Ísafold - 04.12.1876, Blaðsíða 1

Ísafold - 04.12.1876, Blaðsíða 1
$ « a f o ! ft. III 37» Mánudaginn 4. desembermánaðar. 1970» UÉlr' Póstskipið kom 25. f. m., fór aptur í gær. Útlendar frjettir frá 26. septemb. til 7. nóvembm. 1876. Frá Dönum: af pingi. Frá þjóðverjum: mál Arnims greifa dæmt. Öfriðurinn í Tyrkjalöndum: höfuð-ósigur Serba- vopnhlje; samsæri í Miklagarði; Svartfell; ingar. Spánn: uppreisn heima; ófriðurinn á Cuha. Frá Yesturheimi. 1> a n i r settu þing sitt í byrjun októ- bermán., eins og lög gjöra ráð fyrir. Hefur þar lftið sögulegt gjörzt, nema að Yinstrimenn hafa verið drjúgir að slátra frumvörpum stjórnarinnar, hald- ið vel saman og eigi geflð Hægrimönn- um neinn höggstað á sjer. J>að má og geta þess, að við fyrstu umræðu fjár- laganna hjelt Berg langt erindi og snjalll, sem honum er lagið. Rakti hann þar deilur flokkanna frá rótum og svndi með Ijósum rökum, hve hryggi- leg afdrif slikt hlyti að hafa fyrir land og lýð, er stjórnin gæfi eigi áliti þings- ins hinn minnsta gaum, þar sem hún hefði einskis virt vantrausts-yfirlýsingar í lok þingsins f sumar. Ekki gæfi hún heldur rödd þjóðarinnar meiri gaum, sem sjá mætti á þvf, að engin áhrif hefðu afdrif kosninganna í vor gjört á hana. Sagði hann að svo búið mætti eigi lengur standa. Enti hann ræðu sfna með þessnm orðum til ráðgjafanna: oVíkið úr sessi, og gefið þeim mönn- um sæti, er bera traust þjóðarinnar». En lítil eru Ifkindi til þess, að stjórnin gefi orðum þessum meiri gaum, en hún hefir áður gefið slíknm ræðum. — Ge- org Grikkjakonungur er nú kominn hjeðan heim, enda var sagt, að hans væri þörf, því að vígmóður er mikill í Grikkjum mól hinum forna fjanda þeirra, Tyrkjum. Frá þjóðverjum er fátt að frjetta, nema að um þessar mundir hefir verið dæmt mál Arnims greifa fyrir rit það, »pro nihiIo•>, er hann hefir gefið út. þótti hann þar allharðyrtur um Bis- marck og stjórn hans. Er hann nú dæmdur til þess að vinna 5 ára betr- unarhúsvinnn. Hann var ásínumtíma, eins og alkunnugt er, einhver hinn mesti og jafnvel skæðasti andvfgismað- ur Bismarcks. Var hann um tfma er- indsreki Prússa við hirð Napoleons III. og þótti mikið að honum kveða fyrir gáfur og skarpleik hans í stjórnarmál- um, en það var honnm ofurefli að etja kappi við Bismarck, eins og nú gaf raun á. Hann var eigi við er mál hans var dæmt; situr hann i útlegð suður I Sviss, og bar sjúkleik fyrir að hann gæti eigi komið til þess að standa fyrir máli sínu. Ófriðurinn með Serbum og Tyrkjum hófst á;ný eptir vopnhvíldina, sem og gat um seinast. Stóðu nú smábardagar fram eptir októbermán., og töldu hvorirtveggju sjer sigurinn. Tyrkir drógu lið að hvaðanæfa, svo að liðsmunur varð ærið mikill, þótt títt streymdu sjálfboðaliðar frá Rússum til Serba. Helztu stöðvar Serba vorn Alexinaz, Deligrad og Krusevats. Yar það auðvitað, að Tyrkir mundu gjöra allt sem unnt var til þess að ná þeim fyrir veturinn, og hafa þar vetursetn, því að aðbúnaðtir Tyrkja var slæmur, og samgöngur við heimalandlð örðngar og óvissar. Þegar mönnum fór nú að verða það full-ljóst, að Serbar mundu eigi af eigin rammleik fá staðist mót Tyrkjum, tóku Rússar með mesta skyndi að búa lið sitt. Hið sama gjörði Rú- menfa og Grikkland. Yar því jafnvel sleppt, að Rúmenía hefði gjört sam- band við Rússland, og lofað járnbruut- um sínum til þess að ílytja her Rússa mót Tyrkjtim. Nú var komið undir mánaðamótin október og nóvember. Þóttnst Tyrkir nú vera fulibúnir til þess að ná stöðvum Serba, og hófu þeir nú hina hörðustu aðsókn. Orustan stóð f marga daga, og