Ísafold - 04.12.1876, Blaðsíða 4

Ísafold - 04.12.1876, Blaðsíða 4
108 af færi- og fellilús, og að kindor, I er reknar höfðu verið til skurðar austan yfir ár ör hinum svo kölluðu heilbrigðu sveitum, hefðu verið með alls konar óþrifum, og skoruðu menn á lögreglustjóra, að stuðla að þvf, að bændum í eystri hluta Árnessýslu og Rangárvallasýsln yrðu haldið til að baða allt fje sitt þrifabaði, að minnsta kosti einu sinni á ári hverju. Á fundinum að Sturlu-Reykjum 2. f. m., Grund i Skorradal 3. s. m. og Leirá 6. s. m. vildu Borgflrðingar ekki beinlínis lofa að baða haustbað það, sem skipað heflr verið. Hins vegar afsögðu þeir ekki algjörlega að hlýðnast þessari skipun, en fóru þess á leit að fá gjafmeðul, ef þeir ættn að baða, og styrk til að greiða varð- kostnað og skaðabœtur fyrir skurðinn 1 fyrra og hitt eð fyrra m. m.; en lögreglustjóri brýndi fyrir þeim, að þeim væri skylt að baða ummælalaust. Á fundinum að Stnrlureykjum kom fram brjef frá sira Jakobi Guðmunds- syni á Sauðafelli í Dalasýslu, er vjer prentum hjer kafla úr, með því það bendir á, hversu skoðanir niðurskurð- armanna koma saman við skoðanir þeirra, sem fylgja fram alroennum þrifaböðum á öllu fje á hinu kláða- grunaða svæði, hvort sem kláði hefir fundizt þar nýlega eða ekki. Yegna þess, hvað tíðin hefir verið góð siðan um rjettir, hefir verið örðngt að hafa fjeð saman til skoðunar. í sveitum þeim, er skoðað hefir verið, hefir hvergi fundizt kláði nema f Stýfl- isdal; þar fundu 2 utansveitarmenn, er settir voru um rjettirnar til að skoða fjeð á þessum bæ, 23. okt. blett á stærð við 2 fingurgóma ofan til á hrvggnnm á einni kind. Var bleltur þessi álitinn vottur um maurakláða, kindin því skorin og allt fje á bæn- um tvíbaðað (Kafli úr brjefi Dalamanna til Borgfirðinga). "Hafi rækilegar skoðanir á öllu fje Borgfirðinga fram farið bæði í sumar og haust og enginn vottur hins ill- kvnjaða fjárkláða fundizt nokknrstaðar, þá þykir oss engin von til að Borg- tirðar vilji ráðast i að skera niður allt fje sitt að svo stöddu. Vjer viljum þvi ráða til, að fjárskoðunum verði rækilega áfram haldið til loka næst- komandi nóvembermánaðar, og verði þá ekki orðið neinstaðar kláðavart, þrátt fyrir þá óveðratið, sem nú geng- ur, og sem ætíð heflr orðið hvað viss- ust til að koma hinum næma fjár- kláða í Ijós, þar sem harin annars befir verið tfl, þá virðist mega álíta, að eng- inn næmur fjárkláði eigi sjer stað í Borgarfirði, þar sem þá verða liðnir 9 til 10 mánuðir frá þvf skorið var þar fyrir kláðann f fyrra vetur. En það er einnig reynsla fyrir þvf að til er líka meiri og minni óþrifa- kláði, sem menn hafa opt hraparlega villzt á og tekið því hvern kláðann fyr- ir annan, sóttnæma kláðann og óþrifa- kláðann, svo að jafnvel dýralæknar hafa hikað sér að við að skera úr hver kláð- inn það væri, nema þeir hafl annað- hvort séð hinn illkynjaða kláðatnaur, eða kindin hafl verið látin lifa svo lengi að fullkomin reynsla skæri úr, hver kláðinn það væri. Af þessu leiðir, að sá óþrifakláði, sem kynni að koma upp f fje Borgflrðinga í vetur, gæti orðlð tekinn fyrir hinn sóttnæma kláða og fé þeirra álitið svo grunað, að ekki þætti annað gjörlegt en að banna þeim að reka fé sitt á fjall næsta sumar, og setja þar á ofan öflugan Hvftárvörð, eins og líka þetta mundi olla þvf, að ómögulegt yrði að útvega þeim þær skaðabætur, sem þingvallafundurinn f sumar áleit, að þeir ættu að fá, ef þeir hefðu útrýrot hjá sjer hinum næma fjárkláða f raun og veru. Vjer getum þvf ekki annað en ráðið Borgfirðingum til, verði hvergi vart hjá þeim við hinn sóttnæma fjár- kláða f nóvembermán. lok, að þeir þá baði rækilega allt sitt fé til að koma i veg fyrir allan óþrifakláða og alla þá skaðvænu grunsemd, sem at' bonum gæti leitt. En skyldi þar á móti hinn næmi fjárkláði koma upp hjá þeim á nefndu tímabili, þá getum vér ekki aunað en ráðið þeim til, að gjörskera allt sitt fje tafarlaust, áður en það hrakist og eyðir heyjum, sjálfum þeim til enn meira tjóns, í þeirri öruggu von, að næstkomandi alþingi mun sker- ast í, að útvega þeim, og öðrnm, sem skorið hafa og neyðzt til að skera fyrir þenna vogest, sanngjarnar skaða- bætur úr landssjóði. f>að er óbifanleg sannfæring vor að þessu bkt ætti að fara