Ísafold - 12.08.1876, Síða 3

Ísafold - 12.08.1876, Síða 3
75 fyrirliða þeirra, og því öðru, að liðið er lítt taraið til hernaðar, þótt hreysti bresti eigi. Loks var fartð að brydda á flokka- dráttum innanlands, af völdum höfð- ingja þess, er Alexander Karageorge- witsch heitir. Hann er sonarsonur Ge- orgs Czerny, sem var helzti foringi Serba, er þeir börðust til frelsis sjer gegn Tyrkjum í upphafi þessar aldar. Faðir Alexanders, Kara Georgewitsch, var jarl Serbíu 1841—68; þá vár hon- um hrundið frá völdum, og Milosch, afi Milans, sem nú er jarl Serba, kos- inn í hans stað. Síðan hafa þeir feðg- ar Georgs-niðjar setið um að komast I tignina aptur, og þeim var kennt morð- ið á Mikael jarli, móðurbróður Milans, árið 1869. Alexander kvað vilja hafa frið við Tyrki. Litlu betur er lálið af viðureign Svartfellinga við lið Tyrkja, og höfðu þeir nýlega beðið allmikinn ósigur. Aðgætandi er, að þessar frjettir eru úr enskum blöðum, sem gjöra sjer allt far ura að halda .um höfuðið á Tyrkj- anum. Síðustu frjettir frá Miklagarði sögðu þar standa til eða þegar orðin ný höfð- ingjaskipti: Murad V. að bana kominn, hvort sem það hefir verið á eðlilegan hátt eða af manna völdum, og bróður hans, Abdul Hamed, tekinn við stjórn. • Mun hann verða kjörinn soldán, undir eins og Murad er anduður», segir í síðustu hraðfrjettinni, 29. f. m. — (Tjr brjefi frá Kaupmannahöfn, í júlím. 1876). «Ekkert er vissara en það, hvað sem svo blöð hægrimanna segja, að sigur vinstrimanna hinn mikli við kosningarnar hefiralveg eyðilagt hægri bæði innanlands og utan, þótt það muni eigi sjást til hlítar fyr en á þinginu f haust eða vetur. Af ályktunum auka- þingsins, sem nú nýlega var slitið, er hverjum heilvita manni auðsætt, að stjórnin hefir farið hina mestu óför, þótt «Dagbl.» og «Föðurl.» reyni enn að breiða yGr það. tir því að stjórnin hafði eigi sjálf þá sómatilfinningu, að fara frá undir eins eptir kosningarnar, þá vissu menn annars að í sumar mundi eigi til skarar skríða, því nú er ekkert annað eptir en að neita fjárhagslögun- um beinlínis næst, og það mun líka verða gjört að vetri. í*á fyrst sjest, hvað úr verður, og þangað til getur stjórnin, sem nú er, enn lafað við við litla frægð; en f apríl næst verður hún svo annaðhvort að fara frá eða gjöra «Statscoup» (rjúfa stjórnarlögin), og því trúir enginn, að hún hafi hug til þess. Það er víst, að allir efnilegir og gáfaðir ungir menn fara nú að fallafrá (hægri). Gæti jeg tfnt þar til nóg dæmi. Pró- fessor Frederiksen er nú alveg með vinstri í raun og veru, og etazráð Juel eins; hann mun verða hægri háska- legur, og Holstein-Ledraborg er ágætur, jeg tala nú ekki um Berg og J. A, Hansen; það er danskri alþýðú til sóma, að hafa skapað slíka menn, og mikill misskilningur er það, að láta alla Dani eiga óskilið mál við «þjóðernis- og frels- ismannaflokkinn* (de Nationalliberale). Jeg er viss um, að við næstu kosningar sjást fleiri góðiriiðsmenn í flokki vinstri- manna en margan varir nú. Það stjórn- arástand, sem nú er hjer, og hefir verið undanfarin ár, gjörir Danmörk að eins athlægi í augum alls heimsins. Það er leiðinlegt, að eins góður maður og Nellemann skuli vera flæktur við slika stjórn». «Á fæðingardag Magnúsar Eiríks- sonar 22. júnímán. hjeldu hjer um bil allir landar, er hjer voru, honum veizlu út á «Constantia» hjer fyrir utan bæ- inn. þá var Magnús 70 ára. Mælti forseti Jón Sigurðsson fyrir skál hans, snilldarlega, eins og honum er lagið. Gfsli Brynjúlfsson hafði og orkt kvæði fyrir minni hans, er hann flutti honum að veizlunni. Magnús Eríksson erhinn mesti mannvinur og öðlingur, eins og öllum er kunnugt, enda ann honum nálega hver maður, er hann þekkir, hugástum. Hann er enn hinn fjörug- asti og ern mjög, og á jafnhægt með að taka þátt í gleði ungra manna sem eldri». — PÓStskipíð