var barizt með hinni mestu grimmd. Sjálfboðaliðarnir hinir rússnesku börðust með mikílli hug- prýði, Ijetu þeir heldur drepast, en hopa fet, enda Ijellu þeir unnvörpum þessa dagana, og er drengskap þeirra við brugðið. Hið reglulega lið Serba barð- ist og hraustlega, en varnarskyldnliðið reyndist ver, og sýndi lítinn dreng- skap seinasta daginn, þegar mest reið á. Tsjernajeff skipaði vel og viturlega fyrir um vörnina og hlífði sjálfum sjer hvergi, en það kom fyrir ekkert. Ser- bar nrðu 29. októbermáu. að láta stöðv- ar sinar fyrir Tyrkjum. J>essi bardagi er hinn langmestí f öllum ófriðnum, enda var mannfallið ógurlegt af hvor- umtveggjnm, en þó langmest meðal hinna rússnasku sjálfboðaliða. Nú var svo komið, að Serbar voru með öllu brotnir á bak aptur, og leiðin til Belg- rad, höfuðborgarinnar, svo að segja op- in. Sendi nú Milan hraðskeyli til Alex- anders Rússakeisara, og sagði, sem var, að nú væri vörn Serba þrotin, og hag- ur þeirra með öllu frá, nema þeir nvtn hans fulltingis við. Alexander sendi þegar hraðskeyti til Miklagarðs, og bauð erindreka sínnm, Ignatjeff hers- höföingja, að skora á Tyrki að semja 105 vopnahlje og bætti þvf við, að þetta væri sitt seinasta boð (ultimatum). Nú voru Tyrkir í illri úlfakreppu; Iið þeirra hafði unnið mikinn sigur, og full vissa var fyrir hinum glæsilegustu af- drifum sigursins, en hins vegar hjekk sverð Rússa yfir höfði þeim. J>ó sáu þeir eigi annað vænna, en láta undan; var nú samið vopnahlje, en byrja skyldi með nóvember og standa til ársloka. Um þessar mundir er verið að ákveða línu þá, er hvorugir mega yfir stíga meðan vopnahljeð stendur. Nú ætla stórveldin að nota vopnahlje þetta til þess að reyna til að koma friði á, hve vel sem þeim tekst það; þvf er eigi að leyna, að útlitið er hið versta. J>ví hætt er við, að Tyrkir verði harðir f horn að taka, þar sem þeir hafa nú unnið fullan sigur. En hins vegar munu Rússar illa þola, að Serbum verði settir harðir kostir. Sumar spár eru nú eigi betri en svo, að stjórnvitringarnir sveit- ist til einskis í allan vetur til þess að koma friði á, en þegar vorar verði allt f báli og brandi, og gott ef stórófriður dregst þangað til. — Skömmu fyrir sigurinn mikla var stjórn soldáns hætt stödd heima fyrir. Uöfðu Forntyrkir gjört samsæri til þess að hrinda Ný- tyrkjum frá stjórn, einkum Midhad, sem nú er orðinn stórvezír. Sumir af samsærismönnum voru einhverjir hinir elztu og lignustu embættismenn Tyrkja. Það sem þeim þykir að stjórn Nýtyrkja, er bæði það, að Nýtyrkir vilja reyna til að laga stjórnarskipun Tyrkja eptir sniði Norðurálfumanna, og einknm þykir þeim, að þeir hafi látið Norður- álfumenn allt of mjög ráða með sjer í ófriðnum. J»eir vilja eneum ráðum taka. Telja þeir eina ráðið það,að hefja græna fánann (hinn helga fána Mahómets spá- manns), kveðja alla rjetttrúaða til vopna mót hinum kristnu hundum og bjóða svo allri Norðurálfunni byrgin, ef á þarf að halda. Samsærismönnum var harð- lega refsað, að Tyrkja sið, sumir drepnir, aðrir reknir í útlegð, og enn aðrir voru sviptir höfuðdjásninu alkunna, túrbaninum, en sú þykir svfvirðingin mest. Svartfellingum hefir gengið miklu bet- urenSerbum, endahafaTyrkir beittmeg- inafla llðs síns móti þeim. Svartfelling- ar hafarekið Tyrki hvað eptir annað af höndum sjer, og Tyrkir hafa ekkert veru- legt unnnið á, en margan ósignr beðið. En nú er vopnahlje einnig komið milli þeirra og Tvrkja, með sömu skilmál- um og það við Serba. Ekki er allt tryggt á Spáni enn, og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.