Ísafold - 25.04.1876, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.04.1876, Blaðsíða 3
35 að haustinn og fram eptir velri, og kosta meiru til en almennt er gjört með fóður eða meðul handa fjenað- inum og hirðinguá honum. Og — því ekyldi slíkt eigi vera tilvinnandi». 3% 76: «Bráðapestinni erað mestu slotað, og hefir hún verið mjög víða í vetur með skæðasta móti, enda mátti við því búast eptir minni skoðun. Næst liðið vor kom gróður í fyr6ta lagi; síð- an fraus grasið og kom kyrkingur í gróðurinn í hretnoum fyrir og eptir fardagana. Allt gras varð þvi frjósafa- lítið og þvf Ijett að smjörkosti. Af þessu leiddi, að beitin varð ljett í haust og heyin ljett í vetur; ank þessa lá jörðin lengstum auð i haust, og loks komu hjeluföllin og þyrringarnir; við það varð beitin enn þá þyrkingslegri og óhollari, og þar við bættist vatns- leysið fyrir fjenaðinum mjög víða. Hjer studdi þvf flest að til að mynda pest- arefnið í fjenu og magna það, enda kcnndu margir á því. Að þessu búnu kom hin mesta óveðra- og umhleyp- ingatíð, sem herti á að pestin brytist þar út, scin veikt var fyrir, og hvorki gætt nægilegrar varúðar nje hollu fóðri og meðulum beitt með nákvæmni og gætni til varnar. — Lömb hafa farið með flesta móti úr pestinni, einmilt af því, að eg segi, að þeim var beitt of- lengi og að þau fengn ekki nógti lag- ar-mikið fóður, þegar þau voru tekin á gjöf, og þá ekki heldur við haiðar til- raunir eða meðul, til að eyða pestar- efninu úr þeim áður en það brauzt út, fyrst hin venjulega heygjöf gat ekki gjört það, sökum þess að heyið, sem þeim var gefið, var of safa- eða lagar- lítið til þess».__________________ — Skó^arströnd J8/a76: All- an janúrmánuð var hin mesta umhleyp- inga og rigningatið, sú er menn muna. Ofviðri af suðri gjörði aðfaranætur hins 3. og 10., en af þeim veðrum urðu hjer engir stórskaðar; en af rigningum hafa spillzt hús og hey, holdafar á fjenaði og þrif. Skrugguveður voru hjer af suðri útsuðri frá 22. til 28., og er það mjög fágætt hjer. Aðfaranólt ln'ns 3. og þann 31. fjell loptþyngdarmælirinn ofan f 26”. 10. Mestur kuldi þann 20. -r- 10° R. Meðalhili -j- 1°.3 og lopt- þyngd 27”.6. í febrúarmánuði hjelzt umbleypingatíðin áfram með vindstöðu frá landsuðri til vesturs og ýmist rign- ingum eða fönnum til hins 10.; siðan gjörði landsunnan góðviðri til hius 16.; þá brá til norðanáttar með talsverðum frostum og kófköföldum til Dala, og helzt sú veðurátta enn. Mest hefir frostið orðið að kvöldi hins 19. 14°, meðaltalið um mánuðinn -j- 3° R. og meðaltal loptþungans 27”.9. í góð- viðrunum 14. og 15. þ. m. fóru flólm- verjar og Vestureyingar í hákarlalegu og fengu nokkurn atla. Iívef hefir geng- ið allþungt, þó með lítilli sóttveiki; að öðru leyti er heilsufar golt og mjög litill manndauði. — Vestmíuinaeynm ’% 76. Vetnrinn hefir verið hjer einhver hinn hrakviðra- og stormasamasti, er menn muna, en frosta- og snjólftill; sakir hrakviðranna búast menn hjer eigi við góðum sauðfjárhöldum, því auk þess, hversu fjeð hrekst i þessum sífelldn rigningum og stormum, sækir og mjög á það lús og önnuróþrif, er valda bæði felli og ullarmissi. Gæftalaust hefir hjer mátt heita allan veturinn, og