Ísafold - 03.06.1876, Blaðsíða 4

Ísafold - 03.06.1876, Blaðsíða 4
52 uft úfinn. Undir miðnætti sán þeir, er þá höfðn vörð. skip koma siglandi af liafi; hafði það vind á hlið, og hjelt ! fyrstu nokkuð slögótt, en er það nálg- aðist, slel'ndi það beint á Olgu. Fóru þá skipverjar þegar að kalla til hinna, svo þeir yrðu sín varir, og hjeldu því áfram, unz skipið var komið að þeim. Stýrimaður Olgu Ijet gefa út stjórafær- I ið, en það kom eigi að notum, sökum þess að straumur bar undir vind, svo jaktin lá fyrir slökum stjóra ; hið að- komanda skip sigldi á Olgu flata með fullri ferð. Skipverjar björguðu sjer allir upp í skipið, sumir á nærklæðum, svo sem þeir höfðu hlaupið upp úr rúm- um sínum, er þeir heyrðu köllin og brakið í Olgn ; skip það, er þeir nú voru komnir í, var frakkneskt fiskiskip, Yirgine að nafni nr. 24 frá Dunkirque. Ilvorki frakkneska skipið nje Olga hafði Ijós í vanti; hafði þeim á Olgu eigi þótt þess þurfa, þar sem þeir segja að svo hafi verið bjart, að sjá hafi mátt skip að minnsta kosti hálfa raílu í burtu. Daginn eptir fóru Olgumenn aptur að skoða jakt sína jþannig, að hið frakk- neska skip, er engau bát hafði, sigldi þjett hjá Olgu, og stukku þá hinir yfir, og tökst 6 það, 1 varð eptiri; var þá fjarska mikill sjór kominn i jaklina, hún mjög brotin, gat á henni og vantur slitinn; dvöldu þeir þar að eins fjórðung stundar og óx sjórinn í henni um 4 til 6 þumlunga á þeim tima. Sáu þeir að sjer mundi þar eigi lengi vært, og björguðu sjer allslausir með mesta hfsháska í tnjög miklum osjó á litlum lekum og veikum skips- bát aptur yfir í bið frakkneska skip. þeir dvöldu I því til þess 17., að bátur þeirra var settur út nál. I ‘/2 m>lu I austur af Vestmannaey, í úfnum sjó og vindi á móti, og Olgumöunum gefið að skilja, að nú skyldu þeir fara. Skipstjóri Olgu bað hinn frakk- neska skipstjóra að sigla nær landi með þá (lengra), en hanu setti þar þvert nei fyrir; urðu þeir þvi að fara i bátinn, og náðu landi með mesta lifsháska, og höfðu orðið að standa í austri alla leið, þar sem báturinn var lekur og ofhlaðinn með 7 mönnum í úfnum sjó. Tvisvar áður hafði hinn frakkneski skipstjóri viljað losazt við þá, nfl. á föstudaginn langa, í austan- stormi, dimmviðri og veltubrimi, fyrst hjá Hjörleifshöfða og síðan hjá Dýr- hóiaey; þar sem þetta var nál. hið sama, og fleygja þeim í sjóinn, hafði hann þó farið ofau af þvi fyrir bend- ingar Olgumanna, og fortölur eins af hinum frakknesku skipverjum. Olgumenn láta illa yfir vistinni með Frökkum. Að eins einn eða 2 af skip- verjunum voru góðir við þá; höfðu þeir aðbúnað illan, verra en ekkert legurúm, viðurværi miklu verra en Frakkar, en urðu þó að vera á verði og undir færi til jafns við Frakka, og höfðu 2 afþeim dregið miklu betur en nokkur af Frökk- um; einungis skipstjórínn afOlgu hafði haft þar allgóða æfi. Til merkis um menntunarstig og mannúð þessarar skipshafnar má og gela þess, að þeir höfðu sleppt ýmsum