Ísafold - 14.06.1876, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.06.1876, Blaðsíða 1
1S90. 3 * a f o I b. III 14. Miðvikudaginn 14. júnímánaðar. Leiðarvisir til að þekkja aldur alidýra vorra. Eptir Snorra Jónsson. (Niðurlag). Eptir að þannig hefir verið gjörð grein fyrir, hvernig á þv( stendur, að þekkja má aldur hestsins á tönnunum, skal nú skýrt frá hinum sjerstöku aldurs merkjum, eptir ára- fjöldanum eða aldursskeiði þvi, sem hesturinn er á. ({ því, sem á eptir kemur, er ein- ungis tekið tillit til framtannanna I neðri skoltinum, nema annað sje sjer- staklega nefnt). Legar folaldið er 12—I4daga gam- alt, vaxa miðtennurnar fram; þegar það er hjer um bil mánaðargamalt, sjest móla fyrir næstu samstæðunum, sín hvorumegin miðtannanna; það eru millitennurnar; og þegar folaldið er hjer um bil 9 mánaða gamalt, tekur það síðustu og yztu samstæðurnar, er nefnast horntennur (hyrningartennur). Þegar hesturinn er: 1 árs, eru allar framlennurnar full- vaxnar: horntennurnar eru orðnarjafn- liáar hinum tönnunum. Krónuholan í miðtönnunum er fyllt, — o: hið opna af krónuholunni er slitið. 2 ára. Iirónuholan í öllum fram- tönnunum er fyllt. Hálsinn á mið- tönnunum er orðinn laus við tannholdið (fjórði jaxlinn er orðinn jafnhár hinum þremur). 3 ára. Miðtennurnar (fyrstu sam- stæðurnar) eru felldar og varanlegar tennur komnar í staðinn. Háls milli- tannanna er orðinn laus við tann- holdið. 4 ára. Millitennurnar (önnur sam- stæðan) eru felldar og varanlegar tennur komnar í staðinn. Háls horntannanna er orðinn laus við tannholdið og var- anlegar vígtennur komnar í efraskoltinn. 5 ára. Allar folaldstennurnar felldar. Hinar varanlegu horntennur eru teknar, en eigi orðnar jafnháar hinum fram- tönnunum. Yaranleg vígtönn komin í neðra skoltinn. Fremri og aptari brún- in á bitfleti miðtannanna slitin af. 6 ára. Horntennurnar eru orðnar jafnháar hinum tönnunum, og fremri brúnin á bitfleti þeirra slitin af, en aptari brúnin enn þá ómáð. Aptari brúnin á bitfleti millitannanna máð, og krónuholan í miðtönnunam fyllt. Bitflötur tannanna er nú aflangur og ferstrendur — breiddin helmingi meiri en þykktin; tanngarðurinn erhálfboga- myndaður, og teDnurnar standa nærri því lóðrjelt í skoltinum. En þetta breytist nú allt smám saman ár frá ári, eptir því sem sagt er lijer að framan. 7 ára. Aptari brún á bitflöt horn- tannanna máð; krónuhola millitannanna fyllt. Á yztu brún horntannanna í efra skoltinum hefir myndazt haki (eða gaddur), er fer vaxandi, þangað til hest- urinn er 9 ára, en minnkar úr því, og hverfur að mestu, þá er hesturinn er yfir 12 ára. 8 ára. Allar krónuholurnar fylltar; «hakinn» hefir stækkað. Aptari brúnin á miðtönnunum er bogadregin. 9 til 11 ára. Fyrri partur þessa aldursskeiðs þekkist á því, að aptari röndin á bitfleti miðtannanna myndar hálfboga, og kjarninn ( tönnum þess- um, er áður var sporbaugsmyndaður, fer nú að verða hringmyndaður. Við enda þessa aldursskeiðs er hin sama breyting orðin með hinar lennurnar. Kjarninn sjest nú sem dálítill kringlótt- ur depill við aptari röndina á bitfleti tannanna, og fyrir framan hana sjest móta fyrir gulutn depli, sem er hin fyllta rótarhola. Eins og áður er sagt, er «hakinn» mestur, þá er hesturinn er 9 ára, en minnkar úr þv(. Á þessu aldursskeiði er bitflöturinn «aflangur»: hlutfallið milli breiddar og þykktar er eins og 3 : 2. 