Ísafold - 25.04.1876, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.04.1876, Blaðsíða 1
á « o f o l b. III Priðjudaginn 25. aprílmánaðar. Un» jireslamálið. Eptir „iL—4.“ (Niðuriag). Uinn mikli þjóðmær- ingur vor, herra Jón Sigurðsson, hefir fyrir 30 árum ritað um kjör presta í 6. ári Njírra Fjelagsrila bls. 71—90, og getum vjer ekki stillt oss um að taka bjer upp nokkur orð úr þessari ágætu ritgjörð, til að rifja upp fyrir mönnum, hvernig hann hefir skoðað þelta mál. Á bls. 72 stendur: «Allir hafa játað, að kjör þeirra (prestanna) margra hverra væri með engu móti viðunandi, að menn þyrfti aldrei að vænta sjer góðra presta, nema þeim væri sjeð fyrir sóma- samlegu uppheldi, og að landinu væri þó ekki á neinu meiri þörf en góðum prestum, þar eð öll uppfræðing aiþýðu er undir þvf komin, að þeir gjöri verk sinnar kóllunar trúlega og kostgæfilega; en á uppfræðingunni byggist öll and- leg og líkamleg velferð þjóðarinnar. |>ví getur og enginn sanngjarn maður neit- að, að Islendingar eiga andlegu stjett- inni mikið að þakka. þessi stjett hefir að öllu leyti liðið blilt og strítt með alþýðu, og hvað sem að ber, þá er hún innanhandar með hjálp og ráð eptir megni. Af prestinum læra flestir það gott semþeirnema; til hans sækja þeir ráð í andlegum og veraldlegum efnum; hann er opt bjargvættur nauðstaddra, læknir veikra, talsmaður fátækra og þeirra, «em órjett líða; og því verður ekki neit- að, að ‘andlega stjettin er þjóðlegasta stjettináíslandi. Eðamundiþaðekki vera að miklu leyti prestinum að þakka, að alþýða á íslandi hefir jafnan fengið orð fyrir, og með rjettu, að hún sje að jafnaði betur uppfrædd en alþýða í öðrum löndum. það er því auðsætt, að íslendingar ættu, sjálfra s(n vegna, að leitast við að gjöra kjör prestanna svo viðunanleg, sem kostur er á eptir ásigkomulagi landsins, og það er eng- inn efi á, að það má takast, ef rjett er farið með þau efni, 6em fyrir hendi eru». þannig leit þessi merkismaður á þörfina að bæta kjör prestanna, og það á þeim árum, þegar enginn prestaskortur var, heldur var varla svo rýrt brauð, að ekki væri undir eins sótt um það, þegar það losnaði. Nú er þörfln orðin margfalf tilfinnanlegri og krafan til þess að kjör prestanna sjeu bætt, bæði sökum þess að presta- skorturinn er tilfinnanlegur orðinn, og ekki úlit fyrir, ef ekkert verður að gjört, að hann minnki, heldur miklu fremur fari vaxandi, og einkurn þegar bætt hafa verið Jaun annara embættis- manna landsins, og landstjómin, sem að miklu leyti er í höndum hins ráð- gefandi og fjárráðandi aiþingis, ereptir stjórnarskránni skuldbundin til aðvernda þjóðtrú og þjóökirkju vora, og sjá henni fyrir nógum og góðum kennendum og sálusorgurum. Hvað á þá að gjöra til þess að útvega prestastjettinni nægi- legt lífsuppheldi ? í íljótu bragði kann nokkrum að virðast, að bezta úrræðið sje, að setja preslana á föst laun, og þessi skoðun er ekki ný, því hún kom fram á synodus 1852, og þá var valin nefnd til að íhuga hana, en hún hefir sem vonlegt var ekki fengið framgáng. Vjer viljurn nú stuttlega skoða þessa stefnu nákvæmar. Ef prestar eru settir á fóst laun, verður annaðhvort eins og stungið var upp á 1852 að selja öll kirknagózin; en það mundi nú vera líkt og að selja aðrar eignir landsins, einungis til þess að landssjóðurinn fengi nokkurt fje í bráð, en þegar það væri upp gengið, yrði að leggja nýja skatta á alþýöu, sem að sönnu ábatað- ist við jarðakaupin, en mundi illa kunna þessum nýu álögum. Peningar lækka ávallt I verði, og svo mikið sem vant- ar á, að kaupverðið fyrir kirknagózin gefi nægilega rentu til viðurhalds presta- stjettinni með fyrsta, verður