Ísafold - 14.06.1876, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.06.1876, Blaðsíða 3
55 Útlendar frjettir frá 12. degi aprílmán. til maímánaðarloka. Frá Dönum: nýjar kosningar; sigur Vinstrimanna; kynnisför Georgs konungs. Tyrkjaveldi: frá uppreisnunum; ráð- gjafaskipti; vegnir konsúlar í Salonicki. Fundur í Berlín. Frá Banda- m ö n n u m: gripasýningin mikla; Linkolns- varði. S p á n n. Minar nýju kosningar til fólksþingsins fóru fram 25. f. m. Hvorirtveggju flokkarnir höfðu búizt sem bezt þeir kunnu til kosninganna og á tímanum sem leið frá því þinginu var hleypt upp til þess hinar nýju kosningar fóru fram gekk ekki á öðru en fundarhöldum af hálfu bæði Vinstrimanna og Hægri- manna. Skorti þar eigi svigurmæli af beggja hálfu og ýms ófögur heiti valdi hvor flokkurinn öðrum. Mátti þegar sjá af fregnunum af fundum þessum, að Vinstrimenn mundu verða ofan á eigi síður en áður. Mæltist mál ráðgjafanna illa fyrir víðast hvar út um landið, en í flestum kaupstöðunum eru Hægrimenn mannfleiri. Iíjörfundirnir hinn 25. voru einhverjir hinir fjölsóttustu og fjörug- ustu ; beittu hvorirtveggju flokkarnir öllum þeim afla, er þeir gátu saman- rakað, en hjer var eigi til sigurs að vega fyrir Ilægrimenn, enda hafa þeir aldrei slíkan ósigur beðið sem nú. Vinstrimenn komu eigi einungis mönn- um af sínum flokki fram í öllum hin- um gömlu kjördæmum sínum, heldur unnu þeir og mörg ný, svo að nú er talið, að í hinu nýkosna fólksþingi sitji 74 Vinstrimenn, en að eins 28 Hægri- menn. jþað sem sárast var fyrir Hægri- menn var það, að margir af hinum helztu görpum þeirra fjellu fyrir ung- um og óreyndum Vinstrimönnum. Iílein, íslandsráðgjafinn gamli, sem lengi heflr verið talinn einhver helzti forsprakki Hægrimanna, varð undir við kosningarnar f Álaborg fyrir Tramp greifa, ungum Vinstrimanni; hann er talinn greindur vel og einlægur Vinstri- maður, en lítt er hann reyndur enn. Svo skal jeg geta Holsteins greifa að Holsteinborg; hann heflr lengi verið forsætisráðgjafl konungs og talinn með hinum betri iiðsmönnum Hægrimanna; en við kosningar þessar tókst eigi bet- ur en svo til að hann varð undir fyrir bónda einum, óreyndum og lítt kunn- um. Blöð Hægrimanna bárust iila af eptir kosningarnar; sögðu þau að það hefði vel máttvið því búast að óheppi- lega kynni að takast til, en svona hrap- arlega hefði eingiun getað ímyndaðsjer að færi; þó Ijetu þau í veðri vaka, að flokksmenn sínir hefðu þó ekki «misst móðinn». Blöð Vinstrimanna töluðu skynsamlega og stillilega um sigur sinn, en sögðu sem var, að nú hefði þjóðin Ijóslega sýnt álit sitt á að- almáli stjórnarinnar (varnarmálinu) og Hægristjórninni yfir höfuð. Enda mundu ráðgjafar í öllum hinum frjálsari lönd- um norðurálfunnar þegar hafa sagt af sjer völdum eptir kosninguna, er gengu þeim svo mjög á móti, og skorað á konung að taka sjer ráðaneyti af and- vígisflokknum. En Hægriráðajafarnir hjer sátu kyrrir og silja enn, hve lengi sem það verður. Hið nýja þing kom saman 15. þ. m., og var landvarnar- frumvarpið þegar lagt fyrir fólksþingið, en litill efi mun vera á því, að viðtök- urnar þar munu ekki verða sem bezt- ar. Það er sögn sumra manna, að ráð- gjafarnir ætli heldur að láta landvarn- arfrumvarpið falla niður en fara