Ísafold - 28.07.1877, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.07.1877, Blaðsíða 1
ísafold IV 19. Reykjavik, laugardaginn 28. júlimán. 1877. Útlendar frjettir, Kmh. (>. ji'ili 1877. Danmörk. Fram | miðjan júní var heldur kuldakennt. Síðan hefir veðrið verið blíðara, en hitar þó minni en vandi er til. Vel er samt látið yfir öll- u'rri gróðri akra og engja, og menn halda, að kornaflinn verði góður, efvel tekst með uppskeruna. Baráttan með hægri og vinstri mönnum er söm um sig, og verður nú viða „þröng á þingi", þar sem þeir sækja mótin. Ráðaneytið, sem nú nýt- ur við, má kalla til bjargar kvatt — eða málbjargastjórn (Ministcrium dcn ¦rcttcndcn Thatcn), sem pjóðverjar köll- uðu eitt ráðaneytið hjá Friðreki Vil- hjálmi fjórða í Berlín. pegar hægri menn fengu þá Estrup í brodd fylking- ar, vissu allir, að fleiru var ekki til að tjalda þeirrar handar. Hjer gekk skjald- borgarliðið fram til andvigis, og það þótti þá auðsætt, að nú skyldu ekki griðin gefin, en skorpunni haldið áfram þangað til að vinstri menn Ijetu undan síga. Lesendum „ísafoldar" er nú kunn- ugt um bráðabyrgðarfjárlögin; en til þess úrræðis ætluðu fæstir, að tekið yrði. Eggingarflokkur stjórnarinnar (þjóðernisflokkurinn gamli) Ijet þegar vel yfir áræði hennar, og kvaðst sjá, að nú væri henni orðin alvara með atvíg- ið á móti „fjöndum ríkislaganna"(!), og svo kom allur ávarpasægurinn, þakkir færandi og traust tjáandi frá borga- Iýðnum um allt land. „Listamaðurinn lengi sjer þar undi"; — en þó þykir oss óvíst, hvort það hefir tekizt, að eyða með þessum ,.fagra fuglasöng" öllum áhyggjum ráðaneytisins. Hafi menn, sem skilja hefir mátt, treyst nýjum kosningum, þá hlutu þær vonir að veiklast fyrir skömmu, er vinstri menn kusu i stað J. A Hansens (í Svend- borgar kjörþingi) — sem nú er látinn— Tang, forstöðumann Blaagaards-skóla, en hann hefir jafnan verið hinn gífur- mæltasti á fundum vinstri manna, og bar svo margt óþvegið fram um suma ráðherrana á kjörfundinum, að hægri mönnum blöskraði svo mikil ósvífni. Hvert úrræðið verður, þegar bráða- birgðalögin verða lýst í banni með haustinu, sem helzt má ráð fyrir gjöra — það er bágt að vita; en það verður sama óyndisúrræðið, að rjúfa sjálfaþing- stjórnarskjaldborg ríkisins og hitt, er menn hleypa því kastalavígi í lopt upp, er verja skal. pað mun þó láta all- nærri, að ráðaneytið standi þegar með kyndilinn í hendinni. Ríkisdómurinn dæmdi þeim ráð- herrum sýknu, sem mál var höfðað á móti fyrir sölu "Marmarakirkjunnar". Fyrsta júlí var haldin 200 ára há- tíðarminning bardagans á víkurflóan- um við Kjöge, þar sem Niels Juel vann sigurinn fræga á flota Svía. Höf- uðhátíðin stóð við Kjöge, í lundi ein- um upp frá bænum, og kom þangað múgur og margmenni. ] .egkapella hetjunnar er í Holmenskirke í Kaup- mannahöfn, ogkom þar konungur með mikilli stórmennis fylgd þann dag, og voru þá lagðir blómsveigar á kistuna. Frægðarferil Niels Juels rakti þar um leið Fog prófastur í snjöllu og ræki- legu erindi. Af heldri mönnum er látins að geta C. E. Sharlings, prófessors í guðfræði við háskólann. Frá öðrum löildum. Bismarck hefir um ttíma verið við böð í Kissingen, en ekki getað notið svo mikils næðis, sem hann óskaði. l^að er sagt, að til hans hafi jafnan verið beint orðskeytunum frá Berlín i hvert skipti, sem ný tíðindi bárust. Sjer í lagi kvað karlinum hafa orðið órótt við frjettirnar frá Frakk- landi, og nokkuð er það, að hann hefir nú brugðið baðvistinni og farið til Ber- línar optar en einusinni, en þaðan stund- urii heim til sín og stundum á aðra staði. Frakkar hafa