Ísafold - 15.12.1876, Síða 4

Ísafold - 15.12.1876, Síða 4
112 un nægilegra baðmeðala, og styðja að framkvæmd fyrirskipana þessara. Bað þetta mun nú víða vera um garð gengið, og ætla menn að það muni eigi sæta neinni fyrirstöðu, nema ef til vill hjer í Reykjavík, eptir göml- um vana, og svo í sumum sveitum í Borgarfirði; er nú Jón ritari farinn þangað til að sjá um, að það verði framkvæmt. — Brýr á Blliða-ánum. Nú hefir sýsluuefndin í Gullbringu- og Kjósarsýslu loksins af ráðið að brúa Elliða-árnar, og leitar nú frjálsra sam- skota til þess bæði í sýslunni og hjer i höfuðstaðnum. þykir mikil von um, að því máli verði hvervetna vel tekið. Eptir bráðabirgðar-áætlun þriggja manna, er er sýslönefndin hafði til þess kvadda (Árna landfógeta, Guðm. járnsmiðs Jó- hannessonar og Einar trjesmiðs Jóns- sonar) má gjöra trjebrú yfir árnar fyrir 1600kr. Brúarstæði telja þeir bezt skammt fyrir neðan laxakisturnar, og verður brúarlengdin þar 19 álnir yfir suðurkvíslina, en 12Va yb>' norður- kvístina. — FráSkógarströnd 1. nóv. Allan sept.mán. máttu heita sífeld blíð- viðri ýmist austanlandnyrðingar eða vestanútnyrðingar. Skúr kom varla úr lopti. Meðaltal hita7°ll. Loptþyngd- ar 28" + 2. Frá 1. til 20. október voru mestmegnis austau og austnorðan- áttir með stormum til sjóvar, en þægi- legum þýðviðrum til lands, og var hit- inn að öllum jafnaði 5°. Yið hinn 20. brá til sunnanátta, og hjelzt hún svo að segja fram í lok mánaðarins. Með- altal hita + 3° R. og loptþyngdar 28"' + 2. Heilsufarið er og hefir verið hið æskilegasta. Haustskurður nálægt meðallagi á hold, en dæmafátt slæmur á mör, og einkum á ull. Haustverzl- un hjer í Stykkishólmí varð með fjör- ugasta móti, og er mjer nær að halda, Isafold kemor út 2 —3var á mánröi, 32 bl. um áril). Kostar 3 kr. árgangurinn íer- lendis 4 kr.), stók nr. 20 a. Solulaou: 7. hvert expl. að alít það er verzlað vár með af fjen- aði á fæti, uppskornu og af aðfluttu kjöli hafi numið ekki minna en 40,000 krónum. Aldrei get jeg sannfærst um, að þessi haustverzlun sje hagkvæm, hvort heldur er kaupmönnum eða sveita- búum, en hún erorðin að nauðsyn, og verður því að ganga sinn gang ár eptir ár. Fiskiafli hefir verið mjög litill hjer á Breiðafirði það af er haustinu. Slæmt útlit er því með vetrarforða, haldist fiskileysi, og ekki er að vænta neinnar frekari hjálpar enn sem komið er með mattvöru frá kaupmönnum; líklegasta útsjónin er því fólgin í þvi, að vel hefir heyjazt og aðkýr muni gjöra gott gagn. Auglýsingar. — Olílisætubað. Jeg tel mjer skylt að auglýsa almenningi neðanskráða fyrirsögn um það, hvernig haga skuli til, er olíusæta er höfð í bað, eptir amtsdýralækni C. Schmidt í Noregi. nVið kláða á sauðfje og geitum skal hafa hálfan annan pott af olíusætu í 20 potta af vatni. Ætla skal 2—3 potta vatns á hverja kiud, eptir stærð hennar og ullarmegni. Baðið er þannig til búið, að vatninu er fyrst skipt til helminga, annar helmingurinn látinn í baðkerið kaldur, en hinn helmingurinn er