Ísafold - 28.08.1877, Blaðsíða 4

Ísafold - 28.08.1877, Blaðsíða 4
83 15. Lög um atf launum lögreglu- pjóna í Reykjai1 íkurkaupsfaÖ sje Ijcft af landssjóði, 21 j. 16. Lög um vitagjald af skipum, 24/ / 8‘ 17. Lög ' um skipti á dánarbúum og fjelagsbúum m. ft-., 2i/s. 18. Lög um tíundargjald á Vest- mannaeyjum, 25/8. Ónýtt lagafrumvörp. Enn hafa þessi frumvörp verið felld eða tekin aptur: 32. Um lögsókn og hegningu fyrir tíundar- svik, stj.frv., 7/8, n., 2. 33. Um útflutningsgjald af hrossum, 7/8, n., 2. 34. Urn fiskilóðalagnir milli Hornbjargs og ■Stigahliðar o. s. frv., s/8 e., 2. (Hafði lcomizt gegn- um neðri d.). 35. Um sameining sýslna (Stranda- og Dalas., og Vestm. og Rangárv.s.), °/8, n., I. 36. Um farareyri lærisveina Reykjavíkur- skóla, s/8, e., 2. 37. Um breytingu á fátækratíundargjaldi, stj.frv. i4/8, n., I. 38. Um breyting á yfirdómnum, u/8, n., 2. 39. Um sameining Strandasýslu og Dalasýslu, ,7/8, e., i. (Hafði komizt gegnum neðri deildina). 40. Viðaukalög við læknalögin, 2'2/e, n., 3. (Höfðu kornizt gegnum efri d.). 41. Um endurskoðun jarðamatsins, stj.frv., 24/8, n., 2. (Hafði komizt gegnum efri d.). 42. Um búsetu fastakaupmanna á íslandi, 24/8, e., 2. (Ur neðri d.). Prestamálið. Nefnd sú, er skipuð var í neðri deildinni til að íhuga frumvörp þau 6 eða 7 um laun presta og- um kirknaskipan m. fl., er borin voru upp í deildinni og frá var skýrt hjer í blaðinu á sínum tíma, samdi álitsskjal allmikið um málið og kom sjer að lokum sam- an um, að láta í þetta sinn lenda við þingsályktun, er hún bar undir deildina, og sem var samþykkt, og verður að líkindum einnig samþykkt í efri deild- inni. þnngsályktun þessihljóðar þannig: „Alþingi ályktar, að skora á lands- höfðingja, að hann komi því til leiðar: 1. a, að stiptsyfirvöldin fyrirskipi auka- mat á öllum brauðum landsins, og gefi fyrir því svo nákvæmar og tryggjandi reglur, er framast er auðið ; b, að þau beri undir fundi í pró- fastsdæmi hverju, er allir prest- ar skulu til sækja, og einn mað- ur kjörinn úr hverri sókn af öll- um búandi mönnum í sókninni, þeim ex gjalda til prests og kirkju, tillögur sínar um nýja brauða- skipun og kirknaskipun, og leiti álits þeirra um breytingar á gjöldum til prests og kirkju. 2. að landshöfðingi komi því til leiðar, að hans hátign konungurinn allra- mildilegast skipi 5 manna nefnd, er stiptsyfirvöldin hafi sætií, og sem semji frumvörp til laga um nýja brauðaskipun og um breytingar á gjöldum til prests og kirkju, og sendi þau með ástæðum sínum til lands- höfðingja, svo snemma, sem auðið er. f>óknun til nefndarinnar og prentunarkostnaður á frumvörpum greiðist af fje því, sem ætlað er til óvissra útgjalda í fjárlögunum fyrir 1878—1879“. Alþingi verður slitið á fimmtudaginn 30. þ. m. kl. 3 em. Embættispróf á prestaskólanum tóku þessir dagana 20.—24. þ. m.: Magnús Andrjesson, með i.eink., 49 st. Skapti Jónsson, — - —, 43 — Eiuar Vigfússon, — 3. —, 19-— Mannslát. Hinn 25. þ. m. andaðist organisti Pjetur Guðjohnsen eptir stutta legu.