Ísafold - 09.09.1876, Síða 1

Ísafold - 09.09.1876, Síða 1
9 % « a f o I b. Laugardaginn 9. septembermánaðar. 1S96* — Póstskipið Arcturus brá sjer vestur á Stykkishólm, eins og til stóð, siðustu dagana af f. m. t’að lagði af stað hjeðan til Khafnar 5. þ. m. [Farþegjar. Til Khafnar: prófessor John- strup, porvaldur stádent Thoroddsen, kaup- maBur H. Th. A. Thomsen, verzlunarmaður Fr. Fischer, stud. art. Markús (Asmundar- son) Johnsen frá Odda, faktor 0. fvorðfjörð frá Keflavík, verzlunarmaður Lange frá Eyr- arbakka, skipstjóri Halberg, kaupmaður Lár- us Suorrason frá ísafirði, Wouga, hinn sviss- neski ferðamaður, er bjer hefir verið í sumar, og docent Grönlund (grasafræðingur) með frú sinni. Til Englands meðal annars verzlun- arm. Jón Jónsson frá Ökrum (á leiðtilVest- urheims)]. — Ilrossakaupaskip Sli- mons. Gufuskipið Fusilier, sem farið hafði af stað frá Granton hingað á leið 2 dögum á undan Arcturus, og menn voru þvf farnir mjög að undrast um, hafði orðið fyrir því óhappi, er það átti eitthvað 30 vikur sjávar til Vestmann- eyja, að gufuvjelin bilaði, svo það varð að hverfa aptur og skreiðast á seglum suður í Orkneyjar. Tókst þvl að ná þar höfn við Straumnes, úr allmiklum háska. Var síðan send hraðfrjett til Granton um líðindin og á 3. degi kom þaðan annað gufuskip miklu meira (355 tons), Gnome að heiti, sem tók allan farminu úr Fusilier og farþegjana, þá herra Eirílt Magnússon frá Cambridge og Einar Sœmundsen frá Peterborough, og komst hingað með heilu og höldnu 4. þ. m., eptir 5 daga ferð ; hafði komið við á Vopnafirði og Seyðisfirði, og hleypt þar í land sauðakaupamönnum frá hra Slimon. Skyldu þeir kaupa um 6000 sauði í haust um Austljörðu, sem Gnome er ætlað að taka í 3 ferðum, og á það að vera komið á Seyðisfjörð 15. þ. m. eptir fyrsta farminum. Gnome lagði af stað hjeðan heim- leiðis 6. þ. m., með 500 hesta. [Farþegjar: [teir Eiríkur Magnússon með frú sinni, og Einar Sæmundsen, konsul Edu. Siemsen og verzlunarstjóri H. Siemsen úr Keflavík, Coghill hestakaupmaður og nokkrir enskir ferðamenn, er komu með Fusilier í f. m.]. — Brauðavelting’ar. Llinn l. þ. m. veitti landsh. þessi brauð: Hestþing prestaskólak. Janusi Jónssyni. Goðdali--------SofóníasiHalldórss. Kvíabékk-------Jónasi Bjarnarsyni. — Oveitt branð. Melstaður met. 1754 kr., augl. 2. þ. m. 3 prests- ekkjur eru í brauðinu. — Prestv»gsla. Hinn 3. þ. m. vígði biskup vor prestaskólakandi- datana Guðmund Hélgason frá Birlinga- holti kapellán til sira Daniels prófasts Halldórssonar að Hrafnagili; Janus Jónsson, Sofónias Halldórsson og Jón- as Bjarnarson, að framannefndum brauðum. < Olíusætllbað" eða Glycer- in-bað. — Hinn setti lögreglustjóri i fjárkláðamálinu, herra landritari Jón Jónsson, hefir nýlega auglýst í «ísa- fold•> og «þjóðólfi» þýðingu á skýrslu amtsdýralæknis Schmidts á Flórey í Noregi um ofannefnt baðlyf. Jafnvel þótt allur blærinn á skýrslu þessari fremur virðist að benda á það, að hún sje meðmælis-auglýsing frá útsölumanni baðlyfsins, heldur en ó- vilhöll læknisskýrsla, þá er þó engan- veginn sá tilgangur minn með þessum línum, að vilja draga nokkuð úr með- mælum þeim, er baðlyf þetta hefir hlotið; því þótt það sje nýstárlegt, að sjá lækni mæla mjög fram með með- ali, er «menn eigi vita, hvernig sett er saman», þá vita menn þó svo mik- ið um samsetningu þess er — hún hefir meðal annars verið rannsökuð af tveimur frumefnafræðingum: Augustus Vorlékee I Lundúnum og Thomas