Ísafold - 21.04.1876, Blaðsíða 2
30
þau enn þá uppi, eða er búið að leggja
þau niður um stundarsakir? En þó þeim
sje öllum ráðstafað, hvað er þá líklegra,
en að ný fyrirheitisbrauð, sem enginn
vill þiggja, bætist við þangað til al-
þingi kemur saman 1877? Hvað ætlar
landshöfðinginn að gjöra, ef eitt eða
fleiri af þessum fyrirheitis- og upp-
bótar brauðum verður ekki gengið út
fyrir 31. ágúst næstkomandi, eðaprest-
urinn, sem veitt er, verður ekki fluttur
þangað fyrir næstkomandi vetur? Ef
stjórnin og alþingi gjörir ekki meira
við prestamálið, en að bæta þannig upp
þau branðin, sem uppi standa óveitt,
getur þetta orðið landssjóðnum ærið
þungur böggull á endanum; því ekki er
ólíklegt, að prestaefnin hægi á sjer að
sækja um þau brauð, sem ekki geta
heitið lífvænleg, og láti sjer ekki nægja
fyrirheitið eitt, heldur bíði eptir að fá
uppbótina með. það er heidur ekki
nóg, þó að á þenna hátt fáist einhverjir
prestar í brauðin, heldur er eins mikið
eða meira undir því komið, að fá góða
presta í þau, eptir því sem kosturerá;
því *betra er autt rúm en illa skipað»,
segir máltækið. En verði stjórnin,
eins og hefur átt sjer stað nú um mörg
ár, að tína upp alla sem bjóðast, «vol-
aða, vanaða, haita og blinda», þá er
það meira tii að kasta skugga á presta-
stjettina, en til að bæta úr andlegri
þörf safnaðanna.
Prestamálið er eitt af þeim málefn-
um, sem með hinum fremstu þurfa
bráðra og góðra aðgjörða, og sem mikið
er undir komið að fái heppileg mála-
lok. Prestaköllin eru nú sem stendur
169, og varla mun mikið of sagt, að
3/5 hlutar þeirra þurfi, ef vel ætti að
vera, meiri eða minni umbótar, til þess
að geta heitið með sanni sómasamleg
embætti handa þeim mönnum, sem
fengið hefði hæfilega menntun tilþeirra,
og til þess að nógu margir verði til að
gefa sig ( það að læra til prestsskapar.
Þegar fleiri vegir opnast fyrir menn til
§>jómaniiasöng'nr,
í samsæti Sjómannaklúbbsins 1. apríl 1876.
Heyrið morgunsöng á sænum.
Sjáið bruna fley,
Endan hægum byrjar-blænum
Burt frá strönd og ey.
Sólin skfn á skipa-raðir,
Skýran h'eyrið óm,
Söngljóð kveða sjómenn glaðir
Snjöllum meður róm.
«Þú, sem fósturfoldu vefur
Fast að þínum barm,
Svala landið sveipað hefur
Silfurbjörtum arm,
Ægir blái I Snælands sonum
Sýndu frægðar mynd,
Heill þjerl bregztu’ ei vorum vonum,
Vertu‘ oss bjargar lind.
Syngjum glaðir, vili vörpum
Votan út í sæ,
að menntast, en að læra beinlínis til
prestsskapar, og hjer er kominn á fót
lagaskóli og gagnfræðisskólar, er hætt
við, að ekki muni fleiri verða til þess
að læra til prestsskapar, en verið hefur
nú um nokkur undanfarin ár, ef prest-
um verður ekki sjeð fyrir sómasamlegu
uppeldi. (Niðurl. síðar).
Brennivinstollur og tóbakstollur.
Það var stórgalli á brennivínstolls-
lögunum eldri, frá 1872, að upphæð
tollsins var ekkert miðuð við styrkleika
vínsins, heldur var sami tollur á mein-
lausasta messuvíni og 16° «spiritus».
