Ísafold - 12.08.1876, Page 1

Ísafold - 12.08.1876, Page 1
5H a f o 1 III 19. Urn banka og lánsfjelög. Eptir Árna Thorsteinson. III. tegar aðgætt er, hver peninga- viðskipti sje tíðust hjer á iandi, að frá skildum kaupum og sölum, vita allir, að það eru lán, með hinu vanalega formi á lánsamningum. Áður höfum vjer getið þess, að nauðsyn sje til að sönn sjálfseign aukist. Auk þessa ber og mestu nauðsyn lil þess að eigendurnir geti gjört sjer jarðeign sína svo arð- sama, sem unnt er, með jarðabótum, hvort heldur hún er í eign ábúanda eða annars. Með því að gjöra jarða- bætur, auka menn verð jarðarinnar. Eptir því sem hún batnar, er hún arð- samari, og það á hún að vera bæði fyrir ábúandann og líka eigandann, svo framarlega sem hann leggur til jarða- bótanna. þess vegna ætti hver maður, sem kaupir jörð, að kaupa sjer einnig jarðabætur, og ef hann ekki sjálfur hefir efni til þess, þáaðtaka veðlán í jörðinni til þess að endurbæta hana. Menn ætti að gefa því gaum, þegar jörðin hefir fengið hentugar jarðabætur, hver mun- ur verði á frá hinu gamla ásigkomu- lagi, þá er hún var illþýfð, svo engin gat slegið hana fyrir bakverki, eða á henni voru ógengir forarflóar. Hver skynsamur og greindur bóndi ætti að skoða huga sinn um það, hvort hann geti ekki með því að taka lán gegn jarðarveði, og verja því til jarðabóta, áunnið sjer talsverðan hag með meiri afrakstri af jörðinni, sparn- aði í tíma og vinnukröptum, og ioks aukið verð jarðarinnar, svo að hún sjálf geymi í sjer höfuðstól þann, er í hana hefir verið lagður. f>á er starfsmaður- inn tekur lánið til þess að auka aíl sitt og frammi fyrir öllum getur sýnt, að hann ver láninu vel bæði fyrir sig og þann, er iánið Ijet af hendi, verður hann talinn þarfur maður í sveit sinni. Hon- um verður þetta tii sóma en ekki til niðurlægingar, eins og þeim sem taka lán, þá er þeir engrar viðreisnar eiga von. Jeg þykist nú hafa sýnt fram á, hversu mikil þörf sje á því, að pen- ingalán geti fengizt, og hefi líka vikið að því, hversu nauðsynlegt það sje fyrir framfarir vorar; en svo kemur að þvi, sem erfiðast er, og það er að ráða úr því, hvernig hentast muni vera að þok- ast áfram i áttina, og hefirmjer komið til hugar, að þetta helzl mundi ávinn- ast með því að stofna iánsfjelög, sem í öðrum löndum hafa orðið að mjög Laugardaginn 12. ágústmánaðar. miklu gagni. Þau eru grundvölluð á því, að það er ætíð erfitt og tafsamt, að leita upp þann, sem einmitt hefir á reiðum höndum þá upphæð, er þarf að taka til láns, og getur hagað láninu á þann hátt, sem þeim hentar, er það vill taka. Á sama hátt er og varið með þann, sem hefir peninga fala til láns, að það er tafsamt og erfitt fyrir hann að leita upp þann, sem vill lána pen- ingana með þeim kostum, er hann verður að setja. Menn mynda þess vegna stofnanir eða fjelög, sem annast þetta, útvega fje það, sem með þarf, og miðla því aptur til lántakendanna. Lánsfjelögin nafa erlendis ótal myndir, og yrði of langt að lýsa þeim öllum, svo ( nokkru lagi sje, enda virðist þess eigi þurfa, þar það einungis er tilgang- ur minn að leiða athygli að þeim láns- fjelögum, sem tíðast ern meðal jarðeig- andi manna eða bænda, og sem starfa að því að veita peningamönnunum fulla tryggingu fyrir fje því, er þeir láta laust við fjelagið, og aptur að veita þeim, sem eru í lánsfjelaginu, lán með sem vægustum kjörum. Þetta verður með þeim hætti, að fjelagið annast með stjórn sinni öll viðskipti við þann, er lánar fjelaginu í heiid sinni, og svo þar á eptir sjer um lánin til hvers einstaks fjelagsmanns. Höfuðstól sinn myndar fjelagið