Ísafold - 14.07.1877, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.07.1877, Blaðsíða 1
Um dönskuslettur og fornyrði*. Herra Jón þorkelsson hefir í 12. tölu- blaði 29. árs þjóðólfs á 47. bl.s. farið að taka svari þess, er eg hafða kallað dönskuslettur og orðskrípi í Smásögum, þýddutn af P, Pjeturssyni. Margur kynni nú að halda, að eitt saman nafn Jóns þorkelssonar, sem allir vita að er allra hjerlendra manna víðlesnastur í fornum ritum íslenzkum, og orðfróðast- ur, ætti að vera nóg til þess að þagga niður í nrjer, sem ber það biskuplega ble\rðiorð á baki, að eg heiti því Styr- björn, að eg þori ekki að segja til nafns míns; en þó get eg ekki þagað við orðum herra Jóns. Að vísu kannast eg fúslega við það, að orðin kœrlcgur, ganga í borgun fýrir, og port finnast í fomum bókum íslenzkum; en jeg segi víst ekkert ofmikið, þóttjeg segi það, að mýmörg orð, sem finnast á fornum bókum, frá 13. og 14. öld t. d., mundu nú talin alveg óhæf í islenzkum ritum; og væri svo, að þau væri samstofna við dönsk orð, og maður svo hinsvegar væri viss um, að sá höfundur, er fyrst fer að taka þau upp aptur nú, hefir aldrei litið í þau fornu rit, er orðin standa í, þá tel eg mig hafa fyllsta rjett til að segja, að höfundurinn klini þeim inn sem dönskuslettum, en ekki sem fornyrðum. Herra J. þ. gerir mjer annars rangt til, ef hann ætlar mjer það, að eg telji hvert það orð dönskuslettu, sem samstofna er við danskt orð. Slíka bernsku má ekki ætla Styrbirni; en mjer þykir sárt að sjá það, að herra J. þ. skuli vera svo óvandlátur fyrir tungu sína, að hann taki gott og gilt hvert það samsett orð, sem sarnan stend- ur af tveimur alislenzkum orðum, eins og þegar hann vill gera lijartasorg gjaldgenga íslenzku, af því að ,.hjarta-' sje íslenzka og „sorg" íslenzka; eptir því íetti sönnuinaður (Sandemand) að vera gild og góð íslenzka, því sanna- er ísl. og -maður er ísl.; ndtthúfa (í óeiginlegri merkingu) ætti að vera góð íslenzka, því nátt- er ísl. og -húfa er ísl. Jeg vil ekkert fást um þá ástæðuna fyrir því, að hjartasorg sje íslenzka, að í Hávamálum stendur „sorg etr hjarta''; eptir því ætti að mega kenna hvern einn hlut til þess sem hann etur; það er hagnaður fyrir Símon Dalaskáld, að fá að vita það. Kría hefi eg hvergi heyrt nema í Reykjavík og á Seltjarn- arnesi; eg ætlaði að það væri þýzku- *) Sakir rúmleysis í blaðinu hefir þessi grein beðið prenumar frá því snemma í yor. Rltst. sletta, og ætla eg enn, að það sje af þýzka orðinu „kriegevr'; mjer þykir ekkert unnið við að byggja því inn í bókmál vort, þó aldrei nema Björn Halldórsson kynni að hafa það í orð- bók sinni; og það verður i mínum aug- um ekkert veglegra fyrir það, þótt það finnist í sænskum og norskum alþýðu- mállýzkum; orðið getur verið aðskota- dýr hjá þeim allt eins og oss. A orð- unum að gauga í borguii hefir herra J. p. laglega komið sjer við með að sýna lærdóm sinn, þar sem hann tínir til 12 staði úr fornum bókum, íslenzkum og norskum, þar sem orðin að gauga í borgini, borgan og borgiiiiarmaður kem- ur fyrir; en það er verst, að allur þessi lærdómur bítur mig ekki, því eg hefi vitað að þetta var tii; en nú eru önnur góð orð algengari um það sama og því betri: ábyrgjast, taka ábyrgð' d, taka í abyrgð, ganga í veð ; setja í vcð. Nú k'ann herra J. þ. að þykja ranglátt, að eg geri mjer nokkurn mannamun; en þó er það hið fyllsta rjettlæti. Ef eg sæi í einhverjuriti eptir J. þ. þetta orða- tiltæki: að ganga í borguu, eða orðið borgunarniaðr, þá segði eg: því er hann nú að koma með þetta fornyrðatorf, hann, sem annars ritar svo