Ísafold - 14.06.1876, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.06.1876, Blaðsíða 2
54 tennur kálfsins þekkjast á því, að þær eru miklu minni og mjórri en hinar varanlegu tennur. þegar kálfurinn er mánaðar gam- all, hefir hann tekið allar 8 framtenn- urnar og 3 fremstu jaxlana hvorumeg- in í efra og neðra skoltinum. Upp frá þessu og þangað til skepnan ernærriþví tveggja ára, þekktist eigi aldurinn af framtönnunum á öðru en þvi, að þær mást nokkuð og styttast við brúkunina (fyrst miðtennurnar og seinna þær ytri) og verða gisnari, en þar á móti má af töku jaxlanna sjá aldur skepnunnar á þessu tímabili. fegar kálfurinn er 6 mánaða, tek- ur hann fjórða jaxlinn, sem er orð- inn jafnhár hinum jöxlunum, þegar kálfurinn er 9 mánaða gamall. Fimtán mánaða tekur kálfurinn fimmta jaxlinn, sem eptir 3 mánuði er orðinn jafnhár hinum jöxlunum, og tveggja ára er hann, þegar hann tek- ur 6. jaxlinn, þegar gripurinn er nálægt 2 ára, fellir hann fyrstu (innstu) kálfs-fram- tennurnar og tekur varanlegar tennur í þeirra stað, og með hálfs árs milli- bili fellast nú hinar framtennurnar eptir rjettri röð (fyrst hinar innstu, síðast yztu tennurnar) þannig: 2 ára, fellast 1. samstæðurnar 2 l/a árs — 2.-- 3 ára — 3.-- 3Va árs — 4.-- Þó er það alltitt, að tanntöknnni er eigi lokið,fyr en gripurinn er fullra fjögraára. f>egar gripurinn er 5 ára, er hin hvassa brún eða egg slitin af öllum framtönnunum, og upp frá þessu verð- ur einungis gizkað á aldurinn, eptir því I. Framtennur: A. Mjólkurtennur: Hin fyrsta (innsta) . . - önnur .... - þriðja .... - fjórða (yzta) . . B. Varanlegar tennur: Hin fyrsta . . . . - önnur .... •- þriðja . . . . - fjórða .... II. Vígtennur: A. Mjólkurtennur: B. Varanlegar tennur: III. J a xlar: A. Mjólkurtennur: Hinn fyrsti (fremsti) . - annar . . . . - þriðji . . . . B. Varanlegir: Ilinn fyrsti . . . . - annar . . . . - þriðji . . . . - fjórði . . . . - fimjnti . . . . - sjötti (innsti) sem tennurnar styttast, gulna og gisna. En hversu lengi tennurnar endast, er að miklu leyti komið undir fóðri þvl, er gripurinn fœr, og í hvaða haglendi hann gengur. í hvert skipti, er kýrin á kálf, mynd- ast greinilegur hringur á hornunum. þar eð nú kýr vanalega eiga kálf á hverju ári, frá því þær hafa náð viss- um aldri, þá má sjá aldur þeirra á hringjafjöldanum, en þó verður að bæta við tölu hringjanna árafjölda þeim, sem kvlgan hafði lifað, þá er hún fjekk til fyrsta kálfs. Sje því kýrin 3 ára,þegar hún á fyrsta kálf, þá verður að bæta 2 árum við tölu hringjanna til þess að fá hinn rjetta aldur. Það er auðvitað, að aldursmerki þessi á hornunum eru engan veginn óbrigðul, því bæði má skafa hringina burt af hornunum, og eins geturkýrin líka hafa verið kálflaus eitt ár — en þá er bilið á milli hringjanna óvana- lega langt. Hringir geta og myndast á hornunum af því, að gripurinn hefir misjafna hirðingu og viðurværi. — Aidur sauðfjárins þekkist á líkan hátt og aldur nautpenings. Kindin hefir alls 24 jaxla og 8 fram- tennur (I neðra skoltinum), einsog naut- gripurinn, og hún fellir lambstennurn- ar, og tekur varanlegar tennur í sömu röð eins og nautin fella kálfstennurnar, — en þó nokkru fyr. Lambið fæðist vanalega tannlaust, en þegar það er rúmlega mánaðargam- alt hefir það tekið allar framtennurnar og 3 fremstu jaxlana hvorumegin I efra og neðra skoltinum. Yf i r l i t y f i r tanntökuna. Þegar kindin er rúmlega veturgöm- ul, fellir hún báðar innstu (mið-)fram- teúnurnar, og tekur varanlegar tennur I staðinn. Kindin hefir þá tvœr breið- ar framtennur. Þegar kindin er IV2 árs til 2 ára, fellir hún næstu samstæðurnar, og fær þá fjórar breiðar tennur. þriðju samstæðurnar fellir kindin, þegar hún er áþriðja vetri (í seinasta lagi 2 ára 9 mán.), og yztu framtennurnar (fjórðu samstæð- urnar), fellir hún á fjórða vetri (í síð- asta lagi 4 ára). Eptir að töku hinna varanlegu tanna er lokið, verður eigi með neinni vissu ráðið af tönnunuin, hversu gömul kindin er, því slit þeirra er mjög breytilegt, og fer eptir hirðingunni og haglendi þvl, er kindin gengur i. það er alkunnugt, að auðvelt veitir að sjá aldur sauðfjárins á hringjunum á hornunum og hornahlaupunum. þetta er einkennilegt fyrir fje og fjárrækt hjer á landi. í öðrum löndum, þar sem fjár- ræktin er á hærra stigi, en hjáoss, og þar sem fjeð hefir hjer um bil sömu hirðingu og viðurværi allan árshringinn, eru ald- ursmerkin á hornum sauðfjárins svo ó- glögg, að þeirra gætir eigi. En á villtu fje, er lifir alveg sjálfala, og á fje hjer á landi, er hefir mjög misjafnt viðurværi og hirðingu a'rlega— á sumrin allsnægt- ir, en sult og ilia hirðingu að vetrinum til —, eru aldursmerkin á hornunum ljós. Á yngri árum skepnunnar eru hin árlegu hornahlaup mest, en fara æ minnkandi (styttast), eptir þvl sem kind- in eldist. Hross. 1—2 vikna 3—4 — 8—10 mánaða 2V2 372 4'/2 árs skömmu eptir fæðinguna I 372 árs I efri skolti ( 4*/2 - í neðra sk. með fæðingunni 272 árs 372 - 4'/2 - 14—15 mánaða árs Nautgripir. 272 372 með burðinum eða I síðasta lagi 3 vikur eptir burð. l7e—2 ára 2V2—23/4 - 274-374 - 374-376 - með burðinum eða I síðasta lagi 3 vikur eptir burð 2'/2 árs 272 - 272—3 ára 72 árs 174 - 2—27* árs Sauðfje. I viku I síðasta lagi 1—3 vikna 3—4 — 1 - I 7s árs 1V2-2 274—274 - 3 —37s - 2 vikna 1 viku I síðasta lagi 3—4 vik. l'óU — 2 ára 74 árs I neðra skoltinum V12 - - efra — 3U—I árs 172—2 ára í yfirliti þessu er tanntökutlminn reiknaður frá því fyrst bryddir á tönninni; en frá þeim tíma þurfa hinar varanlegu tennur talsverðan tlma, þangað til þær eru orðnar jafnháar hinum eldri tönnunum (hjá hestinum vanalega hálft ár).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.