fiskum lifandi, t. d. skötu, háfi og flestum luðum, en alia þessa fiska höfðu þeir eitthvað sært áður: blindað flesta þeirra. skorið í tálknið, neðri skoltinn t’rá, trjónuna eða halann af skötunum, og haft hið mesla yndi af þessum þorparaskap sín- um. það er vonandi að þessi fátæka eyja, eða þeir eyjabúar, er tjón þetta biðu, verði eigi látnir hafa það svo búið, en fái bætur fyrir skaðann og skipverjar auk þess fyrir hrakninga sína, og lifsháska, og að skipstjórinn frakkneski fái makleg iðgjöld fyrir þetta afrek sitt og breytni sína við skipbrots- menn eptir á. Vestrnannaeyjum, 23. d. aprílm 1876. l'orsteinn Jónsson. —rlTínniitjóii af slysiorum. Hinn 31. f. mán. týndist fjögramanna- far, frá Ilrólfsskála á Seltjarnarnesi, á uppsiglingu af Sviði, með 5 mönnum á, í versta hrakviðrisstormi á austan. — Hrossaítimpiiskip herra Slimons, Fusilier (220 tons, Jaques) hafuaði sig hjer l.þ. in. Með því kom sira Matt. ritstjóri Jochumsson. — það fór aptur í nótt, með 300 hross. Meö skipi þessu sigldi aptur snöggva ferð til Englands og Danmerkur laud- lækuir vor, Dr. Jon Hjaltalín. — Vestiirlieimsíerdir. Uinn 23. þ. m. á útfaraskip Allan-fjelagsins að leggja af stað hingað frá Glasgovv, og á að fara aptur frá Borðeyri 28., Irá Sauðárkrók 30. s. m., og frá Akur- eyri 1. julí, með allt safnið af þessum 3 höfnum. Síðan fer það aðra ferð hingað til Seyðisfjarðar, eptir Austfirð- ingum, og á að verða ferðbúið þaöan aptur 13. júlí. Skipið heitir Verona, (gufuskip) og er 1600 tons, sjálfsagt langstærsta skip, er hjer hefir sjezt. Eptir því sem umboðsmenn fjelagsins hafa skýrt oss frá, verður farareyrir 121.50 kr. á mann, alla leið til Quebec, að frátöldu fæði á leiðinni til Englands, sem ætlazt er til að útfarar hafi sjálfir með sjer. Útlendar frjettir Vrá Danmörku hafa síðustu skip flutt þau tíðindi, að vinstrimenn hafa unnið ágætan sigur i fólksþingiskosn- ingunum 25. f. m., svo að þeir ern nú 74 saman á þingi, en lið hægrimanna einir 28. Áður stýrðu vinstrimenn að eins rúmum helming atkvæða, og það þótli hinum of lítið til þess að þeir gætu átt heimtingu á að skipa ráða- neyti konungs. En hvað ætli þeirsegi nú? — Meðal nafQkendra Hægrimanna, er Vinstrimenn lögðu að velli i þessari kosningahríð, sern Danir muna enga jafnsnarpa, nefnum vjer þá Klein ráð- gjafa vorn fyrverandi, og Holstein- Hol- steinborg greifa, er ráðaneyti stýrði 1870—74. Klein felldi ungur greifi, Tramp að nafni (kjördæmi Kleins var Álaborg). — Hinn 28. apríl hefir kon- ungur stefnt hinum nýju þingmönnurn til aukapingsetu 15 f. m., og mun mega telja víst.að þinginn hafi verið eða verði hleypt upp á nýjan leik, áður stjórnin og jiennar liðar gefa upp bardagann. Ofriðurinn í Tyrkjalöndum er allt af að færast út ogvandræðiTyrkjans óbotnandi. Uppreistin í Mexico stendur enn, og er eigi skriðið til skara með vegendum. í þjóðveldinu Hayti í Vestureyjum er og uppreist síðan í vetur: Forsetinn,Do- minque, drepinn. Ýms