________________________________ Póstskipið (Valdemar) hafnaði sig hjer í morgun. Farþegar: P. F. Fggerz kaupmaður frá Borðeyri, Kriiger apó- tekari með frú sinni, Jón Árnason skóla- vörður með frú sinni, o. fl. útlendar frjettir með þessari ferð, ná til 22. þ. m. (ensk blöð). Er það af ófriðnum að segja, að, eins og áður hafði frjetzt, hefir hallazt töluvert á Rússa upp á síðkastið. þeir hafa beð- ið ósigur í tveimur orustum norðan til við Balkanfjöll, hjá bæ þeim, er Plevna heitir, 20. og 31. júlí; látið þar að sögn nær 16 þús. manna. Sveit sú, er kom- in var suður yfir Balkanfjöll, heldur stöðvum sínum enn, en er vonargripur, nema fjelagar þeirra norðan fjallanna rjetti því fljótar við. Rússakeisari hefir kvatt herfarar nær 200 þús. manna af landvarnarliðinu, og bíða hinir þess norðan að, en það á langa leið að sækja og erfiða. í Asíu hafa Rússar orðið að hætta umsátinni um Kars/ og munu að mestu hörfaðir aptur inn fyrir landamæri sín. — Á Skotlandi og Englandi var rigningatíð hin mesta. Auglýsingar. GILSBAKKALJÓÐ, kvæði eptir Steingr. Thorsteinsson, fæst í kápu fyrir 16 a. hjá O. FinseníReykjavík, og víðar. Kvennaskólinn í Reykjavík. í sambandi við auglýsingu skólanefndarinnar frá 4. júní þ. á., skal þess getið: að enn geta 2—3 ungar, konfirmeraðar og sið- prúðar stúlkur fengið inngöngu í skól- ann. Tilsögnin er ókeypisfyrir sveita- stúlkur, en 20 krónur vetrarlangt fyrir þær, sem heima eiga í Reykjavík. Utanskóla stúlkur geta tekið þátt í söngkennslunni, ef hver þeirra borg- ár til skólans 5 krónur fyrir tímabilið frá 1. október, til 14. maí, og sömu- leiðis börn, eldri en 12 ára, ef hús- rúmið leyfir. Ennfremur getur nefndin þess, að fröken Ásthildur Guðmundsdóttir frá Breiðabólstað á Skógarströnd — sem með heiðri og sóma gekk í kvenna- skólann hans fyrsta vetur — hefir ný- lega gefið skólanum 20 krónur, og vottar nefndin henni sínar alúðarþakk- ir fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Reykjavík, 24. ágúst 1877. Kvexmaskólanefnid.m. Af því að vjer höfum heyrt, að nokkrir íbúar hinna sauðlausu sveita á kláðagrunaða svæðinu, hafi í hyggju að kaupa fje í hrepp okkar í haust, þá viljum við láta þá vita, að það eru til- mæli okkar, að þeir ekki komi til þeirra kaupa, fyr en fyrsta skilarjett er afstað- in, en hún verður eins og venjulega laugardaginn í 24. viku sumars. í öllu falli er þess ekki von, að lífsfje fáist hjer keypt, þó það kynni að verða leyft, f}7r en vissa er fengin fyrir því, að kláði komi ekki upp í rjettum í haust hjer sunnanlands, að minnsta kosti í Árnes- Gullbringu- og Kjósarsýslum. Við teljum það víst, að lögreglu- stjórinn í fjárkláðamálinu annistum, að bannað verði að reka lífsfje í haust ut- anyfir varðlínuna inn i grunaða svæðið, svo framarlega sem kláðinn verður þá ekki álitinn upprættur. 6. dag ágústm. 1877. Hreppsnefndin í Hrunamannahrepp. Gjafir til Múlasýslubúa: 1. frá ekkju Halldóru Tómasdóttir á Kollsvík..............1.33 kr. 2. — yngismanni O. Jónssyni á Sjöundá.............„.33 — 3. — vinnumanni S. Ólafssyni á Stökkum.............„.67 — 4. — bónda B. Ólafssyni á Gröf.................,..67 — 5. — vinnumanni Sv. Magnús- syni á Gröf..........,..67 — 6. — vinnumanni M. Magnús- syni sama st..........„.67 — 7. — vinnukonu E. Magnús- dóttur s. st..........„.33 — 8. — yngismanni E. Eiríks- syni á Móbergi.......,,.33 — Samtals 5.00 kr. Geirseyri, 5. apríl 1877. B. Pjetursson. Ung snemmbær kýr, helzt hjeðan af nesjunum, óskast keypt. Skrifstofa „ísafoldar-1 vísar á kaupanda. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. philos. Prentsmiðja „ísafoldar“.— Sigm. Guðmundsson. Lager af Meel & Gryn Riis, Ærter & Sago samt Foderstoffer. SALOMON & C£ KJ0BENHAVN. WIMMELSKAFTET 38. Indkjob & Salg af Colonial-Sædevarer Smor, Ost & Flæsk Bamt islandske Producter.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.