Ísafold - 03.07.1877, Blaðsíða 4

Ísafold - 03.07.1877, Blaðsíða 4
f>0 um áfengum drykkjum, 26. febr. 1872, 2. gr., að því leyti er snert- ir borgun gjaldsins af þeim vörum, er flytjast til landsins með gufu- skipum; 4., um skattáábúð og afnot jarða og á lausafje; 5., um tekjuskatt; 6., um húsaskatt; 7., um laun sýslumanna og bæjarfó- geta; 8., um breyting á fátækratíundargjaldi; q., um lögsókn og hegningu fyrir rangt tíundarframtal; 10., lög til bráðabyrgða 21. febr. þ. á. (sama efnis og nr. 3). Forseti efri deildar skýrði frá, að landshöfðingi mundi á næstafundi leggja fyrir hana önnur 10 stjórnarfrumvörp: 1., um skipti á dánarbúum og fjelags- búum o. fl.; 2., um kosningar til alþingis; 3., um endurskoðun jarðabókarinnar frá 1861; 4., um breytingu á þeirri tilhögun, sem hingað til hefir verið á birt- ingu laga og tilskipana á Islandi; 5.; um breytingar og viðauka við til- skip. 5. jan. 1866 og 4. marz 1871, um fjárkláða og önnur næm fjár- veikindi á íslandi; 6., um bæjargjöld f Reykjavíkur kaup- stað; 7., um leysing á sóknarsambandi; 8., um stofnun borgaralegs hjónabands og uppfræðslu barna í trúarefnum, þegar eigi hvorttveggja foreldra hafa þjóðkirkjutrú; 9., um að nema úr lögum að skírn sje nauðsynleg sem skilyrði fyrir erfðaxjetti; 10., um skipun dýralækna á íslandi. Um leið og landshöfðingi lagði fram á fundi neðri deildarinnar í dag fjár- lagafrumvarpið 1878—1879, þar sem gjört er ráð fyrir rúmum 72000 kr. tekju-afgangi bæði árin, gat hann nokk- urra helztu atriða úr ársreikningi lands- ins 1876, er hann kvað ólokið sakir þess, að enn vantaði reikninga frá 2 umboðsmönnum. Hann sagði, að lesta- gjaldið hefði orðið 37292.41 (í fjárlög- unum var ekki gjört ráð fyrir meiru en 28848.00), tekjur af póstferðum 11782.17 (í stað 7500), gjald af vínföng- um 88255.88 (80000) og tóbakstollurinn 7496.33. Alls hefðu tekjurnar orðið hjer um bil 306900 kr. og útgjöldin 215000; afgangur um 80000. Viðlaga- sjóðurinn hefði átt við árslok 1876 samtals rúmlega 486000 kr. Embættaskipun. 28. f. m. setti lands- höfðingi 1. meðdómanda í landsyfirrjett- inum, Jón Pjetursson, til þess fyrst um sinn frá 1. þ. m. að gegna dómsstjóra- störfum nefnds ijettar, upp á eigin á- byrgð, með óskertum launum þeim, er embætti þessu eru lögð, og sem eru 5800 kr. S. d. var 2. meðdómandi í landsyfirrjettinum, Magnús Stephensen, settur til að gegna störfum 1. meðdóm- anda, og landfógeti Árni Thorsteinson settur 2. meðdómari og dómsmálaritari 3'firrjettarins fyrst um sinn frá i.þ. m., gegn hálfum yfirdómaralaunum. Hinn 29 f. m. veitti landsh. Barð í Fljótum sira Tómasi Bjarnarsyni á Hvanneyri (vígð. 1867). Auk hanssóttu: sira Markús Gíslason á Blöndudalshól- um v. 1862, siraEyólfur Jónsson í Kirkju- ■bólsþingum v. 1865, og sira Magnús Jósefsson á Lundabrekku v. 1875. óveitt embætti: Hvanneyrarbrauð í Siglufirði, met. 528,89 kr. Augl. 29 f. m. P/Iannaiát. Hinn 28. f. m. andaðist hjer i bænum ekkjufrú Anna M. M. Tæ-rge- sen, fædd Hansen, síðari kona R. P. Tærgesens kaupmanns í Reykjavík, -j- 1867. Hún var fædd 7. marz 1824. þeim hjónum varð 9 barna auðið, og lifa 2, frú Inger Johnsen og verzlunar- maður Sv. Tærgesen. Hún var kona vinsæl og vel metin. Oss hefir láðzt eptir að geta fráfalls sira Jóns Norð'- manns á Barði í Fljótum, er drukknaði í Hópsvatni svo nefndu í Fljótum, 5. marz þ. á. ILann var bóndason úr Fljót- unum, útskrifaðist úr Bessastaðaskóla, 1845, vígðist til Grímseyjar 1846, fekk síðan Barð 1849. Hann var maður vel að sjer, sagnafróður vel og laglega hag- mæltur. Eru til eptir hann ljóðmæli nokkur, sum prentuð í ,,Norðanfara“, og eins nokkrar blaðagreinir þar. Hann ritaði og lýsing Grímseyjar og gjörði uppdrátt yfir eyna. Er það handrit nú geymt í safni Bókmenntafj elagsins í Ivaupmannahöfn. Hrossakaupaskip frá Slimon í Leith, gufuskipið „Snowdoun-1 (355, Thomas), hafnaði sig hjer að morgni hins 30. f. m., og fór aptur í gær að áliðnu með 283 hross og marga farþega. Farþeg- ar hingað voru nokkrir ferðamenn, og kand. Halldór Briem frá Reynistað, er verið hefir í Vesturheimi í vetur. „Snow- doun:t á að