Ísafold - 13.10.1876, Page 1

Ísafold - 13.10.1876, Page 1
niro. 3 é a f o I III 24* Föstudaginn 13. olctóbermánaðar. Útlendar frjetiir frá 15. ágúst til 26. septembermán. T y r k 1 a n d: soldánaskipti; ófriðurinn; vopn- iivíld; íriðarkröfur Tyrkja; lier Serba kveður Milan til konungs í Serbíu. F r á F r ö k k- um: ferð Mac Mahons. F. David látinn. Frá Austurríki: Antastasius Griin látinn. Ekki sat Murad fimmti lengi að völdum. Eins og jeg skrifaði seinast var veiki hans svo mögnuð, að ráð- gjafar hans voru í hinum mestu vand- ræðum. Það var líka kominn all-illur kurr í Tyrki yfir höfuð, yör því að hafa vitskertann mann í soldáns sæti, er ríkið var í voða fyrir «hinum kristnu hundum». Var nú tekið það ráð, að soldáni var vikið úr sessi og bróðir hans tekinn til soldáns. Hann nefnist Abd-ul Hamid annar. I’elta gekk allt mikið rólega; Murad 5. var fluttur f kyrþey burt úr soldánshöllinni og færður til smáhallar einnar, en vel var farið með hann og honum öll virðing sýnd. Af hinum nýja soldán fara litlar sögur, enda mundu menn lítinn trúnað leggja á lof um hann ó- reyndan, úr því að allt grunið um Murad 5. reyndist lygi. — Af ófriðn- um er það að segja, að Tyrkir rjeðust að Serbum núna um mánaðamótin ágúst og september; unnu Tyrkir þar sigur, en svo voru þeir sárt leiknir i bardaganum, að engin gátu þeir haft not sigurs síns. Tyrkir höfðu eins og að líkindum lætur allmiklu fleira lið í orustu þessari. En nú kemur nýtt atriði til austrænu sögunnar. Þegar grimmdarverk Tyrkja spurðust um England, urðu Bretar æflr mjög; kváðu það flrrn mikla, að Bretastjórn skyldi styrkja Tyrki til þess að svala heipt sinni á kristnum mönnum. Sáu þeir Disraeli (sem nú hefir fengið lávarðs nafnbót og er kenndur við Beacons- field) eigi annað vænna, ef þeir ættu að geta haldið völdunum, en breyta dálítið stefnu sinni í austræna málinu. Gengust þeir nú fyrir því í broddi slórveldanna, að vopnahlje komst á um miðjan ágúst, er standa skyldi til 25. þ. m. Var nú þegar farið að ræða um að koma friði á. Tyrkir þóttust unnið hafa styrjöidina og komu nú fram með kröfur all-harðar, er skyldu vera undirstöðuatriði í frið- samningnum. Vildu þeir hafa setulið í helztu kastölum Serba, minnka lið Serba, svo að eigi væri nema 10 þús- undir; of fjár vildu þeir hafa í hern- aðarkostnað. Enn álti Milan jarl að takast auðmýkingarför á hendur á fund soldáns. Stórveldin Ijetu Tyrki á sjer skiija, að slíkir skilmálar væru ekki takandi í mál og tóku nú sjálf að koma sjer saman um undirstöðu- atriði, svo að friður gæti komizt á. Seinustu frjettir segja, að þau sjeu búin að koma sjer saman um þessi atriði: 1. Serbía og Montenegró halda stöðu þeirri er þau höfðu fyrir ófriðinn (status qvo anle bellum). 2. Serbía greiðir engan hernaðarkoslnað. 3. Bæta skal stjórn f Hersegowina, Bosníu og Bulgaríu.— j>ótt stórveldin hafi nú komið sjer saman um þetta, er nú eptir að ræða það nákvæmar, og sumir spá eigi betur en svo, að þá muni fjelagsskap stórveldanna Ijúka. — Nú víkur sögunni lil hers Serba. TsjernajefT sat með aðalstjórn liðs síns í borg þeirri, er Deligrad heitir, f Ser- bíu, en Milan jarl var farinn heim til Belgrad, því að kona hans hefir nýlega alið honum son, og var hún lasin fyrst eptir barnsburðinn. Til Deligrad streymdi nú ög streymir enn liinn mesti fjöldi rússneskra liðsmanna; eru margir eða flestir þeirra foringjar og sumir af hinum tignustu ættum í Rússiandi; má nærri geta, að Serbum vex hugur við slíka hjálp. Þegar