Ísafold


Ísafold - 24.03.1876, Qupperneq 4

Ísafold - 24.03.1876, Qupperneq 4
24 viðgjörðar á Díönn, á að sögn að haga ] þannig, að skipið komi við Noreg (Bergen) á leiðinni hingað frá Iíhöfn, taki land við Seyðisfjörð, og haldi þaðan norður um land til R.vikur, og fari síð- an alla hina sömu leið til baka. Auk Seyðisfjarðar og Rvikur á það að koma við á Vopnafirði, Akureyri, Hofsós, Borðeyri, (safirði og Stykkishólmi. það á að leggja af stað í fyrstu ferðina frá Khöfn 18. maí. Ráðgjafi vor hefir beiðzt fjár hjá ríkisþinginu til ferða þessara, til viðbótar við þær 15000 kr., sem alþingi veitti til þeirra um árið, og er svo sagt að fjárhagsnefndin í fólksþinginu haíi veitt þeirri bæn á- beyrn; telja menn þá fjeð fengið. — Qránufjelng'ið hefir keypt í vetur verzlunina á Siglufirði. — Lög'ij jöf. Nú hefir konung- ur vor staðtest öll lögin frá síðasta al- þingi, sem eptir voru óstaðfest í haust, nema laxalögin og þingsköpin. — JEimbættaskipanir o. fl. Grenjaðarstaður er veittur Magnúti presti Jónssyni á Skorrastað. Jónas læknir Jónassen hefir fengið veitingu fyrir læknisembættinn í Iíjósarsýslu, Reykjavíkur- og Garðapreslaköllum. Exam. juris. Guðmundur Pálsson er skipaður málaflutningsmaður við lands- yfirrjettinn, í stað Jóns heitins Guð- mundssonar. — Svíakonungur hefir sæmt biskup vorn, Dr. Pjetur Pjetursson, cammandeur-krossi St. Ólafs-orðtmnar. — Mannalát. Carl Franz Sietn- sen, stórkaupmaður í Hamborg, eig- andi Siemsensverzlananna í Reykjavík og Iíeflavík, hefir andazt í vetur. Sömu- leiðis hinn frakkneski klerkur J. B. Baudoin frá Landakoti. Hann sigldi hjeðan til Frakklands með september- ferð póstskipsins ( fyrra; ætlaði að koma aptur með síðustu ferð þess, en iagðist veikur áður, og dó síðan. Hinn 14. f. mán. missti consul Smith son sinn Jens, er sigldi með föður sínum i haust, og var hk hans fluit hingað með póstskipinu. — Frá Vc.«i4iirlielmi hafa engin brjef komizt hingað með þessari póstferð, heldur orðið eptir í Lerwick, því póstskipið kom eigi við þar, held- ur í Granton. ( brjefi frá Khöfn er þess getið, að íslendingarþeir, er fóru að byggja Nýja-lsland í haust, hafi aUir orðið að hröklazt þaðan í vetur, að eins ódauðir. — Gf jafakorn liamla Vest- mannaeytng'iiin. Póstskipið færði Vestmannaeyingum að gjöf frá kaupmanni einum í Granton, er hafði heyrt getið um bjargarskort lijá þeim í vetur, 20 sekki af hveitimjöli. — Póstskipið segir mokfiski á Vestmanna- eyum. — — Vörnverð í Khöfn seint i f. m. — Utlendar vörur: Rúgur 15 kr., baunir 17, bankabygg 19, hveiti 20. (Tunnan = 200 pd.). Brennivín 16° 42 a. potturinn. Kaffi 80 a, kandis 54 a., hvílt sykur 4 5 a. Mat- vara fór heldur hækkandi. — í s- l e n z k a r vörur höfðu selzt illa í vet- ur, einkum ull og harSfisknr. Haust- ull á 53—56 a. pundið, vornll 1 kr., (gengurt ekki út); hákallslýsi 56 kr., þorkalýsi 48 kr., tólg 37—38 a.; harð- fiskur boðinn fyrir 75 