Ísafold - 29.06.1876, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.06.1876, Blaðsíða 3
63 sem hjer liggja fyrir, er ekki maður settur í laust embætti, nje embættis- manni eða embættismönnum vikið frá um stuDdar sakir, heldur er dómsvaldið í tilteknum flokki af málum, á tilteknu svæði, sem nær yfir 3 lögsagnarum- dæmi og part af hinu 4., um ótiltek- inn tíma — «fyrst um sinn» — án þess með berum orðum að vera tekið frá hinum reglulegu dómendum og án þess að þeim sje vikið frá embætti, fengið í hendur einum manni á hans ábyrgð, og það á þann hátt, að hann er skipaður lögreglustjóri með dóms- valdi, þó lögreglustjórar sem slíkir ekki hafi neitt dómsvald að iögum. |>ar eð yfirdómurinn þannig verður að álíta, að það liggi fyrir utan verk- svið landshöfðingjans að gefa skipun þá, sem hinn setti lögreglustjóri hefir byggt á vald sitt til að fara með og dæma mái það, sem lijer er undir á- frýjun, og að það því sje meðhöndlað og dæmt af manni, sem ekki hafði næga heimild til að sitja í dómarasæti, ber að dæma hinn áfrýaða pólitírjettardóm og alla meðferð málsins í hjeraði ó- merkt. Málskostnaður, þar á meðal málsfærslulaun hins skipaða sóknara og svaramanns fyrir yfirdóminum, sem á- kveðast 10 krónur handa hvorum, virð- ist eiga að borga úr opinberum sjóði. Sókn og vörn málsins fyrir yfir- dóminum hefir verið lögmæt. P v í dcemi s t r j e 11 a ð v e r a: Hinn áfrýjaði pólitírjettardómur og öll meðferð málsins í hjeraði á ó- merlct að vera. Allur málslcostnað- ur, par á meðal málsfœrslulaun til hins skipaða sóknara og svaramanns fyrir yfirdóminum, málaflutnings- mannanna Guðmundar Pálssonar og Páls Melsteðs, 10 krónur til hvor3, borgist úr opinberum sjóði. Jlannslát. Ilinn 16. þ. m. andaðist að Heynesi á Akranesi hin góðfræga höfðingskona, frú P ó r u n n Stephensen, ekkja hins nafn- kennda höfðingja, Hannesar prófasts Stephensens á Ytra-Hólmi (f 1856), og einkadóttir Magnúsar konferenzráðs Stephensens. Hún var fædd að Leirá 19. april 1793, fluttist þaðan 9 ára gömul með föður sínum að Innra-Hólmi og þaðan aptur i Viðey um tvítugt; giptist þar síra Hannesi frænda sínum 24. júní 1825. þeim hjónum varð 3 barna auðið, er öll dóu á undan for- eldrum sínum, eitt f æsku (Ragnheiður), en 2, Guðrún og MagDÚs, komust á fullorðins aldur. Guðrún var fyrsta kona Pjeturs amtmanns Havsteins, og erþeirra dóttir og einkabarn á lífi frú þórunn, kona Jónasar læknis Jónassens í Rvík. Magnús dó ibarnlaus, við háskólann í Kaupmannahöfn. Inntökupróf í læröa skólan- um tóku 26. þ. m.: 1. Pjetur þorsteinsson,kaupmanns Guð- mundssonar á Akranesi. 2. Eyólfur Skaptason, heit. læknis Skapta«onar í Reykjavík. 3. Sigurður Thoroddsen, heit. sýslu- manns. 4. Hannes Árnason Thorsteinson, landfógeta, í Reykjavík. 5. Sveinbjörn Sveinbjarnarson, prests sál. Hallgrímssonar. 6. Páll Stephensen, prófasts í Holti í Önundarfirði. 7. Eggert Benidiktsson, prests sáluga Guðmundsens í Vatnsfirði. Prófí forspjallsvfsind- um í prestaskólanum tóku 28. þ. m.: 1. Skapti Jónsson («dáveU) og 2. Magn- ús Andrjesson («dável»)] 3. Árni Jóns- son, 4. Einar Vigfússon og ó. Helgi Guðmundsson (allir <>vel»). Shipakoma. Hinn 27. f m. frá Iíhöfn Ane Cathrine (47, A. Niel- sen) til Havsteinsverzlunar. — S. d. lsábella Walker (179, Masson) frá Engl. ana á múlasnanum og ruddist með hann út úr mannþyrpingunni, en ann- ar fór að tauta eitthvað við stúlkuna. Hún ygldi sig í móti og bafði í hót- unum. Meira sá Inez ekki. Meðan Inez var að hugsa um þetta kynlega atvik, var numið staðar við hlið að stóru húsi. Einn af förunaut- um hennar drap á dyr; hurðin laukst upp, og þau komu inn í steinlagðan harð. «Hvar erum við?» spurði Inez. «í vinurhúsum, göfuga mær!» svaraði maðurinn. «Komið með mjer upp stigann þann arna, og munu þjer þá hitta föður yðar að vörmu spori». þegar upp kom, gengu þau gegn- um fjölda mörg herbergi mjög skraut- leg, og komu loks að klefa. Hurðin laukst upp og einhver