Arcturus lagði af stað hjeðan 28. f. m., með allmarga farþegja, þar á meðal Feilberg búnað- arfræðing, Lefolii stórkaupmann, stú- dentana Jón Jensson úr Reykjavik, Guðlög Guðmundsson frá Ásgarði og Sigurð Ólafsson frá Hjálmholti. Af farþegum hingað með síðasta póstskipi gleymdist f síðasta bl. að geta iandlæknis vors Dr. J. Hjaltalíns. — Norskir visindameim. Hinn 26. f. m. hafnaði sig hjer hið norska gufuskip VÖRINGEN, sem áð- ur er getið í þessu blaði, og stjórn Norðmanna heflr gjört út á landsins kostDað með beztu náttúrufræðinga sína til vísindalegra rannsókna í höfunum milii Noregs, Færeyja, íslands og Græn- lands. Fyrir skipinu var kapteinn úr sjóliðinu, Wille að nafni, og Petersen hjet sá, er næstur honum gekk að völdum. Meðal náttúrufræðinganna voru, auk oddvitans U. Mohns, nafn- kenudastir þeir Daníelsen yfirlæknir frá Björgvin og Sars, dýrafræðingur frá háskólanum í Kristjaníu. Þeir dvöldu hjer rúma viku og ferðuðust til þing- valla ; annað ekki. Eigi vitum vjer, hvernig þeim hef- ir litizt á sig hjer, en eigi er ólíklegt að þeim hafi fundizt minna til um gest- risni íslendinga en orð er á gjört. Landshöfðinginn hjelt þeim sína skyldu- veizlu daginn áður en þeir fóru, en annars mátti heita að fbúar höfuðstað- arins litu eigi við þeim. Ef Danir mættu marka drottinhollustu allra ís- lendinga við sig á því sem fram kem- ur við þá frá höfðiDgjunum (embætlis- mönnum) í Reykjavík, værum vjer þeim vafalaust harla velþóknanlegir. Þá væri vissulega óþarfi að bregða oss um, að vjer hefðum annarlega guði fyrir þeim, því að hjer kemuí varla svo danskur maður af heldra tagí að ekki sje uppi fótur og fil honuui til viðhafnar og fagnaðar, (t. d. yfirmennirnir á her- skipunutn dönsku), en jafn ágæta vis- indaskörunga sem þessa Norðmenn láta menn sem þeir sjái ekki, hið eina skipti f mörg hundruð ár, sem vjer eigum slfkum gestum að fagna, og það þótt öll líkindi sjeu tii, að landið hafi engu minna gagn af þeirra för og starfi en öllum djúpstikunum og vörðuhleðsl- um Fyllu-manna ár eptlr ár, að ógleymdri vörn þeirra gegn ágangi út- lendra fiskimanna. «VÖRINGEN» átti að halda hjeð- an vestur í Grænlandshaf og síðan norður undir Jan Mayen og þaðan heim- leiðis. En vegna illviðranna í sumar hafði hann orðið seinni í förum en við var búizt og varð þvf að slá af að halda lengra en hingað í þetta sinn; sheri því heimleiðis hjeðan 3. þ. m.; ætlaði að koma fyrst við land i Naumuósi (Namsos) á Hálogalandi og halda síð- an suður með endilöngum Noregi.— í ráði er að halda þessum ferðum áfram að sumri. Stórþingið hefir veitt til þeirra 80,000 kr. þetta ár. Tilgangur slíkra ferða er að kanna stefnu og hraða strauma, stika djúpið og kanna botn sjávar og hita, dýr og jurtir o. s. frv. Til þess að kanna mararbotninn og ná því sem þar kann að leynast af dýrum og jurtum, eru hafðar botn- sköfur miklar og rammgjörfar, með háf- um við. — Hrossakanpaskip Sli- mons, Fusilier (221, Jaques), hafnaði sig hjer 8. þ. m., eptir 7 daga ferð frá Granton, með allmikið af ensku ferðafólki. það fór aptur að morgni hins 10., með nál. 300 hross, og marga farþegja, þar á meðal um 30 vestur- fara hjeðan af suðurlandi. Flest hið enska ferðafólk fór og aptur, og enn fremur Lock hinn eldri frá Lundúnum, leigjandi brennisteinsnámanna í Þ*n&_ eyjarsýslu, og kaupmaður Pjetur Fr. Eggerz frá Borðeyri, á leið til Noregs. — Vestnrfaraskipið «Ver- ona> (1600 tons) kom á tilteknuin tíma á hafnirnar fyrir norðan og aust- an, Borðeyri, Sauðárkrók og Akureyri, og í annari ferð á Seyðisfjörð (II. f. mán.), og fór með alls 1150 manns. — Ijandsliöfðiiigfinn og póstmeistarinn lögðu af stað hjeðan 6. þ. m. með «Fyllu» til Seyðisfjarðar í hina fyrirhuguðu embættisferð um austurland og J»ingeyjarsýslu. Þeir

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.