Ísafold - 31.01.1878, Qupperneq 3
ÍSAFOLD.
7
31/j78
mun að ætlast til að menn til sveita
fari almennt að taka upp steinhúsa-
byggingar, meðan höfuðstaðurinn geng-
ur eigi á undan með góðu eptirdæmi
betur en raun hefir á orðið til þessa,
enda leiðum vjer hjá oss að fara lengra
út í málið að sinni.
Árferð, aflabrögð o. fl. Mikil harð-
indi að frjetta úr öllum áttum; reglu-
leg ótíð um land allt. Skorið af heyj-
um sumstaðar fyrir norðan og austan
fyrir jólin. — Afli nokkur í Garðsjó
síðan um hátíðir og eins á Miðnesi, í
Höfnum ogeinkum í Grindavík, af ný-
gengnum þorski þar, fyrir sunnan nes-
ið, en stútung fyrir norðan það (í Garð-
sjónum). En gæftaleysi bannar mjög
björg að því, og hitt annað, að ofmarg-
ir eru um hituna, á litlum blett. —
Bjargarleysi eigi tilfinnanlegt sem stend-
ur hjer sunnantil í fiskileysisplássinu,
en Akurnesingar komnir að kalla má
algjörlega í þrot. þ>ó skal þess getið,
að sögur þær, er þaðan hafa borizt af
harðrjetti, og af harðýðgi sveitarstjórnar-
innar, eru mjög svo ýktar og aflaga
bornar, svo sem sýnt mun verðaínæsta
blaði eptir áreiðanlegum skýrslum.
Mannaláf og slysfarir. Hinn 19. þ.m.
andaðist hjer í bænum kaupmaður og
bæjargjaldkeri O. P. Möller. Austan
er að frjetta lát síra Björns Stefáns-
sonar á Sandfelli (ý 13. nóvbr. f. á.) og
Eiríks Jónssonar í Hlíð í Skaptártung-
um, merkisbónda. Norðanpóstur (Daní-
el Sigurðsson, er áður hefir verið Djúpa-
vogspóstur frá Akureyri), er kom í gær,
segir lát tveggja merkismanna, síra O-
lafs þorvaldssonar í Viðvik (ý i4.þ.m.)
og Torfa alþingismanns Einarssonar
á Kleifum (ý 21. desbr. f. á.). Að
norðan er og að frjetta það hraparlega
slys, að eitt af skipum Gránufjelagsins,
„Gefjunn11, hefir farizt 26. nóvbr. fyrir
Olafsfjarðarmúla, brotnað í spón og týnzt
allir mennirnir. J>á eiga og skipverjar
á Borðeyrarskipinu, sem strandaði við
Hornstrandir og getið var í síðasta bl.,
að hafa horft á kaupfar hjeðan farast
(hvolfa, og sökkva) úti fyrir Húnaflóa.
Óveitt brauð. Vallanes, laust fyrir upp-
gjöf júbilprestsins sira Einars Hjörleifssouar, metið
kr. 1393,14; auglýst 30. þ. m. Uppgjafapresturinn
hefir i eptirlaun þriðjung af föstum tekjum brauðs-
ins og ábúðarrjett á þriðjung staðarins, — þannig,
að afgjald staðarþriðjungsins teljist upp í tekjuþriðj-
ung hans, — og þar að auki afnot Vallaueshjáleigu
afgjaldslaust. Sandfell í Öræfum, metið 223
kr. 85 a.; auglýst 30. þ. m. pessu brauði eru af
landshöfðingja lagðar 400 kr. úr landssjóði þetta
ár, með því skilyrði að það verði yeitt fyrir 31. á-
gúst þ. á. !og að sá, sem það fær, verði farinn að
þjóna því samsumars. Hólar, Viðvik ogHof-
s t a ð i r i Skagafirði, metið kr. 961,00; auglýst í
dag. Ekkja er i brauðinu.
f
Jónas Páll Pálsson og Jón þórðarson* 1.
Til mæðra þeirra, 1. jan. 1878.
ý>ið sorgum-tengdu systur tvær,
Er sömu mannraun líðið,
jJað hreysti öðrum hjörtum ljær,
Hve hetjulega þið stríðið;
jjótt hvorug fái að sjá sinn son,
Og sjórinn hylji beggja von,
J>ið sitjið samt og bíðið.
Sem unga hauka æsir þrá
Sitt æsku-flug að beina,
J>eir móðurörmum fýstust frá
Og fjör og hreysti reyna.
Og austur kaldan svifu sjó,
En sorgar-efi hjörtun sló,
Hvort sjá þið munduð sveina.
l) J>essir 2 ungu og efnilegu menn, er drukknuðu
i haust á Austfjörðum, annar af báti á Reyðar-
firði 3. okt., hinn af „Fanny“ 11. s. m. (sbr.
ísafold IV 29 og 30), voru systra synir, og
mæður þeirra fátækar ekkjur og umkomulaus-
ar í þurrabúð hjer við Reykjavík. — Ritst.
J>ið biðuð sumars blíða tíð,
J>ið biðuð haustsins kalda,
J>á dundi fár með storm og strið,
J>á stundi banvæn alda.
J>ið biðuð,—en með þrotinn þrótt,
J>ví þung og köld og löng er nótt,
Er holsár vökum valda.
