Ísafold - 29.06.1876, Blaðsíða 4

Ísafold - 29.06.1876, Blaðsíða 4
64 «/ sl e nzh halhbrennsla«. Vegna ummæla vorraí svo nefndri grein i síðasta bl. út af þvi, hve litla áheyrn stofnendur kalkbrennslunnar hefðu fengið hjá þingi og stjórn, er þeir leituðu fjárstyrks til fyrirtækisins, þykir oss skylt að geta þess, að lands- höfðingi hefir, meðfram eptir meðmæi- um alþingis, veitt þeim fjelögum 400 kr. styrk af þeim hluta fjár þess, er veitt er í 15. gr. fjárlaganna 1876—77, sem hann hefir umráð yfir, og í annan stað, að því er vjer höfum síðan fengið vitneskju um, reynt til að útvega ann- að eins hjá ráðgjafanum, af þeim helm- ingnum, sem hann hefir umráð yfir, en haun neitað, en boðið þeim fjelögum í stað þess lán úr viðlagasjóðnum, sem þvi svaraði (þ. e. 400 kr.). Mormónarnir. Annar af Mormónnm þeim, sem hjer voru í vetur, Samúel Djarnason. sem kallar sig <>bisktip■>, hefir gengið tvisvar af trúnni, og hefir oss borizt um það eptirfarandi skýrsla frá sóknarpresti hans, sira Brynjúlfi Jónssyni á Vest- mannaeyjum. Eptirrit: «Eg, Samúel Djarnason, játa hjer með og viðurkenni, að eg hefi nú um stundarsakir gengið villur vegar, með því að eg hefi, af einfeldni minni og hugsunarleysi, gengið í hið svo kallaða Mormónafjelag, og látið skírast, að sið þeirra, með niðurdyfingu í sjó; eggjörði þetta sökum þeirra fögru og ginnandi fyrirheita, er þeir gáfu mjer, með því að ganga í trúarflokk þeirra, að eg nefnilega þar við fengi krapt til að mótstrlða freistingunum fremur en að undanförnu. En nú er eg, af minni eigin reyuslu, kominn að raun um, að þessi fögru fyrirheit Mormóna, eru ein- ber lvgi og ósannindi, hvað mjer við víkur. Jeg hefi ekki fengið neinn krapt fremur en annars, til að stríða mót mínum hörðustu freistingtim, sem sjer í lagi er löngun til víndrykkju, af hverju að spretta ótal glæpir oa hryggi- iegar afleiðingar og ófarir. j þessari auðmjúku vtðurkenningu hefi jeg nú fvrir fullt og allt sagt skilið við flokk Mormóna, án þess þeir hafi sjálfir út- vísað mjer, og skal jeg ei framar taka þátt í þeirra svo nefndu guðsþjónustu- gjörð, heldur eingöngu halda mjer til þeirrar evangelisk-lútersku, sáluhjálp- legu trúar, til hverrar eg var skírður, sem saklaust ungbarn, og sem eg síð- an var fermdur upp á, í nafni heilagr- ar þrenningar. þessa mína drýgðu synd, eins og allar aðrar, bið jeg guð af hjarta, og með einlægri iðrun, að fyrirgefa mjer, undir eins og jeg hjer með bið kristinn söfnuð að fyrirgefa mjer það, að jeg hefi gjört honum því- líkt hneyksli. Til staðfestu þessari minni auð- mjúku játningu er mitt undirskrifað nafn. Vestmannaeyjum, þann 23. des. 1853. Samúel Djarnason>>. Að eptirritið er samhljóða frumrit- inu, sem var undirskrifað með eigin hendi Samúels, og síðan upp lesið af stól í Vestmannaeyjakirkju á jóladag árið 1853, og viðurkennt af Samúel í safnaðarins áhevrn, að væri hans hjart- ans játning, vottar Br. /ónsson. lsatuid ketuur út 2—3var á ináimii, 32 bl. ttm árife. Kostar 3 kr. árgatigorinn (er- lendis 4 kr.), stuk nr. 20 a. Söliiiann: 7. bvert expl. A u g 1 ý s i n g a r. — Sem Austfirðingasamskot úr Mos- vallahrepp í ísafjarðarsýslu hefir hrepp- stjórinn þar, Guðm. Sturluson í Dals- húsum, sent nefndinni 15 kr. Mestir gefendur: Guðm. hreppst. 