Ísafold - 14.07.1877, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.07.1877, Blaðsíða 2
66 ur að kjark og hugprýði, atorku og dugnaði, tryggð og hreinskilni, stakri gestrisni og hjálpsemi við þá, sem bágt áttu. Formaður var hann í 53 ár og var kallaður fyrirtaks-sjómaður, jafnt að ötulleik og áræði, sem utsjón og heppni (Sjá slcýrslu Búnaðarfjel. suðuramts. bls. 23. 1877). Sakir hinnar stöku skyldurækni og þreks, er hann var kunnur að, var hann opt bæði af hreppsbúum og yfir- völdum fenginn til vandasamra starfa og erindagjörða, og þar að auki hafði hann stöðugt um lengri tíma ýmsar sýslanir á hendi fyrir fjelag sitt. þann- ig var hann meir en 30 ár fjallskilafor- ingi, og full 30 ár meðhjálpari við Kálfa- tjarnarkirkju; gegndi hann þeirri þjón- ustu með fágætri alúð og árvekni, og sýndi meðal annars opt kirkju sinni rækt með gjöfum til hennar fram yfir efni sín. Hans er saknað sem eins hins þarf- asta manns í fjelagi sfnu, eins hins mesta velgjörðamanns sveitar sinnar og allra bágstaddra, er hann náði til og gat nokkra líkn veitt. Hinn 25. f. m. fannst kaupmaður Thomas J. Thomsen frá Blönduós ör- endur eigi all-langt frá kaupstaðnum. Hann hafði verið á reið heim þangað kvöldið áður með öðrum manni, er orð- ið hafði viðskila við hann, og var hald- ið hann hefði fengið „slag“. Thomsen var talinn ötull og lipur verzlunarmað- ur. Hann hóf verzlun á Blönduós í fyrra, fyrstur manna, og farnaðist vel. Hinn 10. þ. m. andaðist hjeríbæn- um eptir skamma legu merkisbóndinn Sigurður Arason, tæplega sextugur að aldri. Hann bjó lengi í Gesthúsum á Alptanesi og síðan í þ>erney nokkur ár. Hann var atkvæðamaður í sinni stöðu og atorkumikill, einkanlega mjög ötull og heppinn formaður. Verzlun hefir verið mjög dauf bjer í Reykjavík um þessar lestir, sem nú eru að enda, litlu eða engu fjörugri en í fyrra, enda var eigi við öðru að búast eptir hið staka aflaleysi. Hafa því flest- ir kaupmenn nú sem í fyrra sent all- mikið af vörum sínum á aðrar hafnir til lausakaupa, eigi einungis upp á hafn- irnar í Mýrasýslu, Brákarpoll og Straum- fjörð, (Havsteen, Fischer og Knudtzon), heldur til Vestfjarða: ísafjarðar, Arn- arfjarðar og Breiðafjarðar, (Thomsen, Fischerog Smith).— Verðlag hjerhefir verið þannig í kauptíðinni: rúgur 20 kr. tunnan, rúgmjöl 22, bankabygg 32 (betri ,.sortir“ 35—36), hveitimjöl 20 a. pund., kaffipundið 1 kr., sykur 55—60 aura, (púðursykur 40—45), brennivín 75 aura potturinn, neftóbak 1.35 til 1.45 pund., munntóbak 2.00 til 2.16, steinkol 4 kr. tunnan (góð smiðakol 5—6 kr.), salt 5.30 til 5.50, hrátjara 2.33 til 2.66 kúturinn, koltjara 1.33, steinolía (hjá Smith) 35 a. potturinn, gjarðajárn 18—25 a. pundið (galv. 30), miltajárn 20—25 a- Saltfisk- ur 50 kr. skippundið, harðfiskur 70, hrogn 20 kr. tunnan, lýsi, soðið, 35 kr. tunnan, hrátt 40, sundmagar 40 a. pund., hvít ull 75—80 pundið, mislit og svört 55—60, æðardúnn 14 kr. pundið, lax saltaður (hjá Thomsen) 60 a. pundið í fjórðungslöxum, 30 í smálöxum, hinum þar á milli. Bókmenntafjelagið. 9. þ. m. var árs- fundur Reykjavíkur-deildarinnar hald- inn í latínuskólanum, og embættismenn kosnir þessir. Forseti: Magnús Ste- phensen yfirdómari, fjehirðir: Hallgr. Sveinsson dómkirkjupr., skrifari: Pdll Melsteð málflutningsmað., bókavörður: Jón Borgfirðingur; varaforseti: Bergur Thorb. amtm., varafjehirðir: Árni Thor- steinson landfóg., varaskrifari: H. E. Helgesen yfirkennari, vara-bókavörður: Kristján Jónsson cand. juris. Endur- skoðunarmenn: Halldór Guðmundsson kennari, og Jón Pjetursson yfirdómari. Tíðarfar. aflabrögð 0. s. frv. Maí- mánuður var kaldur og þurrviðrasam- ur, optast frost á nóttu og stundum snjódrífa til fjalla (9.—10., 27.—30.); nema dagana 11.—16. og 18.—24. góð- viðri og logn. Rúma viku framan af júnímánuði hjelst sama kalsa-veðráttan, norðan og landnorðan og festi snjó á fjöll, sumstaðar ofan í byggð ; 10. gekk hann í austur, og 12. í sunnanátt, en með krapa- og jeljahriðjum; 15.—21. voru góðviðri: logn og hlýindi; 20. fyrstu reglulegar gróðrarskúrir á sumr- inu, og fór jörð þá fyrst að lifna til sveita; 21.—27. heiðríkjur, logn oghit- ar; 28.