Ísafold - 01.01.1878, Side 4

Ísafold - 01.01.1878, Side 4
4 ÍSAFOLD. 7i78 óvenju-byrgir af matvöru. Slíkar ávís- anir er líka svo hægt að láta ónotaðar, ef guð gefur björg úr sjónum, svo að eigi þarf á þeim að halda, enda ætti sannarlega eigi að grípa til þeirra fyr en í allra-síðustu lög, svo mjög sem bú- ið er að nota veglyndi landsbúa í hin- um betri hjeruðum. Mannalát og slysfarir. Aðfaranótt hins 28. f. m. varð Egill bókbindari Jónsson hjer í bænum bráðkvaddur í rúmi sínu; hafði verið lítið eitt lasinn dagana á undan. Hann mun hafa ver- ið á sextugs aldri. Hann var atgervis- maður, með menntaðri leikmönnum og lengi alkunnur að lipurð, framtakssemi og atorku við atvinnu sína. Hann mun verafyrsti (ogeini) maður hjer á landi, er hafði útgáfu og sölu bóka að aðalatvinnu, og er skylt að minnast þess til maklegs lofs, að hann var vandur að vali bóka, er hann tók að sjer til kostnaðar, þótt eigi hefði hann verið til mennta settur, og vildi eigi leita sjer ábata með því að gefa út útgengilegt rusl; mundi þó hafa farnazt vel, ef eigi hefði annað bagað upp á síðkastið. — Rjett fyrir jólin varð maður úti á heimleið úr Keflavík suður á Miðnes; var að sögn eigi algáður. —UrBitru er sagt skiptjón frá mán.mót. nóv. og des.: hvolfdi bát upp við landsteina í logni,en myrkri, með 6 mönnum á; varð 2 bjargað, en hinir týndust, eitt kona. Strand. Um sama leiti strandaði við þ>aralátursnes á Ströndum norskt kaup- far á heimleið frá Borðeyri, hlaðið kjöti ogöðrumíslenzk. vör. Ýarðmannbjörg. Austfirðingasamskotin. Eptir því sem skýrt er frá í auglýsingu frá landshöfðingja í f. á. Stjórnartíð. B 148, um úthlutun hans á samskota- fje frá Danmörku, Noregi og Englandi handa þeim, er tjón biðu af eldgosun- um fyrir austan og norðan í hitt eð fyrra, og sem numið hefir meiru en hálfu sjöunda þúshundraði hins fimmta tigar, hefir tæpum fimmtán þúshundr- uðum þess verið varið til þess að kaupa rlkisskuldabrjef, að upphæð 16500 kr., og stofnaður með þeim styrktarsjóður, er grípa megi til, „er önnur eins eld- gos eða þvílík ber að höndum hjer á landi“, en vöxtunum af sjóðnum skal varið til „að efla landbúnað í Múla- sýslum og önnur fyrirtæki þar til al- menningsheilla41. Aðflnning við pjóðólf. pað er mikið ó- heppilegt, þegar ritstjórar dagblaða, sem eiga að leiðbeina almenningi, eru svo fljótfærir og óvand- virkir, að þeir rangfæra og flvtja lesendum sinum alveg skakkt einföldustu viðburði, sem þeir þó fyr- irhafnarlaust geta útvegað sjer vissu um. f>ann'S hefir ritstjóri pjóðólfs farið að í síðasta nr. blaðs síns. Hann segír: að inn hafi lcomið 1500 kr. í Bazar þeim og Tombólu, sem haldin var hjer í Reykjavík fyrir fátæklinga 9. og 10. þ. m. petta er alveg ósatt. f>að sem inn kom voru 1069 kr. 55 a.; þetta hefði ritstjóri pjóðólfs getað flutt al- menningi rjetthermt, hefði hann spurt sig fyrir hjá forstöðunefnd Bazarsins, eða hjá þeim herrurn slíóla- kennara H. E. Helgesen og faktor N. Zimsen, sem tóku á móti og töldu alla peninga, sem inn komu. pessa leiðrjettingu biðjum vjer hinn heiðraða ritstjóra ísafoldar að birta sem fyrst í blaði sínu. Reykjavík, 22. desembr. 1877. Forstöðunefnd, Bazarsins og lombóhmnar. HITT OGr |>ETTA. Pjeturskirkja í Róm tekur um 54,000 manna; clómkirkjan í Mílano 37,000; Pálskirkja í Lundún- um 35,600; Pálskirkja í Róm 32,000; Pjeturskirkja (San Petronio) í Bologna 24,400; Ægisif í Mikla- garði 23,000; Laterankirkja í Róm 23,900; Maríu- kirkja (Notre Dame) i París 21,000 ; dómkirkjan í Pisa 13,000; Steíanskirkja í Vín 12,000; Markús- arkirkja í Feneyjum 7,000; Spurgeons-tjaldbúð í Lundúnum 7,000. — I Maine, einu af Bandaríkjunum í Norður- Ameríku, er nýlega tekið í lög strengilegt forboð gegn því að brugga, selja eða veita nokkurn dropa af áfengum drykkjum. En óðara eru upp fundin ' ýmisleg brögð til þess að fara i kringum þessi lög. I J>að er eitt, að með egg er fari# þannig, að stungið er lítið gat á skurnið og blásinn þar út~allur mat- urinn, en fyllt aptur með brennivín, og límt brjef- snepli fprir gatið, svo laglega, að ekkert ber