Ísafold - 03.06.1876, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.06.1876, Blaðsíða 1
3 ð tt f o I 5. 111 13* Ijiugardaginn 3. júnimánaðar. t#Ui. Sveitarstjórnarlögin 4. dag maímánaðar 1872. f>að virðist reyndar lítt skiljanlegt, að 19. grein sveitarstjórnarlaganna 4. dag maímánaðar 1872 geti verið mis- skilningi bundin, eða vatdið nokkrum vandræðum, er til framkvæmdanna kemur; því að hún virðist mjög auð- skilin, og ákvarðanir hennar hægar framkvæmda; og því óskiljanlegra virð- ist það, er þess er gætt, að þingið 1871 samþykkti grein þessa óbreytta, eins og hún var í frumvarpi stjórnar- innar. En allt um það heyrðust á al- þingi í fyrra sumar megnar kvartanir yfir grein þessari, og enda kom ein bænarskrá um breytingu á henni. En endirinn varð þó sá, að uppástnnga þingmanns Dalamanna var sarfiþykkt, sú, að neðri deild alþingis vísaði bæn- arskrá þessari til landshöfðingja, til þess að hann skyldi skýra hana fyrir almenningi, og þannig rýma burtu misskilningnum og torfærunum, mis- skilningnum á því, á hverja jafna skyldi útgjöldum hreppsins, að því leyti fátækratíundin og aðrar tekjur hrepps- sjóðsins hrykkju eigi til, og torfærun- um, að jafna skyldi niðurgjöldunum fyrir fardaga (Alþingistíð. 1875, II, bls. 354—355). Þessa skýringu hefir nú landshöfðinginn gefið í brjefi til amt- mannanna 24. dag aprílmán. þ. á., og er brjef þetta prentað í Stjórnartíðind- um, deildinni B, bls. 46—47; en með því að vjer getum eigi alls kostar gjört oss ánægða með skýringu þessa, og ætlum hana eigi að öllu leyti rjetta, skulum vjer fara um hana nokkrum oi'ðum. Vjer getum að mestu leyti unað við skýringu landshöfðingjans á örðug- leikum þeim, sem eiga að rísa af þeirri ákvörðun í 19. gr. sveitarstjórnarlag- anna, að niðurjöfnunina skuli semja og leggja fram hreppsbúum til sýnis 3 vik- um fyr, en reikningsárið byrjar; enda er auðsjeð hverjum þeim, sem hugsar um það, að þeir örðugleikar eru að eins i ímyndun manna og gömlum vana eða rjettara sagt fólgnir í vanaleysi að gjöra slíkar áætlanir, og gjöra ráð fyrir þörfunum, fyr en þær á detta. Verið getur, að hreppsnefndunum í fyrstunni gleymist eitthvað sökum vanaleysis það sem heimtar kostnað á árinu, þá er þær gjöra áætlun sína og niðurjöfnun, en allt slíkt mun fljótt lagast, er þær tara að venjast hinu nýja fyrirkomulagi; og með því að oss virðist, að lands- höfðinginn hafi í brjefi sínu fyllilega ljóst tekið fram þau atriði, sem að þessu lúta, þá skulum vjer eigi fara fleirum orðum um þau; einungis virðist oss, að landshöfðinginn hafi gefið hrepps- nefndunum nógu mikið undir fótinn, að draga niðurjöfnunina, eða að minnsta kosti að hann hagi orðum sínum svo, að einhver muni misskilja það. Enhæði væri allur frestur á niðurjöfnuninni með öllu óþarfur, eins og landshöfð- inginn sýnir fram á, enda beinlínis gagnstæður 19. gr. sveitarstjórnarlag- anna, og það getur því eigi verið til- ætlun hans. En það er annað atriði viðvíkjandi þessari niðurjöfnnn, sem oss virðist landshöfðinginn hafa misskilið. Hann segir: «Ef gjaldþegn skyldi flytja sig úr hreppnum nokkrum tíma eptir far- daga, má heimta inn hjá honum, þar sem hann hefir tekið sjer bólfestu, sveitargjald það, er jafnað var á hann ( hreppi þeim, er hann fluttist úr». Orðin eru að því leyti óljós, að eigi verður sjeð, hvort hann ætlast til, að gjald það, er á hann hefir verið lagt í þeim hreppnum, er hann fluttist úr, á að renna til þess hreppsins, eða þá hins, er hann fluttist í; en jhvort sem heldur er, ætlum vjer víst, að þetta sje eigi rjett. Ef gjaldið ætti að renna til þess hreppsins, sem