frá stjórninni; er slíkt harla ótrúlegt, en við mörgu má búast. — Nú er Georg Grikkjakonungur kominn hingað í kynn- isferð að hitta foreldra sína; eru bæði kona hans og börn með honum. Var honum tekið hjer eins og að líkindum lætur með hinum mestu virktum, enda er hann vinsæll hjer frá æskuárum stn- um. Skömmu eptir að hann var kom- inn hingað lagðist hann veikur af köldu- sýki, en nú er hann á góðum bata- vegi. þeirri fregn er fleygt, að hann vilji eigi fara heim til ríkis síns aptur, nema hann fái meiri völd í hendur, til þess hann fái ráð til að koma lagi á í Grikklandi. það er auðvitað, að margt gengur á trjefótum á Grikklandi, en það er óvíst að Georg konungur sje sá maður, er fær sje um að koma lagi á, þótt enginn efist um það, að hann hafl góðan vilja. Hitt er víst, að þá er illa komið hverri þjóð, er á þess- ari frelsis og framfara öld grípur til þess neyðarúrræðis að efla konungs- valdið. Opt heflr ástand Tyrltjaveldis ver- ið bágt, en aldrei heflr það þó staðið eins nálægt heljarþröminni og nú; á uppreistarmönnnum í Herzegowina og Bosníu hafa þeir eigi unnið bug enn, og nú er ný uppreisn hafln í Búlgaríu, sem færist dagiega út og eflist. Liðs- menn soldáns eru illa búnir að vopn- um og vistum, enda eru fjehirzlur rík- isins tómar, og ekki er hægt að grípa til þess að lána, því að lánstraustið er hvervetna þrotið, eins og vonlegt er þar sem Tyrkir geta eigi borgað rent- urnar af skuldunum. Sama er að segja um annað ástand ríkisins; þar eru hin- ar mestu dylgjur með mönnum ogtrú- arofsi Múhamedsmanna kemur fram í mörgu. Núna um daginn var gjörður aðsúgur að soldáni og hann neyddur til að reka frá sjer stórvezír sinn. Komu munkar og guðfræðisstúdentar saman í kirkju einni og voru um 5000 að tölu; þaðan gengu þeir í hátíða- göngu til hallar soldáns. Ljetu þeir allákaflega og hrópuðu: «niður með stórvesirinn». Fjöldi manns af bæjar- skrílnum slóst í förina með, svo að flokkurinn var orðinu hinn mesti rnann- grúi þegar komið var til hallarinnar. Sendu þeir nú nefnd manna á fund soldáns og kröfðust þess, að Mahumed pascha stórvezír væri vikið frá völdum. Soldán sá, að hjer var ekki um gott að gjöra og neyddist til að láta undan. Sá er fyrir hermálum stendur í hinu nýja ráðaneyti heitir Hussein Avni, og er hann einhver helzti skörungur flokks þess, er Forntyrkjar nefnast. Viljaþeir, er þann flokk fyila, að Tyrkland láti stórveldin sem minnst áhrif hafa á mál- efni Tyrkjaveldis. Sá alburður á Tyrk- landi, er mesta eptirtekt heflr vakið, er konsúladrápið í Salonichi (þessaloniku). Salonichi liggur viðGrikklandshaf; grein- ir menn mjög á um tölu bæjarbúa, en flestum kemur saman um, að fleiri sjeu þeir kristnir en Múhamedstrúar. Fregn- irnar um þennan hraparlega atburð eru svo ólíkar og fullar af mótsögnum, að bágt er að botna í. Eptir því sem næst verður komizt vildu Tyrkir neyða unga stúlku eina til þess að taka Múhameds- trú og stóðu fast á því, að hún væri þeirrar trúar ; kristnir menn vildu eigi sleppa meynni, og sögðu að hún væri kristin. tetta var í kirkju einni. Gjörð- ist þar nú háreysti mikil, svo að fólk streymdi til, og varð nú hinn mesti ys og þys í kirkjunni, en Múhamedsmenn urðu fleiri og voru fremur ofan á; fregn- in um þetta barst