nú fregnirnar um kröfur Tyrkja frjettust til Deligrad, varð herinn óður og upp- vægur; var nú ekki talað um annað en berjast til þess enginn stæði uppi, og kröfum Tyrkja svarað með því, að herinn í einu hljóði kvaddi Milan jarl til konungs með nafninu «Milan 1. Obrenovits, konungur í Serbíu». Varð nú allt á tjá og tundri í herbúðunum; guðsþjónusta var haldin hátíðlega og liðsmenn sóru hinum nýja konungi hollustueið með hinni mestu viðhöfn. Brann nú ailur herinn af hinum mesta vígmóð, og mun vopnhvíldin eigi hafa verið haldin sem trúlegast þá dagana. Kvörtuðu Tyrkir sáran og sögðu að Serbar hjeldu hvorki orð nje eiða. En Serbar svöruðu með því að bera Tyrkjum það sama á brýn. Eptir við- burðinn í Deligrad sendi Tsjernajeff hraðfrjett til Milans um tiltæki liðsins. í’etta kom eins og steypiskúr í sólskini, því að nú voru stjórnfræðingarnir að sveitast við að koma friði á. Milan kvaðst eigi geta tekið nafnbótinni, en sagt er að Ristic, aðalmanninum í ráðaneyli Milans, hafi eigi verið þetta með öllu ókunnugt áður, og landslýð- ur allur tók tíðindunum frá Deligrad með miklum fögnuði. Seinustu frjett- ir segja jafnvel, að þingið hafi sent Tsjernajeíf þakklætisskrá fyrir ötulleik 93 hans og drengskap. Sje þetta satt, er sízt að fortaka, að Milan neyðist til að láta undan og taka við konungs nafni, og mun það ekki flýta fyrir friðnum. Sumir láta sjer nú um munn fara, að Rússar rói þar að öll- um árum, að vandræðin verði sem mest, því að þeim sje nú fyllilega í hug, að ganga miili bols og höfuðs á Tyrkjanum, þ. e. flæma hann alveg brott úr Norðurálfunni. Sagt er og að þeir hafi átt fullan þátt í því, að Milan jarli var konungs nafn gefið. J>að er bágt að vita, hverju trúa skal í þeim efnum, en víst er um það, að aldrei hefir slíkur vígahugur verið í Rússum, sem nú, jafnvel ekki á dög- um Krim-styrjaldarinnar. Þegar jeg skrifa næst, verður að líkindum annað hvort friður kominn á, eða styrjöldin orðin stórkostlegri en nú. f>ó segja hraðfrjettir, sem hingað komu í dag, að vopnahljeð sje lengt til 2. októbers. Núna undanfarandi hefir Mac Ma- hon verið á ferð um Suður-Frakkland; hefir honum verið vel fagnað, en sum- slaðar voru menn ekki kurteisari en svo, að þeir kölluðu: «lifi Thiers». Á öðrum stöðum báðu menn um uppgjöf á hegningum fyrir þá menn, er tekið höfðu þátt í Parísar-uppreistinni eptir styrjöldina við Þjóðverja. En þetta er óvíða, því að á flestum stöðum tóku menn honum með mestu virktum. — Frakkar hafa nú orðið að sjá á bak einum af hinum frægustu íþróttamönn- um sínum; það var F. David, hið heimsfræga sönglagaskáld. Austurríki hefir misst eitthvert hið merkasta skáld sitt á þessari öld, An- tastasius Griin; það var Auersperg greifi, er leyndist undir dulnefni þessu. Hann var rúmlega 70 ára, er hann Ijezt, í miðjum september. Ljóð hans eru höfð í hinum mestu metum í Austur- ríki, enda lýsa þau fagurlega brennandi frelsisást, og hinni mestu fyrirlitning á krýndum vesælingum, harðstjórn þeirra og ofríki; en jafnframt þessu lýsa kvæði hans hinni slerkustu sannfæringu um sigur frelsisins yfir kúgun og ánauð. I’að var því eigi að undra, þó að Met- ternick og fylgifiskum hans þætti nóg um hann forðum. Kaupmannahöfn 26. sept. 1876. G. P. í síðasta nr. ísafoldar hefir ein- hver «spurull» orðið» til að fræða alþýðu manna um, hvernig standi á 56 krón- um, er vantaði á póstsendingu frá skrif- stofu biskupsins til prófastsins í Barða-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.