gjaldþegninn flyt- ur úr, þá ætti hann að gjalda til ann- ars sveitarfjelags, en síns eigin sveit- arfjelags, og það getur þó eigt verið skylda hans. það virðist auðsætt, og liggja í hlutarins eðli, að úr því hann er fluttur úr þeim hrepp, sem hann hefir áður búið í, er það sveitarfjeiag honum með öllu óviðkomandi, og á honum getur framar engin lagaskylda legið, að greiða til þarfa þess; en und- ir eins og hann er kominn í hinn hreppinn, hefir hann gengizt undir all- ar fjelagsskyldur þess hreppsins og hluttöku í öllum gjöldum hans að rjettri tiltölu við aðra hreppsbúa, og ætti hann að vera laus við gjöld til þess hrepps- ins, en greiða sveitargjald til hins hreppsins, þar sem hann áður var, væri hinum nýja hreppi hans rangt gjört. En að hann skyldi gjalda tll tveggja hreppa í senn, |getur eigi til orða komið. Á hinn bóginn getur það naumast verið tilætlun landshöfðingj- ans, að sá búandi, sem flytur sig i ann- an hrepp, eigi að greiða gjald það, sem á hann kann að hafa verið jafnað í hinum fyrri hreppnum, af hverjum á- stæðum sem það svo kann að hafa verið gjört, óbreytt til þess hreppsins sem hann flytur í; því að það liggur í 49 augum uppi, að hann á að gjalda til hreppssjóðs að rjettri tiltölu við gjald- endur þess hrepps, sem hann flytur i, en eigi þess hreppsins, er hann flytur úr; enda virðist það liggja í öðrum orð- um landshöfðingjans í þessum kafla brjefsins, að gjaidið eigi að renna til þess hreppsins, er hann fiuttist úr; en það getur eigi rjett verið. Oss virðist mjög hægt, að greiða úr þessu atriði, bæði eptir orðunum og andanum í lög- gjöfmni, og samanburði við önnur þess konar lög, svo sem t. a. m. tilskipun um bæjarstjórn í Reykjavík, 20. dag aprílmánaðar 1872, þannig, að þá er einhver flytur sig búferlum úr einum hrepp í annan, getur sá hreppurinn, sem gjaldþegninn flytur úr, engaheimt- ing átt til nokkurs sveitargjalds hjá þessum manni eptir fardaga, nema því að eins, að hann flytji svo löngu eptir fardaga, að nemi nokkrum talsverðum tíma úr árinu, og þá þó einungis að rjettri tiltölu við þann tímann af gjald- árinu, sem hann dvelur þar. Og á hinn bóginn er hann skyldur að greiða sveitargjald til þess hreppsins, sem hana flytur í, eða að minnsta kosti að rjettri tiltölu við þann tíma ársins, sem hann dvelur þar. Vjer viljum til skilnings- auka taka t. a. m. þann búanda, sem er ætlað að greiða 1 hundrað á lands- vfsn til sveitarsjóðs. þessi maður flyt- ur burt úr hreppnum hálfu missiri eða 13 vikum eptír fardaga; þá verður hann naumast skyldaður til að greiða meira til þess hreppsins, er hann flutti úr, en 30 álnir, eða fjórðung þess gjalds sem upphaflega var á hann lagt; en sá hreppurinn, sem hann flutti í, hefur sjálfsagt heimtingu á, að leggja á hann þrjá fjórðunga þess gjalds, sem þar hefði verið á hann lagt, ef hann hefði flutt undir eins í fardögum. Ef þetta er rjett, sem vjer vonum til, þá er auðsætt, að skýring landshöfðingj- ans er eigi rjett eða nóg. Þá er misskilningurinn, á hverja jafna eigi gjaldi til sveitar þarfa, eða með öðrum orðum: «hversu yfirgrips- mikil þýðing orðsins ««hreppsbúar»» í 19. gr. sveitarstjórnarlaganna sje». Um það atriði getum vjer alls eigi ætlað, að landshöfðinginn hafi rjett fyrir sjer í skýringu sinni, og annaðhvort er, að orð hans eiga að tákna allt annað, en með nokkru móti verður í þau lagt, eða hann hefir eigi athugað nógu vel 10. gr. í reglugjörð 8. janúarm. 1834. Landshöfðinginn segir, «að allir íbúar hreppsins skuli, að svo miklu leyti sem þeir annars eru færir um að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.