Ísafold - 18.10.1876, Blaðsíða 1
9
ð rt f 0 l b.
III 25*
Hiðvikudaginn 18. óklóbermánaðar.
1§96.
Ur brjeíi írá Manpmanna-
höfn-
Christina Nilsson. Líkneskja aí Tyge
Brahe. Brasilíukeisari.
«Mjer dettur í hug, þegar jeg minn-
ist á Iíristínu Nilsson, orðtak ítala um
fegurð borgarinnar Napoli (Neapel):
«Að sjá Neapel -- og deyja«. Væri
jeg borinn und snðrænni sól, get jeg
vel ímyndað mjer, að jeg mundi taka
mjer þetta orðtak í munn og snúa því
svona: «Að sjá og heyra KristínuNils-
son — og deyja», þó fyr megi nú vera,
en að manni flnnist svo mikið um ein-
hvern hlut, að maður sje ánægður með
að deyja, undir eins og maður er bú-
inn að njóta hans. En það segi jeg
satt: aldrei á æfi minni hefi jeg notið
slíks yndis, sem mjer þótti að heyra
og sjá Kristínu Nilsson syngja. Jeg
segi heyra og sjá. Svo óviðjafnanleg-
ur eða rjettara sagt óumræðilegur sem
sjálfur söngurinn er, er þó raunar fullt
eins mikið varið í að sjá, hvað fram-
úrskarandi snilldarlega henni tekst að
láta efnið og andann í því sem hún
syngur, skína út úr andlitinu á sjer
og öllu látbragðinu. Jeg hef aldrei
sjeð nokkrum leikara tokast betur.
Með öðrum orðum: hún leikur það
sem hún syngur og það af frábærri
snilld. Og eptir því er hún falleg.
t>að er verið að gjöra gys að stúdent-
um hjer og ámæla þeim fyrir, að þeir
tóku eitt kvöld hestana frá vagni henn-
ar, er hún ætlaði heim frá leikhúsinu
(Folketheatret) að afloknum söngnum,
og gengu sjálfir í akneyta stað alla leið
þangað sem hún heldur til (( Hotel
d’Angleterre). En jeg segi fyrir mig:
jeg hefði eigi horft í að vera með.
Sumum er lika efi á, hvort oddborg-
ararnir og blöð þeirra hefðu hneykslazt
svona skelfilega á tiltæki stúdenta, hefði
sá, sem fyrir því varð, ekki verið ann-
arar þjóðar. Þeir segjast ekki muna
til, að neitt hafi verið að því fundið,
þegar frú Heiberg varð fyrir þessari
sömu vegtyllu. Og þó muni bennar
orðstír tæplega hafa komizt víðar en um
Danmörku, en við Kristínu Nilsson
kannist nálega hvert mannsbarn um
viða veröld, þar sem nokkur söngment-
un er til (— hún er, eins og kunnugt
er, einna frægust allra söngkvenna, sem
nú eru uppi —). — í þakklætisskyni
fyrir hinn mikla sóma, er stúdentar
sýndu henni með þessu, gekkhúnfram
á veggsvalirnar i «hótellinu», og söng
þar nokkur erindi úr sænskum þjóð-
söngvum, og var krökt af fólki á Kóngs-
ins-nýja-torgi að hlusta á þá fágætu
skemmtun. Svo voru hljóðin há og
skær, að heyrðist niður um allan Gamla-
Hólm.
Hún er annars nýlega komin hing-
að og verður hjer ekki nema örstuttan
tíma. Hún hefir lengst af í sumar
verið á ferð um ættland sitt Svíþjóð,
og sungið þar 12 kvöld alls. 200 pund
sterling eða 3600 krónur kvað hún hafa
haft í kaup fyrir hvert kvöld, sem hún
söng, og verður það alls 43000 kr.
Það er ekki óþarfur barki, sem er svona
arðsamur. Hún söng líka nokkur kvöld
í Iíristjaníu.
Kristína Nilsson er fædd 20. ágúst
1843, i fátæku koti i Smálöndum f Sví-
þjóð. það var söngfólk í ættinni, enda
bar snemma á því, að Kristínu þætti
gaman að söng. Hún eignaðist dálitla
fiðlu, og komst fljótt upp á að leika á
hana. Hún var opt bæði svöng og
klæðlitil, og varð þvf fegin hverjum
skilding, sem hún gat unnið sjer inn á
fiðluna sína, sem var helzt i bænda-
veizlum og á kaupstefnum. Loks var hún
svo heppinn, að höfðingi nokkur veitti
henni eptirtekt, fann undir eins, að bún
hafði afbragðs hljóð, og kom henni fyrir
f góðan stað til söngkennslu og mennta.