kr., en gekk eigi út; saltfiskur 48—50 kr. Æðar- dúnn 20 kr. — Póstarnir. íþriðju póstferð- i n a eru burtfarardagar póstanna í'rá aðal- póststöðvunum og póstafgreiðslustöðunum þeir, er hjer segir: 1. ísafjarðarpósturinn (vestanp.) fer , suður í leið vestur í leið frá ísafirði 21. apríl frá Reykjavík 9. maí — Bæ 23. — — lijarð. í St. 11. — — Hjarð. íD. 26. — — Hjarð. í D. 13. — — Hjarð. í St. 28. — — Bæ 15. — 2. Akureyrarpósturinn (norðanp.) fer suður í leið norður í leið frá Akureyri 22. apr. frá Reykjavík 8. maí — Víðimýri 25. — — Hjarð. f St. 10. — — Sveinsst. 27. — — Melum 12. — — Melum 29. —• — Sveinsst. 14. — — Hjarð. í St. 1. maí — Víðimýri 16. — 3. Prestsbakkapósturinn (austanp.) fer austur í leið vestur x leið frá Reykjavik 10. maí frá Prestsb. 23. maí — Hraungerði 11. — — Br.bólstað 27. — — Br.bólstað 12. — — Hraung. 28. — 4. Djúpavogspósturinn frá Prestsb. fer austur í leið vestur í leið fráPrestsb. 22. maí fráDjúpav. lO.júní — Bjarnanesi 27. -— — Bjarnan. 12. — 5. Djúpavogspósturinn frá Akureyri fer vestur í leið austur í leið frá Djúpavogi 13. maí frá Akxu'eyri 29. maí — Egilsstöðum 16. — — Helgast. 31. — — Helgast. 20. — — Egilsst. 4.júní — Póstskipið. i aðra ferðina leggur yóstskipið af stað til Lslands frá islandi frá Khöfn 16. apr. frá Reykjavík 7. maí — Granton 19. — — Færeyjum 10. — — Færeyjum 21. — — Granton 12. — (í þriðju íerð frá Khöfn 28. maí, frá Rvík 17. júní; kemur þá við á Seyðisfirði báðar leiðir). Hitt og þetta. — Biskupinn af Kantaraborg kom einu sinni þar, semnokkrir málmnemar sátu sam- an í hvirfing um eirketil, er þeir hef ðu fund- ið í jörðu. „Hvað eruð þið að gjöra? ‘, segir biskup. „Við erum að ljúga; sá sem mest lýgur, fær ketilinn11. „Skelfing er á ykkur, piltar'*, segir biskup; „vitið þið ekki, hvað ljótt er að ljúga; jeg hefi haft slíka andstyggð á því frá því, jeg fyrst man eptir, aðjeghefi aldrei skrökvað". „Fáið þið biskupinum ket- ilinn“, geilur einn þeirra við; „hann hefir unnið“. — Einu sinni var utansóknarmaður við kirkju hjá pokapresti og hafði eitthvað I kollinum. Meðan klerkur var á stólnum, var hann allt af að taka fram í fyrir honum, Einu sinni segir hann: „þessi orð eru úr Vídalín“. Nokkru síðar hrópar hann aptur upp og segir: „þetta er úr Árnapostillu". í þriðja sinn segir hann: „þetta hefir hann úr Stúrmshugvekjum“. Nú fór að síga í prest og kallar hann fram í kirkjuna: „látið þið drykkjuhundinn út, efhann þagnarekki“. „þetta er eptir sjálfan hann“ segir hinn. — Segðu aldrei frá neinu misjöfnu um nokkurn mann, nema þú vitir með vissu, að það sje satt, og þó þú vitir það með vissu, skaltu jafnan spyrja sjálfan þig áður: „Hvers vegna ertu að segja frá því?