Anderson prófessóri I frumefnafræði við háskólann I Glasgow — að þessi • negatívun meðmæli herra Schmidts ættu ekki að spilla fyrir þvl. En það sem eingöngu dregur mig til að rita athugasemdir þessar, er það, að Schmidt lætur kláðabaðið eigi vera megnara en IV2 pd- af meðalinu f 20 potta vatns, og fer hann auðsjáanlega í þessu eptir bók Schumanns þess, er hann vitnar til; en Schumann getur eigi um annað en «þrifabaðið», en svo er tilætlast að það sje rúmum helm- ingi linara en kláðabaðið. í binni ensku fyrirsögn frá mönnum þeim, er búa baðlyf þetta til og verzla með það, er þetta tekið skýrt fram; þar er sagt að í baðið gegn fjárkláða eigi að hafa 2—3 pd. af meðalinu í hverja 20 potta vatns, og það er alveg sam- kvæmt hinni ensku fyrirsögn, að jeg hef skýrt frá tilbúningi baðs þessa I «Lýsing fjárkláðans og leiðarvísir til að búa til ýms böð og baða sauðfje», er nýlega hefur verið gefið út, og þeirri fyrirsögn er sjálfsagt að fylgja, að minnsta kosti fyrir þá, sem sam- selning meðals þessa er «hulinn leyndardómuru, enda má nærri geta, að höfundar og útsölumenn meðals þessa telji það eigi lakara eða veikara en það er I raun og veru. En þann- ig samsett verður meðal þetta helm- ingi dýrara en Schmidt segir, og tals- 85 karbólsýrubaðið. En karbólsýrubaðið er eigi einungis hið ódýrasta bað, er hjer hefir verið viðhaft, heldur tekur það og í Öllu tilliti mikið fram bæð Walz-baðinu og tóbaksseyöisbaðinu, því sje það rjett til búið eptir fyrir- sögn minni (1 pd. af óhreinsaðri karbólsýru og '/a Pd" af grænsápu í 25 potta vatns) þá drepur það á svip- stundu bæði færilús og fellihús, enda bætir það ullina en skemmir eigi, þvi kindin er hvitari og bragðlegri þegar hún er tekin upp úr baðinu en áður hún er látin í það. — Gfycm'n-baðið er eins konar karbólsýrubað, og er olíusætan (glycerinið) i stað lýsissáp- unnar. Nafnið er valið með ásetningi til þess að villa sjónir fyrir mðnnum, hvað sje hið eiginlega maur- og lús- drepandi efni í baði þessu, þvf olíu- sætan á ekkert skylt við það; hún mundi þvert á móti vera hin mesta sældar-fæða fyrir maura og lýs, ef hún væri eigi eitruð með öðru efni, sem í raun og veru er aðalefni baðs þessa. Reykjavfk, í ágúst 1876. Snorri Jónsson. OjAltl Þessi orðmynd kemur í fslenzku fyrir f einum talshætti að eins: að verða að gjalti, og þýðir, að þjóta, frávita af hræðslu, yfir og út í hvað sem fyrir verður. Málfræðingarnir, t. a. m. G. Vig- fússon, L. Wimmer o. fl. segja, að gjalti sje þágufall af göltr (karlsvfn). Enn nú fylgir göltr hneigingu þeirra karlkyns nafna, er hafa a i stofninum, sem verður að ö þar sem u hefir far- ið eða fer á eptir (í nafnfalli og þol- falli eintölu og þolfalli og þágufalli fieir- tölu), enn að e þar sem f fer á eptir (f þágufalli eintölu og nafnfalli fleirtölu), t. a. m. Eintala Fleirtala Nafnfall vörðr verðir þolfall vörð vörðu þágufall verði vörðum Eignarfall varðar. varða. Engin islenzk handrit, forn eða ný, bera þess einusinni, auk heldur optar, vott, að þágufall eintölu þeirra orða, er lúta sama hneigingarlögmáli og göltr, vörðr 0. s. frv., breyti stofn a-inu í ja. Myndir, svo sem vjarði fyrir verði, hjatti fyrir hetti, bjarki fyrir berki, kjasti fyrir kesti 0. s. frv., eru svo frá- leitar hljóðlögum málsins, að þær geta ekki komið fyrir. Enda er lögmálið, sem ræður klofoingnum ja f íslenzku, svo vert dýrara en bæði Walz-baðiö og v

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.