hafa menn svo sem tvisvar á mánuði getað skotist á sjó fáeinar stundir i senn, þó hefir verið fiskilaust aðmestu; sök- urrt þessa viðvarandi aflaleysis hefir i hjer verið mjögbágt manna á milli, og I hefði kornið eigi verið útvegað frá Rvík í haust, v'eit eg eigi hvernig farið hefði með hold og líf manna. Síðan góu byrjun liafa sjóveður verið sjaldgæf og stirð, en þó hafa fiestir siðan fiskað til matar, og nú fyrir nokkrum dögum hafa menn fiskað að mun, þegar gefið hefir, en enginn þó hlaðið fyr en i dag, ('%)• Verði hjer eigi góður afii ( vetur verður hjer mesta neyð, því menn eru sokknir svo djúpt í skuldir við kaup- menn, aðólrúlegtmá virðasl; nú verða kaupmenn að hætta að lána, því þeir hafa haft svo mikinn skaða á verzlnn sinni síðastliðið ár, einkum ull 112 a.). Vestmannaeyingar mega því nú til að fiska, ella deyja úr hungri að vetri. — Fjárliláðinn. Ilinn 30. f. mán. átti hinn setti lögreglusljóri, Jón ritari, fund við Ámesinga og Rang- vellinga að Herríðarhóii I Hollum. Komu þar kjörnir menn úr fiestum hreppnm í báðum sýslunum. Helztu ályktanir fundarins voru, að senda skyldi menn úr heilbrigðn sveitunum í hinar grunuðu, til þess að skoða þar allt fje, eptir að það er komið úr ullu, en fyrir hið fyrirhugaða vorbað; að hafa skyldi tryggilega heimagæzlu um allt hið kláðagrunaða svæði og engum hreppi leyft að hætta við hana fyr en allt Ije þar hefði fundizt kláðalaust við skoðanir, en skoðanir skyldu fara fram að staðaldri hæfilegan tíma eplir að kláðavottur hefði síðast fundizt, ekki skemur en 14 — 18 vikur; að vörð skyldi halda í sumar með austurtakmörkum kláðasvæðisins, meðfram Brúará og j Hvitá, frá 15. mai til 22. septembers. {>riggja manna nefnd skyldi stjórna ; verðinum, og voru í hana kosnir þeir j Stefán prestur Slephensen á Ólafsvöll- um, Egill hreppstjóri Pálsson í Múla j og Sigurður Magnússon á Kópsvatni. «TiI umtals kom á fundinum, að skora á amlsráðið, aðveita fjárstyrk til varð- arins, svo mikinn sem lög framast leyfa, og Ijet fundurinn í Ijósi, að amtsráðið mundi naumast geta og þvi síður vilja neita þeirri samhljóða ósk kosinna manna úr svo stóru svæði amtsins, sem mætt hefði á fundinum*. Enn fremnr segir í fundarskýrlunni, sem er undirskrifuð af prestunum Hannesi Stephensen og Stefáni Stephensen, að fundurinn hafi kveðið upp «samhljóða lofsorð á aðgjörðum hins setta lög- reglustjóra í kláðamálinu, og vildi láta það álit sitt i Ijósi til yfirboðara hans, að hin styrkasl von um útrýmingu kláð- ans væri gruodvölluð I því, að hann hjeldi sínum afskiptum af kláðanum framvegis». Hinn 18. f. mán. hefir landshöfð- ingi lengt um ótiltekinn tíma bannið frá f. á. gegn fjárrekstrum og flutn- ingum milli heilbrigðra sveita og kláða- svæðisins (þ. e. milli Hvítáuna). Snemma í þessum mánuði kom upp kláði i nokkrum kindum I Star- dal ( Kjalarneshreppi. Annarstaðar ekki kláða getið sem stendur. Borgarfjörðinn segja nú allar frjett- : ir kláðalausan. Hinn 26. þ. mán. ætlar Jón rit- ari að halda kláðafund ( Þingnesi ( Borgarfirði, til þess að ráðgast um vörð í sumar vestan við kláðasvæðið, með því að það mál má eigi bíða jþing- vallafundar. — Jafnaðargjóðsgijald I Suðuramtinu árið 