17 vetra gömul fór hún að láta til sín
heyra í Stockhólmi og þótti takast mæta
vel. Hún var þó ekki ánægð með það,
heldur fór hún til Parísar, var þar að
söngnámi í 4 ár, hjá einhverjum beztn
kennurum i heimi, og varð við það slíkt
viðbrigði í list sinni, að eigi þóttust
menn heyrt eða sjeð hafa liennarjafn-
oka, og það f sliku höfuðbóli sönglist-
arinnar, semParís er. Þau 12 ár, sem
sfðan eru liðin, hefir hún farið víða um
lönd til að syngja og alstaðar þótt mesta
fyrirtak söngkvenna. Sem nærri má
geta, hefir hún rakað saman auð fjár
á íþrótt sinni. Meðal annars vann hún
sjer inn á einu sumri í Vesturheimi
800,000 kr. Fjærri er henni að þykjast
af upphefð sinni og hamingju, og hefir
bún reynzt hinum fátæku ættingjum
sínum mesta hjálpvættur. Karlinn faðir
hennar kom einu sinni að finna hana,
meðan hún var í París, og þá hún eigi
nokkurt heimboð meðan hann var þar,
Stiidentiiiii frá §alamaiica.
Eptir Waskington Irwing.
(Framh.). Inez þaut eins og send-
ing ofan á þjóðbrautina,þrí-efld afnýju
fjöri, eða öllu fremur af nýrri hræðslu,
og fól forsjóninni að styðja sínar veiku
fætur til Granada. —
í Granada var allt á tjá og tundri
þennan hræðilega dag. Hin mikla dóm-
kirkjuklukka ómaði um alla borgina, og
kvaddi hvert mannsbarn til móts að
hinum hryllilega voðaleik, er fram áiti
að fara um daginn. Strætin, er feta
skyldi hátíðagönguna að trúarbálinu,
voru troðfull af fólki. í hverjum glugga,
á hverju húsþaki og hvar sem fæti
mátti tylla eða höfði smevgja, var krökt
af áhorfendum. Á torginu mikla var
reistur geysimikill pallur; þar skyldi
lesa upp dóma bandingjanna og flytja
trúarræðuna, og skammt þaðan voru
bálkestirnir, er brenna skyldi á lífleys-
ingjana. Þar voru °g s*íi búin höfð-
ingjum og fríðum yngismeyjum ; þvf að
svo rik er hin hræðilega forvitni mann-
legrar náttúru, að aldrei var jafnmikil
aðsókn að nokkru leikhúsi og til að
horfa á þetta hryllilega mannblót.
þegar leið að hádegi, fór mann-
söfnuðurinn að flykkjast að og setpall-
arnir og veggsvalirnar umhverfis aftöku-
staðinn að fyllast. Sólin skein í heiði
á fagrar ásjónur og hin dýru klæði;
mundu flestir hafa ætlað, að hjer væri
efnt til dýrlegrar skemmtihátiðar, en
eigi til hryllilegra písla og manndrápa.
En sá munur, eða þegar Márar rjeðu
ríkjum í Granada, í allri sinni dýrð.
Hirðveizlurnar, burtreiðarnar, knaltleik-
irnir, náttsöngvarnir, trúðleikirnir, hljóð-
færasláttur höfuðsnillinga iþróttarinnar,
söngmótin í Generalift'e, hin kostulegu
skrúðklæði Abencerraga, hreysti og
mannvit Alabaka — allt þetta var horf-
ið. Riddaraöidin var undir lok liðin.
í stað hinna skínandi riddarasveita í
pelli og purpura, á fnasandi fákum og
með hvellandi lúðra, gullrekin spjót,
skyggða hjálma og steinda skjöldu, með
fjaðurskrúð á höfði og gullofin fetil-
belti um öxl, allt prýtt forkunnarlegum
litbreylingum; í stað þessara glæsilegu
riddarasveita dratta nú bráðsólgnir
böðlar hjátrúarinnar eptir strætunum í
97
Granada, í gráum voðarkuflum og með
hettur samlitar á höfði, og markaðar á
líkkistur og gálgar og önnur píslartól.
í stað hinna karlmannlegu og gjörvu-
legu riddara, með hið djarfmannlegaog
frjálslega yfirbragð, og með merki ást-
meyjar sinnar á hjálminum og ástar-
stef á skildinum, hafandi allann hugann
á að afla sjer með hreystibrögðum sín-
um hýrlegs viðlits hinna fögru meyja,
er skipuðu setpallana umhverfis burt-
reiðarvöliinn, mátti hjer líta nauðsköll-
ótta, niðurlúta og vesalmannliga munka,
með fölvar kinnar og kulnað brjóst
eptir hina köldu klausturvist, hlakkandi
í laumi yfir sigurhrósi hræsninnar.
Klukknahljóðið sagði til, að hers-
ingin var komin af stað. Hún lagði
leið eptir höfuðstrætum borgarinnar og
fór hægt og seint; hið geigvænlega
merki rannsóknarrjettarins var borið
fyrir. Bandingjarnir gengu einn og
einn, og með þeim skriptafeður þeirra
og varðlið rannsóknarrjettarins. Þeir
voru ýmislega búnir, eptir því hvaða
hegningu þeir voru f dæmdir; lífleys-
ingjar voru í kufli þeim, er samarra
var kallaður; sú flík var hið fáránleg-