Ísafold - 21.04.1876, Blaðsíða 4
32
mannsins sjálfs, því þeir stæðu bezt að
vígi til að koma brotinu upp. En því
var svarað heppilega á þá leið, «að það
væri engin siðaspilling, að þjónar segðu
til, ef lávarðar þeirra yrðu lögbrotar;
hitt væri meiri siðaspilling, ef þeirra
væri freistað til að vera dyljendur lög-
brota þeirra, er þeim væri kunnug»
(Benid. Sveinsson, Alþ.tíð. 1875, 15.147).
Gjaldheimtumenn (lögreglustjórarn-
ir) fá 2 af hundraði í innheimtulaun,
eins og af brennivínstollinum.
Með auglýsingu 16. febr. þ. á.
hefir ráðgjafinn samkvæmt allrahæstum
úrskurði ll.s. m. sett nákvæmari regl-
ur um, hvernig framfylgja skuli tóbaks-
tollslögunum. þar er meðal annars
mælt svo fyrir, að dómstólarnir skuli
ákveða allar sektir eptir lögunum.
— Tolllög þessi hvorutveggja verða
að öllum likindum eitthvert vinsælasta
verk hins fyrsta löggefandi alþingis (á
þessari öld); svo þrámælt hefir mönn-
um lengi verið 'um, að nauðsynlegt
væri að reyna að stöðva hið háskalega
ólióf á munaðarvörukaupum vorum.
Allir hljóta líka að kannast við, að eng-
ar álögur eru ljettbærari en óbeinir
skattar eða tollar, einkum ef þeir eru
eigi lagðir á annað en ónauðsynjavöru.
Menn eru alvanir við, að prísar á kaffl,
tóbaki og brennivíni hækki um nokkra
aura á ári, og því skyldi þeim ekki
standa á sama, hvort það er kaupmað-
urinn eða landsstjórnin, sem hækk-
uninni veldur, nema hvað þeim ætti að
þykja vænna um, að landssjóðurinn
njóti hennar. Þar á móti er mönnum
mjög tilfinnanlegt, þegar jafnaðarsjóðs-
gjaldið hækkar stórum ár frá ári, og
svó er um alla beina skatta. Auk þess
geta beinir skattar, hvað þungir sem
þeir eru, aldrei gefið neitt af sjer á
við tollana. Síðasta árið, sem til er
landsreikningur fyrir, eða árið 1874,
gaf brennivínstollurinn af sjer eins
margar þúsundir ríkisdala (27000), eins
og konungstíundin hundruð (2739), og
þykir tíundin þó eigi all-ljett álaga. Að
minnsta kosti leikur það orð á, ekki
sizt um suðurland, að fæsta langi til
að tíunda meira en þeir komast minnst
fram með. þar sem ekki eru nema
beinir skattar, geldur óreglu- og óhófs-
maðurinn ekkert í landsþarfir, því hann
á optast ekkert að gjalda af, mundi
jafnvel þykjast verða hart úti, ef hann
væri látinn gjöra það; en óbeinaskatt-
inn eða tollinn geldur hann möglun-
arlaust, brennivínstollinn og tóbakstoll- |
inn dags daglega, ef hann fær sjer dag-
lega í staupinu og tekur í nefið.
Auglýsingar.
— §arnskot til að styrkia Guð-
mund Hjaltason til að ferðast til norsks
bændaháskóla. — Frá Nýjabæ á Sel-
tjarnarnesi 19 kr. 61 e. (Brynjólfur
Magnússon 6 kr. Halldóra Guðmunds-
dóttir 4 kr. Steini Halldórsson, Pjetur
Árnason og Jónas Ólafsson hver 1 kr.,
Gísli tórðarson 66 a., tórólfur Jóns-
son og Bjarni 50 a. hvor. Þar að auki
gaf 1 41 e., 9 hver 33 a., 2 hvor 25
a , 1 27 a og 5 hver 16 a.j. Ólafur
bóndi Guðmundsson í Mýrarhúsum 18
kr., Þórður bóndi Jónsson sama st. 4
kr., Ingjaldur hreppstjóri Sigurðsson á
Lambastöðum 4 kr.. Alþingismenn gáfu
alls 63 kr. (Jón Sigurðsson þingm. ís-
firðinga 5 kr , Benidikt Kristjánsson 4
kr., Tryggvi og Eggert Gunnarssynir
hvor 3 kr., ísleifur Gíslason, I’áli Páls-
son þingm. Skaptf., þórður þórðarson,
Hjálmur Pjetursson, Þorsteinn Jóns-
son, Guðmundur Ólafsson, Páll Páls-
son þingm. Húnv., Einar Gislason, Jón
Sigúrðsson þingm. þingeyinga, þórður
Jónasson, Snorri Pálsson, Einar Ás-
mundsson, Benidikt Sveinsson, Þórar-
inn Böðvarsson, Pjetur Pjetursson, Ól-
afur Pálsson, Jón Hjaltalín, Eiríkur
Kúld, Bergur Thorberg, Torfi Einars-
son, Sighvatur Árnason, Stefán Eiriks-
son, Jón Pjetursson og Ásgeir Einars-
son hver 2 kr.). Guðbrandur bókhald-
ari Finnbogason 3 kr., Jón faktor
Steffensen 2 kr. Magnús yfirdómari
Stephensen 2 kr., Böðvar bókbindari
þorvaldsson 2 kr. Friðrik bókhaldari
Fischer 2 kr. Benedikte Arnesen Kall
5 kr. Jakobsen skóari 2 kr. Jón rit-
ari Jónsson 20 kr., alls 147 kr. Loks-
ins skal eg geta þess, að ritstjóri ísa-
foldar hefir prentað kauplaust áskorun-
ina um samskot frá 4. sept. f. á. (ísa-
fold II 17), og að ritstjórar ísafoldar og
Þjóðólfs hafi eigi viljað þiggja borgun
fyrir þessa skýrslu.
