Ísafold - 15.12.1876, Blaðsíða 1
3 é a f o l fe.
III 38*
Frumefnin í vikrinni, er fjell á is-
landi 29. rnarz 1875.
Margir menn bafa ímyndað sjer,
að í vikrinni, er fjell á íslandi 187 5,
sje fólgin frjóvgunarefni, sökum þess,
að það gras, er upp komst gegnum
öskuskóflna, þótti bæði frjótt og kosta-
gott.
Fyrstu fregnir, er bárust frá Reykja-
vík til Englands og Ilafnar í vor er
leið með marz-póstskipinn, sögðn, að
vikrin hefði orðið Austurlandi að fundnu
fje, því aldrei hefði það staðið í meiri
blóma, enda hefði gras þotið upp þar,
sem aldrei hafði sjezt stingandi strá
áður. |>að væri því auðsætt, að í vikr-
inni væri mikið frjóvgunarmagn. Nú
var það ljóst, að ef þetla skyldi reyn-
ast satt, láu á Austurlandi miljónir
vætta af þeirri vöru, er öllu landinu
reið á að ná í: frjóvgandi áburðarefni.
Eg ljet því leysa upp vikrina hjer i
frumefni sin, til þess að vita vissu rnína
á þessu efni, og fekk til þess G. D.
Liveing, prófessor í efnafræði við há-
skólann hjer, og eptir hans úrlausn
eru þessi frumefni í vikrinni:
Tinnuefni (silica) . . 63,2 afhundr.
Alumina (brennisteinssúr
leirjörð) . . . . 11,3 -
Járnefni . . . . . 12,4 -
Pottaska . . . . . 3,8 -
Öskusalt (soda) . . 6,7 -
Steinlím (fcalk) . . 2,7 -
»Litlar drefjar flnnast af phosphorsýru,
magnesium og mangan».
Um pottöskuna, sem er hið eina
frjóvgunarefni, er finnst í vikrinni, fer
prófessor Liveing þessumorðum: «Það
er með naumindum, að nóg sjeafpott-
ösku í vikrinni til þess, að hún geti
orðið að gagni sem áburðarefni, og
til þess yrði vikrin að liggja mjög lengi
í beru lopti. Potlaskan er hjer, eins
og eg minntist á við yður um daginn,
svo föst fyrir, að mörg ár hljóta að
ganga til þess að leysa bana frá hin-
um efnunum, sem í vikrinni eru».
Munnlega gat prófessor Liveing þess,
að tuttugu ár að minnsta kosti yrðu
að ganga tii þess, að fá þetta litla
frjóvgunarefni leyst úr vikrinni,
Fað er þvf ráðgátulaust efni, að
vikrin, sem fjell 29. marz 1875, heflr
ekkert frjóvgunarefni í sjer, er nokk-
urn tíma geti komið að notum, og öll
fmyndan um frjóvgunarmagn hennar er
alsendis ástæðulaus. Það eina, sem
vikrin hefir gjört, er að skýla grasrót-
inni við kali. Fað er allt og sumt.
Menn skyldu því gjöra allt er gjört
Föstudaginn 15. desembermánaðar.
verður, að hafa vikrina brott af túnum
sínum, því að þegar hún fer að verða
vatni þrungin, sekkur hún í svörðinn,
og verður þá bið mesta kuldaefni fyrir
grasrótina.
Cambridge, 9. okt. 1876.
Eiríkr Magnússon.
Austræna málið.
Af almællum tíðindum er þess
helzt að geta, að telja má að skriðið
hafl svo til skarar milli Tyrkja og
Serba, að hinir síðar nefndu fái engri
vörn lengur við komið. Tyrkir hafa
brotið víggarða þeirra og varnarvirki í
Alorawadal, er Serbar höfðu verið að
sperrast við að gjöra ótæk i marga
mánuði. Her Serba er kominn á
ringulreið og veitir Tchernaieff hið
örðugasta að fá honum smalað saman.
Serbar fá hið versla orð fyrir bleyði-
skap í hinum síðustu bardögum.
Rússar þeir, er gengið böfðu að sjálfs
vilja í lið með Serbum «börðust eins
og tígrar»; af þúsundi stóðu 300
heilir á velli eptir bardagaun, er skar
úr leik í Moravadalnum. Sá bardagi
stóð þar er Djunis heitir, lítið þorp í
sunnanverðum dalnum, girt hæðum á
alla vegu, sem voru rammlega vfg-
festar. En rjett um það leyti sem
Tyrkir unnu þenna sigur, neyddu
stórveldin þá til, að gjöra vopnahlje
við Serba. Eru nú sex vikna grið
selt og búizt á allar hendur til að
skapa frið með þeim fjendum þar
eyslra. England hefir boðið stór-
veldum Norðurálfunnar til samkomu í
Constantinopel til þess að setja niður
deilu Serba og Tyrkja, og meðfram
til þess, að sjá borgið hag kristinna
þegna Tyrkja um ókomnar tfðir. Til
þessa stórveldafundar hefir drottning
Breta kjörið sendiherra fyrir sína
hönd mai-kgreifaun frá Salisburg, ein-
arðan mann og lítt væginn, en vits-
munamann mikinn og vel stilltan.