12 til 14 ára. Bitflöturrnn «kring- lóttum; hlulfallið milli breiddar og þykktar eins og 5 :4. í byrjun þessa aldursskeiðs hverfur kjarninn f mið- tönnunum (12 ára), og á næ6tu árum hverfa einnig kjarnarnir ( hinum tönn- unum: «guli depillinn» skírist og stækkar þar á móti. Aptari rönd bit- flatarins fer við enda þessa tímabils að breyta hinni kringlóttu lögun sinni og myndar nú horn, einkum á miðtönn- unum. «Hakinn» hverfur að mestu, eins og áður er sagt, þá er hesturinn er 12 ára. 15 til 17 ára. Bitflöturinn myndar þríhyrning með jöfnum hliðum. Breidd- in jöfn þykktinni. Bogamynd tann- garðsins er nú að mestu horfin, svo að hann myndar nærri því beina línu. Við enda þessa tírnabils er bitflötur miðtannanna meiri á þykkt en breidd. Eptir þetta tímabil mjókka tennurn- ar (og eins tanngarðurinn allur), svo að þykktin á bilfleli tannanna verður allt að því helmingi meiri en breiddin, og tennurnaríneðri skoltinum liggja lárjett. Á gömlum hestum verða tennurnar gular, höfuðið sýnist lengra og hvass- ara niður; kjálkarnir mjókka, og hest- urinn verður inneygður. Á 14, til 16. árinu sjást grá hár ( augnabrúnunum; 53 seinna meir hærist hesturinn og í enn- inu, á nefhryggnum og ( taglinu. I>egar bygging og slit tannanna er reglulegt, eru aldursmerkin fyrir hvert ár Ijós, þangað til hesturinn er 8 ára; eptir þann tíma verða þau ógreinilegri, og því eldri sem hesturinn verður, því örðugra veitir að sjá aldur hans upp á ár; enda hefir það enga prakliska þýð- ingu, að vita, hvort hesturinn er fáum árum yngri eða eldri, ef hann á annað borð ber þess Ijós merki, að hann er úttaugaður og aflóga, því verð lians verður eðlilega að fara eptir þv(, hversu mikið gagn búast má við að hafa af honum, en eigi eptir því, hversumargra ára hann er í raun og veru. Aldursmerki þau, sem lýst er hjer að framan, eru einungis, hvað krónu- holuna, kjarnann og lögun bitflatarins áhrærir, miðuð við það, að bæði bygg- ing og slit tannanna sje reglulegt. En óregla í byggingu og sliti tannanna er all-tfð og getur verið svo margvísleg, að það yrði of langt mál og margbrotið, að gjöra grein fyrir því hjer. Einungis skal þess getið, að tennurnar eru stund- um talsvert lengri eða styttri en þær eiga að vera að rjettu lagi, og sýnir þá bitflötur tannanna hestinn yngri eða eldri, en hann í raun og veru er; til þess að fá hinn rjetta aldur á að draga jafnmörg ár frá aldri þeim, er tenn- urnar sýna, eins og þœr eru mörgum linum of láar, og á hinn bóginn bœta eins mörgum árum við aldur þann, er bitflötur tannanna sýnir, eins og þœr eru mörgum línum of háar. Að öðru leyti verður maður yfir höfuð að styðjast við hallann á tönnunum og bogamynd og breidd tanngarðsins. J>ess skal að lyktum getið bjer, að eigi verður •— eins og sumir (mynda sjer — sjeð af hornköggli þeim, er finnst í hófskeggi hestsins, hvort hann er á stöku ári eða eigi. Ilornköggull þessi á ekkert skylt við aldursmerki hestsins. — Aldur nautgripa er eigi nærri því eins auðvelt að þekkja yfir höfuð að tala eins og aldur hestsins. Á yngri árum dýrsins leiðbeinir tann- takan manni til að þekkja aldurinn, en eptir að henni er lokið, verða aldurs- merkin mjög óljós, hvað tennurnar á- hrærir, og maður hefir þá lítið annað við að styðjast en hringi þá, er myndastá hornum mjólkurkúnna. Nautin hafa 24 jaxla alls — 6 hvorumegin ( efra og neðra skoltinum—, og 8 framtenn- ur í neðra skoltinum, en f efra skolt- inum eru engar framtennur. Fram-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.