Ísafold - 19.10.1877, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.10.1877, Blaðsíða 3
107 lengi skinið á og sent yl inn í hugar- líf þjóðarinnar, leitt áhuga hennar að betri siðum og þjóðlegri einingu bæði í lögum og öðru. þá hefðu menn fyrst gegnt þeirri nauðsyn að stofna háskóla fyrir allt landið. Hann minntist síðan á afrek háskólans og þá skörunga sem saga hans ætti að nefna (Rudbeck, Linné, Geijer c. fl.). Daginn á eptir fór allt með líkan brag fram í dóm- kirkjunni. Doktóravígslan var í því fólgin, að þeir, sem til þess voru settir, mæltu til þeirra á latínu, sem fyrir heiðrinum urðu, og settusvo á þá doktór- hattana (á guðfræðingana, lagamennina og læknisfræðingana) eða laufsveigana (doctores philosophiœ). Oskar konungur er heiðursdoktor frá júbilhátíð Lundar- háskóla, og þenna dag bar hann al- mennan klæðnað, og hafði, sem aðrir, laufsveig sinn á höfði við veizlugildið. Hjer gerðu stúdentar það við konung, sem hvergi munu annarstaðar dæmi til, að þeir minntu hann með því á æsku- dagana við háskólann og ýms tilbrigði stúdentalífsins, að þeir báru hann á höndum, eða „á gullstóli“, sem kallað er á stúdentamáli, syngjandi hinn al- kunna söng: „Sjung om studentens lyck- liga, dar“. Annars höfðu margir orð á, hversu kynnilega og beint áfram kon- ungur veik sjer til viðtals við stúdent- ana og ena lærðu gesti. Sama var sagt um krónprinsinn, og um kveldið var hann í söngflokki stúdentanna, óg að öllu eins búinn og þeir. Mönnum gafst og færi á að taka eptir því, hvernig bæði stórmenni Svía hefir sótt ogsæk- ir menntun við háskólana, og hverjar mætur allt fólkið hefir á þeim. Fólkið í Uppsölum tók svo þátt í fögnuðinum, sem hátíðin væri jafnt fyrir allarstjett- ir, enda var öllum jafnt hleypt að hátíð- arhaldinu i kirkjunni, sem rúm vannst til; og þess er getið, að aðgöngumið- um var deilt meðal verkmanna eða fje- lags þeirra eptir tiltölu við aðra. p>riðji dagurinn var haldinn með sönghátíð stúdentanna í Karolínasalnum, og um kveldið með dansi i skálanum, sem fyr er nefndur. — þessi fögru og minni- legu hátíðarhöld lyktuðu með heimboði hjá konungi á Drottningarhólmi 7. sept., og voru í því 6—700 manna.----------- Póstskipið Valdemar, skipstjóri Ambrosen, hafn- aði sig hjer loks 17. þ.m., hafði hreppt stórviðri mikil á leiðinni og legið í hrakningum. Farþegar hingað voru: Jón þor- kelsson rektor, úr Uppsalaferðinni, fröken Elisabet þórarinsdóttir frá Görð- um, þorsteinn Halldórsson stúdent (frá Hofi), Niels Finsen skólapiltur (frá Fær- eyjum) og fleiri. Veðrátta með lakasta móti um alla Norður-Európu síðara hlutsumars; upp- skera því mjög lakleg. Verzlunarfijettir slæmar. Matvaral að hækka í verði, og íslenzkar vörur hafa selzt mjög illa. Strandferðaskipið Diana komst loks af stað hjeðan 7. þ. m. Með henni fóru kand. Halldór Briem, til Ameríku, og kand. Sigurður Jensson, til Kaupmannahafnar, Medows laxakaupmaður, til Skotlands, o. fl. Ný lög. Hinn 14. f. m. hefir konungur vor staðfest 6. Lög um kosningar til alþingis. Onnur ný lög komu eigi með þess- ari póstskipsferð. Gránufjelagið. í „Norðlingi“ 24. f. m. er skýrsla frá aðalfundi Gránufjelagsins, er hald- inn var áAkureyri i2.f. m., ogskýrsla um efnahag fjelagsins við árslok 1876, eptir kaupstj., alþingism. Tryggva Gunn- arsson. Eptir skýrslum þessum eru eigur fjelagsins nú orðnar svo miklar, að 96 krónur koma á hvern fjelags- hluta, en fjelagshlutimir nema eigi meir en 50 kr. Hafa þeir þannig vaxið um næstum 100% og þó hefir fjelagið borgað árlega frá því