út um bæinn og gengu konsúlar Frakka og jþjóðverja til kirkjunnar til þess að stilla þar til friðar. þegar Tyrkir sjá þá urðu þeir svo æfir og óðir, að engu eirðu: óðu þeir þegar fram móti konsúlunum og vógu þá báða ; en á endanum slepptu þeir stúlkunni og gat konsúll Banda- fylkjanna frelsað hana úr greipum þeirra. Fregnin um þetta flaug um alla norðurálfuna og þóttu tíðindin ill, enda býr hinn mesti fjöldi kristinna manna í löndum soldáns, og urðu þeir, eins og eðlilegt var, flestir hræddir um lif sitt. Átti þetta sjer helzt stað í Miklagarði, enda Ijetu Tyrkir þar all- ófriðlega um þær mundir. í Skutari hjeldu Múhamedsmenn fagnaðarveizlur, er þeim bárust tíðindin frá Salonichi. Sýnir það hug Múamedsmanna til hinna kristnu þegna soldáns. tegar erfrjett- ir þessar komu til stórveldanna, sendu þau herskip til Salonichi og suður(Stólpa- sund. Gerðu þau það sumpart til þess að sjá um, að iliræðismönnunum í Salo- nichi yrði hegnt, og sumpart til þess, að hjálpa hinum kristnu þegnum sol- dáns, ef eitthvað meira í skærist. Rann- sóknir voru þegar hafnar í Salonichi, og strangir dómar dæmdir og fram- kvæmdir. Seinast þegar frjettist hafði eitthvað um 20 manns verið hegnt með lífláti. Um sömu mundir og vígin urðu í Salonicki var fundur í Berlín um aust- ræna málið. þann fund sátu þeir Alexander Rússakeisari með utanríkis- ráðgjafa sínum Gortschakoff, Yilhjálm- ur Pjóðverjakeisari með Bismarck og utanríkisráðgjafl Austurrikiskeisara, An- drassy greifi. Allt fór vel fram á fund- inum og ríkti þar hið mesta samlyndi. Ráð þau, er fundurinn tók, eru reynd- ar ekki heyrum kunn enn, en flestir þykjast vita, að þau muni helzt vera fólgin í því, að herða betur að því, að vopnahlje komizt á, svo hægt verði að reyna að koma fram atriðum þeim, er Andrassy stakk upp á í vetur í nafni hinna þriggja kefsara. Áður en gjörð- ir Berlínarfundarins voru sendar sol- dáni, voru þær bornar undir hin stór- veldin, Frakkland, England og Ítalíu. Frakkar og ítalir gáfu atkvæði sitt með ráðum fundarins, en utanrikisráðgjafi Bretadrottningar kvaðst eigi geta fallizt á þau. Við þetta situr nú. Ekki er það víst, hvernig keisararnir fara að, en líklegast er eptir hinum seinustu frjettum, að þeir beri tillögur sínar undir stjórn soldáns, og hirði eigi um atkvæði Englands. En á hinn bóginn lítur svo út, sem England viiji ekki sleppa atkvæði sínu í austræna málinu því að núna nýlega hafa þeir aukið allmikið flota sinn í Miðjarðarhaflnu og við Stólpasund. |>að er enn eigi full- Ijóst, hvað það er í Berlínarsamningn- um, sem Englendingum geðjast ekki að; en flestir telja það líklegast, að þeim muni þykja keisararnir ganga all- hart að stjórn soldáns. (Niðurl. síðar). — PÓisitskípið (Arcturus) hafn- aði sig hjer 8 þ. m., eptir 11 daga ferð frá Iíhöfn. Daginn eþtir 9. þ. m., fór það vestur í Stykkishólm, sain- kvæmt áætluninni. Farþegar. Frá Khöfn : prófessor Johnstrup, stúdentarnir t’orvaldur Thoroddsen og Howitz; cand. mag. Feilberg ; Grönlund grasafræðingur og kona hans ; fröken Sigriður Jónassen; stórkaupmennirnir Fischer, Lefolii og Knudtzon, með konu og börnum; barn- ið Bertha Jörgensen. Frá Granton W. Chadwick, enskor ferðamaður.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.