kom; en það var ekki faðir hennar, heldur Don Am- brosio, flagarinn, sem hafði verið að of- sækja hana. Má nærri geta, hvernig henni hafi orðið við. Þeir, sem höfðu tekið hinn gamla gullgjörðarmann, höfðu þó verið hrein- skilnari, því að það var satt sem þeir sögðu, að þeir voru þjónar rannsókn- arrjettarins. það var farið með hann með kol til konsúl Smiths. — 3. þ. m. Helene Frederikke (72, Heintzelmann) frá Khöfn til Fischers ; fór 21. s. m. upp á Mýrar til lausakaupa. — 11. Johanne (53, Levertsen) frá Björgvin til hinnar norsku verzlunar í Reykjavík. — 14. Nancy (116, Nielsen) frá Khöfn til Fischers; fór 22. s. m. norður á Húsavík til lausakaupa. — 18. Walde- mar (89, Svendsen) til Fischers; fór 23. vestur á Arnarfjörð og ísafjörð til lausakaupa. — 19. Marie Kirstine (61, J. Hansen) frá Liverpool með sait til konsúl Smiths o. fl. — 21. Lucinde (102, Kæhler) frá Khöfn til Knudtzons verzlunar. — 27. Hermann (80, Jes- sen) frá Khöfn til konsúl E. Siemsens. Veðrátta o. fl. Með sólstöð- unum brá til hlýinda og hægviðra hjer syðra, og sama er að frjetta lengra að, bæði að norðan og vestan. — H a f- f s i n n er líka sagður horfinn undan landi fyrir norðan allt austur að Eyja- firði; lengra hefir eigi til frjetzt. — Aðfaranótt hins 22. þ. m. þóttust menn víða hjer syðra verða varir við nokkur merki þess, að e 1 d u r mundi u p p i einhverstaðar fyrir austan eða norðan, og mikið mistur var hjer dagana á ept- ir. Hefir merkur og skilvís maður úr Hreppnnum sagt oss frá, að þaðan hafl þennan morgun sjest mökkur mikill eða bólstur í austri, því líkastur sem gos væri, og ekki trútt um, að öskufall sæ- ist á grasi. Bæði þar og annarstaðar þar um sveitir höfðu heyrzt dynkir eigi all-litlir um nóttina. — Aflabrögð eru viðskárri núna aptur hjer um slóðir. í nœsta blaði byrjar ritgjörð um b a nk a eða lánsstofnanir á ís- landi, eptir Á rna landfógeta Tho r- steinson. hljóðlega f myrkvastofu þessa hræðilegu dóms. Það var eitt af hinum voða- legu hýbýlum, sem mannleg grimmd hugsar upp til þess að hafa hjer á jörðu sýnishorn af vistarverum illra anda og ímynduðum kvaiastað manna f öðru lifi. Svo ill sem vistin var í dýflissunni, gekk það þó enn nær veslings-óldungn- um, að vita ekkert hvað dóttur hans leið. Hann spurði þann, sem færði honum matinn, frjelta, en hann gjörði ekki annað en blindi framan f hann, eins og hanu væri forviða yfir því, að nokkur gæti farið að spyrja frjetta úr heiminum, þegar hann væri hjer kom- inn. Hann fjekk aldrei nokkurt orð út úr honum. Annað, sem fjekk hinum gamla manni mestrar hugsýki var það, að hann hafði verið ónáðaður við starf sitt þegar verst gegndi og hann þóttist þá og þegar mundi hafa hnossið hönd- um tekið. Það kvaldi hann miklu meira en óttina fyrir því, sem hinn miskunnarlausi rannsóknarrjettur kynni að láta yfir hann dynja. (Framhald siðar). skúmaskot, en lentu innan f manD- þyrpingu, sem flykktist utan um nokkra harpslaga, er reikuðu um strætin með hljóðfæri sín. þeir sungu eitt kappa- kvæðið, er Spánverjar unna svo mjög. Af því Inez var riðandi. bar birtuna af kyndlunum einna mest á hana, þar sem hún sat skikkjulaus og með bera ásjónu, og var auðsjeð, að mönnum fannst mikið um fegurð hennar, en skildu síst í, hvernig stæði á ferðum hennar, í föruneyti karlmanna, sem virtust eins og utan við glauminn og glaðværðina, en mærin sjálf sem á flótta. í söngflokknum var stúlka, sem hjelt á gýgju. Hún gekk að Inez, sló gýgju sína raeð einkennilegum al- vörusvip og hóf upp raunalegan man- söng, er Inez þótti sem hefði í sjer fólgin einhvern ískyggilegan fyrirboða. Henni varð bylt við, því þetta var sama stúlkan, sem hafði ávarpað hana í hallargarðinum við Generaliffe, og sama kvæðið og hún söng þá. Hún ætlaði að fara að tala við stúlkuna og spyrja hana, hvort hún vissi af nokk- urri hættu, er sjer væri búin, en þá tók einD af förunautum hennar í taum-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.