fyrsta 6% hveij- um hlutamanni. Eptir efnahagsskýrsl- unni var gróði fjelagsins við ársloki87Ó næstum 76000 kr. alls, og höfðu það ár græðzt 32000 kr., meðfram fyrir ýms höpp, svo sem góð kaup á Siglu- fjarðarverzlunarstað, með vöruleifum þar o. s. frv. f>ó höfðu þetta ár tap- azt 10000 kr. á ullarverzluninni, að kostnaði öllum ótöldum, en lýsi og kjöt og aðrar vömr bættu það raunar upp töluvert, þannig, að vara sú, sem fje- lagið sendi út, fyrir nær því 400,000 kr. í 11 lj2 skipsfarmi, seldist 2 7000 kr. meira en hún var keypt fyrir hjer á landi, en aptur varð kostnaðurinn, sem á henni lenti, 44000 kr. Kostnaður þessi var fólginn í sölulaunum til umboðsmanna fjelagsins og miðlara, afdrætti fyrir borgun strax, beykislaunum, kostnaði til að hlaða og losa skipin, ásamt ýmsum öðmm út- gjöldum erlendis, alls . . . 16,000 kr. ábyrgðargjaldi...............7,540 — flutningskaupi á vörunum . 20,325 — 44,000 kr. „þannig vantar þá“ segir í skýrsl- unni, „17000 kr. til að flutningur og annar kostnaður á innlendu vörunni fá- ist borgaður, þó eigi sje tekinn til greina kostnaður við hana hjer á landi. þetta sýnir“ segir kaupstjóri enn fremur, „að verzlunin er f öfugu horfi, þegar ár eptir ár ekki fæst útlagður kostnaður á innlendu vörunni, en hjer af leiðir peningaskort í landinu og ýmisleg önnur óhægindi. J>að yrði sannar- lega affarabetra fyrir kaupendur og seljendur, að bæði innlend og útlend vara væri seld og keypt með lægra verði. — Vömvöndun er annað það at- riði í verzluninni, er miklu skiptir, en henni hefir eigi farið fram síðustu árin, sízt á ull og tóvinnu; er því full þörf á, að almennur áhugi vakni fyrir þessu, og kaupmenn styðji þar að, einkum með því að gefa mismunandi verð fyrir vöruna eptir gæðum, og taki alls eigi mjög slæma vöru“. Eigur fjelagsins námu við árslok 1876 327,000 kr. þar af voru 55,000 kr. fólgnar í verzlunarstöðum og verzl- unaráhöldum, og skipinu „Gránu“, 74,000 í skuldabijefum og 198,000 í vörubirgðum. Verzlanimar, sem fjelag- ið átti við síðustu árslok, voru Odd- eyri, Vestdalseyri, Raufarhöfn og Siglu- fjörður. En nú hefir fjelagið keypt þetta ár í viðbót verzlunarstaðinn Hofs- ós, fyrir 4000 kr., og nýtt skip, er „Gefjun“ heitir, fyrir 9500 kr. Á fundinn 12. f. m. voru komnir erindrekar frá Grafarósfjelaginu f Skagafirði og Húnavatnssýslu með þá tillögu, að fjelag þeirra sameinaðist Gránufjelaginu, og er svo að sjá, sem það hafi orðið. Kaupstjóri skýrði frá, hvernig salt- fisksverzlun hefði gengið við Eyjafjörð í sumar, og að aðrir kaupmenn á Ak- ureyri hefðu reynt til að færa verðið upp í 60 kr. til að keppa við fjelagið, en það gaf eigi nema 50 kr. fyrir skip- pundið, og líkaði fjelagsmönnum það vel. Fundurinn samþykkti, að kaup- stjóra Tryggva Gunnarssyni skyldi veitt af fjelaginu sómasamleg heiðursgjöf í virðingar og þakklætisskyni fyrir ágæta framgöngu í velferðarmálum fjelagsins. Bjargarvandræðin á Suðurlandi. Enn sem stendur er engin von um, að bjargarvandræðum þeim hjer í sjáv- arsveitunum við Faxaflóa, er staðið hafa núímörg missiri, sakir óminnilegs fiski- leysis, muni ljetta bráðlega, með því að eigi er nokkra vitund farið að lifna við með aflabrögð neinstaðar hjer sunnan fjarðarins, en lánstraust þorra manna með öllu þrotið hjá kaupmönnum, enda munu margir þeirra vera búnir að lána sjer langt um megn eða að minnsta kosti miklu meira en til verður ætlast með nokkurri sanngirni. Er því eigi ann- að sýnna, en að sveitir þessar verði (

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.