-29. landnorðanstormur með kraparigning til fjalla; 30. hlýviðri með gróðrarskúrum. Fyrstu dagana þrjá af júlím. var kuldastormur á norðan með jeljaleiðingum til fjalla; 4.—7. góðviðri og hægð ; 8.—9. sunnanrigning; 10.— 12. kuldaveður á norðan; 13. blíðviðri. — Fyrstu vikuna af vorvertíðinni afl- aðist talsvert hjer á Inn-nesjum af stútung og ýsu, en síðan dró heldur úr aflanum; þó optast dálítill reytingur, og stöku dagaíjúním. allgóður afliafvæn- um þorski; það sem af er þessum mán- uði enginn afli, nema í einum róðri (4.) nokkuð af stútung og þorski. — þ>il- skipin, þessi sárfáu, sem hjer eru til við Faxaflóa, öfluðu allvel á vorvertíð- inni, og stundum afbragðsvel. Ummiðj- an júnímánuð sigldu þau flest til Aust- fjarða, með opna fiskibáta til róðra þar, sem skip þeirra Geirs Zoega og hans fjelaga byrjuðu á í fyrra og lánaðist afbragðsvel. Skipakoma. 8. þ. m. „Helene Frede- rikke“ (71, Mortensen) frá Khöfn með ýmsar vörur til Fischers verzlunar; 9. ,.Rona“ (67, Thomas, gufuskip), skip Medows laxakaupmanns frá Glasgow aðra ferð eptir ísuðum laxi á Brákarpolli. Frá alþingi 1877. m. Gjörðabók. Dagana 10.—13. þ. m. hefir verið haldinn fundur á hverjum degi í báðum deildum og rædd laga- frumvörp í þessum málum: 10. I neðri d.: sala á Staðarey(2. umr., fellt), breyting á Jónsb. landsl.b. 49. kap. (1., tekið aptur), breyt. á lands- skuldargjaldinu á Vestmannaeyum (1., vís. til 2.), breyt. á 2. gr. verzlunarl. ir,/4 1854 — að gjöra Seyðisfjörð að aðal- verzlunarstað í stað Eskifjarðar — (1., vís. til 2.). — í efri: um styrk til verkfæra- kaupa handa mönnum, sem læra plæg- ingar og vatnaveitingar (1., tekið apt- ur), löggild. verslunarstaðar við Kópa- skersvog (1., vís. til 2.), hækkun á tó- bakstolli, hækkun á vínfangatolli og tollur á kafFi (1., öll 3 felld). 11. I neðri d.: breyt. á 2. gr. í tilsk. 264 72 (3., samþykkt, sent til efri d.), sala á Arnarnesi (3., fellt), löggild. J>orlákshafnar (2., vís. til 3.), fiskilóða- lagnir milli Hornbjargs og Stigahl. og á Isafjarðardjúpi (2., vís. til 3.), tíund- arlög (1., nefnd kosin, frestað umr.), löggild. verzlunarstaðar við Bakkafjörð í Korðurmúlasýslu (1., tekið aiptur). — I efri d.: lagabirting (2., vís. til 3.), skírn (3., samþ.), skipting þingeyjarsýslu í 2 sýslunefndarumdæmi (1., vís. til 2.), og skipting Skaptafellssýslu í 2 sýsluíjelög' (i., vísað til 2.). 12. I neðri d.: fiskiveiðar þegna Danakonungs, þeirra er eigi eru bú- settir á íslandi, þá er þeir veiða í lands- helgi frá skipi (1., nefnd kosin, umr. frestað), útflutningsgjald af hrossum (1., málinu vísað til tíundarlaganefndarinn- ar), sameining Dala- og Strandasýslna (1., vísað til sýslumannalaunanefndarinn- ar)- — í efri d.: borgaralegt hjónaband (3., samþ.), verzlun við Kópaskersvog (2., vís. til 3.), löggild. verzlun. á Geirs- eyri við Patreksfjörð (1., vís. til 2.), og friðun fugla á Islandi (1., vís. til 2.). 13. I neðri deild: breyt. á 2. gr. laL 54 (2-> tekið aptur.), afnám spít- alagjalds (1., tekið aptur), breyting á 1. 12/n 75 um þorskanetalagnir við Faxa- flóa (1., fellt), bann gegn því að slægja og afhöfða fisk á sjó, oggegn niðurskurði á hákarli á hafi úti, á svæð- inu milli Hornbjargs í ísaijarðarsýslu og Látrabjargs í Barðastrandarsýslu (1., tekið aptur). — í efri d.: afnám auka-lambselda, víndrykkjur, (bæði felld) og breyt. á 2. gr. í tilsk. 2% 72 (1., vísað til 2. umr.). Kláðalög. Breytingar þær og viðauk- ar við hin eldri kláðalög, sem stjómar- frumvarpið hefir að geyma, eru éinkum í því fólgnar, að sektimar, sem getur um í 7. grein tilsk. % 66, skulu hækk- aðar upp í 20—500 kr.; að sýni fjár- eigandi svoddan óhlýðni eða hirðuleysi, að lögreglustjóra þyki honum eigi trú- anda fyrir meðferðinni á sjúku eða gmn- uðu fje, eða hafi hann að dómi lög- reglustjóra eða hreppstjóra fleira fjeen hann getur sjeð fyrir eða útvegað hús- rúm við lækningar, getur amtm. látið setja fjeð undir tryggilega tilsjón á kostnað eiganda; að fjáreigendur eru skyldir til, að við lögðum 20—200 kr. sektum, að segja hreppstjóra til innan sólarhrings, ef hann verður var við kláðavott í fje sínu eða fær grun um

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.