1876 er 4Öauraraf hverju gjaldskyldu lausafjárhundraði; tala þeirra hjer um bil 18,732 hndr. í fyrra var jafnaðarsjóðsgjaldið eins og hjer í suðuramtinu, en ( vesturamtinu 25 aurar (en ekki 40 anrar, eins og slendur í siðasta blaði). — jflaimtjón af slysfðr- nm. Norðau úr Skagafirði hefir frjetzt, að seint f fyrra mánuði hafi orðið það slys í Hjeraðsvötnnnum, að merkismað- nrinn ,)6n bóndi Árnason á Víðimýri hafi týnt þar lífi. Hann var á heim- reið frá Flugumýri seint um kvöld, og drengur með hontim. j’egar þeir komu að ánni, fór drengurinn til hæsta bæj- j ar til að fá fylgd yfir um hana, en þeg- ar hann kom aptur, var Jón horfinn, og fannst hestur hans rekinn upp úr ánni daginn eptir. — 2. f. m. drukkn- aði maðnr af þiljubátnum Napóleon við Lambhússund á Akranesi, Ingjaldur Porvaldsson að nafni, bóndi á Prest- húsum. Hann ætlaði um borð í skipið úr kænu, en datt ( sjóinn og varð ekki bjargað. Var þó hvítalogn. — S*óstskii»ið lagði af stað 29. f. m. Með því sigldu til Skotlands agentarnir Krieger og Lambertsen; til Khafnar Hafliði dannebrogsmaður Ey- ólfsson, kaupstjóri Breiðlirðingafjelags- ins ; Snæbjörn kaupmaður |>orvaldsson; j verzlnnarmennirnir Christian Hall (frá Borðeyri) og Sigurður E. Sæmundsson (frá Vopnafirði), og skipstjóri Hansen. — ikiiiAlre^n. 5. þ. m. Mabie Kirstine (61, Hansen), frá Khöfn með ýmsar vörur til konsúl Smiths, Magnúsar í Bráðræði og Hluta- veltunnar. 15. s. m. Draxhoem (41, Hendrichsen) frá Khöfn til Knudtzons verzlunar. 12 frakkneskar fiskiskútur hleyptu hjer inn fyrra hlut þ. m. — Veðrátta. Kring um Pálma- sunnudaginn stóð hjer 6 daga norðan- garður, með miklu frosti, 10—12° á Celsius. Síðan hefir áttin verið hin sama, slundum blítt, en optar þó tals- verður ktildi, og telja menn vafalaust, að hann slandi af hafís. Sumardaginn fyrsta (20. þ. m.) var 6° frost. — Aflabrftjfð. Með páska- straumnnm vonuðust flestir eplir breyt- ingu til batnaðar með aflabrögð hjer á Innnesjamiðum, en sú von hefur brugð- izt, og mun mega heita þur sjór hjer enn. Er því mjög farið að sverfa að mörmum með bjargræði, og horfir til stór vandræða, ef þessu heldur áfram í syðri veiðistöðunum er víðastnokkur reytingur, en gæftir litlar. Á Eyrar- bakka þar á móti bezti afii, komnir 11 hundraða hlutir fyrir nokkru síðan. — íákipstrniid. Hinn 4. þ. m. strandaði frakkneskt fiskiskip við Býja- skerseyri í Rosmhvalaneshrepp. það hjet Expeditive, frá Dunkerque, skip- stjóri Marechal. j>að var á leið til Reykjavíkur með skipshöfn af annari frakkneskri fiskiskútu, er það hafði rek- izt á út ( rúmsjó, sigltilausa og með hrotnum öldustokkum. Expeditive lenti á skeri, góðan spöl undan landi, og brotnaði þegar gat á botninn. Mönn- um öllum varð bjargað úr landi, svo og farangri skipverja og miklu af vist- um þeirra. Sömuleiðis náðist megnið af afianum, salt, kaðlar og segl. Seldi sýslumaður það síðan alít á uppboði 12. þ m., og skipskrokkinn með, þar sem hann var, því engin tiltök voru að gjört yrði við liann. Skipskrokkur- inn fór fyrir 552 kr. með reiða og ak- kerum m. m.; Sveinbjörn bóndi i Sand- gerði keypti. Fiskurinn seldist á 13 —

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.