3 kr., Jón Jónsson í Mosdal 2 kr. — Eptir að eg hafði leitað álits bænda á fundum í Reykjavík, að Lága- felli og Káranesi, um, hvernig hið fyrirskipaða vorbað hezt yrði framkvæmt, hefi eg gjört eptirfarandi fyrirskipanir um vorbaðið í Kjósar- K-jalarnes- Mos- fells- Seltjarnarnes- og Alptaneshrepp- um og í Reykjavíkurkapstað: 1. Mánudaginn í ll.viku sumars, 3- júlí þ. á., skal smala alla búfjárhaga og afrjettarlönd í nefndum hreppum, og þar eptir baða allt fje einu góðu baði, geldfje þá þegar og ærnar undir eins eða siðar, eptir samkomulagi við hlut- aðeigandi baðstjóra. 2. Hreppsnefndirnar skulu sjá um, að nœgileg meðöl í baðið verði til i hreppnum, og hefir lyfsalinn í Reykja- vík lofað að lána nefndunum meðölin þangað til i haust, gegn brjeflegum skuldbindingum, og gegn því að vald- stjórnin hafi eptirlit með, að þau þá verði borguð umtalslaust. Hreppa- nefndir þær, sem þvkjast þrátt fyrir þenna gjaldfrest ekki hafa efni á að borga meðulin, verða að senda mjer áteiðis til sýslunefndar eða amtsráðs bónarbrjef um styrk til að standast þennan kostnað. 3. Baða skai allt fje það, er fyrir finnst við smöiun í hreppnum, án til- lits til þess, hvort það á þar heima eða ekki. Dorga skal 10 aura fyrir hverja ulanhreppskind, er böðuð er. Skrifar baðstjóri sá, er siendur fyrir böðuninni, upp raarkið á kindinni, og tilkynnir það hreppstjóra, er gengur eptir borgunni, með aðstoð lögreglu- stjóra, ef þess þarf við. Em leið og eg til frekari fullvissu um að fyrirskipanir þessar verði öllum hlut- aðeigendum kunnar, birti þær í blöð- unum, skal brýnt fyrir öllum fjáreigönd- um að ganga sem ríkast eptir, að bóð þessi verði vel af bendi leyst, og að engin kind komist undan þeim; og hefir nýlega komið fram nýtt dæmi, er sann- ar, að óvarlegt er aðtreysta mikið vetr- arböðun á fje í aluliu, og að kláði get- ur leynzt I ullarfje lengur en bálft missiri. Lögreglustjórinn i fjárkláðamálinu. Reykjavik, 24. júni 1876. Jón Jónsson. — Póstgníaskiiisferðlrnar til 1’iiTeyja og1 Islands. Samhliða hiuum 7 póstgufuskips- ferðum, sem uú eru farnar á ári hverju milli Kaupmannahafnar og Reykjavíknr, verður eptirleiðis komið á 3 póstgufu- skipsferðum á ári milli Kaupmanna- hafnar og stranda íslands; til þeirra ferða verður haft póstgufuskipið «DÍ- ana», undir stjórn premierlieutenants Wandels úr sjóliðinu. Sökum þess, hvað áliðið er orðið árs, mun skipið á vfirstandandi ári samt að eins fara 2 Ferðir norður fyrir ísland tii Reykjavíkur, og sömu ieiðina aptur hingað, en á þeim ferðum kem- ur það við í Granton og á þórshöfn. Auk Reykjavíkur verður komið við á þeim höfnum á íslandi, sem hjer skulu taldar; Seyðisfirði, _ Raufarhöfn, Akur- eyri, Skagaströnd, ísafirði