sjóð- heittur. í nokkuð af þessu heita vatni er lyfið látið,og hrært í þangað til það renn- ur sundur, og liður það eigi á iöngu. Síðan er legi þessum hellt útí kalda vatnið í kerinu, ásamt heita vatninu, sem eptir var skilið, og síðan hrært í öllu saman. Sje nú margt fje baðað í einu, er ausið úr baðkerinu þangað til ekki er eptir meira en svo, að vel fijóti yfir eina kind. Er hitt svo haft í katli yfir hægriglóð; og síðan bætt í kerið úr honum svo, að baðið sje allt af mátulega heitt (nýmjólk- urvolgt), og mátulega djúpt i kerinu. Baða skal stærstu kindurnar fyrst. Halda skal skepnunni niðri f baðinu eina mín- útu í minnsta lagi. Hrúðra skal kroppa sundur, eptir þvi sem hægt er. Dýfa skal höfðinni á kindinni snöggvast ofan í baðið, en halda höndunum fyrir augu og eyru á meðan; líka máþvo höfuðið. Á 5., 6. eða 7. degi skal baða fjeð aptur, og er þá lækningunni lokið. Gott er að þvo kláðasár milli baðanna úr því sefn afgangs er af baðleginum eptir fyrra baðið, einu sinni á dag. Við lús og öðrum óþrifum á alls konar húsdýrum, við fœrilús á sauð- fjenaði og væru á kúm og útslætti á hundum er ekki hafður nema I pottur af olíusætu í 20 potta af valni (á hunda jafnvel ekki nema 1 : 50), en að öðru leyti er sami tilbúningur á baðinu og að framan er lýst. Öll húsdýr á hverjum bæ ætli að baða haust og vor. Það ver óþrifum, ver húsin hvers konar sýkingarefni, og ver skepnurnar kleggja og flugum á sumrin; þvi ergott að baða kýr í mikl- um hitum. Sækir þá engin óværð á skepnuna svo vikum skiplir. Mjög ríður á, að hafa ílát, sem olíu- sæta er geymd í, vel lokuð (með góð- um tappa í). Hrista skal ílátið vel hvert sinn sem úr því er tekið. Sje lyfið staðnað afkulda, svo að það renni ekki almennilega úr ilátinu, skal láta ílátið ofan í heitt vatn eða láta það standa nálægt heitnm ofni. C. Schmidt, amtsdýralæknir'. Revkjavík, 5. desember 1876. Lögreglustjórinn i kláðamálinu. Æmeríka. Ankor-línunnar atlantiska- liafs gufuskipafjelag flytur Vesturfara frá íslandi yfir Skotland til allra hafna í Ameriku; og á það fjelag, eins og kunnugt er, hin beztu skip lil fólks- flutninga. Fæði ókeypis á ferðinni yfir At- lantshafið, svo og læknishjálp og meðöl, ef þörf gjörist. Ef nægilega margir vildu fara, sendir fjelagið eitt af liinum miklu skipum sínum hingað til lands, og flyt- ur það þá beina leið hjeðan til Ámeriku. í*eir, sem ætla sjer að fara til Vesturheims, ættu að hagnýta sjer tilboð þessa fjelags. Nánari upplýsingar og sannanir fást hjá herra Egilsson f Reykjavik Reykjavík, 2. desbr. 