látlaust. En þegar eg sá þessi orð hjá P. P., sem eg bezt gat ímyndað mjerað engahug- mynd hefði um að þau nokkuru sinni hefði í fornri bók staðið, en aptur var vel kunnugur þeim í dönsku, þá þyk- ist eg hafa leyfi til að segja við hann: vertu ekki enn að sletta dönskuslöpun- um; en hvort sem það er fornyrði hjá J. þ. eða dönskusletta hjá P. P., þá er það löstur í riti, að minni hyggju. Port hafði jeg sagt að ekki væri íslenzka. Jeg stend við það enn, þótt herra J. þ. hafi marga staði úr fornum bókum því til sönnunar, sem íslenzku orði. Hlið kannast herra J. við að sjebetra; það er ekki heldur meira í vöfunum, eða óþýðara. I fornum bókum íslenzk- um finnst líka pjappcl og fjappel, sýr- kot og katel, sem er alveg eins íslenzka og þort, og mundi engum íslenzkum rit- höfundi nú detta í hug að hafa þau í riti eða ræðu. Herra J. þ. getur ekki betur sjeð en að orðin ,,d œðri stó'ðum" sje rjett íslenzka. Hvert einstakt orð þessara þriggja er íslenzka, það skal jeg fúslega játa; en hitt er eins víst, að þau, svo sem þau standa í Smásögun- um, er klaufaleg þýðing á dönsku orð- tæki: „paa höjere Steder". þegar herra J. þ. fer að tala um „audakt", þá kalla eg honum fara skrítilega; hann, sem er búinn að dæma kœrlegr, ganga 65 íborgiin, og/w/góða oggilda íslenzku, af því að þessi öll orð standi í fornum bókum, og segir það með fullri vissu um þau, þar sem jeg ætla að þau sje alveg óhafandi, borgun og borgutiarmaðr meðal annars af því, að þau orð eru nú búin að fá allt aðra þýðingu hjá oss, nefnilega: ¦pcaniiain solvcrc, — hannfer að verða í vafa um orðin „dhiigr 6g ..at/iugr yfir ..audakt" í sumum tiJfell- um, og eru þau þó í ágætum fornbók- um, ogeruorð, sem eiga einkarvel við, þar sem guðræknis- eða bænra^knis- þýðingin ekki kemstað, ogeptirmynd- an sinni svarar auðvitaö „áhugi" alveg til audacht: au — á, dcnkcn = hyggja. Og mjer er nær að halda, að hefði herra Jón þorkelsson með „íilbærilegri andakt" lesið Smásögurnar, þá mundi hann aldrei hafa lokið þeim dómi á um orðfærið á þeim, að það að öllu sam- anteknu væri vandað og gott. Vjer ísiendingar getum með ýiiisu móti syndgað í ritum móti tungu vorri: með því að hafa útlend orð, og með því að hafaorð, sem eruúr gildi geng- in, þóttgóð hafi verið, og með því að hafa óíslenzka talshætti, þótt hvert orð út af fyrir sig sje alíslenzkt. þessi lösturinn er verstur. Auðvitað og sá lösturinn, er P. P. er hættast við að falla i; herra J. þ., sem svo víða hefir vel vandað um ambögulegan rithátt, ætti sízt að mæla honum bót. Og hann á í veði það orð, sem hann að makieg- leikum á fyrir málfræðislegan fróðleik. ef hann lætur sín opt freistað til þess að láta sinn mikla lærdóm halda uppi svörum fyrir því, er jafn rjettlátlega er vítt og það, er eg hefi vítt í Smásög- um P. P. Styrbjórn á Nesi. f.lannalát. (A8s.). 23. maí næstl. and- aðist hinn nafnkunni dugnaðarmaður Erlciidur Jónsson í Bergskoti á Vatns- leysuströnd. Hann fæddist 10. marz 1805 og ólst upp fyrst í Brunnastaöa- hverfi og síðan á Auðnum, hjá foreldr- um sínum Jóni Jónssyni og konu hans Agnesi Jónsdóttur. Hann giptist 13. júlí 1831, Sigríði Arnadóttur; byrjuðu þau næsta vor búskap á Auðnum. þau áttu 7 börn saman og lifa 5 þeirra. Ár 1848 fluttust þau búferlum að Bergs- koti; bjóhann þar síðan til dauðadags. Hina ráðvöndu, góðu konu sína missti hann 8. jan. 1858, en giptist aptur 9. des. s. á. ekkjunni Guðlaugu Jónsdótt- ur, er saknar hans nú innilega, því sambúð þeirra var mjög ástúðleg. Erlendur heitinn var orðlagður mað-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.