á. Egg þessi eru síðan látin ganga kaupum og sölum, og kosta 6 krónur tylptin. Messuvín mega landsbúar drekka eptir vild sinni, og hneixlast því ekkert yhr- vald á því, þótt það sjái messuvínstunnur á hverju heimili; því hitt gat engum dottið í hug, að tapp- arnir eða kranarnir eru svo haglega gjörðir, að sje þeim snúið rjett, kemur út messuvín, en sje þeim snúið öfugt, kemur úr tunnunni hreint brennivín. — Jarðfræðingur einn í Marsilíu hefir fundið, að sjávarborð Miðjarðarhafsins hefir lækkað um hálfan fjórða þumlung síðan Súez-skurðurinn var til búinn. Haldi því áfram, má ganga þurrum fótum um Miðjarðarhafið eptir 4000 ár. PRENTVII.LA í síðasta blaði í 3. 1. í klausunni um prestamálið : 5 þ. m. fyrir 5. f. m. Auglýsingar. Utanáskript til síra Jóns Bjarna- sonar í Nýja-íslandi er: Rev. Jon Bjarnason Gimli, Keewatin, Canada (via Winnipeg, Manitoba). Mikið æskilegt væri að fá að sjá í blöðunum upphæð peningagjafa þeirra, sem þlotnazt hafa Vatnsleysustrandar- hreppi árið 1877, og hvernig þeim hef- ir verið varið, því með því hlýtur að hverfa öll efasemi náungans í því efni. Eða eigum vjer ekki heimtingu á að það sje gjört. En hvað sem þessu líð- ur er víst ekki ótilhlýðilegt að votta gefendunum opinberlega þakkir fyrir veglyndi þeirra við nauðstadda hjer í hrepp. Og stendur eigi hreppsnefnd- inni næst að gjöra það? Á Vatnsleysuströnd, 10/12 ’77. Náunginn. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. philos. Prentsmiðja „ísafoldar11.—'Sigm. Guðmundsson. III. J>að er kunnugt, að hvorirtveggja, Rússar og Tyrkir, brígsluðu hvorir öðrum í sumar mjög um grimmd og níðingsskap í hernaðinum, og sögðu af því margar sögur, svo ljótar sumar, að hugur rís við að hafa þær yfir. En það komst upp um Tyrki, að þeir höfðu logið upp flestum eða öllum verstu sög- unum af Rússum, og sent þær hinum útlendu (ensku) blöðum, með fölsuðum nöfnum frjettaritara þeirra undir. Apt- ur hefir Tyrkjum eigi heppnazt að hrekja það, sem borizt hefir út af at- hæfi þeirra, að minnsta kosti fæst af þvi, og þar á meðal eigi sögu þá, er hjer skal greina. í einum bardaganum i Sjipkaskarði, 28. júlí, sóttu Rússar Tyrkiátvo vegu, svo snarplega, að hinir sáu sjer eigi annað fært en að gefast upp. Brugðu því upp griðamerki, hvítri blæju, og stöðvuðu Rússar þegar eldinn, og gengu slyppir að mestu og í hægðum sínum á leið upp að virkinu Tyrkja, til þess að setjast í það og taka þá í grið. En er þeir áttu fáa faðma að virkinu, vita þeir eigi fyr til en yfir þá dynur það- an megnasta stórskotadrífa, og hrundu þeir þar unnvörpum í valinn. — Svo er sagt, að leita muni þurfa langt fram í aldir að dæmi slíks griðníðingsskapar. Morguninn eptir ætluðu Rússar að sækja virkið með nýju liði, en urðu þess þá varir, að þar var enginn mað- ur eptir uppistandandi, og höfðu Tyrkir, þeir er ósárir voru eða rólfærir fyrir sárum, komið sjer burtu um nóttina um leynistig einn og eitthvað upp í fjöll. Hina, er eptir láu í virkinu í sárum, er Rússar komu þar, tóku þeir og bundu sár þeirra. En er þeir lituðust betur um, sáu þeir, hvar lá hrúga mikil af mannahausum rússneskum, nýhöggnum af bolnum. Bolirnir lágu í laut skammt þaðan, og er svo sagt, að það hafi verið einhver hin hroðalegasta sjón, er sögur fara af. J>etta voru sárir menn og herteknir, er Tyrkir höfðu safnað í virkið i bardögunum dagana á undan, og leikið þannig áður þeir skildu við þá, en kvalið þá áður svo sem þeim gat framast hugsazt. þess báru likin merki flestöll, og þau hræðileg. Mörg þeirra voru brytjuð í stykki, en blóðið sýndi, að það hafði verið gjört að mönn- unum lifandi eða áður en höfuðið var höggvið af. Rússar sýndu valköst þenna enskum frjettariturum ogstjórnar- erindrekum, er voru í herbúðum þeirra, og kvöddu þá vitnis að þessari hrylli- legu sjón. Fannst þeim mjög um, sem nærri má geta, en eigi síður um hitt, að sjá á hinu leytinu meðferð Rússa á Tyrkjum, er þeir hittu fyrir í virkinu sára; þeim var hjúkrað af mestu alúð og veittur hverskonar beini, sem föng voru til.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.