að á öllu kláðasvæðinu milli Hvítánna; það er að skilja, að bætta við lækningar á hin- um sóttnæma illkynjaða drepkláða, því þær mega hjeðan af álítast full- reyndar, heldur gjörskera f hverri þeirri sveit, sem hann kemur upp hjeðan af, gegn sanngjörnum skaðabótum aflands- sjóöi; en þar á móti halda áfram ræki- legum fjárböðunum til að forðast ó- þrifakláða, þar sem menn væru ugg- lausir um, að hinn næmi fjárkláði ætti sjer ekki stað. l’að væri máske eitt- hvert hið þarfasta verk alþingis, efþað gæli gjört fjáreigendum um allt land að lagaskylda að verja fjenað sinn með viðeigandi boðum eða fburði öllum skað- legum óþrifakláða, því það er víst, að slikar varúðarreglur fást margfaldlega boigaðar, í meiri ull, betri þrifum og heilsufari fjárins; það er uggvænt, að hinar algengu fjárveikjnr, lungna- pest, bráðapest og máske líka innvortis sullaveíki eigi nokkra rót sína í eða að minnsta kosti ágerist af megnum ó- þrifakláða, þegar ekkert er um hann skeytt, þvi reynslan sýnir, að bæði menn og skepnur eru næmari fyrir öllu innkulsi, og því hættara við óreglulegri umrás blóðs oe vessa, þegar megnir hörundskvillar eiga sjer slað. Jeg óska af heilum hug Borgfirð- ingnm þeirrar heppni, að þeir sjeu nú þegar búnir að útrýma hjá sjer hinum sóttnæma fjárkláða, og að þeim jafnframt geti heppnast í samvinnu við lögreglu- stjórann í fjárkláðamálinu að útrýma allri grunsemd framvegis um fjárkláða f Borgarfirði; þá eru líkindi til að sem flestir sanngjarnir menn leggist á eit, að reyna til að útvega þeim þær skaða- bætur, sem þeir hafa til unnið. Sauðafelli, 27. okt. 1876. Jakob Guðmundsson. Bfæztarjettardómur. Meið- yrðamál þeirra j>. Jónassonar yfir- dómsstjóra og M. Stephensens yfir- dómara gegn Benid. Sveinssyni fyrrum yfirdómara var dæmt f hæztarjetti í hanst, og skal Benid. greiða 200 kr. sekt i hvoru málinn, auk málskostn- aðar, en meiðyrðin dæmd ómerk. Eiandsyíirrjettnrinn kvað 20. f. m. upp dóm í öllum 3 meið- yrðamálum Hilmars Finsens landshöfð- ingja gegn Jóni Ólafssytii Göngu- Hrólfs-ritstjóra. Clausen sýslumaður hafði dæmt hann f hjeraði í 200 rd. sekt í hinu fyrsta málinu, 6 mánaða einf. fangelsi f öðru og 1 árs fangelsi f hinu þriðja, auk málskostnaðar, en landsyfirr. gjörði honum að eins útlát, 200 kr. f fyrsta málinu, 400 kr. f öðru og 600 kr. f hinu þriðja, auk máls- kostnaðar og nokkurra sekta fyrir ó- sæmilegan rithátt í vörninni f bjeraði; svo skulti og meiðyrðin ómerk. Greið- ist eigi sektirnar á tilteknum tíma, kemur í stað þeirra fangelsisvist (í 8, 17 og 25 vikur). Siemsens verzlun í Keftavik er nú seld knupmanni W. Fischer, og á Guðbrandtir T. Finnboga'on að veita henni forstöðu. Mi sprentað í ísaf. III. 2ö. síðasta dálki 34. 1.: 180 fetum fyrir 180 föðmum. Aiiglýsingar. • Unglingur f Revkjavík, sem áform- ar að leysa af hendi nndirbúningspróf það, sem fvrirskipað er þeim, sem ætla að ganga undir próf f Kaupmannahöfn til þess að verða examinati juris. lyfsalar, ingenienrar, dýralæknar o. fl., skorar hjer með á þá, sem kynnn að vilja kaupa < fjelagi við hann nauðsynlega kennslu hjer f Revkja- vfk undir sllkt próf, að senda seðil um það til ritstjóra þessa blaðs, merktan «præliminærexamen» og inni- haldandi nanðsynlegar skýrimrar um ástæður hlutaðeiganda og það, sem hann er búinn að lesa. Hjá mjer undirskrifnm fæst til láns frá nýári f allan vetur kálflaus kýr, er mjólkar frá 4 til 5 potta á dag, og ef nmsemur nokkra meðgjöf. Reykjavík 2. desbr. 1876. S. Guðmundsson frá Búðnm. Víravirki frá Kristjanfu er aptur komið f norsku verzlunina. Itilenzk Iriitierlti ern kevpt við háu verði af Fr. Berthini f Nr. 19 í Herluf-Trollesgade í Kaup- mannahöfn. keranr nt 2 —8v«r a m-uiuhi, ‘ó’i bl. nm hrif1. KostHr 3 kr. Arpangnrinn (er- lendis 4 kr ), stók nr. 20«. öólnlaun: 7. hvert expl. Arsvertii*', gmM*t í kanptíb, et-a þá hálit á f«nmarmHliim, hálft « hanfstlestnni Aiig)ý*irii>ar eiu teknar í blabi?) tyrir 6 a. @m4letnr«»- línan eha Jafnmikið nira, en 7 a meb venjnlegn meginmálsletri. — ^krifstofa ísafoldar er í Doktorshiisino (í Hlífcarhásnro). Kitstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Landnprpntsmi^jan í Reykjavík. Einar pórðarson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.