látið sendiboða sinn gjöra sem bezta grein fyrir, að ráðherraskiptin litu ekki til neins ann- ars en innlendra mála, og ekkert væri nýju stjórninni fjær skapi en það, að vekja ófrið við nágranna sina. Ef því er trúandi, sem sagt er, þá kvað Bis- mark trauðastur manna til að leggja fullan trúnað á skýrslur sendiboðans. Hitt kvað vera trú hans og sannfær- ing, að komist los á þjóðveldið, og ó- spektir byrji innanríkis á Frakklandi, þá verði hætt við, að forvígismenn ein- veldisins sjái sjer ekki annað úrræði vænna, en að hleypa þjóðinni á pýzka- land, og biðja hana heldur að reka af sjer hneysuna síðustu en spilla kröpt- um sínum í flokkadeildum innanlands. pað mun óhætt að segja, að hvorugir trúi öðrum vel, Frakkar og pjóðverjar, og hvorirtveggja halda svo á liðsbún- aði, sem stórræðin getiborið að þá og þegar. — I orði kveðnu látast allir ætla að láta hlutlaust um styrjaldarmálin eystra, en þegar sumir, t. d. Englend- ingar og Austurríkismenn, bæta því á- vallt við: „pað er að skilja, svo lengi, sem ekkert fer í bága við vora hags- muni", þá þykir sem huldu dragi á slík fullyrði, því sjaldnast er það ntm- 73 ar greint, hvað þeir nmndu láta til sín taka. Englendingax.segja að vísu: „Vjefr látum engum ha'dast uppi að taka leiðarskurðinn um Suez-eiðiö nje ^likia- garð", og Austurríkismenn: ..Friöinn viljum við í lengstu lög, en þó skuiu'n'i við aldrei þola neinum að taka lörid undir sig frá þeim, er þau eiga i grenm] við okkur (þ. e. á BalkansskagaJ'í. þetta sýnist fullskiljanlegt í fyrsta áliti, en hvorugir skýra það til fulls, hvað þeir láta fólgið í ..að taka- og „taka undir sig". Rússar munu kalla, að þeir taki allt um stundarsakir, en við hinu er þó hætt, að sú stundin verði „lengi að liða", sem þeir þurfa til að koma öllu í góða skipun i lönd- um Tyrkja. Flestir hafa hka skilið orð ensku ráðherranna svo, sem þeir mundu ekki leyfa Rússum aö vinna Miklagarð, þó þeir þættust þess þurfa til fullra lykta á málunum, álíka og pjóðverjar þurftu að taka París her- taki til að gjöra enda á stríðinu við Frakka. Xú hafa Bretar sent flot.i sinn til Besíkuvíkur, sem í fyrra, ©g flestir skilja það svo, að hann eigi að bíða þar á verði og vera til taks, el sóknin færist að Miklagarði. Ófriðurinn. Helzti atburðurinn er sá, að Rússar eru nú komnir yfir Duná eða mikill hluti af her þeirra, en straum- urinn heldur áfram dag af degi á ýms- um stöðum. Fyrsta brúin, sem þeim tókst að varpa yfir ána (22. júní), var fram undan Braila, og komst á henni allmikil herdeild inn í Dobrudsja, lands- tungu austnorður úr Bolgaralandi, milli hafsins og fótarins á Duná, sem kallaður er. Dobrudsja er mikið fenjaland og illt yfirferðar, svo að þar mun vart sótt fram, en á þeim stað náðu Rússar s\ 11 stöðvum beggja vegna við fljótið, að brynskipum Tyrkja verða allar um- ferðir bannaðar, og það ekki all-langt upp frá sjálfu fljótsmynninu. Tyrkir höfðu nokkuð stórskotalið hinumegin, en Rússar höfðu hjer svo marga eld- gígi saman dregna meðan á brúarkast- inu og yfirferðinni stóð, að hinir urðu að hrökkva undan. Viðtakan varð líka lítil, er yfir var komið. I byrjun júní- mánaðar fór Alexander keisari og son- ur hans, krónprinsinn, suður tii her- stöðvanna við Duná, og eptir það tóku Rússar að búa allt undir i ákafa til yfir- sóknar, en skothríðirnar milli kastalanna beggjamegin árinnar óxu dag frá degi. Á einum degi sendu Tyrkir frá Rústs- sjúk 2 000 sprengikúlur inn í bæ þann andspænis, er Giurgevo heitir, og urðu af því mikil spell og mannskaði, en

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.