Um leið og jeg þakka hinum heiðr-
uðu geföndum fyrir þessar gjafir sínar,
skal jeg geta þess, að allt útlit er fyrir
að fyrirtæki það, sem þeir svo góð-
fúslega hafa stutt, muni blessazt, og
fer skáldið Kristofer Janson, sem áður
hefir verið forstjóri bændaháskólans í
Gausdal, í brjefi til mín frá 14. janúar
þ. á. meðal annars þessum orðum um
það: «Eg trur de hava funnet retta
mannen, dá de sendde Guðmund hit,
og eg trur han er ein av deim, som
vil gjöra sig best nylte av skulen, men
han maa vere her lenger, skal han fá
ret fast grunn at slanda pá».
Fyrir ferð Guðmundar hjeðan til
Björgvinar með seglskipi og frá Björgvin
á gufuskipi og járnbraut til Gausdals
hefi jeg lagtút 71 kr., og það sem eptir
er af ofannefndum samskotum alls 147
kr. nægir ekki lil að borga fyrir fæði
Guðmundar við skólann í vetur í 6
mánuði, 28 kr. á hverjum mánuði, alls
168 kr. Með því að þar að auki virð-
ist æskilegt að styrkja Guðmund til að
vera á skólanum enn einn vetur, leyfi
jeg mjer að ítreka áskorun mína frá
4. septbr. þ. á. um að styðja þetta
fvrirtæki. Reykjavík 18. apríl 1876.
Jón Jónsson,
landritari.
Nærsveitamenn geta vitjað ísafold-
ar í a p ó t e k i n u.
| o
1 P
O o
?H
<2 |
8 0
ci
U
<P ?H
> O
rC c£
_ ’bb
•rt rO
Ph g
©
00 _
o ö
Qj
•+=> 03
£ &
5h
• rH
r—í >
CÆ
o
^^5
2» Ld
o>
rO
o
ei S h
fi £ S8
C. W. Salomon <fc Co.
Prima valskegraa Kogeærter
Prima Lollandske gule Kogeærter (letkogende)
Prima Möenske grönne Kogeærter (Sukkerærter)
Kussiske Taffel Dessert Ærter i 3 Kvaliteter
Spanske Ærter (store, fra sidste Höst)
Hollandske Lindser samt livide & brune Hönner
Eussiske Mannagryn
Leipziger Semoulegryn
Ostindiske Sago i 3 Störrelser
Ungarsk Stjernemel
Helgisk Risstivelse •
Java Ris (klare)
Arrakan Ris
Caroline Ris (store, gjennemsigtige)
Ragoon Ris
Italiensk Macaronni i forskjellige Tykkelser
Franske Nudler
Engelske Biscuits i 35 Sorter
Holstenske Havregryn.
M uAuquaqofji
c
aq
<1
H- •
O p
cr*
j- o
cÓ
O
S- °
O
í1 O
rt
CTq
o
rt
o
o
p.
p
o
O
crq
o
o
p-
o
ísafoKl kemur út 2 —3var á nnnu?)i, 3* bl.
um áriö. Kostar 3 kr.a árgangurinu (er-
Undis 4 kr.), stuk ur. 20 a. Sólulaun: 7.
hvert expl.
Arsveibiö greifcist í kanptíb, eta þá hallt á sumarmálum, hálft á
haustlestum. Auglýsiugar eiu teknar í blafoií) fyrir 6 a. smáleturs-
línan eba jafnmikib rúoi, en 7 a. rneö venjolegu meginmálsletri. —
Skrifstofa Isafoldar er í Doktorshúsinu (í HliÖarhúsom).
ltitstjóri: Bj Örn Jónsson, cand phil.
Laudsprentsmiöjan í Reykjavík.
Einar pórðarson.