J>ið biðuð. Heyr, hvað þys varð þar,
Er þyrptust kátir lýðir ? —
Sjá skipshöfn hölda heimtuð var
Ur helju loks um síðir.
J>eir lifðu alfir — utan tveir,
Og ykkar synir voru þeir,
Fullhugar æsku-fríðir.
J>ið bíðið enn. Mun bláköld hel
J>eim bræðrum skila vilja ?
Mun sjórinn hafa vitað vel
J>eir vildu aldrei skilja?
Nei, aldrei vikna Ægir sást,
Og ei hann spyr um bræðra ást
J>ótt blási banakylja.
Hvað bíðið þið ? Ó, bíðið enn,
J>ví bak við sorg og voða,
Og hel og tár þið sjáið senn
Á sólar fagran roða:
J>ví meiri nótt og meiri bið,
J/ví meiri dásemd sjáið þið
Á bak við dauðans boða.
Svo langur dagur aldrei er
Að aptankyrrð ei nái.
Hve gott er að bíða, Guð, í þjer,
>ú gleymir ei minnsta strái.
>ín dásemd telur dag og ár,
djúp þitt fellur eins mitt tár
Og sjórinn bana-blái.
Matth. Jochumsson.
HITT OG f>ETTA.
— Málvjel. Maður nokkur i Vín, er Faber
hjet og var prófessor, hugsaði upp fyrir mörgum
árum og ljet til búa vjel eða verkfæri, er talaði
manna máli, þó mjög ófullkomlega. Síðan hefir vjel
þessi verið bætt á ýmsan veg og var hún sýnd al-
menningi i haust í Kaupmannahöfn. Hún nefnir
' erfiðustu orð skýrt og greinilega, hátt og lágt, en
I er nokkuð skrælchljóðuð. Hún getur talað ýmsum
um járnkúluna á eitthvert hornið, mun
hún renna að segulsteininum beina leið
og viðstÖðulaust. En sje kúlunni velt
eptir borðinu og stefnt fram hjá segul-
steininum, ætti hún að taka strykið beint
yfir borðið; en það gjörir hún eigi;
segulaflið í steininum togar í hana og
ber hana út af beinni leið og hringinn
í kring um steininn. J>essum snúningi
valda því tvö öfl: handaflið, sem veltir
kúlxmni áfram í beina línu, og segul-
afiið, er togar hana að sjer á leiðinni.
Newton hefir nú sýnt og sannað,
að það eru einmitt tvenn öfl, slík sem
nú var lýst, er ráða göngu jarðstjarn-
anna umhverfis sólina: annað hreifing-
arafl í jarðstjörnunum sjálfum, er leitast
við að knýja þær áfram þráðbeint gegn-
um himingeiminn, en hitt er aðdráttar-
afl sólarinnar, er sveigir þær út af leið
og knýr þær til þess að renna hringinn
í kring um sólina.
EnNewtonuppgötvaðimeira. Hann
sýndi með greinilegum reikningum, að
af umferðartíma hverrar jarðstjörnu má
sanna nákvæmlega, hvað fast aðdráttar-
afl sólarinnar togar í hana. En á því
stendur svo, að því meira sem átakið
er, því meiri verður ferðin á jarðstjörn-
unni (þ. e. því hraðara fer hún kring
um sólina), og því minna sem það er,
því minni verður ferðin. Ef t. a. m. að-
dráttarafl sólarinnar rjenaði, yrði jörðin
seinni á sjer kring um hana eða leng-
ur á leiðinni, og dagarnir í árinu þá
fleiri en þeir eru, fleiri en 365.
Loks hefir Newton sýnt og sann-
að enn eitt atriði, hjer að lútandi, er
oss skiptir mestu í þessu efni. J>að er,
að aðdráttarafl sólarinnar rjenar eptir
því sem frá henni dregur. Hún togar
því eigi eins fast í þær jarðstjörnurnar,
sem firrstar henni eru, og hinar, sem
næstar eru. Honum tókst meira að
segja að komast fyrir, hvað miklu þetta
munar eptir fjarlægðinni, hvað mikið á-
takið minnkar eptir því sem fjær dreg-
ur. J>að er ekki í beinu eða einföldu
hlutfalli við fjarlægðina, heldur í hlut-
falli við kvadrat fjarlægðarinnar. J>etta
er svo að skilja, að á jarðstjörnu, sem
er tvöfalt lengra frá sólinni en jörðin, er
átakið ferfalt minna, og sje hún þrefalt
lengra burtu, verður átakið (aðdráttar-
afl sólarinnar) nífalt minna. J>etta lögmál
var aðalstoðin undir uppgötvan Lever-
riers.
J>að er eigi ólíklegt, að margur,
sem um slíkt hefir hugsað, hafi spurt
sjálfan sig á þessa leið : Sje það satt,
að himinhnettirnir dragi hver annan að
sjer, hvernig stendur þá á því, aðjarð-
stjörnurnar skuli eigi toga hver í aðra
svo fast, að þær renni hver utan um
aðra, eða skelli saman ? J>essa spurningu
lagði og Newton fyrir sig, og svaraði
henni sjálfur. Aðdráttaraflið fer eptir
þunga himinhnattanna. í voru sólkerfi
ríður þungi sólarinnar svo langsamlega
baggamuninn á við allar jarðstjörnurn-
ar, að aðdráttarafl hennar tekur langt