“ — Maður raupaði af því, að 20,000 krón- um hefði verið kostað til menntunar sjer. „Taðan er hvergi nærri eins mikils virði og áburðurinn“ segir kunningi hans. — þekki maður heiminn, er manni ekki hætt við að verða of feiminn, og þekki mað- ur sjálfan sig, er manni ekki hætt við að verða of framur. — „Með svalli þínuleggurðu hinar gráu hærur föður þíns i gröfina". — „Nei, það get jeg ekki, því hann hefir parryk“. — Hin bezta hjálp, er þurfamanni verður veitt, er að kenna honum að hjálpa sjer sjálfur. — Richardo._________ Fnnilarboðim. Samkvæmt áskorun nokkurra máls- metandi manna leyfum við undirskrif- aðir alþingismenn okkur hjer með að boða almennan fund að þingvöllum við öxará, þriðjudaginn 27. júui næstkom- andi, um hádegisbil, til þess meðai annars að ræða um árangurinn af ráð- stöfunum þeim, sem þegar eru gjörðar og gjörðar munu verða, til að út rýma fjárkláðanum. Og ef þær ekki skyldu hafa reynzt einhlítar til þessa, þá, að fundurinn leiti þeirra úrræða, sem til- tækilegust mættu þykja, til að varna frekari útbreiðslu hans í sumar, og til að uppræta hann með öllu á næstkom- anda hausli. Skyldu menn vilja bera önnur mál- efni upp á þessum fundi, óskum við að fá tilkynningu um það svo tímanlega, að við getum undirbúið málefnin til fundarins. p. t. Reykjavík 23. marz 1876. P. Böðvarsson, Jón Sigurðsson, þingmaður Gullbr. þingmaður þingey- og Kjósarsýslu. inga. Auglýsingar. -j- Aðfaranóttina hins 9. þ. m. Ijezt presturinn sjera Sig’fús .Jónssoii að Undirfelli i.Vatnsdal, af lungnabólgu , eptir 4. daga banalegu. þetta tilkynn- ist hjermeð fjærverandi ættingjum og vinum hins látna. Heiztu æfiatriða hans mun verða getið síðar ( blaði þessu. p. t. Reykjavík, 20. marz 1876. . Jón Sigurðsson frá Gautlöndum. — G J A F I R til Múlasýsiumanna, sem orðið hafa fyrir skaða af etdgos- um, safnaðar eptir burtför boðsbrjefs- ins í sumar. Kr. A. Einor Hieronymusarson Skálaholti 1 » Sigurborg Sigurðardóttir sama bæ » 49 Tómas Sigurðsson Varmahbð . 2 » Guðmundur Gíslason Syðstugrund 1 » ísleikur á Sauðsvelli .... I » Eyólfur sama st.................1 » Jón Guðmundsson Syðstugrund 1 » Hjeronymus Jónsson Yzta-skála » 25 Hákon Pálsson Efstugrund . . 1 » Hróbjartur á Ásólfsskála ... »50 9 24 Holti 31. Desember 1875. Svb. Guðmundsson. Norskar víravirkis-brjóstnálar og medaljónur (kingur) fást ( norsku verzluninni í Reykjavík, með sama verði og í Kristjaníu. — lnn- og útborgun 'sparisjóðsins verður fyrst um sinn á skrifstofu land- fógetans á hverjum laugardegi, frá kl. 4—5 e. m. ttéjf" Nærsveitamenn geta vitjað ísafold- ar í apótekinu. ísafold kemur út 2 —3var a m-iiiubi, 3’J bl. om árib. Kostar 3 kr. árgangurinn (er- lendis 4 kr.), stok nr. 20 a. SGlolaun: 7. ■ hvert expl. Ársvertib greibist i kauptíb, eba þa hsll't á sumarmálum, hálft á haustlestum Auglýsingar eiu teknar í blabib fyrir 6 a. smáleturs- línan eba Jafnmikib rúm, en 7 a. meb venjulegu meginmálsletri. — Skrifstofá Isafoldar er í Doktorshúsinu (í Hlibarhúsom). Kitstjóri: Björn Jónason, cand phi. Laudsprentsmibjan í Reykjavík. Einar póröarson.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.