Ísafold - 19.10.1877, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.10.1877, Blaðsíða 2
ÍOG [Jað voru hersveitir Skóbeleffs, sem höfðu unnið og sezt í suðurvígin, og þær ráku áhlaupið Tyrkja aptur hvað eptir annað, en urðu loks forviða fyrir, því þær þynntust óðum af mannfallinu, en fengu eigi það hjálparlið, sem hers- höfðinginn sárbændi annan foringja, þann er Levitzsky heitir, að senda sér. f>ær sveitir, sem honum voru sendar til fulltingis frá höfuðstöð Rússahersins að austan, komu ekki fyr en um kvöld- ið, en þá var lið Skóbeleffs komið á flótta, það er uppi stóð eptir. Grivitza tókst Tyrkjum ekki að sækja úr hönd- um bandamanna, en gjörðu þeim ærna mannspell í sókninni. Síðan hafa Rú- menar runnið úr því vígi á ena innri víggarða Tyrkja, enurðu að hörfa apt- ur við svo búið og ljetu enn fjölda manna. Rússar hafa sjálfir talið manna- missi sinn og Rúmena í þeim atvígum —fallna og særða—til hjer um bil 17 þúsunda. Sá her, sem rjeði til sóknar að Plevna, mun hafa verið 80—90 þús- undir, en eptir svo mikið manntjón ætla menn, að hlje verði á sókninni, þar til Rússar fá nóg lið til að fylla f skörðin og sækja með meira ofurefli en þeir þóttust nú hafa. Menn telja, að Osmann pasja hafi haft allt að 60 þúsundum til varnar. Hve mikið lið hann hefir látið í viðskiptunum er enn ekki kunnugt. — Rjett í því vjer skrif- um þetta, segja blöðin, að Osmann pasja hafi á nýjan leik reynt að ná aptur Grivitza, en það hafi ekki tek- izt. Einnig er sagt, að mikil orrusta hafi staðið nálægt Bjela, með þeim Mehemed Ali og keisaraefni Rússa, og hjer hafi barizt i bökkum, en Rúss- ar hafi þó haldið Bjela. Við því má búast, að hörðustu hríðirnar sje nú fyrir hendi, því Rússum ríður mjög á að sigrastáöðrum hvorum höfuðherTyrkja, áður veturinn fer í hönd, því annars segja menn, að þeir muni verða að halda aptur yfir Duná og bíða vorsins til nýrrar sóknar. Förin yrði þá hin ófrægilegasta, en fólkið á Bolgaralandi — einkum þar sem Rússar hafa verið og fengið því vopn í hendur — hlyti að sæta svo herfilegri meðferð og at- förum, að yfir allt mundi taka, sem áður hefir orðið. Frá Grikklandi hefir borizt lát stjórnarforsetans, Kanaris gamla, sjó- hetjunnar frægu af framgöngu sinni i frelsisstríðinu. Hann dó 16. sept. — í»ó Grikkir haldi herbúnaði sínum áfram, þá geta menn til, að þetta muni draga heldur úr áhuga þeirra og samheldi flokkanna. En hitt er víst, að þeir gjöra ekkert að fyr en Rússar hafa unnið bug á Tyrkjanum norður frá. Frá ýmsum löndum. f»eir hafa fund- izt og faðmast í Ischl, Vilhjálmur keis- ari og Jósef Austurríkiskeisari. Skömmu síðar áttu þeir Bismarck og Andrassy fund með sjer í Gastein. Að þeir hafi allir átt viðræður um austræna málið, þykir óefandi, en um hitt er öllum ó- kunnugt, hvað þeim hefir samizt um. Getur manna lúta að því, að þeir Vil- hjálmur keisari og Bismarck hafi náð heitum af Austurríki að láta allt hlut- laustað svokomnu, ogjafnvel látaekki til sín taka, þó Serbar rjeðist til með Rússum og Rúmenum. þ«etta kalla menn nýtt bragð af Bismarck til að gera band keisaraþrenningarinnar traust. ara en áður. En hins er þó til getið, að Rússum muni þykja, sem tillögur vina sinna hafi ekki getað orðið naum- ari, ef ekki verður ríflegar tiltekið þeg- ar í meiri nauðir rekur. — Frá Frakk- landi eru þau tíðindi merkust, að Thiers gamli er látinn. Hann varð rúmlega áttræður (f. 16. apríl 1797), og dó (af niðurfalli) 3. sept. í bænum St. Germain (en Laye), en var fyrir skömmu kom- inn þang'að frá baðavist í Dieppe. Hann varð allri þjóðinni mjög harmdauði, því á því geta engi tvímæli leikið, að Frakk- land hefir ekki í langan tíma átt hans nóta. Sem til hagar á Frakklandi, þá getur lát hans orðið afdrifamikið fyrir þjóðveldið og þess forvígismenn, en þeir höfðu allir skipað sjer um Thiers upp á siðkastið. það er sagt, að fund- izt hafi í skjölum hans ávarp til þjóð- arinnar til að vekja áhuga hennar á kosningunum nýju, sem nú fara í hönd (14. okt.). Mac Mahon og ráðherrar hans vildu geru útför hans á kostnað ríkisins, en er ekkjaThiers áskildi sjer