fara 3 ferðir enn hingað í sumar: frá Granton 9. þ. m. til Akur- eyrar og Reykjavíkur, frá sama stað til Akureyrar og Seyðisijarðar 23. þ. m., og loks 9. ágúst frá sama stað hing- að til Reykjavíkur. Auglýsing: um geldfjárrekstur úr hinum kláðagrun- uðu sveitum. Amtmaðurinn yfir suður- og vestur- umdæminu hefir í dag ritað mjer á þessa leið: „í tilefni af þóknanlegum brjefum „yðar, dags. 25. og 30. f. m., læt jeg „eigi hjá líða þjónustusamlega að gefa „yður til vitundar, að eins og jeg í brjefi „til sýslumannsins í Mýra- og Borgar- „fjarðarsýslu, dags. 8. f. m., hefi lýst „því yfir, að jeg ekki fyndi ástæðu til „að hlutast til um, að skipaður yrði „Botnsvogavörður á þessu sumri, þann- „ig finn jeg eigi heldur ástæðu til að „leggja bann móti íjárrekstrum yfir „Botnsvogalínuna, nje heldur að fara „fram á, að landshöfðinginn yfir íslandi „ákveði slíkt rekstrarbann“. Af þessu brjefi leiðir, að ekki getur komið til máls að setja Botnsvogavörð í sumar. Aptur á móti standa fyrirskipanir landshöfðingja umbann gegn rekstrum yfir takmörk hins kláðagrunaða svæðis alveg óhaggaðar, þótt enn sje eigi kom- inn á vörðurnema á norður- ogvestur- takmörkum svæðisins. Ber því öllum þeim fjáreigendum, sem upprekstur eiga í afrjettarland það, sem er fyrir sunnan Ok, Kaldadal og Geitlandsjökul, og takmarkast af Hvítá og Deildargili vest- anmegin, en Brúará austan megin, að reka geldfje sitt í miðjan þenna afrjett eða einmitt að Botnsvogalínunni, og frá Brúarár- og Deildargilslínunum. Skyldi samt fje úr kláðasvæðinu í haust lcoma fyrir í rjettum fyrir utan þetta svæði, eðahins vegarfje úr heilbrigðum sveit- um koma fyrir í kláðagrunuðum sveit- um, skal taka slíkt fje í sjerstaka gæzlu, og má ekki reka eða flytja það lifandi yfir takmörk hins kláðagrunaða svæðis nema með sjerstöku leyfi yfirbjóðenda minna eða mínu. Lögrcglustj. í Ijárkláðamálinu, Reykjavík, 2. júlí 1877. Jón Jónsson. þakkarorð. Af því jeg finn það skyldu mína, að gleyma ekki svo þeirri ómetanlegu vel- gjörð, að jeg að minnsta kosti auglýsi það í orði, sem jeg megna ekki í verki, þar sem jeg umkomulaus vinnustúlka naut þeirrar sjerstöku mannelsku og hjálpsemi, af húsbændum mínum, heið- urshjónunum herra Gísla Sveini Gísla- syni í Reykjarfirðj og konu hans Saló- me Kristjánsdóttir, erþau fyrir tilmæli mín tóku á heimili sitt bróður minn Kristján Kristjánsson, sem fyir 2 árum var alveg búinn að missa heilsu sína, og, eptir að hafa fyrst misst foðtir sinn og síðan móður sína, var aðstoðarlaus, og hafa þessi góðu hjón síðan veitt hon- um alla aðhjúkrun, eins og beztu foreldr- ar barni sínu. þ»etta kærleiksverk bið jegþann, sem í veikum er máttugur, að gefa þeim að upp skera, það þau hafa niður sáð, á hagkvæmasta tfma. Solveig Kristjánsd. „Sælir eru þeir sem fátækum gjöra gott, því þeir munu öðlast fjársjóðu á himnum“. petta mun uppfyllast á hin- um góðfrægu heiðurshjónum, herra Gísla Sveini Gíslasyni og konu hans Salóme Kristjánsdóttur í Reykjarfirði, fyrir það kærleiksverk, sem þau hafa gjört mjer með því að taka mig á heimiii sitt kar- lægan, sem eptir að hafa misst föður minn og móður, var aðstoðarlaus; en „hjálpin er jafnan næst þegar neyðin er stærst“; þá upp vakti Guð systur mína, Solveigu Kristjánsdóttur, til að koma mjertil þessara nefndu húsbænda sinna, sem á allan hátt hafa hlynnt að mjer og látið hlynna, sem beztu foreldr- ar, svo að jeg er nú aptur kominn á fætur fyrir Guðs náð, og aðstoð þessara góðu hjóna og systur minnar, samt margra annara, sem Guð hefir uppvakið til að gefa mjer ásamt þeim næga peninga til að kaupa mjer fyir læknislyf. penna allan velgjörning, sem við mig hefirverið gjörðuraf skildum og vanda- lausum, þakka jeg hjer með hjartan- lega, og bið, — því jeg á ekki annað til að launa með — guð almáttugan, að launasjerhverjum, þeirra semhafa hjúkr- að og gefið mjer, af sinni miklu mildi, bæði hjer í tímanum, og síðan í eilífðinni. Reykjarfirði, 20. apríl 1877. Kristján Kristjánsson. Ritstjóri: Bjðrn Jónsson, cand. philos. Prcntsmiðja „ísafoldar1.— Sigm. Guðmundsson,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.