Ísafold - 25.03.1878, Blaðsíða 1
V 7.
Reykjavík, mánudaginn 25. marzmán.
1878.
Um kviðdóma.
Eptir Jón Jónsson landshöfðingjaritara.
London, 3. marz 1878.
Eitt af hinum fyrstu verkum Frakka
eptir stjórnarbyltinguna miklu var að
taka upp (með fáum breytingTim) hin
ensku lög um búakviði í meðferð saka-
mála fyrir dómi (16. september 1791).
Síðan hafa ýmsar aðrar þjóðir fylgt
þessu dæmi, og núíhaust komu útíDan-
mörku uppástungur rjettarfarsnefndar
þeirrar, er í nokkur undanfarin ár hefir
búið þetta mál undir löggjafarþingDana.
Vjer íslendingar ættum því siður
að vera eptirbátar annara þjóða með
að koma á nýrri og betri dómaskipun,
sem enski kviðurinn, er hingað til hefir
verið fyrirmynd annara þjóða, má heita
gömul þjóðleg íslenzk stofnun. Aðal-
grundvallarreglan í lögum um hluttekn-
ingu ólærðra manna í dómsvaldinu:
,.Eigi eiga búar enn að bera um það,
hvað lög eru á landi hér-i—hefir fyrst
verið skráð á íslandi (Grágás þing-
skapaþáttur 85. kap.), og vísindamönn-
um kemur nú almennt saman um, að
íslenzki kviðurinn, eins og vjer þekkj-
um hann frá Grágás og sögunum, eink-
um Njálu, virðist hafa verið alveg eins
skipaður og fornir enskir dómskviðir;
en hvergi annarsstaðar en á Englandi
og Islandi vita menn til að eiginlegir
dómskviðir hafi til verið, jafnvel ekki í
Norvegi.
Hvort sem Englehdingar eðaíslend-
ingar upphaflega hafa átt dómskviðina,
er það ljóst, að vér verðum nú, ef vér
ætlum að taka kviðdóma upp aptur,
annaðhvort í öllum málum eða að eins
í sakamálum, að færa oss í nyt reynslu
þá, sem menn hafa um þessa rjettar-
farsskipun á Englandi, og veit eg að
flestum lesendum Isafoldar muni þeg-
ar vera kunn aðalatriði hinna íslenzku
laga um þetta efni, af hinni ágætu rit-
gjörð Vilhjálms Finsens í Nýjum Fje-
lagsritum1. Ætla eg mjer ekki að breyta
neinu af því, sem þar er sagt, en með
því að eg í vetur hefi haft tækifæri til
að vera við rjettarhald á mörgum stöð-
um á Englandi, hefi eg ímyndað mjer
að mönnum kynni að þykja eigi ófróð-
legt að heyra fáeinar athugasemdir um,
hvernig rjettarhöld í rauninni fara fram
hjer á landi, og að slíkar athugasemd-
ir gætu orðið mönnum að hvöt til að
lesa sem vandlegast áminnzta ritgjörð,
sem ekki ætti að vera ókunn neinum
manni, er lætur sig varða nokkru hag
almennings.
þ>að sem Fslendingur fyrst tekur
eptir, þegar hann kemur til Englands
til þess að kynna sjer hjer rjettarhöld
er, að þau eru opinber á allt annan hátt
en heima. Á íslandi er reyndar optast
ekkert haft á móti því, að almenning-
ur fái aðgang að flutningi á einkamál-
um og að sókn og vörn í sakamálum
eptir að rannsókninni er lokið. En það
er hvorttveggja, að lítið er að græða á
‘) „Ura kviðdóma11. Ný Fjelagsrit XI ár.
því að sjá málaflutningsmann afhenda
dómara ritað skjal, enda er eigi hægt
að vita (nema í Rvík), hve nær og hvar
manni geti veitzt sú ánægja, því staður
og tími til þess er ekki auglýstur öðr-
um en málspörtum, og munu því fæstir
landar, sem ekki hafa sjálfir átt í máli,
hafa verið viðstaddir rjettarhald. pessu
er allt öðruvísi háttað á Englandi. Hjer
eru dómþing að eins háð á ákveðnum
stöðum og tímum, og jafnan auglýst
mörgum dögum áður en rjettarhaldið á
að fara fram, sjeu ekki fast ákveðnir
rjettardagar. í London geta menn jafn-
veláhverjum morgni sjeð í helztu blöð-
um, hver mál þann daginn munu koma
fyrir helztu dómstólana. En það er ekki
að eins rjettarhöld þau, sem eiga að fara
fram, að blöðin fræða menn í Englandi.
fau hafa einnig dags daglega inni að
halda ýtarlegar skýrslur um þau mál,
sem nýbúið er að fara með. Sje mál-
ið og nokkurs metandi, geta menn jafn-
vel lesið fullkomna skýrslu um það, sem
hvert vitni hefir borið í málinu, spurn-
ingar þær, er hafa verið lagðar fyrir
þau, og svörin vitnanna orð fyrir orð.