spilivirki framin. Hinn 29. apr. þ. á. hefir Bretadrottn- ing tekið sjer keisaratitil á Indlandi. Auglýsingar. — það auglýsist hjer með, að frá þessum degi og til 1. Septbr. þ. á., verður eigi beitutekja leyfð eða liðin á Laxvog i Kjós. Laxanesi og Neðrahálsi 24. maí 1876. J>. Guðmundsson. J. Sæmundsson. J. Guðmundsson. Uppboð á Suður-Reykjiim. — Samkvæmt beiðni óðalsbónda Jóns Halldórssonar á Suðnr-Beykjum í Mosfellssveit auglýsist það hjer með, að föstudaginn 9. d. júnímán. næst- komandi kl. 11 f. m. verðnr opinbert uppboð haldið að nefnduin bæ Suð- ur-Heykjum, og verða þar seld hæst- bjóðendum allskonar búsgögn, bæði utan húss og innan, svo og rúmfatn- aður, og enn fremur, ef viðunanlegt boð fæst, lifandi peningur, bæði kýr ær, sauðir, gemlingar og hestar. Skilmálar verða birtir á nppboðs- staðnum áður en uppboðið byrjar. Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu 30. maí 1876. L E. Sveinbjörnsson. — það auglýsist hjer með, að jeg tindirskrifaður samkvæmt þar til gef- inni fullmakt og brjefi dagsettu 18. apríl þ. á. frá þeim herrum R. B. Symington & Co í Glasgow á Skotlandi, hefir i dag veitt yfirrjettarprokurator Guðmundi Pálssyni í Reykjavik umboð til að innheimta, ef þörf er á rneð lögsókn, allar skuldir þær, tilhevrandi fyr nefndum R. B. Symington & Co, sem enn eru ógreiddar til verzlunar þeirrar, er Sveinbjörn kaupmaður Jac- obsen rak hjer í Reykjavík undir nafn- inu «S. Jacobsen & Co» og sem al- mennt var kölluð «Liverpoolsverzlun». V’erða því allir hlutaðeigendur hjer eptir i einu og sjerhverju að snúa sjer til ofannefnds málaflutningsmanns, að því er snertir borgun á sknldum þessum. Reykjavík 31. maí 1876, fyrir hönd R. B. Symington & Co þorláknr Ó. Johnsen. — Samkvæmt ofanritaðri augiýsingu herra þorláks Ó. Johnsons hefi jeg fyrir hönd þeirra R. B. Symingtons & Co í Glasgow tekið að mjer innheimtu á ógreiddum skuldum til verzlunar þeirrar, sem með nafninu «S. Jacob- sen & Co» var rekin hjer í Reykjavík af hendi Sveinbjarnar kaupmanns Jakobsens; leyfi jeg mjer því að skora á alla þá, er enn eigi hafa goldið skuldir sínar til verzlunar þessarar að greiða þær til mín hið allra fyrsta, og skal jeg geta þess, að þeir sem þess kynnu að óska, geta átt kost á þvi að greiða skuldir sínar með ávísunum, sem kaupmenn hjer í bænum vilja taka að sjer að borga. Reykjavík 31. maí 1876. Guðmundur Fáhson. tíaluid kemi.r 6t 2 — 8var a iu»iiufcí, 3z bl. I Xrsverbif; greifcist í kauptíb, eta þa halit á eumarajalum, há 1 (t a um krit. Kostar 3 kr. árgariguriuri (er- ! haustiestuiu Auglýsiiiuar eiu teknar í blatbib fyrir 6 a. smáleturs- leudis 4 kr.), stúk nr. 20 a. Sólulauu: 7. I liuau eta jafnmikiti rúm, eu 7a rnetl venjulegu meginmálsletri. — htert expl. I Skrifstofa ísafoldar er í Doktershúsiriu (í Ulifcarhúsum). Ritstjúri: Björn Jónsson, cand phii. Laudsprentsmihian í Keykjavík. Eiiiar þórðarson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.