og fremst vík- ur því lítilræði að oss, að vjer viljum ekki láta blað vort hafa sannleika með- ferðis(l), og síðan kemur með frásögu um viðskip.ti valdstjórnarinnar við skjól- stæðinga sína, þar sem þeir eru gjörð- ir að saklausum píslarvottum, en þeim Jóni Breiðfjörð og Ásbirni Ólafssyni lýst sem ræningjum, fullum grimmdar og ódrengskapar, að ógleymdum höfuð- pauranum, Jóni ritara. Með því vjer vissttm, að almenningi hjer var kunn- ugt hið sanna í þessu máli, og ímynd- uðum oss, að hinn heiðraði höfundur auglýsingarklausu þessarar ætlaðist í rauninni ekki til að hún yrði skiliu öðru vísi en sem skáldlegur samsetn- ingur, efni í gamanrfmu út af Krísu- víkurförinni, lókum vjer oss sannsöglis- vitnisburðinn næsta Ijett, og hugðumst að biða þess, að dómar í málum þeirra Krísuvlkurmanna tækju fyrir slíkar aug- lýsingar. Á líkan hált munu þeir heið- ursmenn hafa hugsað, sem veitzt er að í tjeðri grein. En nú höfum vjer orðið þess áskynja, að höfundurinn ætlast til að optnefnd grein sje tekin í fullri alvöru, og að hann kallar þögn vora Ijósan vott þess, að ekki verði rengt neitt, sem ( greininni steudur, og neyðumst vjer þv( til að sýna, hvern- ig henni er háttað. Fyrsta atriði í sögu herra Egils- sons er, að enginn kláði hafi fundizt hjá optnefndum 2 Krísuvlkurbændum slðaslliðið ár. Það er þó alkunnugt, og getur því naumast verið ókunnugt herra Egilsson, að skömmu áður en fjeð var tekið undan umráðum þeirra, komust 2 kindur úr fje Jóns Odds- sonar austur ( Selvog, báðar með kláða, og voru drepnar þar, og að um sama leyti voru skornar 2 kindur úr kláða heima hjá Jóni sjálfum. Auk þess var sagður kláði bjá þeim báðum í vor, sem

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.