að ráða líkfylgdinni eða hennar niður- röðun, þá varð ekki neitt úr því ráði, en útförin varð nógu glæsileg og stór- kostleg fyrir það. Rjett í því að vjer vorum að enda fijettasöguna segja blaðafregnirnar af nýjum viðureignum á hernaðarstöðun- um. Nýtt áhlaup 17. sept. i Sjipka- skarði af hálfu Tyrkja, þar sem þeir unnu ekki meira á en fyr, en misstu 3000 manna. Annað áhlaup við Plevna; reynt til að ná Grivitza, en fór á sömu leið. En hjer á hjálparlið að vera kom- ið allnærri, allt að 20 þúsundum, og getur verið að þetta dragi til mikils munarfyrir Osman pasja. Um bardag- ann hjá Jantrafljótinu (Bjela), sem fyr er á minnzt, hefir ekki heyrzt annað, en að Mehemed Ali hafi orðið að stöðva þar framsókn sfna að sinni. Hann mun nú bíða eptir frekari úrslitum við Plevna. Hátiðin í Uppsölum. (Úr brjefi frá Kmh.). --------J>ú mælist til, að jeg minn- ist á það helzta, sem jeg heyri eða lesi um júbilhátíð Svía í Uppsölum, en jeg verð aðbenda þjer á, að jeg hefi ekki annað en lítinn úrtíning að bjóða úr sögnum danskra blaða, sem aldrei get- ur orðið með því heildarsniði, sem verð- ur á lýsingum sjónarvottanna. jþesser þá fyrst að geta, sem er oss nánast, að einungis annar af þeim, semkosnir voru fyrir hönd íslands, fór förina, því hinn (Konráð próf. Gíslason) fekk forföll. Jeg skal bæta því við undir eins, að Svíar höfðu svo mikið við erindreka ís- lands, að þeir gáfu honum rúm í röð næst erindrekanum frá vísindafjelögum Svía og háskólanum í Lundi (0: á und- an hinum öllum). Hitt þarf jeg ekkí að segja þjer, að maðurinn sjálfur kom fram á hátíðinni sjer og lslendingum til heiðurs og sóma. Jón J>orkelsson flutti ræðu sína (aðalhátíðardaginn) á ís- lenzku, en vissi vel, að fæstir mundu skilja sig, og ljet menn því heyra inn- fak hennar á latínu. Hjer voru komnir fulltrúar frá 27 útlendum háskólum -— auk háskólanna í Kaupmannahöfn og Kristjaníu. Eitthvað um eða yfir 200 manna —• allir frá Norðurlöndum — urðu „heiðursdoktórar“ á hátíðinni, og var allur þorri þeirra frá Svíþjóð. Hátíðin sjálf deildist í tvo daga. þ>ann 5. sept. fór fram sjálft minningarhaldið, en dag- inn eptir doktóravígslan. Báða dagana var byrjað með prjedikun í dómkirkj- unni, en hjer var allt undirbúið með miklu skrauti og skrúði, og vegleg sæti búin konungi, krónprinsinum, „kansel- lera“ háskólans (Henning Hamilton greifa) og ,,prókanselleranum“ (Sund- berg, Uppsala erkibiskup, fyrrum pró- fessor í guðfræði við háskólann í Lundi). Eitt hið mesta hús í Uppsölum er bók- hlaðan, „Carolina rediviva“, sem Karl Jóhann 14. ljet reisa, ogíhinum mikla sal hennar, „Carolina-salen“, söfnuðust saman allir boðsmenn og gengu þaðan báða dagana í prósessíu til kirkjunnar. Hjer fengu allir sæti eptir fyrirskipaðri reglu, og þegar konungurinn hafði sezt í hásætisstólinn, var sálmur sunginn, og þá steig erkibiskupinn í stólinn. í and- ríku og stórlegu máli talaði hann mest um þau stórmerki, sem mönnum væru birt í stjórn og handleiðslu forsjónar- innar. Eptir ræðuna var fyrri partur hátiðarsöngsins sunginn, en lag hans hafði samið einn hinn bezti ljóðlaga- meistari Svia, Josefsson að nafni. Orkt hafði Wirsén, kennari (docent) við há- skólann, en hátíðarsönginn til næsta dags Viktor Rydberg, helzta skáld Svía, sem nú er uppi. þann söng hafði Jó- sefsson einnig ljóðlagt. Eptir sönginn flutti rektor háskólans, Sahlin prófess- or, latínska ræðu og bað þá alla vel- komna, sem boðnir höfðu verið og komnir voru, og þá báru þeir allir fram heilla-óskir sínar, sem þau erindi höfðu á höndum. Að því loknu var hinn partur söngsins sunginn, og við það lauk hátíðarhaldinu í kirkjunni. í aldin- trjágarði bæjarins var reistur veizluskáli, afarmikill ogfagurlega búinn. Hjervar mikil hátíðarveizla setin báða dagana. Fyrra daginn mælti Sahlin fyrir kon- ungsminni, en Oskar konungur svaraði ræðu hans í fagurorðu og skynríku er- indi. Hann bar saman aldurskeið manns- ins við sögualdra þjóðanna, og kallaði aldurskeið menntunarinnar hjá Svíum byrja þá, er ljós kristindómsins hefði

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.