með því að gefa út skuldabrjef til handhafa fyrir vissum upphæðum gegn veði í fasteignum þeim, sem veð- settar eru fjelaginu, og verður allt fje- lagið sameiginlega með hinum veðsettu fasteignum að ábyrgjast, að vextir verði borgaðir fjelagssjóðnum, með þeirri við- bót sem tekin er til að standa straum af þeim kostnaði, er stjórn íjelagsins hefir í för með sjer. í flestum nýrri fjelögum er og höfð viss lítil afborgun á ári t. a. m. um 50 ár, og er hún þá greidd fjelagssjóðnum ásamt vöxt- unum. En fjelagssjóðurinn borgar apt- ur á móti þeim, er eiga skuldabrjef sjóðsins(eiga hjá fjelaginu), vextina, með því að láta rentuseðla fylgja skulda- brjefunum, og annast einnig afborgun- ina. Við útlánin er vanalega fylgt þeirri reglu, að fasteign sú, er fjelagið tekur að veði fyrir peningaláni, er virt, og fæst þá vanalega '/2 virðingarverðsins eða framundir % hluta til láns, en fyrir öllu þessu eru reist skýr og greini- leg takmörk, sem ganga jafnt yfir alla, og svo er og allt fyrirkomulag fjelagsins alveg einskorðað, hvort held- ur um skyldur þess eða rjettindi er að ræða. Eins og áður var á vikið, eru skuldabrjefin frá fjelaginu með vissri 73 i§;«. upphæð t. a. m. 100 kr., 200 kr. o. s. frv., og af því að lánið er óuppsegjan- legt, ganga skuldabrjefin mann frá manni kaupum og sölum, eptir því verðlagi (Cours), er myndast á þeim. þetta get- ur eigi gengið eins vel og lipurt með veðskuldabrjef einslakra manna, sem eru með ójafnri upphæð, og hver kaup- andinn ávalltvegurf sendi sjer, hvernig því sje varið þegar hann kaupir, og við hvern hann eigi að skipta eptir- leiðis. Sá sem fær lán hjá fjelaginu, hefir rjett á að nota hinn almenna langa frest til þess að endurborga lánið; en mörgum fjelögum er svo háttað, að menn geta losað sig við skuld sfna með því að kaupa hlutabrjef eða skuldabrjef sjóðsins (kassa-obligationir), og borga skuld sína með þeim. t’essi lánsfjelög, sem komu upp á |>ýzkalandi á 18. öld, eptir sjö ára stríðið, og hleyptu þar fram öllum landbúnaði, eru nú mjög almenn víðsvegar um lönd. í Danmörku eru þan og almenn, og skal jeg t. d. segja mjög stuttlega frá fyrirkomulaginu á einu þeirra, er beitir Creditforening for Grundejere i de danslce Östifter, og er 25 ára gamalt. |>að tekur 2 af hverju hundraði, sem lánað er jarðeigandunum, og er það lagt í viðlaga- og stjórnarsjóðinn. Lán- takendur svara þar á eptir af láninu 5% á ári, og er af þeim 43/4°/0 varið til þess að borga vexti 4%, en 3/4% til afborgunar, og V4°/o '>• viðlaga- og stjórnarsjóðsins. Skuldabrjef þau, er sjóðurinn gefur út, ávaxtast með 4% á ári, og eru smátt og smátt, eptir því sem af er borgað, dregin inn og borg- uð með fullri upphæð. Aðrar afborg- anir á lánum, sem fjelagið hefir gefið, má greiða í skuldabrjefum, er sjóður- inn hefir gefið út(kassa-obligationinum), og einnig eptir upphæð þessari. í þessu fjelagi afborgast lánið með hinni reglu- legu árlegu afborgun á tæpum 47 ár- um. Þessum lánsfjelögum má nú haga einnig nokkuð öðruvísi eða á ýmsa vegu, en þar eð hjer ekki er hægt að fara nema stutt yfir, læt jeg nægja þessa stuttu lýsingu. Fjelög þessi geta haft þann hag í för með sjer, að þar eð tilgangur þeirra er mjög einskorð- aður, og verkahringur þeirra fer eptir því, hve margir vilja láta fje falt til fje- lagsins, og á hinn bóginn fala fje af því aptur til láns, þá getur fjelagið ætíð sniðið sjer stakk eptir vexti,- og þarf ekki að reisa sjer hurðarás um öxl. Hvert svo löguð lánsfjelög geta orðið að notum til þess að hleypa fram bún-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.