það þeim mun ónógara síðar meir. |>á er hitt tiltækilegra, að landssjóðurinn tæki að sjer þessar eignir kirkna- og presta- kaila, og allar tekjur presta, nema þókn- un fyrir aukaverk, en gildi svo prest- unum hæfileg laun í peningum. Nú eru á landinu, eins og áður er sagt, 169 prestaköll, og vjer ætlum fremurof lágt en of hátt í lagt, að ætla hverju prestakalli í föst laun úr lands- sjóði til jafnaðar 1600 kr., hvernig sem menn vildu skipta þeim milli þeirra, og er það samtals 270,400 kr., en fast- ar tekjur allra prestakalla á landinu eru á að gizka f60,000kr., og þó þær væru nokkuð meira, þá þárf landssjóðurinn, ef hann tekur þær að sjer, að gefa talsvert af því I umboðs- og innheimtu- laun, svo að ekki mundi veita af því, að landssjóðurinn legði til ll0,000kr.; en auk þessa yrði hann að taka að sjer að veita ándlegrar stjettar persón- um eptirlaun eins og öðrum embættis- mönnum. En þetta verðnr landssjóðn- um óbærilegt, með öllum þeim skyldum öðrum, sem á honum hvíla. Vjer vilj- um þvf heldur taka til þeirra úrræða, sem stungið er upp á í Nýum Fjeiags- ritum á áminnstum stað, og reyna að útvega prestunum sómasamlegt uppeldi með þeim efnum, sem fyrir hendi eru, 33 og svo, að lándsstjórnin þurfl ekki að leggja prestunum svona stórkostlegt fje úr landssjóði, og þótt lándssjóðurinn þurfi áð leggja nokkrnm fátækum út- kjálkabrauðum uppbót fyrst um sinn, þá megi með tímanum láta prestana komast af með tekjur þær, sfem þeiT hafa af jörðum, sóknuhum og kirkjun- um, ef lahdssjóðurinn einungiá ljettir þeifri óviðurkvæmilegu byrði afpresta- köllunum, að forsofga uppgjafapresta og prestaekkjur. En tll þessa vferður fyrst að skipa niður prestaköllum, sóknum og kirkjum eptir vissri reglu um allt land, og steypa brauðunum saman al- staðar þar sem þvl verður við komið, svo að andleg uppfræðing líði ékki við það, sjer í lagi barnauppfræðingin, og prest- unum verði ekki of örðugt að þjóna svo vcl sje, ekki heidur söfnuðunum að vitja prests þegar á þarf að hálda, éins ogsynodus-nefndin, sem kosinvar 1873, hefir sett sjer fyrif að gjðra; og fellutn vjer oss að mestu leyti við þá stefnu, sem synodusnefndin hefir sett sje fyr- ir, eptir því sem hún hefir tekið fram í umbúrðarbrjefi sínu til prófastanna. Einungis getum vjer ekki sjeð á því, að nefndin ætlist til, að hin seinustu úrslit málsins sje lögð undir alþingi; en það getur háfa komið tíl af því, að alþingi hafði þá ekki fengið löggjafar- vald og fjárráð; en þetta álítum vjer Sjálfsagt að hún gjöri, einkom eptir að rýmkað hefir verið um verksvið og vald alþingis. Oss virðist einnig, að nefndin hafi ekki tekið nógu mikið til- lit til safnaðanna alkvæðis om þetta málefni; en vjer álítum það frjálslegt og sanngjarnt, að ekki sje gjörð nein stórkostleg breyting á skipun presta- kalla, sókna og kirkna, nema söfnuð- unum, sem hlut eiga að máli, gefisi fyrst kostur á að velja nefnd úr sínum flokki, hverjum fyrir sinn söfouð, og þessar nefndir gefi skriflega álit sitt um þær nppástungur um breytingar, sem synodusnefndin gjörir, og sendi þetta álit síðan gegnurn prófastinn syn- odusnefndinni svo tímanlega, að hún geti lagt málið í heild sinni fyrir næsla alþingi. Vjer vonum, að synodus- nefndín sje þegaf langt á leið komin með uppástungur sínar, og viljum stinga upp á því við hana, að senda nppá- stungur sínar á næsta sumri heim til hvers prófastsdæmis, um þær breyt- ingar, sem hún álítur hagfelldar'í pró- fastsdæminu, og vonum, að hún sje á sama máli og vjer um það, að með þessari aðferð verði málið sem bezt undirbúið að kostur er á, og sömu-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.