Við það varð kaupmönnum mestur
hagur að flytja tómt «spritt» í stað
brennivíns. Þeir gátu með því móti
komizt fram með helmingi minna toll-
gjald eu til var ætlast, landssjóðnum
til stórskaða, en sjálfum þeim til hins
mesta ávinnings, því ekki gleymdu þeir
að láta kaupendurna borga sjerSskild-
ingana ( tollinn í ofanálag fyrir hvern
sprittblöndupott, þótt þeir svöruðu sjálf-
ir ekki út nema 4, og sprittblandan
væri miklu verri og óheilnæmari drykk-
ur en almennilegt brennivín. Alþingi,
sem hafði frumvarpið til brennivínstil-
skipunarinnar til meðferðar (1871), —
þótt húu væri lögleidd gegn tilætlun
þess,j— sá vel þennan galla, og stakk því
upp á, að hafa tollinn á óblönduðum
«spiritus» helmingi hærri en á reglu-
legu brennivíni eða öðrum víntegund-
um. En konungsfulltrúi (Iandshöfðing-
inn) hjálpaði kaupmönnum, og taldi
stjórninni trú um, að hver «ráðvandur
kaupmaður mundi varast að selja vatns-
blandaðan spiritus eins og almennt
brennivín* (Stj.tíð. III 296). Stjórnin
vildi, sem nærri má geta, ekki láta
um sig spyrjast, að hún ætlaði kanp-
mönnum óráðvendni, og flýtti sjer því
að «stúta» þessari tillögu þingsins. Svo
fjekk «ráðvendnin» að reyna sig, og sú
reynsla fór eins og þegar er á vikið.
það var því engin vanþörf á, að
Herðist sjómenn huga snörpum
Illjes við kaldan blæ.
Feður lands á sætrjám svámu
Sína lengstu tíð,
Andinn þeirra, er ísland námu,
Okkar hvetur lýð.
Gegnum haf-nið hranna blárra
Hrópað tíðum var:
,Fetið, niðjar, feðra hárra
Feril út á mar,
Æðrulaus með hörðum höndum,
Ilrausta sævar þjóð,
Sigldu hart svo hrikti* ( böndum
Hafs um reginslóð’ !
Haf að sækja víðar, víðar,
Vantað hefur dug,
Morgunandinn okkar tíðar,
Örvar framtakshug.
Verk af hreinum vilja dafni,
Veri með oss nú
alþingi notaði löggjafarvaldið* undir eins
og það var fengið, meðai annars til
þess að koma fram því, sem ráðgjaf-
arþinginu hafði verið meinað ( þessu
efni, og reynslan var nú búin að sýna,
að viturlegar var ráðið en það sem
stjórnin kaus heldur. Breyting sú á
optnefndum tolliögum, sem síðasta al-
þingi kom upp með, er nú orðin að
lögum, II. febr. þ. á., og eru aðal-
fyrirmæli þeirra þessi:
Af allskonar öli, sem til íslands
er flutt, skal greiða 5 aura fyrir hvern
pott.
Af brennivíni eða vínanda skal
greiða af hverjum potti:
með 8° styrkleika eða minna 20 aura.
yfir8°og allt að 12° styrkleika 30 —
yfir 12° styrkleika ... 40 —
Af rauðavíni og messuvini skal
greiða 15 aura af hverjum potti, íhverju
íláti sem það er ílutt.
Af öllum uðrum vinföngum skal
greiða 30 aura af hverjum potti.
— Þegar verið var að setja hina eldri
tilskipun á laggirnar, var það eitt með
öðru talið því til fyrirstöðu, að gjörður
yrði munur á tollinum á óblönduðum
spiritus og brennivíni, að hjer yrði eigi
komið við að mæla styrkleik brenni-
víns. Alþingi kannaðist og við það (
fyrra, að óhagkvæmt mundi að hækka
gjaldið fyrir hvert mælistig, eins og
fyrst var stungið upp á, og ljet sjer
þv( nægja að ákveða það í þrennu lagi,
jafnvel þótt nú könnuðust flestir við,
að engin vandræði þyrflu að verða úr,
þótt hitt hefði orðið ofan á, enda hefir
stjórnin nú sent lögreglustjórum áhöUl
til að mæla styrkleikann. En til þess
mun sjaldan þurfa að taka, því að lög-
in mæla svo fyrir, að á tollskrám þeim
og vöruskrám, sem skip eiga að hafa
með sjer, skuli ávallt tilgreint, hversu
styrkt brennivínið eða vínandinn sje.
«Sje það eigi til tekið, skal tollgreið-
andi borga hæsta gjald» (40 aura); en
vilji hann komast hjá þeim búsifjum,
verður hann að kosta sjálfur upp á að
Guð í hjarta, guð í stafni,
Gæfa fylgir trú.
þeirra, sem að kólgu kanna,
Knýja segl og ár,
Margur lágt und haugi hranna
Heimtir sinna tár,
Mörgum hraustum drekkti dröfnin,
Djúpið á sinn val,
Gleymdust þeir? nei! guð veit nöfnin,
Grand ei hræðast skal.
Undan stöfnum græðir gránar,
Gnauða bylgjur hans,
Fríð við sjónhring fannkrýnd blánar,
Fjallströnd móðurlands;
Þá er eins og ísland bendi
Yfir vík og fjörð:
Sjómanns líf ( herrans liendi
Uelgast fósturjörð.
St. Th.