það er því ekki að furða, þótt menn
þyrpist að dómssölunum. þ>ar koma ekki
aðeinsvinir og vandamenn hinna ákærðu
og málsp artanna, heldur einnig kunn-
ingjar vitnanna og kviðmannanna. Loks-
ins má hjer í London jafnaðarlega sjá
lagastúdenta og nýbakaða kandidata
(ungir ,,barristers“), er koma til að læra
af eldri málaflutningsmönnunum og af
Hólmgangan.
Eptir
Alexander Púschkín.
(Framh. frá bls. 14). „Hirðið þjer eigi
hót um, hvað jeg er að gjöra“ svaraði
hann; „skjótið þjer bara viðstöðulaust!
Annars megið þjer samt fara að sem
yður líkar. Jeg á hjáyður eitt skot,
og jeg skal vera við búinn að taka við
því hve nær sem yður líkar“.
Jeg sneri mjer að hólmgönguvott-
unum og tjáði þeim, aðjeg ætlaði mjer
eigi að skjóta í það sinn. Skömmu síð-
arsagði jegmigúr herþjónustu ogkom
mjer niður í þessum litla bæ. Hefir
eigi sá dagur yfir mig komið siðan, að
eigi hafi jeg hugsað um hefnd mína —
og nú er stundin komin“.
Silvíó tók upp brjefið, erhannhafði
fengið þá um daginn, og Ijet mig lesa
það. J>að var frá Moskau, og þess efn-
is, að einn maður ætlaði að fara að
kvongast; konuefnið væri ung og fríð
og vellauðug.
„fjer munuð fara nærri um, hver
maðurinn sje“, mælti hann; „jegbregð
mjer nú austur í Moskau og ætla að
vita, hvort hann verður jafn ókvíðinn
dauða sínum í ástar-algleyminu og forð-
um, þegar hann var að muðla kirsiberin“.
Að svo mæltu stóð Silvíó upp og
var kominn á hann megnasti glímu-
skjálpti. Hann æddi fram og aptur
eins og ljón í skemmu sinni. Jeg var
að hugsa um æfintýri hans og fannst
allmjög um.
Skósveinninn kemur inn og segir
að hestarnir sjeu til. Silvíó rjetti mjer
höndina og kvöddumst við mjög inni-
lega. Síðan stje hann upp í vagninn.
far voru tvær kistur, önnur full af
skammbyssum, en í hinni voruföthans
og annar farangur. Við kvöddumst
aptur og síðan hjelt hann af stað.
Nokkrum árum eptir þetta vildi
mjer það óhapp til, að jeg mátti til að
setjast að í sáraumu smáþorpi í N.sýslu.
þar hafði jeg mjög mikið að gjöra, og
saknaði því mjög hinnar fyrri æfi, er
jeg hafði eigi haft neitt að hugsa en
nógar glaðværðir. Bágast átti jeg samt
að venja mig á að vera einn á kvöldin.
Framan af deginum leiddist mjer eigi
til muna. ]>á hafði jeg ýmislegt að
sýsla úti við: að segja fyrir verkum og
líta eptir á heimilinu. En þegar kvöld-
aði vissi jeg ekkert, hvað jeg átti af
mjer að gjöra. Jeg hafði fundið fáein-
ar skruddur í bókaskápnum í húsinu,
en var búinn að lesa þær allar hvað
eptir annað og hafði því enga skemmt-
un af þeim framar. Ráðskona mín
kunni reyndar ósköpin öll af æfintýrum
og var óspör á að segja þau; en hún
kom þrásækilega með sömu söguna upp
aptur og aptur, og var mjer því farið
að leiðast þær. Söngurinn bændastúlkn-
anna gjörði eigi nema jók mjer þung-
lyndi. Um eitt skipti voru leiðindin