og Stykkis- hólmi; (samt verður á annari ferðinni hingað aptnr eigi komið við á Skaga- strönd og Raufarhöfn). Svo er ákveð- ið, að skipið leggi af stað í fyrsta skipti 11. júní þ. á., að það komi til Grantons 15. s. m., snúi aptur frá Reykjavik 11. júlí, komi við i Granton 25. s. m. og nái aptur til Kaupmanna- hafnar 30. s. m. Aðra ferðina skal byrja II. ágúst þ. á. Ferðaáætlan, ta'xtar o. fl. fást hjá afgreiðslumönnum skipsins í Revkjavik og á þeim stöðum, sem koma á við á. í póst- og telegrafstjórninni 24. dag maímán. 1876. Schou. Arlaud. — Frá 24. þ. m. og til útgöngu næsta mánaðar fást eptirfylgjandi vör- ur keyptar hjá undirskrifuðum, mót borgun i peningum : Rúgur 18 kr. tunn., rúgmjöl í V2 og V4 tunn. 18 kr., hrísgrjón með poka 26 kr. (200 pd.), hvert pund 14 aura., baunir 25 kr., kaffi 95 aurapd , export- kaffi 35 aura, sykur 45 aura, hvitt syk- ur 45 aura, púðursykur 30 aura, Cho- colade 75 aura, skonrok 20 aura, keks 20 aura, tvíbökur 45 aura, bellulitur með öllu sem fylgir 75 aura, rúsínur 40 aura, sveskjur 30 aura, gráfíkjur 25 aura, munntóbak 2 kr., neftóbak 1 kr. 35 aura, fernisolia I kr. polt., blýhvíta 45 aura pd., zinkhvíta 47 aura, valborð flett 30 kr. tylptin, einstakt borð 2 kr. 50 aura, 14 f. plankar 9 þuml. breiðir og 3 þuml. þykkir, sænskir, 5 kr. 50 a., ensk Ijáblöð 24 þuml. 1 kr 30 aura, ensk brýni 35 aura, hverfisteinar I kr. Einnig fást aðrar vörur, svo sem ýmsir dúkar, og önnur kramvara, með vægara verði mót borgun í peningum. Reykjavík, d. 20. júní 1876. minosi eSelsnsen. — Frá landsprentsmiðjunni er ný- komin út kvæðabók eptir Brynjúlf skáld Jónsson á Minna-Núpi, og heitir oShuggsiá og ráðgáta«, sem er aðal- kvæðið, heimspekiíegs efnis. Kver þetta kostar 70 aura, ogfæsthjá öllumbóka- sölumönnum i Reykjavík og viðar. — Jeg undirskrifaður aðvara alla þá, bæði nær og fjær, sem eiga gang eða reið um Skipaskaga, að ekki fari þeir um Melshúsalóð, sem mjer nútilheyrir, frá marzmánaðarlokum til september- loka ár hvert; og bið jeg alla þá sem vilja við mig breyta eins og þeir óska að sjer sje gjört, að líta vinsamiega á þörf mína í þessu falli. En skyldi nokkur sá til vera, sem ekki vildi skeyta þessum mínum tilmæium, og heldur vera á móti mjer en rneð mjer, mun jeg neyðast til að leita laganna rjettlátu verndar og friða blett minn. Akranesi, 14. apríl 1876. Jón Magnússon. — Inn- og útborgun sparisjóðsins verður fyrst um sinn á skrifstofu land- fógetans á hverjum laugardegi, frá kl. 4—5 e. m. 0^= Nærsveitamenn geta vitjað ísafoldar í apótekinu. Arsverfeife greifeist í kauptífe, efea þá báli’t á sumarrnálum, bátft á haustlestum. Atiglýsinear etu teknar í blafeife fyrir 6 a. smáleturs- líuari efea jafnmikife rúm, en 7 a mefe venjttlegu meginmálsletri. — Skrifstofa fsafoldar er í Doktorshúsinu (í Hlifearhúsnm). Kitstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Laudspreutsmife.ian í Reykjavík. Einar pórðárson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.