1876. pr. Henderson Brothers. W. P a y. Arsverbib greíbist í kanptib, eba þá háift á sumarmálum, háift á hanstlestnm. Auglýsinsar eiu teknar í blabib fyrir 6 a. smáletnrs- línan eba jafniniki& rúm, eu 7 a. meb venjnlegu meginmálsletri — Skrifstofa Isafoldar er í Doktorshúsinn (í Hlíbarhúsnm) iiitstjúri: Björn Jónsson, oarid. phil. Landsprentsmibjan í Reykjavík. Einar pórðarson. vissn menn við slíkum gjörningum, að núa kirkjugarðsmoid á lóðirnar, en því reiðast hinir framliðnu og hefna sín grimmiiega; þá fá og sæálfar vald yfir mauni. Erlendur var mjög hugsi um þetta; honum fannst háifvegis, að hann væri samsekur Finninum í óhæfuverki hans, af því hann var svo handgeng- iun honum og fólki hans. Næsta sunnudag var farið til kirkju af báðum bæjunum. Laumaðist þá Er- lendur til og fjekk sjer vænan moldar- hnefa úr einni gröfinni í Finnreitnum. Þegar bann kom heim um kvöldið, fór bann svo lítið bar á þangað sem veið- arfæri föður hans iágu og sáði moldinni yfir lóðartaumana. |>ótt ótrúlegt sje brá svo kynlega við, að nú fór að fiskazt á lóðirnar aptur. En við það varð Erlendur svo myrkfælinn, að hann þorði ekki um þvert hús, úr því fór að skyggja. Hann vissi, að eina ráðið lil að komast und- an hefndinni var að biðja hina fram- liðnu fyrirgefningar; að öðrum kosli kemur ósýnileg hönd einhverja nóttina og dregur mann út í kirkjugarð, og stoðar ekki þó maður væri reyrð- ur með köðium við rúmstokkinn. Næsta sinn sem Eriendur kom til klrkju Ijet tiann sjer ekki gleymast að ganga að gröfinni og biðja hinn fram- iiðna «forláts». þegar Erlendur eldist, sá hann sem nærri má geta, að það var ekki nema hjegómi að halda að fólkið á Finn- bænum gæti ekki orðið lióipið engu síður en fólkið heima hjá honum. En hin trúin loddi þó við, sem sje að Finnar væri minni háttar en annað fólk og óvirðingað hafa frnnskt blóð í æðmn. ílann mátti þó eigi almennilega sjá af Zillu, og voru þau mjög samrýnd, jafnvel fram yfir fermingu. En þegar Erlendur var orðinn fuil- orðinn og farinn að kynnast út um hjeraðið, fór hann að hálf-skammast sín fyrir kunningsskapinn við Finninn og hyski hans. Hver maður hafði skömm á kyni Finna, og því ljet hann sem hann hvorki sæi Zillu nje heyrði, þeg- ar ókunnugir voru við. Stúlkan mun hafa rennt grun um, hvernig á því stóð; því hún var farinn að sneyða sig hjá honum. En einu sinDÍ kom bún samt yfir um á bæ Er- lendar, eins og verið hafði vandi henn- ar frá þvl hún var barn, og beiddi að lofa sjer með til kirkju næst, þegar farið yrði þaðan — það var yfir sjó að fara. — Svo stóð á, að ókunnugir voru komnir; og með því að Erlendur var hræddur um að þau kynni að verða orðuð saman, svaraði hann háðslega, svo allir heyrðu: «Kirkjan á vænti jeg að fægja burlu Finnskapinn»; og bað hana sjá sjer sjálfa fyrir fari. Eptir þetta yrti hún aldrei á hann, og undi hann því raunar miðlnngi vel. — það bar til einhvern tíma um vet- ur, að Erlendur reri fyrir hákarl. Ilanu varð var. Skipið var lítið, en «gráni» í meira lagi vexti. Erlendur vildi eígi sleppa, og urðu þau leikslok, að skip- inu hvolfdi. ErleDdur komst á kjöl, og lá þar alla nóttina í svartaþoku og sjávarróti. Erlendur fann nú, að óðum dró af honum, og að skammt mundi umskipt- anna að biða. Getur hann þá að líta, hvar maður skinnklæddur situr klofvega um kjölinn fram við stefnið og gaut é hann rauðum giyrnunum. (Framh. sið.).

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.