Rússar þykja ekki hafa reynzt
Serbnm sá bakjarl, sem látið var í
öndverðri styrjöldinni að þeir mundu
reynast. [>eir hafa látið sffellt í veðri
vaka, að stigju Tyrkir þessu eða þessu
feti framar á vígbraut sinni í Serbíu,
mundu Rússar skerast í leikinn. En
Tyrkir hafa stígið hvert fetið á fætur
öðru, og hafa þá Rússar setið kyrrir
sem áður; og nú hafa Tyrkir troðið
Serba niður f leirinn svo þeir fá ekki
risið, og enn silja Rússar hjá og láta
málamiðlan koma lil friðarsamnings, í
stað þess að hefja hið marglofaða
sverð til befnda á íllþýði Tyrkja. En
Rússland á ekki hægt um vik, sem
stendur. Það á víða sökótt. Norðan
frá Finnlandi og suður að Svartahafi
býr það samtýnis við launfjendur að
veslan, og þá verstu fjendur er sam-
býli verður átt við: þjóðernisfjendur.
Og hvar sem auga er rennt yfir ná-
granna Rússlands getur hvergi nema
fjandskap, þó undir friðarblæju gangi
sem stendur. Enda sjest bezt, hversu
raunbreyzkir beztu vinir þess eru í
viðiögum, að keisarar Þýzkalands og
109
1890.
Austurríkis, bandamenn þess , skuli ekki
hafa sjeð sjer fært einusinni að leggja
saman við Rússland liðsemd tíl bjarg-
ar hinum svfvirtu kristnu trúarbræðr-
um f löndum Tyrkja, og það þó að
þegnar þeirra og þeir hati Tyrkjann
sjálfir eins einarðlega eins og Rússar.
Rússar eru því einstæðir og vinalausir
og það vegna þess, að þeir eru ná-
búnm sínum hinir ótrúustu til sam-
býlis. J>eir senda æsinga-seggi á
laun um Austurríki, Pólen og Slavalönd
Tyrkja til að ala á óróa þessara Slava,
er nú lifa allir f þeirri von að fá sett
upp í Norðurálfunni eitt geysimikið
Slavariki, er ráða skuli lögum og lof-
um hins menntaða gamla heims.
Iíeisarahirðin í Pjetursborg, einkum
keisaradrottningin og ríkiserfinginn,
er, svo að kalla, oddviti þessarar
stefnu, og það fer ekki leynt, að rík-
iserfinginn hefir með sjer öflugan flokk
við hirðina, er stöðugt starfar að því,
að gjöra Alexander keisara leiðan á
stjórninni, og þannig að fá hann til
að leggja af sjer stjórn í hendur syni
sínum. Hvað eptir annað heyrast
fregnir um það, að keisari ætli að
segja af sjer, en jafnóðum deyja þær
út aptur, og halda menn að Bis-
marck eigi mestan þátt í því að af-
stýra þessum ráðum; því það er kunn-
ugt, að ríkiserfingi er Þjóðverjahati
hinn mesti; enda draga þjóðverjar
engar dnlar á það, að þaðan sje sjer
úlfs von er þeir eyrum sjái, þar sem
Cesare\vich(keisarason)sje. En jafnframt
þessu fer illa fjárhagur ríkisins ; svo illa,
að Rússland fær nú hvergi lán erlendis.
Slðart i fyrra vor hefir það reynt að
fá lán í Engiandi, Frakklandi og Hol-
landi, en alstaðar hefir farið á eina
leið, peningamennirnir hafa neitað
að hætta fje sínu í vasa Rússa. Að-
alástæðan er bæði það, að menn vita
fyrir víst, að fjárhagur Rússa er í
sjálfu sjer í fráleitu ólagi, og einkum
það, að Slavaflokkurinn við hirðina
mundi þegar nota lánið til að fá kom-
ið af stað herhlaupi á Tyrki; því nú
er svo að sjá, sem Rússum sje laus-
ust hönd til vopna af öllum þjóðum
Norðurálfunnar. Meðfram þessu öllu
fer^ það, sem Rússlandi stendur
mestur voði af, en það eru hin
mörgu pólitisku launfjelög, sem eru
dreifð um allt Rússland og ráða þar
mörgu með meira afli en keisarinn
sjálfur. þessi fjelög stefna öll að al-
slavadæmi því, er áður var nefnt. En
jafnframt því stefna sum að uppreist
gegn keisara og keisaradæmi og að
allsherjar slafnesku þjóðveldi. llið vold-
ugasta þessara fjelaga er það, er Omla-
dína heitir, og hefir miðnefndir um allt
Rússland. þetta fjelag hefir lagt fram
feikn fjár til styrktar fyrir Serba. Æfi
þessara fjelaga er undarleg; þau eru
vinir og fjendur stjórnarinnar undir
eins. Þau slefna með sljórninni að
því, að fá safnað öllum Slövum, er nú
lifa undir ráðum þjóðverja, Austurríkis,
og Tyrkja, í eina ríkisheild. En fara
gegn stjórninni, er utn stjórnarskipun
þeirrar ríkisheildar er að vjela. Þann-
ig er Rússland sjálfu sjer sundurþykkt,
er eðlilega í laun-fjandskap við nábú-